Morgunblaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 2
o MORGUNBLAÐIÐ Langardagur 21. apríl 1945!- Enn hvessir í Rauðku: „Ekki kjörgengisskilyrði að vera í Framsóknarfjelagi á Siglufirði" Þormóður situr kyr Ný stjórn í Rauðku Siglufirði, föstudag. Frá frjettaritara vorum. BÆJARSTJÓRNARFUNDUR var haldinn hjer í dag og var á dagskrá kosning 1 stjórn síld- arverksmiðjunnar Rauðku. — Ennfremur krafa Guðmundar Lúthers Hannessonar bæjarfó- geta o. fl. um að úrskurða báða fulltrúá Framsóknar úr bæjar- stjórn, þá Þormóð Eyjólfsson forseta bæjarstjórnar og Ragn- ar Guðjónsson. Mikill hiti er í þessum mál- um og var bæjarstjórnarfund- urinn því að þessu sinni hald- inn í Alþýðuhúsinu, stærsta samkomuhúsi bæjarins. Var húsið troðfult út úr dyrum. Fundurinn hófst kl. 4 síðd. Samkvæmt eigin beiðni fekk Guðm. Hannesson mál- frelsi á fundinum og ræðutíma til jafns við bæjarfulltrúa, enda þótt hann eigi ekki sæti í bæjarstjóm. Krafan um brott- vikninguna. Fundurinn hófst á því, að forseti bæjarstjórnar, Þormóð- ur Eyjólfsson, feldi úrskurð um kröfu Guðm. Hannessonar o. fl. um brottvikningu fulltrúa Framsóknar úr bæjarstjórn. Urskurður forseta var á þessa leið: „Krafan um það, að tveir bæjarfulltrúar víki sæti í bæj- arstjórninni, er bygð á því, að bæjarfulltrúarnir hafi mist kjörgengi sitt við það að vera vísað úr Framsóknarfjelagi ■Biglufjarðar. Kjörgengisskil- yrði til bæjarstjórnar eru á- kveðin í lögum nr. 81, 1936, 6. og 7. grein, sbr. 8. gr., en í lög- unum stendur orðrjett: ,,Kosn- ingarrjett við kosningar til bæjarstjórnar hafa allir karlar og konur, sem 1) eru 21 árs að aklri, þegar kosning fer fram, 2) eru íslenskir ríkisborgarar eða hafa jafnan rjett við þá, 3) hafa óflekkað mannorð, 4) eru fjárráðir. Kjörgengir í bæjar- stjórn eru allir þeir, sem kosn- ingarrjett hafa og hans mega neyta í viðkomandi kaupstað". Það er óvjefengt, að báðir bæjarfulltrúarnir uppfylla hin lögákveðnu kjörgengisskilyrði. Þeir, sem bera fram kröfuna um það, að bæjarfulltrúarnir tveir víki sæti. hafa ekki einu sinni gert tilraun til þess að vjefengja hin lögákveðnu kjör- gengisskilyrði bæjarfulltrú- anna. Samþyktir flokksfjelaga, hver sem þau eru, breyta engu um lögákveðin kjörgengisskil- yrði bæjarfulltrúa. Það er ekki kjörgengisskilyrði í bæjar- stjórn að vera í Framsóknarfje- lagi á Siglufirði, eða að bæj- arfulltrúar skuli greiða at- kvæði eftir fyrirmælum manna utan bæjarstjórnar. Framkom- in krafa um það, að bæjarfull- trúarnir Þormóður Eyjólfsson og Ragnar Guðjónsson víki sæti í bæjarstjórn Siglufjarðar, vegna þess, að þeir hafi mist kjörgengi si'tt fyrir að vera ekki lengur meðlimir i Fram- sóknarfjelagi á Siglufirði,' á sjer enga stoð í lögum og er markleysa ein. Fyrir því úr- skurðast: Framkomin krafa frá nokkrum mönnum í fulltrúa- ráði Framsóknarfjelags Siglu- fjarðar um að bæjarfulltrúarn- ir Þormóður Eyjólfsson og Ragnar Guðjónsson víki sæti í bæjarstjórn Siglufjarðar, vegna þess að þeir hafi mist kjörgengi við það að vera vikið úr Fram- sóknarfjelagi Siglufjarðar, á sjer enga stoð í lögum og vís- ast frá bæjarstjórn þareð bæj- arstjórnin getur ekki úrskui'ð- að um önnur skilyrði fyrir kjör gengi en þau, sem ákveðin eru að landslögum“. Bæjarstjórn samþykkir úrskurðinn. Forseti bar síðan úrskurðinn undir atkvæði bæjarstjórnar og var hann samþyktur með 5:3 atkv. (einn sat hjá). Með voru: Óli Hertervig, Gunnar Jóhanns son, Þóroddur Guðmundsson, Jóhann Þorvaldsson og Þor- móður Eyjólfsson. A móti voru: Kristján Sigurðsson, Ólafpr Guðmundsson og Axel Jó- hannsson. Egill Stefánsson greiddi ekki atkvæði. Vantrauststillaga á forseta. Þegar þessi atkvæðagreiðsla hafði farið fram, bar Kristján Sigurðsson (Alþ.fl.m.) fram vantrauststillögu á forseta bæj- arstjórnar. Til þess að vantrauststillag- an gæti komið til umræðu þurfti afbrigði frá fundasköp- um (meira en einfaldan'meiri- hluta). Afbrigðum var synjað með 4:4 atkv. Kosning í stjórn Rauðku. Þá var lögð fram svohljóð- andi tillaga frá 5 bæjarfulltrú- um (þeim sömu er samþyktu úrskurð forseta): „Þar sem fjelagsmálaráðu- neytið hefir felt úr gildi kosn- ingu þá, sem fram fór á fundi bæjarstjórnar hinn 4. apríl s.L, í stjórn síldarverksmiðjunnar Rauðku og „sjer eftir atvikum ekki ástæðu til að fella úr gildi kosningu þá, sfem fram fór í stjórn verksmiðjunnar 17. jan. s.l.