Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 2
*> /-i MORGUNBLAÐIÐ Laugardagiir 2. jíuu 1945 Mikill afli. Vont tíðarfar er fiskgengdin var mest. Samanlagður afli togara og vjelbáta nú 120 þús. smál. A sama tíma í fyrra 118 þúsund smálestir l.eiga fiskflutningaskipa. Árið 1944 hafði enska mat- yælaráðuneytið svo að segja ídla fisjíflutninga frá Vestfjörð um og Faxaflóa. Þetta breytt- íst, og hættu Bretar flutningun um. Við nýár var það mikið um- ræðuefni manna, hvernig ætti að koma þessu fyrir þessa ver- ^tið, og drógst það framá vertíð að ráða fram úr þessu. Vertíðin byrjaði með góðum gæftum og miklum afla allan janúarmán- uð og fram um miðjan febrúar. Voru þó ekki allir fiskibátar tilbúnir til veiða, og ekki heldur öll íslensk fiskfi.skip tilbúin þá til fiskmóttöku. Þetta orsakaði J)að, að salta varð tveggja daga •afla á Suðurnesjum, en það gera 4rnenn nú á tímum nauðugir, en ítutningaskip vantaði. Að vísu ,-vóru víst á þessu tímabili nokk \it stór flutningaskip boðin til áTutninga á fiski, en ríkisstjórn ia gerði sig ekki ánægða með, ^.,ð einstaklingar rækju þessi t.tóru flutningaskip fyrir eigin aeikning. Þá var það ráð tekið sð Fiskimálanefnd leigði fyrir aíkissjóðsreikning 60 færeysk jjkip til fiskflutninganna og var jgerður um það og undirskrifað- "ur samningur 9. febrúar s.l. 3Ö J.-essara skipa voru leigð til 1. ijúní og 30 til 15. október n.k. _Auk þessara færeysku skipa 1 afði Fiskimálanefndin á leigu ■ lítil ísl. skip, Narfa, Alden og Þór. Ennfremur hafði hún ráð v 4 stórum útl. skipum og tveim tif skipum Eimskipafjel., Lagar •ioss og Selfoss, til sömu flutn- Dnga. Öll ofanskráð skip Fiski- ornáinefndar hafa flutt út fram •að þessum tíma, 11 þúsund smá Hestir af fiski og er söluverð ú>ans »13 jniljónir króna. Þess * kal getið að Fiskimálanefnd í -amseldi leigu á 24 færeyskum t.kipum mest til fisksamlaga út ;gerðarmanna og rak því fyrir •eigin reikning ekki nema 36 eða Zil færeysk skip, og er flutning >jr' hinna framleigðu skipa og fc.ölur þeirra ekki með í ofan- •»kráðri upphæð. Jeg býst við ■ útgerðarsamlögunum hafi /verið framleigð yfirleitt betri 4vkipin, ágóðalaust fyrir Fiski- ynálanefnd, en þegar samlögin ikila skipunum úr leigu aftur, •er mjer ekki kunnugt, hvort IFískimálanefndin er bundin við -að taka þau aftur. Færeysku skipin komu flest -til landsins um mánaðamótin jfebr.—mars. Þá kom langur og xnikill óveðurskafli og skipin lirúguðugt hjer saman. Á sama ýtíma voru flest íslensku skipin, «em flutninga önnuðust, hjer í >iöfn og biðu lengi eftir fiski, J>ví þau voru þá flest komin frá ]Englandi aftur úr söluferð með ( kosti fyrir fiskflutninga á há- vertíð hjer við land. Það veit enginn fyrirfram um veðrátt- una nje aflamagnið á hverjum tíma. Þegar færeysku samning- arnir voru gerðir, voru að enda langar og góðar gæftir með miklum afla. Frá íslensku sendi nefndinni í London voru ekki komin skilaboð um það.hvernig verð hraðfrysta fiskjarins yrði og mörg frystihús hjer drógu við sig að byrja móttöku fiskj- ar. Þau vildu ekki eiga á hættu að hraðfrysta fisk nema kostn- aðarverð fengist, og var sá, sem þetta ritar, einn af þeim. Svo kom verð hraðfrysti-fiskjarins frá sendinefndinni í London. Voru menn ánægðir með það eftir atvikum. Verðið var sama og s.l. ár, en flökunum fylgdi ekki eins mikið af þunnildinu og árið áður. Verðið er því raun verulega lægra, svo afkoma hraðfrystihúsanna verður ekki eins góð og s.l. ár, Þó getur fljót ari afskipun fiskjarins nú bætt nokkuð úr þessu tapi,, með lægri geymslukostnaði og minni vöxítum. Hefði sölu hraðfrystifiskjar- ins verið lokið um nýár, hefði þetta skipaleigumál snúið alt öðruvísi við. En það er ekki hægt að kenna fyrrverandi nje núverandi ríkisstjórn um þótt annar aðilinn, kaupandinn Eng- land, í þetta skifti, sje einn að semja, þegar alt er gert af okk- ar hendi til þess