Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 10
10 morgunblaðib Laugardagur 2: júní 1945 Á SAMA SÓLAitHRIIMG Eftir Louis Bromfield 57 dagur Hún vissi ekki að þótt fólk liti á hana aðdáunar'augum, er sögðu: „En hvað þetta er falleg kona!“ var eins og það á næsta andartaki væri gripið viðbjóði og hugsaði: „Hve hún hefir varð veitt útlit sitt vel!“ — eins og það stæði frammi fyrir stoþp- uðum paradísarfugli, er geymd- ur hefði verið að listasafni um tugi ára. Því að hið innra var hún göm ul og þreytt, og ellimörkin sá- ust gegnum rifur á fegurðar- hjúpnum — sem hún hafði ekki hugmynd um, að væru til. Hún vissi ekki, að þegar menn voru í návist hennar, ræddu við hana varð þeim ósjálfrátt órótt við að horfa á sljett, hrukkulaust hörundið — hið svikna æsku- fjör í hreyfingunum, og sljóan svipinn, sem stundum skyggði á ljómann í fögrum augunum. Hún skildi ekki, að það var eitt hvað fráhrindandi — því nær viðbjóðslegt við veru, sem leit út eins og ung stúlka, en var þó gömul kona. Það var óralangt síðan, hún hafði hvílt sig. Hún sat aldrei í sólinni, og ljet fara vel um sig, las í einhverjum reyfara, á- Lyggjulaust, án þess að hugsa um sjálfa sig. Hún hafði að vísu setið í sólinni uppi á þilfarinu, með bók í hönd, en ætíð brotið heilann um það, hvort birtan væri ekki of mikil, svo að hún yrði að kipra augun saman, og fengi þar af leiðandi smá hrukk ur kringum augun. — Hún hafði oft legið í sólbaði, ekki vegna þess, að hún fyndi til þeirrar frumstæðu ánægju, er sólarylurinn veitir mannanna börnum, heldur vegna þess, að sólarljósið stuðlaði að því, að varðveita æskublómann. Hún hafði legið hræringar- laus á ströndinni í Biarritz og Lidoen tímunum saman — gætt þess vendilega, að sólbrenna jafnt og vel, svo hún liti sem best út um kvöldið — þjáð af þeirri hugsun, að þótt henni væri meinilla við kalt vatn, yrði hún að synda í sjónum, til þess að varðveita línur líkamans — og þótt hún væri löt og hefði megna andúð á að hreyfa sig mikið, yrði hún samt sem áð- ur að misþyrma sínum vesalings þreytta líkama með margskonar æfíngum, til þess að koma í veg fyrir, að spik safnaðist á mjaðm irnar og til þess að styrkja magavöðvana. Svo yrði hún að dvelja a. m. k. klukkustund í herbergi sínu, og maka dýrindis smyrslum framan í sig, svo að sólbrennt hörundið þornaði ekki. Og þegar menn litu svo þessa sextugu konu, hugsuðu þeir: ,,Hve þessi fimtuga kona heldur sjer vel!“ Hún lagði ekki á sig þetta erf iði til þess að krækja í elsk- huga. Það var langt síðan hún hafði máð ástina brott úr lífi síriu. Hún gerði það yegna þess að sú hugsun var henni óbæri- leg, að menn veittu henni ekki lengur athygli og dáðust að feg urð hennar. 2. Henni tókst ekki einu sinni að blekkja eiginmann sinn, þótt hún lifði í þeirri sælu trú, að hann hjeldi hana a. m. k. fimtán árum yngri, en hún í raun rjettri var. Hún hjelt það vegna þess, að hún hafði verið þrjátíu og fimm ára, þegar hún hafði hlaupist á brott með Patrick Dantry til Evrópu — og þá vissi enginn þar, hve gömul hún var. En Sir John ljet ekki blekkjast. Hann kvæntist Nancy vegna þess að honum geðjaðist vel að henni — hann hafði gaman að kvenlegum hjegóma hennar — og þá einkum og sjer í lagi vegna þess, að hann — sem var ekkjumaður, sextíu og níu ára gamall — hafði komist að raun um, að hún var einmitt eigin- kona við hans hæfi. Hann leitaði ekki lengur ást- ar, heldur skemtilegrar og fal- legrar konu, er gæti varpað yl og birtu á elliár