Morgunblaðið - 10.05.1945, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 10. maí 1945.
jí
Uaarp CUJJL /La Lisráólierm I3reta á Jri&juda'ff
FRELSIÐ LENGI LIF
Þjóðverjar eru sigr-
aðir. Gleymum ekki
erfiðleikunum sem
framundan eru
Churchill.
London þriðjudag.
í GÆRMORGUN undii -
riíaði Jodl hershöfðingi,
fulltrúi þýsku herstjórnar-
innar og Dönitz stóraðmír-
áls, í aðalstöðvum Eisen-
howers hershöfðingja, skil-
yrðislausa uppgjöf alls her-
afla Þjóðverja í Evrópu, á
landi, sjó og í lofti.
★
GEFIST var upp fyrir her-
afla Breta og Bandaríkja-
manna og jafnframt Bússa. —
Bedell Smith, herráðsforingi
og Francois Sevez, undirrituðu
samninginn fyrir hönd æðstu
Iierstjórnar innrásarherjanna
og Suslapatov fyrir hönd rúss-
nesku herstjórnarinnar.
★
I DAG mun þetta samkomu-
Sag verða staðfest í Berlín, þar
sem að Tedder flugmarskálk-
tir, fulltr. æðstu yfirherstjórnar
innrásarherjanna og Tassigny
Eershöfðingi munu undirrita þá
fyrir hönd Eisenhowers hers-
höfðingja. Zukov hershöfðingi
mun undirrita þá fyrir hönd yf-
irherstjórnar Sovjetlýðveld-
anna. Þýsku fulltrúarnir munu
verða Keiíel marskálkur, for-
tnaður þýska herforingjaráðs-
ins og yfirmenn þýska landhers
ins, flotáns og lofthersins.
★
HERNAÐAKAÐGERÐUM
mun forml. Ijúka einni mínútu
eftir miðnætti í nótt, þriðjud.
8. maí, en til þess að spara
tnannslíf var vopnaviðskiptum
fiætt í gær, og það kunngjört
um allar vígstöðvarnar og á
ökkar ástfólgna eylandi.
ÞJÓÐVERJAR verjast Rúss-
um ennþá á einstaka stöðum,
«n ef þeir halda áfram að berj-
ast gegn þeim eftir miðnætti,
tnunu þeir að sjálfsögðu svipta
sig vernd herlaga og mun þá
ráðist á þá frá öllum stöðvum
tierja bandamanna.
★
ÞAÐ er ekki að undra, að á
svona langri víglínu og í ann-
ari eins upplausn óvinarins að
skipunum þýsku herstjórnar-
tnnar um uppgjöf hafi ekki alls
staðar verið hlýtt. Þrátt fyrir
fietta finnst okkur ekki ástæða
<il að halda leyndum fyrir þjóð
ínni staðreyndum, sem Eisen-
liovver hershöfðingi hefir til-
kynnt okkur um skilyrðislausa
wppgjöf, er þegar hefir verið
undirrituð í Rhcims, nje held-
ur að láta það hindra okkur í
Jþví, að halda þennan dag há-
tíðlegan og morgundaginn, mið
vikudag, sem sigurdag í Ev-
rópu. I dag ættum við ef til vill
fyrst og fremst að hugsa um
okkur sjálfa. A morgum skul-
iim við minnast hinna rúss-
nesku fjelaga okkar, sem lagt
hafa með framsókn sinni á or-
ustuvellinum, glæsilegan skerf
til hins sameiginlega sigurs.
Þýskalandsstyrjöldinni er
þessvegna lokið. Eftir margra
ára ákafan undirbúning kastaði
Þýskaland sjer yfir Pólland í
byrjun september 1939, og í
samræmi við yfirlýsingar c<kk-
ar til Póllands og í samráði við
franska lýðveldið, lýsti Stóra
Bretland og bresku samveldis-
löndin yfir styrjöld vegna þess
arar svívirðilegu árásar. Eftir
að hin glæsilega franska þjóð
hafði verið að velli lögð, hjeld-
um við frá þessari eyju og frá
samveldislöndunum einir áfram
baráttunni í heilt ár, þangað til
að Sovjet-Rússland og síðar
hinn geysilegi herstyrkur Banda
ríkjanna, sameinaðist okkur í
baráttunni.
Að lokum var næstum því öll
veröldsn sameinuð gegn illvirkj
unum, sem nú liggja flatir fyr-
ir oss. Þakklæti vort til hinna
giæsilegu bandamanna vorra
streymir frá hjarta hvers ein-
asta manns á þessari eyju og um
alt breska heimsveldið. — Við
getum leyft okkur stutta fagn-
; aðarstund, en við skulum ekki
gleyma eitt augnablik erfiðinu
og starfinu, sem framundan er.