að fá samninga sem fyrst. Það er ekki hægt að álasa íslensku sendimönnunum, sem fóru til London, fyrir drátt inn á samningunum. Hefði hraðfrystisamningurinn verið fyrir hendi um nýár, hefði verið hægt að hraðfrysta á Suð urnesjum og í Reykjavík og Hafnarfirði á dag 600 smálestir af fiski, slægðum með haus. — Það þýðir, að hægt hefði verið að hraðfrysta um 90% af öllum vertiðaraflanum á þessum stöð um. Suðurnes geta fryst flök daglega úr 350 smálestum af fiski og Reykjavík og Hafnar- fjörður úr 250 smálestum. Þá hefði ekki þurft mörg leiguskip handa þessum verstöðvum. Þegar sakirnar stóðu þannig, á þessu tímabili, þegar verið var að semja við Færeyingana, að afli ■ var mikill, hraðfrysti- samningurinn ekki kominn, þá notuðu Færeyingarnir tækifærið og ráku mikið eftir að fá leigu- f isk frá góðviðristímanum í, samninginn fyrir sín skip og byrjun febrúar. Þá á sama tima voru jafnvel hræddir um a*ð þeir böfðu hraðfrystihúsin sáralít- mundu springa hjá þeim. Sam- Jnn fisk. tímis þessu var alsstaðar af Það er erfitt verk fyrir hvern landinu rekið eftir til ríkisstjórn sem er að ráðstafa nægum skipa arinnar að sjá um næg flutn - Oá ar grein) ingaskip, og rikisstjórnin gerði meira en góðu hófi gegndi í þessu máli, — og jeg held að henni haíi verið ljóst, að af þess um færeyingasamningum gæti ríkissjóður fengið eitthvert tap, því henni og mörgum hjer var kunnugt um, að mörg af Fær- eyjaskipunum voru lítil, gömul og illhæf til flutninga; en það er með þessa ríkisstjórn, eins og margar aðrar fyrrverandi ríkisstjórnir, að þær sýna Fær- eyingum alla lipurð, velvilja og greiða götu þeirra sem mest. Færeyingarnir líta á sig sem litla bróður gagnvart okkur og vilja að við sjeum góðir við sig. Þetta er gert, og það ef þessu að þakka, að þeir fengu þessa skipaleigusamninga, — en ekki vegna þess^að þeir sjeu sniðugri samningamenn en okkar menn, og að okkur hafi ekki verið Ijóst í byrjun að sumt af þessum duggum þeirra voru lítt leigu- færar. Hvernig hafa fiskflutning- arnir gengið? spyrja margir. Jeg ímynda mjer, að stærri ís- lensk skip, sem engin sjerstök óhöpp hafa komið fyrir, hafi sæmilega afkomu, litlu skipin hafa átt erfitt og tapa nokkur þeirra. Rekstur þeirra er of dýr. Um skip Fiskimálanefndar, stór og smá, og leigufæreyingana, þori jeg ekki neitt áð fullyrða. Jeg held, að ekki hafi orðið stór skellur á þeim til 1. maí, sum hafa selt vel, önnur illa. Skemst hefir fiskur í nokkrum þeirra, sem veldur tapi, sama hefir komið fyrir íslensku skipin fyr og síðar. Eru það oftast óhöpp, sem ekki er hægt að gera við. Þegar látinn var fiskur í Lyru síðast í Keflavík, varð hún að bíða um viku með farminn á Reykjavíkurhöfn, þangað til hún fekk fyrirskipaða skipa- samfylgd. N Ilvað er framundan með útgerð og sölu sjávar- afurða, spyrja menn, þegar þeir samningar, sem gerðir voru í vetur um hraðfrysta fiskinn og -síldarafurðirnar renna út, því þeir eru uppistaða útgerð- arinnar nú og á þeim flýtur út- gerðin þetta árið, ásamt togara- sölunni til Englands. Það sem menn nú kvíða fyr- ir er, hvað svo taki við. Marg- ir eru að kaupa ný og dýr skip, jafnt gamlir sem nýir útgerð- armenn. Nokkrir líta bjart til framtíðarinnar, en aðrir eru svartsýnir — en eitt kemur þó öllum saman um og það er að flýja saltfiskinn sem mest,-því eins og viðhorfið er nú og afl- oróóon inn mikill, er í mörgum ver- stöðvum illmögulegt að koma við saltfisksöltun, hvað þá held ur sólþurkun á fiski — hún er afar kostnaðarsöm, fólksfrek og útheimtir mikil og góð húsa kynni, en þau eru óvíða til nú og byggingarkostnaður afar dýr og illviðráðanlegur fyrir flesta Útgerðarmenn. Saga saltfiskjarins er þessi s.l. ár: Nokkrir menn hjer áttu salt- fisk frá vertíðinni 1944 og ljetu þeir sólþurka hann. Þegar átti að selja þennan fisk, fjekst ekki að selja hann til þeirra landa, sem eigendur fiskjarins gátu selt