Morgunblaðið - 25.05.1945, Blaðsíða 12
12
Aiáskóliitn minnisi
iónasar Hallgríms-
sonar
Háskólinn minnisí aldar-ár-
; tíííar Jónasar Hallgrímssonar á
sunnudaginn 27. þ. m. í hátíða-
salnum með eftirfarandi dag-
skrá:
1. Prófessor dr. phil Einar
Ó1 Sveínsson flytur fyrirlestur
um Jónas Hallgrrmsson.
2. Kristján Krisljánsson
söngvari syngur: .JFifiibrekka
gróin grund ...“ (ísL þjóðlag)
og ,.Hættu að gráta hringaná .
..“ (ísl. þjóðlag),
3. Lárus Pálsson leikari les
kvæði eftir Jónas Hallgríms-
son.
4. Kristján Kristjánsson syng
ur: „Nú andar suðrhJsæla ...“
(Sigv. Kaldalónsj.
Öllum er heimill aðg.angui’
meðan húsrúm lejrfir
Mor<ðtnti>yt(i
Landssöfnunin
I GÆR bárust landssöfnun-
inni stórgjafir frá Landsbank-
araim og Utvegsbankanum,
100 þúsund krónur frá hvorum.
Nemur söfnunin nu als 1.7 milj.
króna, auk fatagjafa og vefnað
ar, sem ekki hefir enn verið
roetnai' til fjár.
Auk stórgjafanna bárust
fjölda gjafir frá fyrirtækjum,
einstaklingum og vinnuflokk-
uni, og hefir söfnunin engan
dag fengið fleiri gjafir.
Svo mikið var að gera í skrif
stofu söfnunarinnar, að ekki
vanst tími til þess í gær að
gera lista yfir allar gjafirnar.
Verður það gert í dag eða eín-
hvern næstu daga
ftam vann Val, 2:0
WAITERSKEPraiN hjelt á-
fram á íþróttavellinum í gær-
kveldi. Fram og Valur kepptu
> fjórða sinn. Tókst nú loks að
fá úrslit 1 viðureign þeirra. —
Kndaði leikurinn með sigri
Frám, 2:0.
Leikuririn var nokkuð harð-
ur, en alt of mikið af stórum
tilgangslausum spörkum. — Þó
hrá sarpleik fyrir einstaka sinn
um, einkum hjá Fram. Mark-
skot þeirra voru einnig hættu-
legri. Fyrra markið, sem var
gert síðast i fyrri hálfleik,
gerðu Vals-menn sjálfir á næsta
óskiljanlegan hátt. Síðara mark
ið var skorað í byrjun seinni
háifleiks.
Þannig lílur hann nú út
Hvílasunnuför
slálafjel. Faxa
SKÁTAFJELAGH) „FAX1‘ ‘
Prá Vestmannaeyjum efndi tiL
ferðalags um hvítasimnrma.
Skátarnir fóru fyrst til
Éítokkseyrar og hjeldu þar
ekemtun á laugardagskvöld
kl. 8,30.
Á hvítasunnudag var farið
1i) Þingvalla oíí víðar. Annan
ítvítasunnudag var svo skemt-
itn á Selfossi við húsfyHi og
góðar undirtektir.
Um 40 kven- og drcngja
nkátar voru í ferðirmi
Skátarnir hafa beðið i>laðið'
íyrir þakkir til allra, sem
4jreiddu fyyrir för þeirra.
Mynd þessi var tekinn daginn sem Laxfoss var settur á sjó
fram eftir viðgerðina í Slippnum. Myndina tók Vignir.
Viégerð Laxíoss senn iokið
Byrjar líkL ferðir í júní
ÞANN 1(5. þ. m. var viðgerð Laxfoss svo langt komið, að,
hann var settur á sjó fram óg liggur skipið nú við Ægisgarð.
— Er búist við að fullnaðarviðgerð þess verði lokið síðari
jiluta júníinánaðar. — Viðgerð skipsius hefir orðið talsvert
nieiri, en upphaflega var gert ráð fyrir . Stafar það m. a.
vegna flokkunarviðgerða. Auk þess er skipið óvenjulega
sterkbygt, borið saman við venjuleg fiskiskip.
Skipið hefir verið lengt nokk
uð, eða um 2.2 metra. Lenging
in kemur fram í vjelarúmi þess.
Hefir ný vjel og stærri verið
sett i það. Vjel þessi er 640 hest
afla Polar-Dissel. — Gamla
vjelin var 450 hestöfl. Við
lengingu skipsins og þegar feng
ist hefir ný skrúfa, sem ráðgert
er að komi síðar, mun gang-
hraði skipsins aukast að mun,
eða úr 10 í 12 sjómílur. — Meir
en helrningur skipsins er nú
nýr. Bæði bönd og plötur allar.
