Morgunblaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. apríl 1945 MORGUNBLAÐTÐ FRAMKL ROOSEVELT OG BLAÐAMENNIRNIR Alt í einu sagði einn af blaðamönnunum: „Þakka yður fyrir, herra forseti“, og blaðamannaráðstefnan fjekk skjótan endi. 120 blaðafrjettaritarar, — ritstjórar og útvarpsfyrir- lesarar fóru nærri því á brokki út úr hinum stóra sal í stjómarskrifstofum Hvíta hússins. Brottför þeirra var hin skyndilegasta eins og þeir hefðu fengið stórfrjettir, enda þótt að þessi blaða mannaráðstefna með forset- anum hefði verið nær tíð- indalaus, samanborið við slíkar ráðstefnur yfirleitt. Mr. Roosevelt, sem var mjög ólíkur hinum ör- þreytta og veiklaða manni, sem hin pólitíska andstaða hafði nýlega sagt hann vera, hafði verið beinlínis glaður. Hann hafði talað í 45 mínútur um trjágróður, sjötta stríðslánið, meiri trjá gróður, hemaðarundirbún- ing fvrri stríðsáranna, knatt spyrnu — og auðvitað styrj öldina. En hann hafoi talað rólega. Hann hafði hlegið með og að áheyrendum sín- um. Hann hafði nefnt marga blaðamennina fyrri nöfn- um þeirra, minnst ýmsra slæmra kosningaspádóma og beðið höfunda þeirra að taka sjer það ekki nærri Einn af blaðamönnunum, sem vanur var þessum ráð stefnum, hvíslaði að „Gamli maðurinn“ byggi yfir ein- hverju. Svo ljetu þeir rigna yfir hann spurningum. En þeir komust ekkert áleiðis. Vegna allra þessara skylminga!.. komust allir í gott skap, nema lítill hóp- ur til hægri við skrifborð Mr. Roosevelts. Þessi litli hópur voru ritstjórar og út gefendur blaða, sem ekki höfðu stutt endurkjör Roosevelts. Raunverulega höfðu þeir gengið miklu lengra en það. Frjettadálk-' ar þeirra höfðu ekki verið svo herskáir, jafnvel þótt frjettaritarar þeirra hefðu nær brotið handleggi sína ] — en ekki hjarta — í barátt unni fyrir kosningu Deweys, En í ritstjómargreinum sín um höfðu þeir á hátíðlegan, ógnandi og jafnvel örvænt- ingarfullan hátt, barist fyr ir málstað Republikana. — Blöð þeirra voru meðal þeirra 60 af hundráði allra ameriskra blaða sem börð- ust gegn kjöri Roosevelts í fjórða sinn, en hylltu Dewey og sögðu að endur- kjör Roosevelts þýddi hrun lýðræðisins í Ameríku. — Varnaðarorð þeirra hittu ekki í mark. En nú voru þeir komnir til Washington sem gestir frjettaritara sinna, á blaðamannaráð- stefnu með forsetanum. Þeir stóðu þarna í hóp með sam anbitnar varir, efagjarnir á _ svip og eins og þeim hefði verið komið úr jafnvægi af því sem fyrir augum bar. — HVERNIG fór Franklín D. Roosevelt forseti að því að sigrast á móíspyrnu yfirgnæfandi meiri- hluta amerískra blaða með jafn frábærum á- rangri? Ástæðurnar voru margar og margvísleg- legar. I greininni hjer á eftir eru þær ræddar og skýrðar af. ameríska blaðamanninum Walter Davenport. Greinin er rituð 27. janúar s. 1. og er allmikið stytt í þýðingunni. W ashington mikið og stöðugt Roosevelt ræðir við blaðamenn. Þannig var þetta til þess að bvrja með. En smám saman mildaðist svipur þeirra. —! Þegar fyrstu gamanvrðin fjellu af vörum forsetans. glottu þeir, en fyrr en varði var glottið orðíð að blíðu brosi. En alt í einu kom«þetta: „Þakka yður fyrir herra forseti“, eftir dálitla þögn og Washington frjettaritar ar þeirra leiddu þá fyrir Mr. j Roosevelt og kynntu þá. — J Enda þótt Mr. Roosevelt i hafi vitað um hversu mikið j áhugamál þeirra var að j vara Bándaríkin við að j