hann til. Fiskimálanefnd Bandaríkjanna bannaði þetta og ákvað verð fiskjarins lægra en eigendur fiskjarins gátu selt hann fyrir. Nefndin ákvað einnig, til hvaða lands fiskur- inn skyldi sendast. Fiskinum var svo afskipað, samkvæmt fyrirmælum þessum, síðla í vetur, og er greiðsla enn ó- komin. Svo er það hin hliðin, sem snýr að okkur hjer heima. Hún er þannig, að það var helst hvergi hægt að fá fiskinn þurk- aðan og það alls ekki fyrir lægra verð en 100 krónur skip- pundið, auk þess varð fiskeig- andi að greiða umbúðir, bindi- garn, akstur fiskjarins til út- flutningshafnar, fobkostnað og bankavexti á annað ár. Mun þetta gera um 30 krónur á skippund, og er því verkunar- kostnaðurinn með tilgreindum kostnaði um 130 krónur á skip- pund, en var fyrir stríð í Kefla- vík með sama kostnaði 26 krón ur skippundið. Sá sem þetta ritar átti nokkur hundruð skip- pund og tapaði mörgum tug- um þúsunda á þeim. — Er nokk ur furða, þótt allir útgerðar- menn sjeu ekki bjartsýnir á saltfiskinn? Þetta er mönnum ljóst; þess- vegna hefir sölumiðstöð hrað- frystihúsanna ráðið sinn eigin mann til að athuga sölu á hrað- frystum fiski í Ameríku. Þetta hefir borið nokkurn árangur og hefir hann selt þar um 750 smálestir af hraðfrystum fiski frá þessári vertíð fyrir gott verð, en það hefði verið hægt að selja töluvert meira af fiski þangað, en það mun vera tak- markað magn sem má selja af hraðfrystum fiski þetta ár til Ameríku vegna verslunarsamn inganna við Breta. Það sem útgerðinni ríður mest á í framtíðinni, er að reyna að auka sölu á hraðfrystum fiski — svo er það mál út af fyrir sig, hvort ríkisstjórnin eða stofnanir henhar hafa söluna á hendi í ákveðnum löndum með milliríkjasamningum, eða fram leiðendur sjálfir taka þessi mál í sínar hendur, eins og sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hef- ir gert nú með því að hafa sinn eigin mann í Ameríku. Vjelbátaútgerðin er orðin ógurlega dýr, eins og’ margir útgerðarliðir sýna í þeim frjettum, sem áður eru komnar í þessari grein. Þó hefir hvergi verið minst á þann kostnað, sem er tilfinn- anlegastur, en það er viðhald báta og vjela og öll fagvinna, sem keypt er.til bátanna. Hún yfirstígur alt og verður til þess að stöðva útveginn fyrst. Venjulegt ársviðhald margra fiskibáta er 40—60 þúsund krón ur eða nærri tvöfalt kaupverð bátanna fyrir stríð. Aðkeypt vinna í landi og bílakstur draga mikið niður hásetahluti. Fæðis- kostnaður var alment 12—15 krónur á dag á mann. Ráðs- konukaupið í Sandgerði var 900—1000 krónur á mánuði og frítt fæði, og er það álíka upp- hæð og dágóðir hásetahlutir voru í þeirri verstöð fyrir siríð yfir alla vertíðina, 4.Vz mán- uður. Oskar Halldórsson. Bók handa íþróttamönnum: Stigatafla fyrir frjálsar íþróttir STIGATAFLA fyrir frjálsar íþróttir hefir nýlega verið gefin hjer úl að lilhlutan í- þróttasambands íslands. Tilfinnanleg vöntun hefir verið á stigatöflu þessari hjer á landi undaníarin ár, en nauð synlegt er fyrir alla, sem íþrótt um unna og vilja fylgjast með •þeim, að eiga hana. — Er þyí ánægjulegt, að gripið var til þess ráðs að ljqsprenta hana og gefa hana út. Hún er í litlu handhægu broti. í formála töflunnar segir m, a.: ,,Stigatafla sú, er hjer birtist, var samþykt á alþjóðafundi í- þróttamanna í Stokkhólmi 1943 samkvæmt lillögu finska í- þróttasambandsins, og er. hún að ýmsu leyti frábrugðin áður útkomnum sligalöflum. Þær kröfur hafa verið gerðar til hennar, að ákveðið afrek einhverrar vissrar íþróttágrein ar gefi jafnmörg stig og hverf annað jafngolt afrek í öðrum greinum. Þetta er hinsvegar ekki hægt í öllum alriðum, þó má telja, að þessi stigatafla. nálgist mjög , hinn æskilega grundvöll, eins og sakir standa". Þeir Ingólfur Steinsson og Magnús Baldvinsson sáu um úl gáfu stigatöflunnar. Hún fæst í Bókaverslun ísafoldar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.