Morgunblaðið - 10.05.1945, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.1945, Blaðsíða 7
Fimtudagur 10. maí 1945. MORGUNBLAÐIÐ 7 - FRIÐARDAGIRINN í REYKJAVÍK Framh. af bls. 2. gekk Lúðrasveit Reykjavíkur, og skátar með um 20 íslenska fána. Fyrst var gengið til sendi- herra Dana. Formaður Nor- ræna fjelagsins, Stefán Jóh. Stefánsson flutti ávarp og sagði meðal annars: Alveg sjer- staklega verða 4. og 7. maí ó- gleymanlegir gleðidagar allra norrænna manna í mótselningu við 9. apríl 1940, er var dagur sorgar og harma. Eftir fimm þung þrautaár fögnum við af alúð og einlægum hug frelsi Dana og Norðmanna. Að ávarpi formanns loknu, var þjóðsöng- ur Dana leikinn. Fontenay sendiherra Dana þakkaði og mælti á íslensku. Var ávarp hans á þessa leið: Kæru íslensku vinir! Þann 1. maí — fyrir 5 árum og einni viku síðan stóðu marg ir okkar einnig' hjerna augliti til auglitis. Þá vottuðu íslendingar dönsku þjóðinni samúð sína vegna her námsins. Nú stöndum við aftur hjerna, en tilíinningarnar eru andstæð- ar því, sem þær þá voru. Þá drupum við Danir höfði og ljetum ofviðrið geysa yfir. , En — eitt er að drúpa höfði og láta ofviðrið geysa yfir, ann- að er að brotna og láta kúga sig. Við stóðum fastir um menn- ingu okkar strax frá byrjun og varðveittum andleg verðmæti okkar. Norræn menning okkar sýkt ist ekki af kúgunar og þræl- dóms anda frá suðri; þegar norræn rjettarmeðvitund okk- ar og grundvöllur sjálfstæðis- ins komst í hættu, sögðum við allir nei, konungur, þjóð og þing. Við tókum hörmungar og þjáningar og fórum þyrnibraut heiðursins. Þá vörðurn við okkar eld- gömlu norrænu menningu með blóði og mannslífum, og okkur tókst að varðveita menningu okkar óskerta. Við erum nú stoltir af því að hafa staðist eldraunirnar og þessvegna getum við með góðri samvisku og fögnuði tekið á móti samgleði og fagnaðarósk- um ykkar. Það er mjer meira gleðiefni en jeg get orðum að komið að sjá ykkur fagna frelsi Dan- merkur, og jeg tek það sem merki þess, að vinátta, samúð og bróðurlegt samstarf megi þroskast milli íslendinga og Dana. Jeg er viss um, að þetta sam- starf mun sí-eflast, og bið ykk- ur öll með mjer að hrópa fer- falt húrra fyrir vaxandi vin- áttu milli þjóðanna. Vinátta ísiendinga og Dana lengi lifi! Þá var leikinn ísl. þjóðsöng- urinn. Hjelt fylkingin síðan áfram til sendiráðs Norðmanna. Þar flutti formaður ávarp sama efnis og það ávarp, sem hann flutti til Dang. Að því loknu var þjóðsöngur Norð- manna leikinn og sunginn. Þá ávarpaði sendiherra Norð- rnanna, Anderson-Rysst, mann- :öldann. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Fyrir hönd Norðmanna þakka jeg innilega þann sam- hug og heiður sem höfuðstað- arbúar sýna Norsku þjóðinni í dag. Miklir dagar eru upp runnir fyrir þjóð vora. Eftir 5 ára kúgun undir harðstjórans hæl hafa Norðmenn aftur fengið frelsi. Það er erfitt fyrir hvern okk ar að koma orðym að þeim tilfinningum, sem við Norð- menn berum nú í brjósti. En, sagði sendiherrann. í kvæði okkar, „Gud signe vort dyre Fædeland, eru þær tilfinningar túlkaðar. Síðan hafði hann yfir nokk- ur erindi úr hinu gullfagra kvæði. Hann ljet síðan í ljós von sína um góða samvinnu Norðurlandaþjóðanna í fram- tíöinni og ánægjulega samvinnu íslendinga og Norðmanna. Síð- an bað hann manníjöldann að hrópa húrra fyrir norrænni samvinnu og að syngja síðan hinn fagra þjóðsöng íslendinga, og var það gert. Þar með lauk þessari athöfn, sem var ein- föld, látlaus og innileg. Mörg þúsund manns tóku þátt í þess- ari hópgöngu til þess að sam- fagna frændþjóðunum. Skýrsla lögreglustjóra Lógreglustjórinn í Reykjavik. 