framlengja dvöl hans í! Hvíta húsinul (og það hef- ir hann áreiðanlega vitað), sýndi hann þess engin merki. Hann hristi hendur, þeirra af miklum ákafa —1 ]3essi þr^ytti Gamli Maður.; Hann þakkaði þeim fyrir hina fúslegu aðstoð þeirra. við sölu síríðsskuldabrjef- anna. Hann gladdist af að vita um vellíðan þeirra og sagði þeim, að ef sjer gæf- ist tóm til, myndi hann gera góða fi'jettaritara úr Was- hington starfsmönnum þeirra (Hlátur). — Og svo gengu þeir út úr garði Hvíta Hússins áleiðis til Pennsylvanía-torgsins. Um hríð voru þeir þöglir. — Þá sagði einn þeirra að að sínu áliti væri forsetinn dásam- legur. Annar sagði að Har- old Iekes væri a. m. k. flón. Og svo byrjuðu þeir að deila harkalega á Harold Ickes fyrir það, sem hann hafði sagt um Bandaríkja- blöðin, sierstaklega um þau 60 prósent þeirra, sem barist höfðu hatrammlega en án árangurs, gegn end- urkjöri Roosevelts. (Raun- verulega studdu þó aðeins 17 af hundraði af blöðunum endurkosningu Roosevelts). Þverrandi áhrif blaðanna? Mr. Ickes hafði sagt, að Bandaríkjablöðin hefðu glat að áhrifavaldi sínu. Það hafa menn sagt alt frá því að Thomas Jefferson vann, þrátt fyrir staðhæfingar allra aðalblaðanna um það, að endurkosning hans væri sama og sjálfsmorð þjóðar- innar. Mr. Ickes hafði þó heldur átt að segja að blöð in í Bandaríkjunum hefðu glatað valdi sínu til þess að snúa kosningum við, -—- þá hefði hann verið nær þ\4 rjetta. Hann hefði mátt bæta því við að þau hefðu eiginlega aldrei náð því valdi. En það gerði hann samt ekki. Mr. Ickes sagði, að Banda ríkjablöðin stjórnuðu ekki lengur hugsanagangi les- enda sinna. Það hefði verið rjettara hjá honum að tak- marka þessa staðliæfingu við hinar nafnlausu rit- stjófnargreinar, $pm oft.eru fáxísleg þankabrot lærðra fræðimanna. Mr. Ickes sagði líka að þetta væri mjög siæmt vegna þess að það gæfi til kynna þ\Terrandi traust til hins skrifaða orðs en án slíks trausts gætu frjáls blöð ekki verið. Við þetta bætti hann því að þetta'væri mjög hættulegt ástand, íölk tryði ekki því, sem það læsi og blöðin væru í ekki lengur rödd almenn- ingsálitsins. Maðurinn, sem altaf er frjctt. Þessi grein túlkar ekki i fyrst og fremst persónulegar j skoðanir höfundar hennar, i hún er byggð á viðræðum! við marga frjettaritara í sem haft hafa I samband j við Mr. Roosevelt síðan i hinn 8. mars 1933, er hann j hjelt sína fyrstu blaða- mannaráðstefnu. Ef til vill hefir svo sem hálf tvlft þeirra, áreiðanlega ekki fleiri, játað að pólitiskar j flokksskoðanir þeirra hafi 1 litað sjónarmið þeirra, enda j þótt þeir hafi reynt að vera sem hlutlægastir í skriíum ; sínum. Fjórir frjettaritarar ját- j uðu að ef til vill hefði and- j spvrna blaða þeirra ge?n Roosevelts haft áhrif á skru þeirra. En þeir neituðu því j að hún hefði haft áhrif á j persónulegt mat þeirra á forsetanum. Tveir voru yfir lýstir andstæðingar Roose- velts í ræðu og riti og eign- uðu honum aðeins einn éig- inleika: Hann væri altaf frjett og þessvegna góður viðskiptamaður. En yfirgnæfandi meiri- hluti blaðamannanna, þar á meðal margir af hinum 60 hundraðshlutum Mr. Ickes, játuðu að þeir væru persónu lega með Mr. Roosevelt. — Þessum meirihluta Roose- velts má skipta í tvo flokka: Fyrst þá frjettaritara. sem ekki aðhylltust forsetann persónulega fvrst og fremst vegna hans sjálfs. Aðeins ör fáum