Japan með allri sinni sviksemi
og græðgi, er ennþá ósigrað. —
Það tjón, sem það hefir valdið
Stóra-Bretlandi, Bandaríkjun-
um og öðrum þjóðum, og hin
svívirðilegu grimdarverk Jap-
ana krefjast rjettlætis og refsi-
aðgerða.
Við verðum nú að verja
öllum kröftum okkar og styrk-
lcika til þess að fullkomna
verk vort, bæði heima og er-
lendis.
Áfram Rretland.
Lengi lifi málstaður frels-
isins.
Guð blessi konunginn.
Lík Kambant
fiutt bekn
FREGNIR hafa borist hingað
um það, að lík Guðmundar
Kamban rithöfundar muni
verða flutt hingað heim til ís-
lands til grpftrunar, en fyrst
verði mirr ’garathöfn haldin
í Kaupma.n ?höfn.
Forsetahjónin heim-
sækja vorsýningu
Handíðaskólans
FORSETI ÍSLANDS og frú
hans, ásamt Pjetri Eggerz, rit-
ara forseta, heimsóttu vorsýn-
ingu Handíðaskólans í sýning-
arsal Hótel Heklu síðdegis í
gær. Lúðvíg Guðmundsson
skólasijóri var þar fyrir ásamt
föstum kennurum skólans, þeim
Kurt Zier listmálara og Gunn-
ari Klængssyni smíðakennara.
Forsetahjónin skoðuðu sýn-
inguna með mikilli alhygli og
áhuga og fóru lofsamlegum orð
um um starfsemi skólans og
þann góða árangur, sem hann
hefir náð í starfi sínu á örfáum
árum. Skólastjórinn bað þau
hjónin þiggja að gjöf frá skól-
anum, samkvæmt eigin vali,
hverja þá vatnslitamynd eða
teikningu, sem á sýningunni er
og ekki væri þegar seld. Þakk-
aði forsetinn gjöfina og valdi
sjer pennateikningu, sem Einar
Baldvinsson (Einarssonar söðla
smiðs) hafði gert, en Einar er
einn af nemendum myndlistar-
deildar skólans.
Svo sem kunnugt er, ,gaf skól
inn núverandi forseta íslands
fyrir tveimur árum vandaðan
og fagran kertastjaka úr smíða
járni, sem einn af nemendum
kennaradeildarinnar, Jóhannes
Jakobsson, hafði smíðað.
Ovíst er hvört þessi myndar-
lega og glæsilega sýning Hand-
iðaskólans verður opin lengur
en til kl. 10 í kvöld. Æltu því
allir, sem áhuga hafa á starf-
semi skólans, að nota læki-
færið í dag. Sýningin er opin
kl, 1—7 og 8—10 síðdegis.
Til þessa háfa nál. 1600
manns sótt sýninguna.
„Keiduhíerfisiregn"
r
á fereiki í Iriandi
London í gærkvöldi.
IRSKA stjórnin hefir neitað
algjörlega að sönn sje fregn,
sem upp hefir komið um það,
að Hitler, Himmler og William
Joyce útvarpsfyrirlesari (Lord
Haw Haw) hafi verið í þýskri
flugvjel, sem nauðlenti í ír-
landi nú nýlega. I vjelinni voru
þrír lágtsettir liðsforingjar 'úr
þýska flughernum. — Reuter.
Uppgjafaskilmálar
undirritaðir í Berlín
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
KLUKKAN 24.10 í nótt sem leið voru allshe'rjar-uppgjafar-
skilmálar undirritaðir í Berlín af hálfu bandamanna annars-
vegar og fulltrúa þýsku herstjórnarinnar hinsvegar. I forsæti
nefndar þeirrar, sem undirritaði af hálfu bandamanna, var
Zukov marskálkur, en með honum Tedder flugmarskálkur fyrir
hönd Eisenhowers, Spaats flugforingi og Le Lattre de Tassigny
fyrir hönd frönsku herstjórnarinnar.
Danska þingiS
sett s
London í gærkvöldi.
DANSKA þingið var sett í
gær, að aflíðandi hádegi. Fór
konungur frá Amalienborg til
Christiansborg, og var honum
hvarvetna fagnað ákaflega af
óhemju miklúm mannfjölda.
Breskir fallhlífahermenn stóðu
heiðursvörð.