hans og verið hæf húsfreyja á hinu stóra, myndarlega heimili hans. Hann sá, að öllum geðjaðist vel að Nancy. Hún gerði sjer engann mannamun, var alúðleg við alla, jafnt háa sem lága. — Hun vildi njóta aðdáunar allra. Hann háfði teygað af gnægta bikar ástarinnar meðan hann var ungur og hraustur. Hann hafði átt konu, er hafði alt það til brunns að bera, sem Nancy skorti. Hún hafði verið heima- kær, skilningsrík og óeigingjörn — hugsað um það eitt, að gera hann hamingjusaman, hjálpa honum til þess að brjótast á- fram, til vegs og virðingar. Hún hafði alið honum fimm börn. Nancy hafði einnig gert hann hamingjusaman — og með henni hafði hann átt nokkurn- veginn þægilega tilveru — en það var aðeins vegna þess, að Nancy hafði lært að gera karl- menn hamingjusama — með því að dekra við þá, komust þeir í gott skap, og þannig náði mað- ur tangarhaldi á þeim. Ef þeir voru hamingjusamir, elskuðu þeir menn og voru ósparir á gullhamrana. — Hann fór ekki í neinar graf götur um fortíð Nancy. Hann vissi, að hún hafði hlaupist á brqtt með Patrick Dantry — er hafði farist voveiflega nokkr- um mánuðum síðar, og hann vissi, að þótt nú væru liðin tutt ugu og fimm ár síðan, hafði hún enn mynd af Patrick hjá sjer. Hann vissi einnig, að hún hafði átt fleiri elskhuga. Hann vissi ekki hve marga. Það mátti líka einu gilda. Hann vissi, að það var langt siðan hún hætti allri ástleitni — hún hafði svalað lífsþorsta sínum fyrir löngu. Hann vissi einnig, að þrátt fyrir alt, hafði Nancy altaf ver ið hefðarkona og hversu hneykslanleg sem fortíð hennar hafði verið, hafði hún ætíð syndgað á hljedrægan og fínan hátt, svo að hún beið hvorki tjón á sálu sinni nje stöðu í þjóðfjelaginu. Hjer áður fyrr höfðu verið nokkrar sálir, sem ekki vildu heimsækja hana á heimili hennar í Wilton Cresc- fólk, sem nú var komið undir græna torfu. Styrjöldin hafði gjörbreytt hugsunarhætti fólksins, og jafn vel þeir allra íhaldssömustu gerðu ekki lengur rellu út af því, þótt einhver tæki víxlspor á vegi dyggðarinnar. Þeir, sem ennþá höfðu horn í síðu hennar vegna fortíðarinnar, gátu siglt sinn sjó fyrir honum. Nú í ell- inni, eftir langvarandi strit og stríð, reyndi hann að njóta þess eftir bestu getu, sem hann hafði þráð í æsku, en aldrei öðl ast. Hann hafði yndi af stórum, glæsilegum samkvæmum og ungu fólki, sem var dálítið ljett- úðugt — eins og hann hefði gjarnan viljað vera sjálfur, þeg ar hann var ungur. 3. Nancy sat ennþá við snyrti- borðið, þegar Sir John barði að dyrum, og gekk inn. Hann var stór maður og þrekinn, hafði djúpan, vingjarnlegan málróm og lítil greindarleg, blá augu. Hann var rjóður í kinnum, yfir bragðið hraustlegt. Hann brosti til Nancy. „Jæja, góða mín — ertu þá reiðubúin til þess að stíga á land í hinu fyrirheitna landi?“ Hún hló og gaf honum morg unkossinn — en sú athöfn fór fram með þeim hætti, að hann strauk gráu yfirskegginu laust yfir vanga hennar. En þetta var þó engan veginn lítilfjörleg at- höfn, því að hún gaf til kynna, að þau væru ennþá ánægð hvort með annað. „Hjer er símskeyti til þín. Það var að koma, rjett í þessu“. „Það er sennilega frá Hekt-. or“. Hún opnaði skeytið, las og rjetti honum síðan. Það var á þessa leið: Er því miður of veikur til þess að geta tekið á móti ykk ur við skipshlið. Hringdi til gistihússins. Savina Jerrold bíður þjer til tedrykkju. ■— Kveðjur. Hektor. Hpn leit á John og brosti. Hún hafði sagt honum frá því, að Hektor væri ekki lambið að leika við — hann skyldi ekki verða uppnæmur fyrir því, þótt hann yrði dálítið óþjáll í við- móti. Hún sagði: „Heldur er hann þurr á manninn, blessaður, en hann svaraði þó a. m. k.: „Hver er Savina Jerrold?