þeirra fjell hann þó ekki í geð. En þessi hópur fylgdi stjórnarslefnu hans yfirleitt. I hinum hópnum voru j beinlínis Rooseveltssinnar. j opinskáir aðdáendur manns ins Roosevelts og stjórnar- i j stefnu hans. Hrifningin, sem j hann skapaði strax í upp- j jhafi, árið 1933, er ennþá j auðsæ og lifandi enda þótt ^hún sje eðlilega nú, eftir 12 ár, fjær suðumarki. Útvarpsröddin. Hjer hefir ekki verið minnst á töfravald Mr. Roosevelts í útvarpi. Það hefir \erið viðurkennt að persónuleiki hans hefir gegnum útvarp getað þurk- að út áhrif einstakra blaða út um land. Mótspvrnan gegn honum í útvarpi hefir því verið mjög veik. Einn af hinum föstu frjettaritur- um á blaðamannaráðstefn- unum sagði mjer að eitt, kvöld í s. 1. október hefði hann og ritstjóri blaðs hans, sem var mikill andstæðing- ur stjórnarstefnu Roose- velts, verið að hlusta á Mr. Rooseveit svara í útvarp, ræðu, sem Mr. Dewey hafði flutt fyrir nokkrum kvöld- um. Ritstjórinn slökkti á út- varpstækinu sínu. fórnaði upp höndunum og hrópaði: „Guð minn góður, bara að við ættum svona rödd okk- ar meginn“. Jæja, við erum að skrifa um Mr. Roosevelt og blöðin, við skuium halda okkur við efnið. Rjett áður en jeg skildi við þessa ritstjóra og blaða- útgefendur, sagði einn frjettaritarinn. sem verið hefir 18 ár í Washington þetta við mig um 60% stað- hæfingu Mr. Ickes. ,.Það sem er þýðingar- mest í þessu sambandi, ér ekki það að forsetinn naut ekki fvlgis 60% blaðanna. Það ,sem er aðalatriðið fyr- ir okkur í Washington er, að við skyldum ekki missa Roosevelt. Hann er frjett og það sem við sækjumst eftir eru frjettir. Það getur ver- ið að 88% af blöðunum. sjeu á móti honum, en 88% af frjettariturunum, sem þjer sáuð í dag, greiddu honum, atkvæði. Og ef þjer trúið ekki að þetta sje sjerstak- lega vegna Mr. Roosevelts. þá eruð þjer sljórri en jeg hjelt. Við aðhyilumst þann mann sem við getum átt góð viðskipti við. Meiri hluti hinna al- mennu frjettaritara í Was- hington hafa aðeins þekt einn forseta, Roosevelt, eða að reynsla þeirra nær ekki lengra en til Calvin Coo- lidge og Herberts Hoover. En þeir, sem elstir eru, og unnu með Wilson og Hard- ing (einstaka með Taft og jTheodore Roosevelt), eru | undantekmngarlaust sam- mála um, að samanborið \rið bað sem gerðist 8. mars 1933 oíj síðar. hafi allir fvrr verandi forsetar verið við- vaningar. Á fyrsta íorsetatímabiii sínu hjelt Roosevelt 337 blaðamannafundi og var hver þeirra sóttur af 100— 225 blaðamönnum. Hann út rýmdi þeirri reglu að spurn ingar yrðu að leggjast fram skriflega fyrirfram. Síðan Japanir gerðu árás ina á Pearl Harbour, hefir Mr. Roosevelt oft sýnt önug lvndi. sem gæti hafa fjar- lægt blaðamennina honum, ef hún hefði verið sýnd af öðrum manni en honum. — Það eru til menn, sem geta kallað þig ósannindamann, og það eru til menn sem geta það ekki. Það eru til menn sem þú berst við, en þvkir samt vænt um. Einn hinna eldri frjettaritara sagði okkur að hann hefði sótt blaðamannafundi hjá fjórum forsetum. ! „En aðeins þegar jeg var , hjá Roosevelt“, sagði hann, j „fannst m jer jeg vera vel- ! kominn í Hvíta Húsið, mjer ! fanst jeg heyra þar til og að i jeg væri þar eins þýðingar- mikill og meðlimir ríkis- stjórnarinnar eða þingsins, jafnvél þýðingarmeiri. Jeg hygg að fleiri verði varir Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.