Morgunblaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1945, Blaðsíða 1
16 síður 32. árgangur. 89. tbl — Laugardagur 21. apríl 1945 ísafoldarprentsmiðja h.f. RÚSSAR UM 30 KM. FRÁ BERLÍN GAGNSÓKN ÞJÓÐVERJA STÖÐVUÐ liretar 7 km. Víðavangshlaup í. R. Her Konievs náigast Dresden London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BRETAR eru í kvöld um 7 km frá útbæ Hamborgar, Harburg, og farnar að skjóta af fallbyssum á Hamborg sjálfa. Einnig hafa þeir því nær umkringt Bremen, og skjóta líka á þá borg. Einnig hafa breskar skriðdreka- sveitir sótt nokkuð langt norður á bóginn milli Brem- en og Hamborgar. Banda- ríkjamenn hafa byrjað árás ir á hið þýska lið, sem sótti fram um 25 km í fyrradag, til þess, að því er haldið er. að koma til hjálpar liði „ í Hartzfjöllum. Núrnberg er algerlega gengin Þjóðverj- um úr greipum eftir harða bardaga, og Patton hefir sótt fram um 26 km á svæðinu milli Chemnitz og Bayreuth. Sjöundi herinn hefir sótt fram frá Núrnberg og eru framsveitir um 115 km frá Múnchen. Norðurvígstöðvarnar. í Hollandi hafa Kanadamenn haldið áfram sókn, en Þjóð- verjar ætla auðsjáanlega að verja vesturhluta landsins eft- ir megni og berjast þar af hörku, en þvínær alt Norður- Holland er á valdi Kanada- manna. Þá er sótt að Emden og Oldenburg, og eru bandamenn komnir allnærri báðum þessum borgum. Sókn Breta til norðurs milli Bremen og Hamborgar er talin mjög hættuleg fyrir Þjóð- verja. Hafa nú Bretar á sínu valdi mikinn hluta af bökkum Elbe neðanverðrar. ' —r——~—r—■ London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FRAMSVEITIR RÚSSA, sem sækja að Berlín frá Kústrinsvæðinu munu vart vera meira en um 30 km frá úthverfum borgarinnar sumsstaðar, að því er aðilum ber saman um í kvöld. Suðaustan borgarinnar eru Rússar komnir yfir ána Spree á nokkrum stöðum. Orustur eru ákaflega harðar. Milli Kottbus og Gleiwitz hafa s\æitir Konievs sótt nokkuð fram og stefna í áttina til Dresden. í herstjórnartilkynningu Rússa i kvöld er sagt frá töku tveggja bæja austan Berlínar, er annar þeirra Wriesen. Þá kveðast Rússar hafa tekið bæinn Spremberg, um 25 km fyrir vestan fljótið Neisse. Þá segir í tilkynnnigunni, að Rússar hafi nálgast bæinn Bautzen á leiðinni til Dres- den. — (iagnsókn Þjóðverja. Þar sem Þjóðverjar rjeðust fram gegn vinstra fylkingar- ai-mi níunda hersins ameríska, háfa þeir ekki unnið á í dag, _og er unnið að því að stöðva þá þar. Austan Elbe hefir ver- ið fremur kyrt, þó Þjóðverjar hafi gert nokkur gagnáhíaup á þessu svæði. Sunnar vinnur fýrsti herinn að því að treysta aðstöðu sípa, en enn sunnar og 'austar sækir Pattons fram og mun vera kominn allvíða yfir tjekknesku landamærin. Er nú iim 100 km. bil milli herja hans bg sveita Konievs austan Su- detafjallanna. Baráttan um Niirnberg var ákgflega hörð meðan hún Framhald 4 bls. 12 Frá Víðavangshlaupi ÍR: Fyrstu keppendurnir, Haraldur Björnsson, KR og Oskar Jónsson, IR. koma að marki. (Sjá grein á öðrum stað í blaðinu). — Ljósm.: Mbl. (Fr. Clausen). Samningar Rússa 1 Borgarsf jórinn í og Lublinstjórnar Leipzig fyririór sjer Lomlon í gærkveldi: BÚIST er viö því hjer í Lon- don, að næslu dagana verði und irritaður í Moskva samningur milli Sovjelsljórnarinnar og Lublinstjórnarinnar um gagn- kvæma aðstoð og samvinnu að styrjaldarlokum. Komu leiðtog ar Lublinstjórnarinnar til Moskva í gærkvöldi, og voru þeim veittar svo veglegar við- lökur að dæmafált er taliö. Stjórnmálamenn telja að þelta kunni alt að verða mjög örlaga- ríkt. Virðist svo, sem Rússar sjeu enn ekki vissir um stjórn- arslefnu Bandaríkjamanna, eft ir að Truman tók við völdum, og eru að flýta sjer að full- komna örj'ggisráðslafanir sínar í Austur-Evrópu. Mikið