“, en sú stjórn, sem þá var kosin, nýtur ekki trausts bæj- arstjórnar, samþykkir bæjar- stjórn að svifta núverandi stjórnarnefnd Rauðku umboði sínu og kjósa nú þegar í stjórn verksmiðjunnar 5 aðalmenn og 5 til vara, samkvæmt gildandi reglugerð um rekstur síldar- verksmiðjunnar Rauðku frá 7. febr. 1945, og veita þeirri stjórn umboð til þess að fullgera | byggmgu verksmiðjunnar og reka hana“. Urðu miklar og harðar um- ræður um þessa tillögu. Að lokum var tillagan samþykt með 5 atkv. Fór nú fram kosning í stjórn Rauðku og komu fram 3 listar, með þessum aðalmönnum: Frá Sósíalistum: Gunnar Jó- hannsson. Frá Framsókn: Ragnar Guð- jónsson. Frá bæjarstjóra: Aage Schiöth (Sjálfstæðism.), Erlendur Þor- steinsson (Alþ.fl.m.) og Sveinn Þorsteinsson (utan fl.). Á þessum listum voru nöfn jafnmargra og kjósa átti, og lýsti forseti þá sjálfkjörna. Ragnar Guðjónsson kom í stjórnina í stað Guðmundar L. Hannessonar, að öðru leyti er stjórnin skipuð sömu mönnum og áður. Fjölmenni á Varðar- iundi ÖLL SÆTI voru þjett setin í Sýningarskálanum í gær- kvöldi á fundi Varðarfjelagsins um skipulagsmál Reykjavíkur. Leyndi það sjer ekki, að mik- ill áhugi ríkir um skipulag bæjarins. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri, formaður Varðar, setti fundinn og stjórnaði honum. Frummælandi var Guðmund ur Asbjörnsson, forseti bæjar- stjórnar. Hjelt hann ítarlega ræðu um skipulag bæjarins og voru jafnframt sýndar skugga- myndir af uppdráttum af bæn- um og bæjarhverfum eftir mis- munandi skipulagstillögum. —- Var ræða forseta bæjarstjórn- ar afar fróðleg og hin athygl- isverðasta. Verður hennar nán ar getið hjer í blaðinu. Næstur tók til máls Hörður Bjarnason, skipulagsstjóri. — Ræddi hann aðallega um fjár- hagsmál í sambandi við skipu- lagið og framkvæmd þess. Þá talaði Bjarni Benedikts- son borgarstjóri. Ræddi hann einkum um vafaatriði, sem uppi væru varðandi skipulag bæj- arins, — einkum miðbæjarins. Mintist hann sjerstaklega á mismunandi tillögur um ráð- hússtæði í bænum, en taldi sjálfur fegurst og best stæði undir húsið fyrir norðurenda Tjarnarinnar. Eyjólfur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri talaði næstur og að lokum Sigurður Guðmunds- son arkitekt, sem m. a. taldi óráðlegt að ætla ráðhúsinu stað við Tjarnarendann. I fundarlok þakkaði formað- ur fjelagsins góða fundarsókn og skoðuðu fundarmenn síðan líkön og uppdrætti. i Ræða S. A. Friid á m VORHÁTIÐ norrænu fjelag- anna var haldin í gærkvöldi að Hótel Borg, eins og í'áð var fyr- ir gerl. S. A. Friid. blaðafulltrúi Norðmanna, setti hátiðina með ræðu. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Háttvirlu gestiri Fyrir hönd hinna norrænu fjelagasamtaka hjer í Reykja- vík, leyfi jeg mjer að bjóða ykkur öll velkomin. Að sá heiður fellur mjer í skaut, kemur til af því, að það mun yera jeg, sem fyrstur hóf máls á því við formann Nor- rænafjelagsins, Stefán Jóh. Stefánsson, að efn yrði il slíkrar norrænnar samkomu nú þegai fyrsu geislar vorsól- arinnar gylla fjallatindana. Er Stefán Jóh. Stefánsson var íar inn til að reka erindi íslensku þjóðarinnar í Svíþjóð, sneri jeg mjer til rilara Norræna fje- lagsins Guðlaugs Rósinkranz, er tók málið upp og kallaði fulllrúa viðkomandi fjelaga á undirbúningsfund. I kvöld sjáum við árangur- inn af þvi starfi. Okkur þykir leilt, að ekki skyldu