Morgunblaðið - 10.05.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1945, Blaðsíða 2
M 0 E6UNBLAÐIÐ Fimtudagur 10. maí 194or. REYKVÍKINGAR FAGMA FRIÐ Framh. af bls. 1. gervalla Evrópu og nokkurn hSuta Afríku hina langgeigvæn legustu styrjöld, er sagan kann frá að greina Aldrei fyr hafa jafn mikil verðmæti glatast á jafn skömmum tíma. Aldrei hef i annar eins fjöidi fólks verið rifinn upp með rótum, aldrei jafn fjölmennur hópur orðið að flýja föðurland sitt eða verið herleiddur í þrældóm, aldrei jafn stór fylking þeirra, sem hvorki vildu nje gátu borið vopn eða barist verið hrjáð, kvalin og myrt, aldrei svo mik ið blóð flotið í stríðum straum- um. Aldrei fyr hafa jafn margar manneskjur þjáðst jafn mikið. Þessvegna hefir þá heldur íi'drei frá því sögur hófust nokk ur fregn fært jafn mörgum mönnum í senn jafn mikla gleði, sem þessi fagnaðarboðskapur, er í einni svipan hefir flogið um allar byggðir víðrar ver- aldar, Evrópufriður. FRIÐUR í Evrópu. Ekkert nema friður á jörðu var mikil- vægara. En einnig sú óskastund færist nú óðum nær og rennur ef til vill upp áður en varir. Fyrir það eru gleðitíðindi dagsins í dag enn mikilvægari. Nær alt mannkynið fagnar. Vjer Islendingar tökum einlæg- an þátt í þeirri gleði. Vjer gleðj umst hjartanlega vegna bræðra vorra og systra í Noregi og Dan mörku, sem nú hafa endurheimt frelsi sitt eftir 5 ára hetjulega baráttu gegn kúgun og þræl- dómi. Vjer gleðjumst vegna allra þeirra, sem þjáðst hafa og fá nú hvíld og frið. En vjer gleðjumst ekki aðeins rneð glöðum — vegna annara — heldur og vegna sjálfra vor. Vjer höfum að sönnu eigi þurft að“ færa jafn miklar fórn- ir, sem sumir aðrir. En sá er ó- fróður um hagi íslendinga síð- tistu árin, sem heldur að ógn- í>" styrjaldarinnar hafi með öllu fratn hjá oss farið. Eigi aðeins hofum vjer misst hlutfallslega fleiri menn á besta æfinnar skeiði úr hópi hinna tápmestu en margir þeir, er meira hafa komið við sögu styrjaldarinnar, hefdur hefir og öll styrjaldar- árin sami kvíðinn og óttinn, sem mest hefir þjáð styrjaldarþjóð- írnar, læst sig um hugi allra ástvina íslenskra sjómanna. — Vel má og vera, að oft hafi meiri hættur vofað yfir ís- lensku þjóðinni, en henni hefir ®jilfri verið Ijóst. Víst er að tninsta kosti um það, að allur hinn mikli víg- og viðbúnaður, <er hjer hefir verið til varnar, ■ef á væri ráðist, bendir til þess, *ð þeir, er best þektu, þóttust mega vera við öllu búnir. Þeir gerðu sjer fulla grein fyrir, að Isíand var ein allra þýðingar- jnesta hernaðarstöð heimsins og þar með, að yfir landi og lýð og öllum þeim, er hjer dvöldu, vofðí stöðug og mikil hætta. Island og styrjöldin. I DAG minnast íslendingar þess. að þeir pf frjálsum vilja báðu um hervernd Bandaríkj- anna, beinlínis í því skyni, að Ijá land sitt til þeirra afnota fyrlr styrjaldarrekstur Banda- Hjá sendiherra Norðmanna. manna, sem Bandamenn sjálfir töldu sjer hagkvæmust. — Þeir rifja nú upp þær ráðstafanir, sem sumpart fram að þessu hafa farið leynt, sem íslensk stjórnarvöld á fyrri árum styrj aldarinnar gerðu af frjálsum vilja, en samkvæmt óskum herstjórna Bandamanna, er tal ið var nauðsynlegt að slökkva á vitum, loka höfnum og höf- um, banna umferð á vegum, tak marka afnot síma og loftskeyta og undirbúa algeran skyndi- brottflutning íbúa höfuðstaðar- ins til óhultari dvalar. Þegar þannig stóðu sakir, víl uðu íslendingar aldrei fyrir sjer að leggja áhættuna sjer á herðar,, nje ' heldur æðruðust þeir, þótt hættan virtist yfir- vofandi. Og hvorki mæltust þeir þá, nje nokkru sinni síðar undan nokkurri þeirri þátttöku í styrjaldarrekstri Banda- manna, er á þeirra færi var að láta í tje og talið var að gagni mætti verða. Þessara óhrekjanlegu stað- reynda geta íslendingar minst með gleði í dag og æ síðar, þeg ar spurt verður um hugarfar þjóðarinnar, afrek hennar og fórnir í baráttunni fyrir frelsi og jafnrjetti. Vjer gleðjumst því eigi ein- göngu vegna friðarins, heldur einnig og einkum af sigrinum, sem unnist hefir. Sambúðin við setuliðið. ÍSLENDINGAR þakka nú á- nægjulega sambúð við þá, er setulið hafa haft hjer á landi. Vjer þökkum