Morgunblaðið - 30.05.1945, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.05.1945, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. maí 1045 M0B6UNBLAÐIÐ 5 Fimmtug: Sara KristjánsdóHir í DAG á frú Sara Krist- jánsdóttir Laugaveg 58 B fim- tugsafmæli. Hún fluttist hing- að til Reykjavíkur frá Borg- arfirði eystra fyrir 34 árum og hefir verið hjer æ síðan. Sara er ein af þeim konum, sem lætur lítið á sjer bera, og vinnur slörf sín í kyrþey. — Henni er lagið að rjetta hjálp- arhönd þeim, er hún megnar og til nær. Hefir þetta og komið fram 1 sambandi við fimm kornung stjúpbörn, sem hún hefir gengið í móðurstað, og nú hafa náð fullorðinsaldri. Slík verk eru sjaldan ofmet- in. Sjálf hefir hún átt eitt barn, éh'naut þess aðeins örskamma Stund. Sara er kát í sinn hóp, vin- föst og trygglynd. ■—■ Hún er kvænt Kristni Einarssyni. Á þessum tímamótum í lífi Söru munu margi senda henni hlýjar kveðjur og óska henni íangra og góðra lífdaga. Vinur. ísfirskar sfúlkur sýna fimleika á Akureyrf Akureyri, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. FIMLEIKAFLOKKUR kvenna úr Gagnfræðaskóla ísafjarðar, undir stjórn Maríu Gunnars dóttur, sýndi fimleika hjer á Akureyri í samkomuhúsi bæj- arins í gær. Skólastjóri Gagnfræðaskól- ans, Hannibal Valdimarsson, sem er fararstjóri, ávarpaði Sýningargesti. Sýningar stúlkn anna vöktu mikla athygli. Elísa bet Kristjánsdóttir aðstoðaði við sýninguna meo hljóðfæra- leik. Hvert sæti var skipað í húsinu. Sendiherrar Dana eg Norðmanna þakka íslendingum SENDIHERRAR Dana og Norðmanna hjer á landi hafa tjáð forseta íslands og forsæt- isráðherra þakkir sínar til ís- lensku þjóðarinnar fyrir þá vin semd og alúð, er hún hefir sýnt þjóðum þeirra á undanförnum árum og þann innilega sa- fögnuð, sem íslendingar ljei Ijós, þegar lönd þei 'ra vr levst úr hernámi. (Frá ríkisstjórninni) Þrjú íslandsmet ú KR-mótinu Skúli Guðmundsson, KR setti tvö og boðhlaups- sveit ÍR eitt. Á FYRSTA frjálsíþróttamóti sumarsins, Sem haldið var s.l. sunnudag, voru sett þrjú íslandsmet, en alls var keppt í 8 grein- um. Góður árangur náðist einnig í hinum greinunum. •—- Skúli Guðmundsson, KR, setti tvö met, í langstökki án airennu og 110 m. grindahlaupi og boðhlaupssveit ÍR eitt, í 4x200 m boðhlaupi. Úrslit í ýmsum greinum urðu annars sem hjer segir: 110 m. grindahlaup: 1. Skúli Guðmundsson, KR, 16.5 sek., 2. Finnbjörn Þorvaldsson, IR, 17.0 sek. og 3. Brynjólfur Jóns son, KR 18.3 sek. Tími Skúla er nýtt íslandsmet. Finnbjörn hljóp á fyrra metinu. Olafur Guðmundsson, KR setti það 1937. Finnbjörn varð fyrir því óláni að detta, þegar hann hljóp yfir síðustu grindina, og tafði það hann nokkuð. Langstökk án atrennu: — 1 Skúli Guðmundsson, KR 3.10 m., 2. Jón Ólafsson, KR, 2.85., 3. Þór Þormar, KR, 2.84 m. og 4. Jón Hjartar, KR, 2.78 m. •— Afrek Skúla er nýtt Islandsmet. Fyrra metið, 3.03 rrj., setti Sig- urður Sigurðsson, KV, 1936. 4x200 m. boðhlaup: 1. Sveit ÍR, 1:36.0 mín., 2. A-sveit KR 1:37.3 mín., 3. Sveit Ármanns 1:38.3 mín og 4. Sveit FH 1:38.6 mín. — Tími IR-sveitarinnar er nýtt Islandsmet. KR átti fyrra metið. sem var 1:36.4 mín. I sveit IR voru þessir menn: Finnbjörn Þorvaldsson, Hannes Berg, Hallur Símonarson og Kjartan Jóhannsson. Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby KR, 14.68 m., 2. Jóel Kr. Sig- urðsson, ÍR, 13.56 m., 3. Jón Ól- afsson, KR, 13.02 m. og 4. Frið- rik Guðmundsson, KR, 12.20 m. — Husetey vantar enn töluvert upp á að ná meti sínu frá því í fyrra, en enganveginn er samt ólíklegt að honum takist að bæta það í sumar. Spjótkast: — 1. Jóel Kr. Sig- urðsson, ÍR, 56.83 m., 2. Finn- björn Þorvaldsson, ÍR, 55,52 m., 3. Jón Hjartar, KR, 50.53 m. og 4. Jónas Ásgeirsson, KR, 46.31 m. — Árangurinn er hjer ágæt- ur, sá besti síðan Vattnes hætti að keppa, en hann á metið, 58.78 m. Finnbjörn kom á óvart með getu sinni og leit svo út um tíma sem hann myndi vinna. 3000 m. hlaup: — 1. Óskar Jónsson, ÍR, 9:18.8 mín., 2. Sigurgísli Sigurðsson, ÍR, 9:34.4 mín., 3. Jóhannes Jónsson IR, 9:37.0 mín. og 4. Hörður Haf- liðason, Á., 9:57.2 mín. — Amer íski hlauparinn Victor J. Dyrg- all tók þátt í hlaupinu, sem gest ur. Hljóp hann á skemstum tíma, 9:12.6 mín. — Tími Ósk- ars er sá næstbesti, sem íslend ingur hefir náð hjer á landi. — Sigurgeir Ársælsson, Á., hefir hlaupið á 9:17.4 mín. íslands- metið er 9:01.5 mín, sett af Jóni Kaldal, ÍR, í Kaupmanna- höfn 1922. Hástökk: — 1. Skúli Guð- mundsson, KR, 1.85 m., 2. Jón Ól. on, KR, 1.80 m., 3. Jón |Hj..v';ar, KR, 1.75 m. og 4. Þor- kell Jóhannesson, FH, 1.60 m. 300 m. hlaup: — 1. Kjartan Skúli Guðmundsson. Jóhannsson, ÍR, 37.4 sek., 2. Brynjólfur Ingólfsson, KR 38.2 sek., 3. Páll Halldórsson, KR, 38.3 sek. og 4. Árni Kjartansson, Á, 39.5 sek. Þetta fyrsta íþróttamót sum- arsins, KR-mótið, spáir góðu um árangurinn í sumar og gera má ráð fyrir að þau verði nokk- uð mörg, Islandsmetin, sem sett verða. Þ. — Rannsókn- arstöð á Keldum Framh. af bls. 1. 1 V-> milj. kr. og við það miðað. Við meðferð málsins í þinginu, upplýsti núverantii landbúnað- arráðherra, að stofnkostnaðuf- inn myndi verða talsvert hærri en bráðabirgðaáætlunin gerði ráð fyrir, eða allt að 2 milj. kr. Miðaði þingið svo heimild sína við þá upphæð. Rockefeller-slofnunin í Banda rikjunum hafði gefið vilyrði um að slyrkja þessa rannsóknar- stöð, allt að helmingi stofn- kostnaðar. En með því að Rocke fellerstofnuninni var upphaf- lega gefið upp, að rannsóknar- stöðin myndi kosta IV2 miljón miðaði hún vilyrðið um styrk- inn við þá upphæð. Það er Björn Sigurðsson læknir, sem hefir aðallega unn- ið að framgangi þessa máls. — Hann fór til Ameríku á veg- um núverandi ríkisstjórnar, til , þess að ræða málið nánar við j Rockefellei’stofnunina og hefir ! hann nú tilkynt, að stofnunin j hafi heitið rannsóknarstöðinni stuðningi þeim, er að framan greinir, Verður nú hafist handa um byggingu fullkominnar rannsóknarstöðvar • 1 búfjár- sjúkdómum að Keldum í Mos- fellssveit. Með slíkri stofnun er stórt framfaraspor stigið, til heilla og farsældar fyrir ís- lenskan landbúnað og þjóðina í heild. Kauphöllin er miðstöS verðbrjefa- viðsMftaima, Sími 17Í0. Fjelag íslenskra stórkaupmonna Framhaldsaðalfundur verður haldinn í Kaupþing- | salnum, í dag, miðvikudaginn 30. maí :)kl. 4 e. h, STJÓRNIN. Verkstæðisvinna Okkur vantar,hiann til að smyrja bifreiðar. — Getum látið húsnæði í tje. Bifreiðastöð Steindórs I Sími 1585. Stórt timburkús í Miðbænum til sölu, 8 herbegi laus nú þegar. Upph ekki gefnar í síma. 1 Sölumiðstöðin Lækjargötu 1ÖB. H VÖT Sjálfstæðiskvennafjelagið heldur aðalfuúd í Ódd- | fellowhúsinu, uppi, föstudaginn 1. júní kl. 8,30 síðd. I DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffidrykkja. STJÓRNIN. Best ú auglfsa í Morgunblaðinu s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.