Morgunblaðið - 27.02.1945, Síða 8
8
MORGUNBEAÐIÐ
í’riðjudag'ur 27. febrúar 1945.
Mimning€sr®r8 um
i Margrjeti Yaldimarsdóttur
1 yfirhjúkrunarkonu
I DAG verða jarðsettar frá
Fríkirkjunni í Reykjavík jarð-
neskar leifar Margrjetar Valdi-
marsdóttur yfirhjúkrunarkonu
við sjúkrahúsið á Sólheimum,
en hún Ijest þar 15. febr. s.l.
eftir stutta legu, að nýafstöðn-
um holskurði, er á henni var
gerður.
Margrjet Valdimarsdóttir
fæddist að Hlaðhamri í Hrúta-
firði í Strandasýslu 16. júlí
1897. Foreldrar hennar voru
Guðbjörg Jónsdóttir og Valdi-
mar Jónsson, er þá bjuggu á
nefndri jörð. Fór Margrjet úr
foreldrahúsum stuttu eftir ferm
ingu, og mun eigi hafa fengið
önnur fararefni þaðan en heil-
brigt uppeldi og góðar fyrir-
bænir ræktarfullra en fátækra
foreldra. Með þetta að vegar-
nesti lagði hún, unglingurinn,
einmana en örugg út í heiminn
og farnaðist ætíð vel.
Eftir að Margrjet fór að heim
an dvaldi hún í vist hjá vanda
lausu fólki á Suður- og Austur-
landi til ársins 1922, er hún fór
til Danmerkur til hjúkrunar-
náms. Lauk hún námi sínu á
tilskyldum tíma, en dvaldi að
því búnu á ýmsum sjúkrahús-
um þar í landi, til ársins 1931,
er hún fluttist til íslands og
: ge|ðist hjúkrunarkona við
' sjúkrahúsið í Vestmannaeyj-
um. Snemma í febrúar 1934
varð hún yfirhjúkrunarkona |
við sjúkrahúsið á Sólheimum
og gegndi því starfi til dauða-
dags.
Jeg, sem þessar línur rita,
kyntsit Margrjeti fyrst þau ár,
sem hún var vinnukona á Hafra
nesi við Reyðarfjörð, en þang-
að kom hún, að jeg hygg, 17
ára að aldri. Varð hún brátt
uppáhald _alls helínilisfólksins
þar og hjelt þeim sessi ætíð síð-
an, bæði meðan hún dvaldi þar,
og eins eftir að vegir skildust,
er hún fór þaðan.
Margrjet Valdimarsdóttir var
með afbrigðum greind kona og
fróðleiksfús. Var og um margt
betur að sjer en títt er um ungl
inga þá, er eigi hafa notið ann-
arar mentunar en lítillar
heimafræðslu í æsku. Hún var
mjög ljóðelsk og kunni mesta
sæg kvæða og lausavísna, eftir
Kalkipappír
kvart og fólío
góður og mjög ódýr.
Pappirspokar
allar stærðir.
A. J. Bertelsen & Co. h.í.
Hafnarstræti 11 — Sími 3834.
öll íslensk skáld. Var og sjálf
vel hagmælt, þó lítið ljeti hún
á því bera. Hafði stálminni á
alt, sem hún las eða heyrði og
sagði prýðisvel frá. Var að
jafnaði glöð í lund og skemtin
í viðræðum. Hafði ágæta kýmni
gáfu og ætíð á reiðum höndum
hnitmiðuð hnyttinyrði og græsku
lausa gletni, sem öllum var til
gamans, er á hlýddu, og eigi
síst þeim, er til var talað hverju
sinni. En þrátt fyrir alt vissi
jeg það vel, að djúp alvara og
skörp athugun var sterkasti
þátturinn í eðli Margrjetar.
Valdi hún sjer og æfistarf í
samræmi við það. Verður eigi
skrifað um það hjer. Það verð-
ur gert af þeim, sem betur eru
til þess hæfir en jeg. En þess
er jeg fullviss, að eigi mun hún
þar fremur en annarsstaðar
hafa svikist undan skyldum sín
um.
