Morgunblaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 5
Laugai'dag'Ur . 21. api’íl 1945 MOKGUNBLAÐIÐ 5 5? Fjalakötturinn: Maður og kona 66 Fjalakötturinn hafði síðastlið jð þriðjudagskvöld frumsýn- ingin á ofangreindu leikriti, fyrir þjettskipuðu húsi og við ágætar undirtektir loikhús- gesta. Emil Thoroddsen samdi þennan leik eins og kunnugt er, upp úr hinni þjóðfrægu sögu með sama nafni eftir Jón Thoroddsen. Það er ekki ýkja. langt síð- an Leikfjelag Reykjavíkur sýndi hjer Mann og konu við góðan orðstý og óvenjumikla aðsókn. Siðan þefir lefkritið verið sýnt víðsvegar um land og hvarvetna átt miklum vin- sældum að fagna. Er það og að vonum, því að sagan, sem leik ritið er samið eftir, er fyrir löngu orðin sígilt verk og eft- irlætislestur allrar aiþýðu manna á landi hjer frá því hún fyrst var gefinn út árið 1876 og fram á þennan dag. Er og skemst frá því að segja, að sag an er afbragðsveí sögð, og frá- bær að stíl og máli, og er snjöll lýsing á íslensku þjóð- lífi og menningahállum þeirra tíma er sagan gerist á. •—• En sjón er sögu ríkari, og því var það hið þarfasta verk, er Emil Thoroddsen tók sjer fyrir hend ur að koma þessari rammís- lensku sögu afa síns á leiksvið. Má eftir atvikum segja að hon um. hafi farist það vel úr hendi, þó að vilanlega hafi verið' þar nokkrir annmarkar á frá list- rænu sjónarmiði og leikritið orðið óþarflega iangdregið. Nú er leikritið nokkuð breylt frá því, sem áður var, — hefir meðal annars verið stytt, og er það vissulega til mikilla bóta. Þá er og sviðsútbúnaður og sviðsetning með öðru og betra 1 móli nú en áður, og hefir Indriða Waage tekist í því efni, sem endranær, mæta vel. Hins vegar finnst mjer miður hafa tekisl um heildarsvip sýningar innar, því að hún ber á köfl- um svo augljósan keim skop- , leiksins (farsans), að til mik- j illa lýta er. Hefði þó þeim góðu | mönnum, er hjer eiga hlut að > máli átt að vera það ljóst að Maður og kona er að öðrum meginþætti þjóðlífslýsing og að persónur þær, sem þar koma fram, eru all-flestar fulltrúar ákveðinna legunda manna (typur), sem voru fyrirbrigði þeirra tíma, er sagan greinir, en ekki einstaklingar, sem skáldið hyggst að sálgreina. — Að þessu leyti hefir sagan sitt menningarsögulega gildi, sem ekki má fara forgörðum í leik ritinu. Því varðar miklu, svo að ekki raskist myhd sú, sem skáldið hefir dregið upp af íímum sögunnar, að öllu sje í hóf stilt og að sýningin beri blæ raunveruleikans, en sje ekki skrumskæld til þess eins að vekja hlátur lítilþægustu leik- húsgesta. En einmilt þetla vildi brenna við, eijakum í leik Alfreðs Andrjessonar, er fór með hlutverk Hallvarðs Halls- son'ar, sjerstaklega síðar í leikn um, og einnig í leik frú Ingu Þórðardóttur er Ijek Staðar- Gunnu. Það leyndi sjer ekki, er Alfreð Andrjesson kom hjer á leiksvið fyrst, að hann var eftir Emil Thoroddsen Leikstj.: Indriði Waage Valur Gíslason sem sjera Sigvaldi. gæddur miklum eðlisgáfum sem leikari. En fyrir einhæf hlutverk, — aðallega í revýum hin síðari ár, og ef til vill of einhliða leiksljórn hefir hann staðnað í ákveðnum formum, svo að litillar titbreytni eða ,,nýsköpunar“ gætir í leik hans og persónan er í raun og veru æ hin sama i hvaða hlutverki sem er. Er þelta illa farið og ó- maklegt og er þess að vænta að Alfreð láti ekki við svo bú- ið standa og „hristi klafann af sjer“. Er það honum knýjandi nauðsyn ef hann hyggst að ná frá Jóni Span & Go og tekið með sjer það andrúmsloft, sem þar ríkir. Afstaða íslendinga til Grænlands Herdís Þorvaldsdóttir i hlutverki Sigrúnar. verulegum þroska í list sinni. Það sem hjer hefir verið sagt