9. maí 1945. I tilefni þeirra óspekta, er áttu sjer stað hjer í bænum í fyrrakvöld, gefur lögreglan í Reykjavík eftirfarandi upp- lýsingar: Eftir að hátíðarhöldum vegna friðaryfirlýsingar í Evrópu var lokið síðdegis í gær, safnaðist mikill mannfjöldi saman á göt- um bæjarins, þ. á. m. stórir hópar breskra sjóliða. í fyrslu var mannfjöldinn rólegur, en allmargir sjóliðar voru talsvert undir áhrifum víns og söfnuð- ust þeir í hópa f miðbænum, sern gengxt síðan um bæinn með söng og háreisti. Brátt safnað- ist að þeim mikill hópur manna, sem slóst í för með þeim, að- allega drengir og unglingar. Um kl. 16 fór hópur þessi upp á Arnarhólstún og klifruðu nokkr ir breskir sjóliðar þar upp á styttu Ingólfs Arnarsohar í þeim tilgangi að hengja þar upp breskan fána. Var því af- stýrt af bresKum lögreglu- mönnum, Við atburð þennan kom nokk ur ókyrð á þá, sem viðstaddir voru, án þess að lil verulegra ryskinga kæmi. I Miðbætium. Hjelt hópurinn því næst nið- ur í Miðbæ og varð þar þröng mikil og hávaði. íslensku og bresku lögreglunni tókst að afstýra óspektum þar að mestu leyti. Ákveðið hafði verið að Lúðrasveit Reykjavíkur ljeki á horn á Austurvelli kl. 20.30, en þar eð lögreglan taldi vafasamt að takast mætli að verja Aust- urvöll skemdum af hálfu ó- speklarmanna, ljek Lúðrasveit- in á Arnarhólstúni í stað Aust- urvallar. Fór hún þangað á til- setlum tíma, svo og lögreglu- sveit, er ruddi svæðið Umhverf- is styttuna, en þar hafði safn- ast saman hópur friðsamra borg ara. Um þetta leyti náðu óspekt ir. er höfðu verið um skeið á Lækjartorgi, hámarki sínu. Sinn fulla þátt í þeim áttu ungir menn, sumir hverjir und- ir áhrifum víns, sem leituðust við að koma á stað óspektum með hryndingum, ópum og alls konar óhljóðum. Sjóliðar, sem þarna höfou verið, gengu nú í stórum hóp norður Kalkofns- veg, en á eftir þeim fór hópur íslenkra manna og unglinga. Rvskingar við Varðarhúsið. Hóparnir staðnæmdust við Varðarhúsið. Hófust þar rysk- ingar milli hermanna og Islend inga og skömmu síðar grjótkast. íslenskúm lögreglumönnum, sem þarna voru, og breskum, tókst brátt að skilja hópana að, en grjótkastið hjelt áfram. Varð lögreglan að beita kylfum í við- ureign þessari, sem stóð yfir á aðra klukkustund. Mannfjöld- inn dreifðisl þá um Miðbæinn, en ókyi’ð hjelst. Lögreglustjóri breska hersins fór fram á það við lögreglustjorann í Reykja- vík, að notað yrði táragas, en lögreglustjórinn í Reykjavík færðist undan því í lengstu 3ög. Skömmu seinna fór breska tögreglan að nota táragas á sitt eindæmi, til þess að dreifa mannfjöldanum. Um kl. 23.00 hófust enn óspektir á Arnar- hólstúni og vovu þar bæði Ís- lendingar og hermenn. Þar eð óspektir voru víðar í bænum og vænla málti alvarlegra ó- eirða á ýmsum stöðum, tók sljórn lögreglunnar í Reykjavík þá ákvörðun að nota táragas. Dreifði lögreglan