Margrjet var nokkuð skap-
mikil, en stilti þar ætíð vel í
hóf. Hún var mjög vinsæl og
trygglynd, dul í skapi, og sagði
eigi hug sinn allan hverjum,
sem hafa vildi.
Okkur vini hennar setti
hljóða, er við frjettum lát henn
j ar. Það var svo stutt milli þess,
að við hittum hana, að því er
Jvirtist alheila, þar til helfregn-
^in barst okkur. Þykir okkur of
^snemt að kveðja hana nú
hinsta sinni, á besta aldri, þó
svo verði að vera. En minning-
in um hana verður okkur ætíð
sólskinsblettur í heiði, er við
munum oft setjast við og gleðj-
jast.
Við fráfall Margrj.etar er sár
j harmur kveðinn að nánustu ást-
j vinum hennar, systkinum og
jbörnum þeirra. Þeim reyndist
I hún ætíð alt í öllu, að svo miklu
jleyti, sem í hennar valdi stóð.
Sparaði hún aldrei neitt það,
er hún mátti í tje láta þeim til
aðstoðar, ef með þurfti. En það
er þeim harmabót, að þeir eiga
um hana svo margar og fagrar
minningar, sem aldrei getur
slegið fölva á.
Vertu sæl, Margrjet. Friður
Guðs sje með þjer.
, Einar Friðriksson.
Rýmingarútsala
hefst í dag og stendur yfir í 4—5 daga.
Það, sem selt verður, er:
íyrir döimir:
Dömukjólar
Dragtir
Pils
Élóssur 1
Silkisokkar
á kr. 4,00 parið.
Taubútar og margt fleira.
Komið og gerið góð kaup.
KJÓLRBÚÐIN
Bergþórugötu 2.
Fyrir börn:
| Teipukjólar
ÍTelpukápur
2—5 ára
Samfestingar
Drengjabuxur
UHarpeysur
ÍUllarsokkar
5 kr parið.
Tilkynning
Samkvæmt heimild í lögum nr. 34, 12. febr. 1945.,
tim breytingu á lögum um útsvör nr. 106, 1936 hefir
bæjarstjórn Ilafnarfjarðar sahiþykt, að upp í útsvar
yfirstandatidi árs beri gjaldskyldum útsvarsgreiðend-
um að greiða fyrirfram sem svarar 40% af útsvari
'þeirra 1944 með gjalddögum 1. mars, 1. apríl, 1. maí
og 1. júní n. k., sem næst 10% af útsvörum 1944
hverju sinni, og að allar greiðslur skuli staitda á hálf-
um eða hoilum tug króna.
Hafnarfirði, 26. febrúar 1945.
Bæjarstjóri
Endurskoðarastarf
Ungur maður, með bólcfærslukunnáttu og sem hefir
áhuga fyrir að læra endurskoðun, getur nú þegar feng-
ið atvinnu h.já löggiltum endurskoðanda. ■— Umsókn
merkt „Endurskoðun" sendist blaðinu f. 3. mars n. k.
AUGLÝSÍNG ER GULLS IGXLDI
X-9
I PMiL COPF.iCAM (X-9)
j VJRSCK5 KROPPSR'5
A77BMP7 TO TAK6
Oöé. CN A!*MJK6
A GPBZDiHÓ
MOTOF BOA7 AT
THE PLANE’ð
PONTOONS...
CORRISAN LEAPe
PROM TME BOAT
JU5T B6FORE
TME CRASH...
Eflir Robert Slorm
CATAPUí-TEO r-RO* VÆ J-AANE. A9 fT
NOSEö CVER, i<J\t> BADVJ
INJURED
HQ\<' SVlNf i N [
vc boju
M CCFFI6AN TRIEo
D="A-CR\P
3REAK "VC U
VATEk'v OP |
JSfc OVEf? THE
X-9 kom í veg íynr ao Arupper kærnisl undan hann, en þá greip Krupper hann heltaki og þving-
í flugvjelinni. Þeim skaut upp nálægt hvor öðrum. aði honum niður með sjer.
Krupper hrópaði á hjálp og ætlaði X-9 að aðstoða
Hraöbátuiinn siglir mannlaus með ofsa hraða
rjett hjá j. ;n.