um Alfreð Andrjesson á að nokkru leyli einnig við frú Ingu Þórðardóttur í Staðar- Gunnu. Gerfi hennar er ágætt og leikur frúarinnar prýðisgóð ur þegar hún gætir hófs í skop inu en henni hættir við all-oft (við mikinr fögnuð áhorfenda') að ganga feti framar í því efni en hæfir heildarsvip leikrits- ins, og missir á marks. Er það sameiginlegt með þessum tveim leikendum, að ekki verður var ist þeirri hugsun, að þeir hafi komið þarna á sviðið rakleiðis Valur Gíslason fer með aðal htutverkið, Sigvalda prest. — Hlutverk þetta Ijek áður Brynj. Jóhannesson og skap- aði þá eipa af sinum heil- steyptustu persónum, ógleyman lega öllum þeim, sem sáu hann. Það var því enginn ,,leikur“ fyrir Val að taka við þessu hlut verki úr höndum Brynjólfs og hygg jeg að margir hafi verið vantrúaðir á árangurinn. Nið- urstaðan er þó sú, að Vali hefir tekist sjera Sigvaldi ágætlega og sýnir nú enn einu sinni hve mikilhæfur leikari hann er. — Koma þarna fram margir bestu kostir Vals, og þá einkum sá, sem máske er eftirtektarverð- astur, — að hann lýtur aldiei að ljelegum brellum til þess að hafa áhrif — sækist ekki oítir hylli áhorfendanna á kostnað listarinnar. Gerfið sem Valur hefir tekið sjer er gotl og minnir í engu á fyrirrenn- ara hans, og látbragð og fas klerksins er eðlilegt og í góðu samræmi við innra mann hans, þó að hann sje ekki út af eins lymskulegur og Sigvaldi Brynjólfs. Valdimar Helgason fer með hlutverk Iljálmars Tudda og ferst það ágætlega úr hendi. Er Valdimar orðinn hinn liðtæk- asti leikari. Sama er að segja um Bjarna á Leiti í höndum Jóns Aðils. Siðurð bónda í Hlíð leikur ^ón Leos, ekki ólaglega og Þuríði konu hans Emilia Jón asdóttur. Er leikur hennar hinn skörulegasti og málfar hennar skýrt og greinilegt. En henni hættir við að tala í fullmiklum ræðutón, einkum í viðureign hen'nar við sjera Sigvalda. Best ur þótti mjer leikur hennar í síðasta þætti, skapmikill og til- finnningatíkur. Róbert Arn- finnsson fer með hlutverk Þór- arins stúdents og Herdís Þor- valdsdóttir með hlulverk Sig- rúnar unnustu hans. Er leikur þeirra einkar áferðargóður, h'lýr og viðfeldinn og tel jeg víst, að þau eigi fyrir sjer góða • Framhald á bla. 12 Hr. ritsljóri! LÍKLEGT er, an Danir hafi meiri lagalegan rjett til Græn- lands nú en nokkur önnur Ev- rópuþjóð. Þessum rjetti sínum hafa Danir misbeitt á þann' hátt að loka landinu og beita þar einokunarverslun, íbúum1 landsins til hins mesta ógagns en öðrum þjóðum til baga, einkum Islendingum, sem vegna legu íslands myndu hafa betri aðstöðu í Græn- landi en aðrar þjóðir Evrópu. Á þriðja tug þessarar aldar var mikið um Grænlandsmál rætt og. ritað í Noregi. Voru margir Norðmenn á þeirri skoðun að Grænland ætti í raun rjettri frekar að fylgja Noregi en Danmörku, þar sem hinir fornu Grænlendingar. af- komendur íslendinga, játuðust undir Noregskonung á 13. öld, eða nokkru áður en íslending- ar. Sennilegt er, að Danir hafi borið nokkurn kvíðboga fyrir því, að eins gæti farið fyrir þeim í Grapnlandsmálinu. ef það yrði lagt fyrir gjörðardóm, og fór fyrir Svíum í Álands- eyjamálinu. Til að sefa Norð- menn veittu þeir þeim þá til- slökun að láta þeim í tje höfn á Grænlandi, ásamt veiðirjetti þar um slóðir. Þær öldur, sem í Noregi risu, hreifðu sjer einn ig hjer á landi í blöðum og tímaritum um þessar mundir. þótt árangurinn yrði minni, og hefir þár sennilega verið um að kenna lítilli röggsemi þeirra manna, er þá fóru með völd- Sannleikurinn í þessu má^i er sá, að Norðmönnum ber enginn rjettur til Grænlands. Að vísu gengu hinir fornu ís- lendingar á Grænlandi Nor- egskonungi á hönd 1261. og