Þá verða sett i skipið olíukynt
miðstöð og eldavjel. — Hvort-
tveggja af nýjustu og fullkomn
ustu gerð. Þá verðúr ný stýris-
vjei sett í skipið, er það vökva-
stýrisvjel. — Þilfarspláss að
frámanverðu hefir og verið
stækkað nokkuð. Hefir fram-
mastur verið flutt nokkuð fram
ar. Við stækkunina verður hægt
að taka 5 bila á dekk, en fjóra
áður. Þá verður mun hægara
að setja bílana um borð og
skipa þeim upp. Á skipið hefir
verið settur nýr öldustokkur, í
stað gamla grindverksins, sem
áður var. Á báðar hliðar þess
hafa verið settir þykkir eikar-
listar. Er þetta gert til að verja
skipið áföllum, er það liggur
við bryggju. Brúin er einnig ný
svo og skipstjóraklefi. Er það
járnbrú.
Þílfarsfarþegasalur hefir ver
ið stækkaður að mun. — Var
hann stækkaður með því, að
taka tvo farþegaklefa, sem voru
framan við salinn. — Þá bætt-
ust tveir farþegaklefar við aft-
ar í skipinu.
Þilfarssalur verður þiljaður
með ljósu birki. — Þá eru hús-
gögn öll og borð ný. — Neðri
farþegasalur, miðskips, er bygð
ur upp með svipuðu fyrirkomu
lagi og áður. Veggir allir þilj-
aðir mahogny. Þá hafa íbúðir
sicip’.-erja '.’erið bygðar upp.1
Þær verða klæddar með mason-
ite.
Eigendur skipsins, h.f. Skalla
grímur í Borgarnesi, mun hafa
í hyggju að bæta fyrirkomulag
á veitingum í skipinu. — En í
hverju þær verða fólgnar, er
ekki fullráðið enn.
Skipstjóri mun verða Þórður
Guðmundsson, sem áður var
stýrimaður. Yfirvjelstjóri mun
verða hinn sami og vérið hefir,
Jón Jónsson.
Fyrir viðgerð skipsins hafa
staðið h.f. Hamar og Vjelsmiðj-
an Hjeðinn h.f. Stálsmiðjan s.f.
hefir framkvæmt alla plötu-
vinnu og Slippfjelagið h.f. trje
vinnu alla. Hjeðinn og Hamar
vjelavinnu alla og Bræðurnir
Ormsson og h.f. Segull raf-
magnsvinnu. — Þá hafa og
fjöldi annara óskildra fyrir-
tækja tekið þátt í viðgerð skips
ins.
Árbók Ferðafjelagsins:
Fljótsdabhjerað —
eftir Gunnar
Gunnarsson
ÁRBÓK Ferðafjelags íslands
fyrir árið 1944 er nýkomin út.
Fjaliar bókin að þessu sinni um
Fljótsdalshjerað og hefir Gunn-
ar Gunnarsson rithöfundur
skrifað hana.
Höfundur skiftir bókinni í 12
kafla. Fjallar fyrsti kaflinn um
Fjöllin og' heiðina, serii fólkið
flúði. Annar kaflinn er heildar-
yfirlit yfir Fljótsdalshjeraðið,
um jökla. Lagarfljót, Selfljót
og hreppaskiftingu. Þriðji kafl-
! inn er um Jökuldal, fjórði nefn
j ist Jökulsá iið. fimti Tungu-
j hreppur, sjótti P'ellin, sjöundi
J Fljótsdalur, áttundi Skógar, ní-
undi Vellir, tíundi Skriðdalur,
ellefti Eiðaþingliá og tólfti
Utmannasveit.
I bókinni eru um 100 myndir
af Fljótsdalshjeraði. Eru flest-
ar þeirra góðar og margar á-
gætar. Auk þess hefir Gunnar
Gunnarsson listmálari, sonur
rithöfundarins, gert skraut-
myndir yfir meginköflum bók-
arinnar.
Fljótsdalshjerað er ein alfeg-
ursta sveit landsins. Er því mik
ill fengur að þessari lýsingu og
sögu hjeraðsins eftir Austfirð-
inginn og ritöhfundinn Gunnar
Gunnarssori, sem nú hefir sest
þar að.
Leiðangur til hjálpar
Dönum og Norð-
mönnum í Þýska-
landi
Khöfn í gær.
Á morgun leggur af stað
dansk-norskur leiðangur með
75 almenningsbifreiðar til
Þýskalands, lil þess að leita að
þvi sem eftir er af dönskum og
norskum pólitískum föngum
þar syðra, en þeir eru taldir
vera um 2200 talsins. Menn
óttast að margir af þessum hóp
sjeu látnir. Til dæmis er talið
að meiri hlulinn af 700 norsk-
um Gyðingum hafi. dáið, en svo
margir voru flutlir til Þýska-
lands — Páll Jónsson.