fyrst óeirðar- mönnum á Arnarhólstúni, er> siðar smærri hópum víða í Mið bænum. Þessar aðgerðir lög- reglunnar báru þann árangur, að óspektum linnti með öllu hjer í bænum á iillölulega skömmum tíma. Lögreglunni er ekki kunnugt um að alvar- leg slys hafi orðið í sambandi við framangreindar óeirðir, en nokkrir menn urðu fyrir minni háttar meiðslum vegna rysk- inga og grjótkasts. Einna al- varlegust var skothríð breskra sjóliða, er átti sjer stað við her- búðir i grend við Sænska frvsti húsið. Skotvopnum beitt. Til lögreglunnar kom ungl- ingspiltur, sem fengið hafði skot í gegnum báðar buxna- skálmarnar og bifreiðarstjóri, er tjáði lögreglunni að skotið hafi verið í gegnum hjólbarða á bifreið sinni. Eignaspjöll urðu allmikil, að allega rúðubrot. Lögreglan handtók fjölda óspektarmanna og var fangageymsla lögregl- unnar yfirfull. Auk þess var fjöldi unglinga, undir lögaldri sakamanna, handtekinn og stór hópur þeirra geymdur í rjett- arsal lögreglunnar. Frásögn sjónarvotts. Sjónarvottur að óeirðunum, þegar líða tók á kvöldið í fyrra- kvöld, skýrir svo frá því, sem fyrir augun bar: •— Jeg átti leið niður á Arn- arhól um hálf tíu leytið í fyrra- kvöld. Múgur og margmenni hafði safnast þar saman. En það var ekki lúðrasveitin, sem liek við Ingólfsstyttuna, sem dró að sjer athygli fjöldans, heldur „orusta“ ein mikil, sem háð var á svæðinu fyrir framan Varð- arhúsið. Áttust þarna við tveir flokk- ar. Annarsvegar voru breskir hermenn, mestmegnis sjóliðar, og hinsvegar Islendingar. Höfðu Bretarnir haslað sjer völl vest- an Varðarhússins, en Islending arnir fyrir framan bifreiðastöð ina Hreyfil og þar yfir götuna. íslensk og bresk lögregla gætti þess, að hóparnir næðu ekki saman, svo að til handalögmáls kæmi. Ljetu óróaseggirnir sjer ekki segjast við það, heldur börðust með grjóti. Gengu steinarnir á milli fylkinganna. Var þetta engan veginn hættulaus leikur og urðu friðsamir borgarar, sem voru á Arnarhólstúninu, að hafa fulla gát á sjer, því að skeytum Bretanna var einnig beint þangað. Voru þar og fyr- ir nokkrir íslenskir „stríðs- menn“, sem sendu þau til baka. Loks var komið með „dælu- bíl“ frá setuliðinu og vatni sprautað að báðum aðilum. Varð það til þess, að nokkuð dró úr viðskiftunum, en útlitið var samt sem áður allófriðlegt. Lauk viðskiftunum þarna ekki fyrr en borgarstjórinn og lög- reglustjórinn komu á vettvang og lögregluliðið var eflt. Þessi hildarleikur mun hafa átt upptök sín, er breskir her- menn settu breska fánann á styttu Ingólfs á Arnarhóli, en Reykvíkingum gramdist að sjá erlendan fána skarta á minnis- merki fyrsta landnemans. Óeirðunum var samt ekki lokið við það, þó á fyrgreindum stað hafi átt að heita friðsam- legt. Mikill mannfjöldi var alt- af í miðbænum og við hann. Gengu Bretar í hóp um bæinn og ljetu ófriðlega. Báru þeir ýms merki fyrir fylkingum Gaf þar m. a. að líta mynd af Bretakonungi, V-merkið og hamar og sigð. Alt logaði í slags málum öðru hvoru. Var það stundum ljótur leikur. Yms bar efli voru notuð og sást jafnvel hnifur blika í hendi eins Bret- ans. Hafði hann einnig kylfu að vopni. Þótti mönnum sem ó- spektir á gamlárskvöldum væri barnaleikur hjá þessum. Bret- arnir, sem tóku þátt í óeirðun- um, virtust