bar Norðmönnum eftir þeim samn- ingum að halda uppi samgöng- um við Grænland og senda skip þangað árlega. Er siglingar til Grænlands lögðust niður seint á 15. öld, hafði það í för með sjer þær hryggilegu afleiðingar að þegar Hans Egede kom til Grænlands árið 1721, voru hin ir fornu Grænlendingar íýndir að fullu og öllu' og horfnir úr sögunni sem sjerstæður kyn- slofn með norrænum einkenn- um. Af þessum ástæðum leið rjettur Norðmanna til Græn- lands undir lok, því að Eski- móar (skrælingjar). er samið höfðu sig að dáttúruskilyrðun- um um aldaraðir og voru því hinir einu og sönnu eigendur landsins, höfðu aldrei játast undir Noregskonung. Þar að auki áttu Norðmenn engar eign ir í Grænlandi, er tengt gætu landið Noregi. eftir að hin nor- ræna þjóð er landið bygði, var liðin undir lok. jafnmikil rjettindi í Grænlandi sem Norðmönnum eða jafnvel meiri en nokkurri annari Norð- urálfuþj óð. ' Nú hefir rás viðburðanna orð ið á þann veg, að Grænland er hernumið af Bandaríkjamönn- um. Ekki er ólíklegt að þeir noti það tækifæri, sem heims- ófriðurinn hefir skapað, til að losa þau lönd er Vesturheimi tilheyra, undan yfirráðum Ev- rópumanna. Ælti þeim að vera það metnaðarmál, að lönd eins og. Grænland og Guiana, geti eigi lengur talist nýlendur Norð urálfumanna. Gætu þeir látið þeim ríkjum er þessum löndum ráða, önnur hlunnindi í tje, sem þeim kæmi betur, enda er þess skemst að minnast, að Danir seldu Bandaríkjamönn- u meyjar sínar í Mið-Ameríku fyrir fullum tveim áratugum. Ef svo færi að Bandaríkin tækju við Grænlandi að fullu og öllu eftir þennan ófrið, myndi landið verða opnað, og eru allar líkur til að samningar af okkar hálfu um þessi efni yrðu greiðari við Bandaríkja- menn en Dani. Hitt er þó engu síður hugs- anlegt, að Bandaríkjamenn virði rjett Dana til Grænlands, og skili þeim landinu aftur orða laust að styrjöld lokinni. Mun þá heppilegur tími fyrir oss' íslendinga að bera fram óskir vorar og kröfur fdð Dani um jafnrjetti við Norðinenn í Grænlandi. Að setja fram cf háar kröfur í fyrstu, mýndi vera hinn mesti misskilningur og verða til þess eins að engu yrði um þokað frá því sem nú er. Enn höfum vjer enga fót- festu í Grænlandi, en þegar henni er náð, yrði eftirleikur- inn auðsóttari. og ekki er það ómögulegt, að framtíðin muni tengja þessi lönd, ísland og Grænland, að einhverju Heyti saman, bæði sökum flugleiða og af enn öðrum ástæðum. Má og vera að ýmislegt valdi þvi,. að Danir verði oss eftirlálari um þessi mál en áður var. — Einnig þykir mjer líklegt, að Bandaríkjamenn muni verða fúsir til að greiða götu vora í þessu efni, ef aðstoðar þeirra væri leitað, en þetta er málefni, sem utanríkisstjórn vor þarf að ráða fram úr á heppilegan hátt. Reykjavík, 11. apríl 1945. Einar M. Jónsson. Grænland bygoist af íslandi ’á níunda tug 10. aldar. Fóru þá 35 skip af Islandi með land- námsmenn til Grænlands, og var það mikil blóðtaka fyrir þjóð vora. Án íslendinga hefði Grænland ekki fundist. fyr en seint á öldum, og án íslendinga hefði Grænland aldrei komist í vörslu Dana. Af þessum ástæð- um ættu Danir að finna hjá sjer -ingar fara í glímuför TOLF GLIMUMENN úr KR leggja af stað í dag í glímuför upp í Borgarfjörð. Er förinni fyrst heitið til Akraness og verður þar glímu- sýning og bændaglíma í hinu nýja íþróttahúsi í kvöld. Um hádegi á sunnudag verður svo sýning í Reykholtsskóla og síð- degis á sunnudag í Borgarnesi. Ágúst Kristjánsson, glímu- kennari KR, verður glímustjóri. Glímumennirnir koma aftur til hvöt til að veita Islendingum bæjarins á sunnudagskvöld. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.