Monlgomery fagnað
í París
London í gærkvöldi.
í RAG yfirgáfu Parísarbúar
vinnustaði sína, til þess að Hylla
Montgomery marskálk, er hann
ók frá flugvellinum við París
til breska sendiherrabústaðar-
ins í borginni. Var ákaft hróp-
að fyrir honum. König, her-
stjóri Parísar, bauð hann vel-
kominn. Ekki er enn vitað ná-
kvæmlega, hve lengi marskálk
urinn muni dveljast í París.
— Reuter.
Herskip flult
London í gærkveldi:-
Þýsku beitiskipin „Prinz
Eugen“ og ,.Nurnberg“ hafa
verið flutt frá Kaupmannahöfn
til Wlihelmshafen. Fóru þau
þangað í fylgd breskra her-
skipa. Voru þau flutt ,af örygg-
isástæðum. — Danir hafa nú að
fullu og öiiu tekið stjórn hafnar
innar í Kaupmannahöfn í sínar
hendur, og er búist við að hún
verði brátt algjörlega opin til
siglinga. — Reuter.
„Verður ekki þo!að“.
Enn yarf jarðskjálfta
í Ólafsfirði
Frá frjettaritara vorum,
Ólafsfirði, fimtudag.
ENN á ný hefir orðið varfi
jarðskjálftakipps hjer í Ólafs-
firði. Var það um kl. 9.03 í
morgun. Ekki varð kippur þessi
svo harður, að vitað sje um að
skemdir hafi orðið af völdum
hans. — Þetta er þriðji jarð-
skjálftakippurinn, sem Ólafs-
firðingar verða varir við síðarj
s. 1. föstudag.
Húsaleigumál í Oslo.
LONDON: Morrison innan-
ríkisráðherra sagði ,á ráðstefnu
verkamannaflokksins í dag, að
ef verkamenn fengju meiri-
hluta eftir kosningarnar í júlí,
þá yrði það ekki þolað, að lá-
varðadeildin reyndi að koma í
veg fyrir áform þeirra.
Frá norska blaðafulL
trúanum:
SETT HEFIR verið á laggim
ar í Noregi skrifstofa, sem á að
vinna að því, að Norðmenn fái
sem fyrst aftur íbúðir sínar, er
Þjóðverjar og kvislingar höíðu
tekið til sinna nota.
FÖstudagur 25. maí 1945.
Sumardvalanefnd tekur
til starfa.
Gelur tekið á móli
300 bömum strax
NÝLEGA er fullskipuð nefnd
til að annast sumarvist barna
á dvalarheimilum í sumar.
Nefndin er þannig skipuð:
Frá ríkisstjóm íslands: Sig-
urður Sigurðsson, berklayfii-
lækriir.
Frá bæjarstjórn Reykjavik-
ur: Katrín Pálsdóttir, bæjar-
fulltrúi. Haraldur Árnason,
kaupmaður.
Frá bamaheimilisnefnd Vor-
boðans: Jóhanna Egilsdóttir,
húsfrú.
Frá Rauða Krossi íslands;
Scheving Thorsteinsson, lyf-
sali.
Nefndin hefir þegar til um-
ráða dvalarheimili fyrir allt ad
300 böm, og verður eigi auk-
ið við það fyrr en sjeð verður,
hve margar umsóknir berast.
Rekstur barnaheimilanna
verður með öðrum hætti en
undanfarið, þar sem ríki og bær
taka ekki á sig neina fjárhags-
lega ábyrgð umfram þær fjár- '
veitingar, sem veillar hafa vei -
ið. Mun nefndin því kiefjast
fulls meðlags með börnum
þeirra, er vel geta borgað. en
fjárveiling hins opinbera, verð
ur notuð til styrktar þeim, sem
enga getu hafa lil að greiða fult
meðlag.
Mun sumardvalarnefnd opna
skrifstofu í Hótel Heklu þriðju
daginn 29. þessa mánaðar, og
verður opin daglega klukknn
14 til 19. Verður þar tekið á
móti umsóknum um sumardvöt
fyrir böm á aldrinum 4 til 9»
ára- AHar slíkar umsóknir
verða að hafa borist nefndinni
fyrir laugardagskvöld 2. júni„
ef þær eiga að verða teknar til
greina-
Er gevt ráð fyrir að sumar-
dvöl bamanna hefjist um miöj-
an næsta mánuð og verði allt aði
10 vikum.
Ráðning starfsfólks á sumar
dvalarheimilin byrjar í dag og
fer fram lil næstu mánaðamótu
á skrifstofu Rauða Kross ís-
lands í Mjólkurfjelagshúsinui
klukkan 17 til 19 daglega, nema
laugardaga.