að meira eða minna leyti vera undir áhrifum áfeng- is. Ljetu þeir tómum flöskum og steinum rigna á rúður búðar glugganna. „Gashernaðurinn“. Svo kom táragasið sem reið- arslag yfir fólkið. Var því beint gegn óspektarseggjunum, en auðvitað var ekki komist hjá því, að friðsamir borgarar yrðu að gjalda þeirra í því sem öðru. Menn reyndu eftir megni að koma sjer burt úr svælunni. Sviðinn í augunum var óbæri- íegur. En þrátt fyrir þjáning- ar þeirra, sem fyrir gashernað- inum urðu, var ekki hægt að ganga framhjá hinni broslegu hlið málsins. Fílefldir karlmenn komu þjótandi, hágrátandi, með vasaklútana á lofti, innan um kvenfólk og unglinga inn í hliðargötur, þar sem gassprengj um var ekki vai’pað. Jafn al- mennur grátur hefir sennilega aldrei fyrr verið hjer í höfuð- staðnum. Eftir gasárásina dreifðist mannfjöldinn mikið og til veru legra átaka kom ekki eftir það. 75 éra: Kortrún Sleinadótl- ir frá Grund í DAG (9. maí) er 75 frú Kortrún Steinadóttir, fyrrum húsfi’eyja á Grund í Skorradal. Hún er fædd á Valdastöðum i Kjós 9. maí 1870, dótlir hjón- anna Steina Halldórssonar og Kristínar Kortsdóttur. Steini, faðir Kortrúnar, var dótlur- sonur sjera Páls Þorlákssonar á Þingvöllum, er var bi’óðir þjóðskáldsins sjera Jóns á Bægisá. Méðui’ætt Korlrúnar er hin alkunna Kortsælt. Kortrún dvaldist i æsku að- allega í Kjósai’hreppi, en 1801 giftist hún Bjarna Pjeturssyni hreppsljóra á Grund í Skorra- dal. Börn þeirra voru þi’jú: Kristín, gift Kristjáni Þorsteins syni frá Miðfossum, starfs- manni á skrifstofu Reykjavík- urbæjar, Pjetur, hreppstjóri á Grund, kvæntur Guðrúnu Dav- íðsdóttur frá Arnbjargarlæk og Guðrún, hjúkrunarkona í Rvík, ógift. Á síðastliðnum vetri varð Kortrún fyrir þeirri þungu soi’g að missa Pjetur, son sinn, er tjest sviplega á besta aldri. Kortrún var. húsfi’eyja á Gi’und í meira en þrjá áratugi. Bjarni maður hennar ljest 1928, en hún bjó með Pjetri syni sín- um, þar til er hann kvæntist 1935. Síðan hefir #hún oftast dvalist^á heimili Kristínar dótt- ur sinnar i Rvík. Kortrún hefir nú um langt skeið verið mjög veil á heilsu, en hún hefir borið veikindi sín með þolinmæði og stillingu, eins og annað andstreymi, sem hún hefir orðið fyrir á lífsleið- inni. Hún er gáfuð kona, eins og hún á kyn til, fjölfróð, einkum um persónusögu og ættfræði og stálminnug. Listhneigð er hún og unni mjög sönglist á yngri árum. Það, sem kunningjum hennar mun þó minnisstæðast um hana, er velvild hennar og brjóstgæði, jafnt til manna og málleysingja. Hún hefir aldi’ei mátt aumt sjá, án þess að reyna að bæta úr, en góðverk sín hef- ir hún unnið í kyrþey, því að ekkert er henni fjær en að halda slíku á lofti. Yfirleitt er hún hljedræg kona með af- brigðum. Munu margir senda hinni öldnu heiðurskonu hlýjar ósk- ir á þessum tímamótum. ■ Kunnugur. Presfskositing TALNING atkvæða í Land- eyj aþingaprestakalli í Rangár- vallapi’ófastsdæmi fór fram í skrifstofu biskups í gær. Umsækjandi var einn, sjera Sigurður Haukdal, prófastur í Flatey á Breiðafirði. Var hann löglega kosinn pi'estur. •— kjörskrá voru 318. Atkv gi'eiddu alls 207 og hlaut u. x - sækjandi 206 atkvæði, en einn seðill var auður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.