öllum þeim, er fært hafa fórnir á altari frelsis- ins. Vjer minnumst með sjer- stökum sársauka þeirra landa vorra, er látið hafa lífið fyrir vígvjelinni og vottum ástvinum þeirra dýpstu samúð. Vjer þökkum þá miklu hlífð sem oss hefir verið sýnd á þess- ari vargöld. Vjer viljum sanna það þakklæti með því að ■mæta skynsamlega hinum nýju viðfangsefnum, sem framundan eru. Að vinna friðinn. ÍSLENDINGAR gera sjer Ijóst, að þótt Evrópustyrjöld- inni sje nú lokið, verður eigi auðið að helga endurreisninni óskipta kraftana, meðan sumar hinna stærstu og mestu menn- ingarþjóða þurfa áð beita orku sinni í baráttunni gegn friðar- spillinum í austri. En vjer ósk- um og vonum, að nú sje hin stóra stund skamt undan, þeg- ar einnig sá máttur verður brot inn á bak aftur. Þá og þá fvrst verður friður á jörðu. Vjer eigum enga ósk heitari en þá, að þeir, sem unnu styrj- öldina, beri einnig gæfu til að vinna friðinn. Rætist þær von ir, verður fögnuðurinn full- kominn, því þá mun úr rústun um rísa nýr heimur samstarfs, friðar, frelsis, rjettlætis og mannhelgi, mannkyninu öllu til langvarandí blessunar og hamingju. ★ Er forsælisráðherra hafði lok ið máli sínu, bað hann sendi- herra Dana, Norðmanna, Breta, Bandaríkjamanna og Rússa að ganga út á svalir Alþingishúss ins og voru þeir hylltir af feikna mannfjölda, sem saman var kominn á Austurvelli. — Lúðrasveit Reykjavíkur ijek á undan og eftir ræðunum. Að þessum þætti hátíðahald- anna loknum fór fram þakkar- guðsþjónusta í Dómkirkjunni, og prjedikaði þar biskupinn yfir íslandi, dr. Sigurgeir Sigurðs- AÐ lokinni þakkarguðsþjón- ustunni í Dómkirkjunni, efndi Norræna fjelagið til hópgöngu til sendiherra Dana og Norð- manna í Reykjavík, til þess að fagna endurheimtu frelsi Norð urlandanna. Safnast var saman á Arnarhólstúni við styttu Ing- ólfs Arnarsonar og þaðan var lagl upp. Fyrir hópgöngunni Franih. á bls. 7. Við samfögnum öilum okkar vinaþj< ^divarp jSveinó i3iö\ d óvolum 'íjörniionar joriela jíutt aj ^ydíjjincjii á jjri&judacf Friöur, friður, friður í Evrópu. Þetta er það, sem gagntekur hug okkar allra nú, á þess ari stundu. Og hug miljóna manna um allan heim. Kirkju klukkurnar hljó'ma í dag um löndin sem merki þess fagnaðar, er tengir menn saman á þessari ógleyman- legu hátíðarstundu. ★ Danmörk frjáls. Holland frjálst. Þessar frjettir bár- ust sem eldur í sinu fyrir rúmum þremur dögum. End- urheimt frelsi Dana, sem við höfum lifað svo lengi í sambýli við, hreif okkur næstum því eins og runnið hefði upp okkar eigin frelsisstund. Menn tókust í hend- ur hljóðir eða með fagnaðarorð á vörum. En brátt leitaði hugurinn ósjálfrátt til hinnar frænd- þjóðarinnar. Norðmanna. Við lögðum með óþolinmæði fyrir sjálf okkur spurninguna: „Hvenær”? Biðin varð ekki löng. sem betur fór. Aftur er það eins og við lifum okkar eigin frelsisstund Og fögnuður okkar verður enn meiri við hugsunina um að þessar frændþjóðir okkar hafa vaxið við raun- irnar og þrautirnar, sem þær hafa orðið að þola Á sama hátt samfögnum við öllum hinum vinaþjóð- unum, sem hafa barist hetjubaráttu og þolað hvers- konar raunir með þreki og festu. Við minnpmst þess jafnframt með þakkarhug, með hvílíkum drengskap og prýði herverndarþjóðir íslands hafa unnið það vanda- sama starf. Þótt vinaþjó'ðir okkar eigi enn í baráttu á fjarlægum Kyrrahafsvígslóðum, er það trú okkar og von, að þeirri baráttu sloti mjög bráðlega. Við drúpum höfði í lotningu fyrir þeim, sem hafa fórnað lífi sínu svo sigurinn mætti vinnast. Þar koma og synir og dætur okkar fámennu þjóðar við sögu. ★ Er við nú vottum frændþjóðum og vinaþjóðum okkar, öllum sameinuðu þjóðunum, innilegustu samfagnaðar- óskir okkar, þá koma þær frá dýpstu hjartarótum okk- ar allra. Þær fela um leið í sjer þakkarhug fyrir það, sem þær hafa strítt og þjáðst í baráttunni fyrir þeim hugsjónum, sem við íslendingar teljum okkur eiga sam- eiginlega með þeim. En samnefnari þeirra hugsjóna er það, sem mest er í heimi: kærleikurinn. Því fögnum við öll sigrinum og friðnum. Við bústað sendiherra Dana. Þjóðsöngvai-nir leiknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.