cr um það rætl, hvað fundur ulanríkisráðherranna muni gera ei samningar við jLubiinmenn verða undirrilaðir, áður cn hann kemur saman. London í gærkveldi. Stríðsfrjettaritari einn símar frá Leipzig í kvöld, að borgar- stjórinn þar hafi fyrirfarið sjer ásamt íjölskyldu sinni. Fannst fjölskyldan í skrifstofu borgar- stjórans í ráðhúsinu og hafði öll tekið eitur. Borgarstjórinn hafði gegnt embættinu i 9 ár. Einnig fannst varaborgarsljórinn og fjöiskylda hans látin í ráðhús- inu. Einnig sú fjölskytda hafði jtekið inn eitur. I móttökusal borgarsljórans i ráðhúsinu fund ust lík þriggja gamalla þjóð- varnarliða, sem allir höfðu I skolið sig. Lík fleiri manna, sem höfðu íyrirfarið sjer, fundust og þarna. Segir frjettaritarinn, aö ekki hafi hann áður sjeð skelfilegri sjón, en fjölskyldu borgarstjórans, sem sat látin umhverfis skrifborð hans. Ráðhúsið var all-verulega skeml af fallbyssukúlum. Reuler. Lutzow sökt London 1 gærkveldi. ÞJÓÐVERJAR eiga nú ekk- ert af hinum svonefndu vasa- orustuskipum sínum eftir. Hinu þriðja og elsta, „Lutzow“, áð- ur ,,Deutschland“, var sökt ný- lega við Swinemúnde af bresk- um Lancasterflugvjelum, sem1 vörpuðu á það sex smálesta! sprengjum. Skipið var nýlega ^ komið frá Danzig, en þar að- stoðaði það þýsku hersveitirn- 1 ar við vörn borgarinnar. Það er nú flak við ströndina og er j skuturinn í kafi. Lútzow var 10.000 smál. að stærð og var í víking á Norðurhöfum árið 1939. Sökti það þá bresku hjálparbeitiskipi nokkru fyrir suðvestan Island. — Flugu- j fregnir hafa borist um það, að þýska orustubeitiskipið Gneis- enau og stórbeitiskipið Seyd- litz 'hafi fallið Rússum í hend- ur í höfnum, sem þeir hafa tek- ið. Þessar fregnir eru óstaðfest- ar. Lútzow var þriðja þýska or- ustuskipið, sem breskar sprengjuflugvjelar sökkva i styrjöldinni. — Reuter. Lublinmönnum hatnað enn London: — Bandaríkjastjórn hefir hafnað annari uppá- stungu Sovjetstjórnarinnar um það, að Lublinstjórnin pólska fái sæti á ráðstefnunni í San Francisco. — Forsætisráðherra Lublinstjórnarinnar og margir ráðherrar hans eru nú komnir til Moskva til skrafs og ráða- gerðar við Sovjetstjórnina. Frásögn Þjóðverja. I herstjórnartilkynningunni, sem þýska yfirherstjórrún gaf út á 56. afmælisdegi Hitlers, er svo sagt, að barist sje nú í skóg um rúma 30 km fyrir austan Berlín, og tefli Rússar fram miklum mannfjölda og ógrynni hergagna ,og einnig sæki þeir í áttina til Sudetafj allanna á breiðu svæði. Allsstaðar segja Þjóðverjar að mjög harðar or- ustur sjeu háðar og telja þeir sig hafa unnið Rússum ákaflega mikið skriðdrekatjón. Barist er nærri Kottbus að sögn Þjóð- verja, sem einnig segja, að Rússar sjeu sumsstaðar komnir vestur fyrir þá borg. Við ána Spree segja Þjóðverjar að stór orustur sjeu háðar. Auk þess, sem Rússar geta um bardagana austan Berlínar, þar sem þeir segjast hafa sótt á í þrjá daga, segjast þeir líka hafa unnið á við Ratibor. Herfræðingar Þjóðverja, sem gert hafa ástandið austan Ber- línar að umræðuefni í útvarpi í dag, hafa verið æði svartsýn- ir. Segja þeir, að alt sje gert sem unt er, til þess að stemma stigu fyrir framsókn Rússa, en hafi þó enn ekki tekist svo sem æskilegt væri. Segja her- fræðingamir liðsmun ákaflega mikinn Rússum í hag, og mergð hergagna þeirra stórkostlega. Én síðastliðna 4 daga segja þeir að 1000 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir fyrir Rússum. Páfi ræðir um. frið. London: — Páfinn hefir gef- j ið út ávarp til allra kaþólskra I biskupa og ræðir þar um frið- . inn, sem í vændum er. Hvetur j Páfi til þess að hefndarandinn I verði látinn hverfa, svo friður- inn verði rjettlátur og varan- legur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.