allir geta komið, er hjer vildu vera. En það er okkur ánægja, hversu margir hafa hlýtt kalli voru. Við vænlum þess að þjer fest ið þenna fund í minni sem fagn aðarsamkomu 1 tilefni þess að vissa er fyrir því, að hörmung- anna tími brátt er liðinn. Við komum hjer saman í þeirri vissu von, að norrænar þjóðir megi brátl hindrunarlaust rjetta hver annari hönd til sam vinnu og samhygðar. Guðlaugur Róúnkranz hefir nefnt þessa samkomu vorhálíð. Jeg tel það vel til fundið. Það er norræn hugsun, sem felst í | því nafni. Heiðvirðu gestir, konur og karlar! Hið óviðjafnanlega skáid, mesti og sannasti ættjarðarvin ur Norðmanna í fyrstu frels- isbaráttu okkar, Henrik Werge land seeir: O, Forár, Forár redd mig. Ingen har elsket dig ömmere end jeg, Dit förstfe gress er mig mere verd end en Smaragd. Jeg kalder Anemortene árets Pryd. En þjóðskáldið Björnstjerne Björnson slallbróðir hans, segir: Ærer det evigt forán ,i livet, som alting har skapt. Elskum vio no.kkurn Mut innilegar en vor það, sem við nú eigum framundan, það vor, sem p að skapa okkur nýtt, frjálst líf? Verður ekki hinn fyrsli vorboði frelsisins okkur meira virði en. smaragðinn, gimsteinninn, meira virði en all ir fjársjóðir? Eigum við ekki nú í vændum vor það, sem frels ar okkur? Eftir fimm fimbulvetur — án vors og sumars— bíðum við nú vorkomunnar. Nú klæðist björkin heima í Noregi björtu brúðarskarti sínu. En grenið og furan standa í þungri sorgarskikkju sinni upp eftir ásum, hlíðum og breiðum dölum. En í gegnum hina þungbúnu skóga heyrum viö andblæ vorsins, sem bráð- um hækkar og verður að storm gný. Gamlir stofnar rjetta úr sjer, en ungskógurinn hlustar eftir þytinum. Og brátt heyrist þyt- urinn um alt landið: Frelsij frelsi. Við erum aftur frjáls. Mjer er sem jeg sjái björk- ina blíðu standa með eftirvænt ing og hlusta á hinn þunga dyn. Bjarkirnar hneigja sig og sveigja hver til annarar og segja: Nú er lífið í nánd. Beykiskógur Danmerkur, sem, bjarkaskógur Noregs, íklæðisti sumarskrúða sínum. Fyrst heyrist hljóðlátur niður, síðan sumarsöngur. Nú er suraar í nánd. í tónum landsins heyr- ist enduróma: „Og gamle Dan- mark skal bestaa, saalænga Bögen spejler sin Top i Bölgeu blaa“. Gegnum víðfeðma skógia Finnlands hafa ómað andvöip slríð: ,,Á hvaða leið ert þú þjóö, mín?“ En á hverjum blett, þar sem björkin ríkir, heyrist ljett- ari andblær um vor og nýjar vonir. ' Guð blessi hina norrænij björk, tákn vors og vona, björk, sem elskar og vonar, því alltaí: ert þú fyrsti vorboðinn eftir armæðu og myrkur velrar, fyrst til þess að boða endur- fæðing lífsins, boða þann sann- leika að hinn eilífi kærleikur verður eigi bugaður af öflum þeim, sfem miða að eyðing og myrkravaldi. I dag senda hinar norsku bjarkir, boðberar Ijóss og vona, kveðju,sína til systra og bræðra í Svíþjóð, og biðja að flytja kveðjur. Áfram til systra og bræðra í Finnlandi, um leið og þær senda hjarlfólgnustu kveðj ur til hinna tígulegu beyki- lunda Danmerkur. Hjer úti í hinu mikla Al- lantshafi eru tvö syslkin okk- ar, er heyra andvarann úr austri, frá Noregi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð. Og þó bjarkir ísl. og Færeyja hafi enn eigi. íklæðst vorskrúða sínurn, þá senda þær kveðju sína. Ný- græðingurinn hlustar, fjöllin. hlusta og bergmála yfir hafiðt Verið viss um vináttu okkar. Þetta er í dag samsöngug norrænna þjóða. UMRÆÐUR urðu ryn það í breska þinginu í gæi’, hvorfi ekki bæri að minka refsingag þeirra, sem hýstu liðhlaupa úr hernum. Urðu um þetta miklar umræður og vildu margar láta lækka sektir fyrir þetta, allfc niður í tvö pund slerling. —. Þessar lillögur voru feldar, að einni undantekinni, sem gekk: í þá átt að rriinka refsingar for- eldra, sem veittu sonum sín- um, úr hernum, húsaskjól, erj þeir gerðust liðhlaupar. Reuter. . j,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.