Konungur setti síðan þingið,
en að lokinni ræðu hans tók til
máls Wilhelm Buhl forsætis-
ráðherra og flutti ræðu um það,
sem lægi fyrir danska þinginu
og stjórninni að gera. Mintist
hann á ýmis vandamál sem
y.rði að kippa í lag sem fyrst,
þar á meðal að auka atvinnu
og koma viðskiftunum í fyrra
horf. Þá ræddi Buhl um það,
að refsa þyrfti landráðamönn-
um af mikilli festu, og ennfrem
ur sjá um byggingu allmargra
bráðabirgðahúsa. (Listi yfir
hina nýju dönsku stjórn birt-
ist á öðrum stað hjer í blað-
inu.)
Síðasfa tilkynningin
London í gærkvöldi.
SÍÐUSTU herstjórnartilkynn
ingu Þjóðverja var útvarpað
frá Flensborg í dag. Hljóðaði
hún þannig: ,,Byssurnar eru
þagnaðar“. Frakkar hafa tekið
setulið Þjóðverja í borgunum á
vesturströnd Frakklands hönd-
um. Einnig hafa herir Þjóð-
verja á Tylftareyjum og öðrum
eyjum í Miðjarðarhafi gefist
upp. Þá hafa sveitir Þjóðverja
á Bornhólmi lagt niður vopnin
og sömuleiðis í Tjekkóslóvakíu
allri. — Reuter.
Hraðkepni
Ármanns i dag
HRAÐKEPNI Ármanns í
handknattleik karla fer fram á
íþrótlavellinum í dag. Eins og
áður. hefir verið getið um,
keppa 8 flokkar, tveir frá Ár-
manni og einn frá Víking,
Fram, Val, í. R., Haukum og
F. H. hvoru.
Kepnin hefst kl. 2 e. h. Fyrst
keppa A-lið Ármanns og Hauk
ar, þá Víkingur og í. R., þá
Valur og F. H. og loks B-lið
Ármanns og Fram. Þeir sem
þá sigra keppa síðan saman
tveir og tveir. Hefst sú kepni
kl. 8,30. Síðan keppa svo sig-
urvegai’arnir þá lil úrslita.
Þarf ekki að draga í efa, að
kepni verður hörð og tvísýn.
Zukov í forsæti.
Zukov marskálkur var í for-
sæti, en að baki honum og fje-
lögum hans hjengu fánar Banda
ríkjanna, Bretlands, Sovjetríkj
anna og Frakklands. Zukov til-
kynti þvínæst, að von væri á
fulltrúum þýsku herstjórnar-
innar, til þess að undirrita skil-
máta um skilyrðislausa upp-
gjöf. Skömmu síðar komu svo
þýsku fulltrúarnir inn. Voru
það þeir Keitel marskálkur,
j'firmaður þýska herforingjá-
ráðsins, Stumpf marskálkur fyr
ir hönd lofthersins og von
Friedeburg flotaforingi fyrir
hönd flotans. Undirrituðu þeir
skilmála, sem eru birtir ann-
arsstaðar hjer í blaðinu. Að því
búnu drógu þeir sig í hlje.
Komu með Bretum.
Samningamennirnir komu í
breskri flugvjel frá Flensborg,
cn þar er nú aðsetursstaður
Dönitz og stjórnar hans. Þeir
lögðu fram umboð frá Dönitz,
áður’ en þeir rituðu undir samn
ingana. Er þeir höfðu undir-
skrifað þá, flugu þeir með sömu
flugvjel sömu leið til baka.
Ríkissijórnin æskir
skýrslu um fráfall
FREGNIN UM hin sviplegu
afdrif GuSmundar Kambans
hefir, sem eðlilegt er, vakið
geisimikla athygli.
Hin fyrsta spurning,, sem
vaknar í hugum manna, er það,
hvað hann hafi gert af sjer.
h&nn hafi gergið erinda Þióð-
verja. En að órannsökuðu máli
verður það látið liggja á milli
hluta.
Blaðið hefir átt tal um þetta
mál við Ólaf Thors forsætis- og
utanrikismálaráðherra. Hann
skýrði svo frá:
Þegar jeg fjekk tilkynning-
una um atburð þenna, símaði
jeg að sjálfsögðu sendifulltrúa
íslendinga í Danmörku, Jóni
Krabbe og bað hann um að
annast að hingað kæmi sem
fyrst ítarleg skýrsla um at-
burð þenna.
Tel jeg það skyldu mína, sem
utanríkismálaráðherra að lata
hjer við sitja að svo stöddu
máli, þó það, sem hjer hefir
gerst, valdi mjer, sem íslend-
ingi og einkávini Guðmundar
Kambans, sárra harma.
Barnaspítalasjóði Hringsins
bárust kr. 5000.00 (fimm þúsund)
þann 5. maí, frá hjónunum S. og
T. — Kærar þakkir frá stjórrí
Hringsins.