“ „Hún er gamall fjölskylduvin ur. Jeg hefi þekt hana frá því jeg var smátelpa. Hún er virðu leg piparkerling — forrík og besta skinn“. Svo datt henni í hug, að hún hefði raunar ekki hugmynd um, hvernig Savina liti út núna. — Savina, sem Kún mundi eftir, hafði verið kát kena — mjög rómantísk, er oft hafði boðiS henni heim til sín ásamt Pat- rick Dantry, eftir að Carstairs gerðist tortrygginn og vildi ekki sjá hann á heimili þeirra. Ef Loftur getur það ekki — bá hver? LISTERINE TANNKREM mnmle Viðlegan á Felli (Kcjt'ím J/ónóion I. Myndarbýli. Fellsbærinn stendur við fellsenda. Fell það er kallað Sandfell. ÍTúnið er stórt og sljett. Kelda ein skiftir túninu í tvent. Bæjarhúsin og fjósið standa á neðra túninu. Sá hluti túnsins er kallaður Heimatún. Fjárhúsin standa á túninu ofanvert við kelduna; efri hluti þess nær upp í Sandfell. Tún þetta er kallað Húsa- tún. Beggja megin Sandfells renna ár. Önnur þeirra heitir Spræna, en hin Fossá. Margir fossar eru í Fossá, einkum ofarlega. Silungur er mikill í ánni. Hann gengur alla leið upp að Freyðanda. Freyðandi er stærsti fossinn. Fyrir ofan hann sjest silungur aldrei, en í fossinum er mikill silungur., Þar næst hann ekki, því að hvorki er hægt að draga á fossinn nje leggja net í hann. En skamt fyrir neðan Freyðanda er hylur mikill; þar er besta veiðin í ánni. Það má bæði draga á hylinn og leggja í hann net. Fyrri hluta sumars er venja að leggja net í hylinn, en þegar líður á sumar, er farið að draga á. Dalurinn, sem Fossá rennur eftir, heitir Fossárdalur. Hann er grösugur mjög, þegar fram eftir honum kemur, en heiman til eru mjóir grasgeirar og á milli þeirra breiðar sandskriður. Þar þykir vera beit góð. Langt fyrir framan Freyðanda er steinn mikill. Hann er kallaður Risi. Stendur hann einn sjer niðri á sljettri áreyri. Hægt er að komast upp á hann frá einni hlið. Risi er flatur að ofan og svo mikill um sig, að 10 menn geta setið uppi á honum. Hann er þriggja mannhæða hár. Alla leið frá Risa og fram í dalbotn er slægjuland. Þar eru grasbreiður beggja megin árinnar, neðan frá á og upp á brúnir. Þessar engjar eru bestu engjarnar á Felli. En þær eru votlendar. Langt var þangað fram eftir, og þótti mjög erfitt að heyja í dalnum. Smalinn var hálfan þriðja klukkutíma frá bænum og fram að Risa, þegar hann gekk í hægðum sínum. Kristján H. Breiðdal hefir sent „Með morgunkaffinu" eft irfarandi flugvjelavísu: Ofar skýjum lögð er leið loftin gegnum skriðið. Nýja tímans Skúla-skeið skeifnalaust er riðið. ★ Málfærslumaðurinn: (bendir með staf sínum á sakborning- inn): — Við endann á þessum staf stendur argvítugur þorp- ari. Sakborningurinn: — Við hvorn endann? ★ Skraddarinn: — Jeg geri mig ánægðan með það, að þjer til- takið einhvern ákveðinn dag, ef þjer standið þá við að greiða þennan reikning. Stúdentinn: — Já, eigum við þá að segja dómsdag, eða ef þjer kynnuð að vera upptekinn þá, getum við bara ákveðið dag inn eftir. \ ★ Prófessor: — Herrar mínir, í dag ætla jeg að hleypa ykkur út 10 mínútum fyrir tímann, Gjörið svo v^l að^ganga hljóð- lega um svo að þið vekið ekki hina nemendurnar. ★ Spurning: —- Hvað er gott við kvefi annað en Whisky? Svar: — Þú ættir að skamm- ast þín, þú átt ekki einu sinni skilið að fá kvef. ★ Tannlæknirinn: — Hefir nokkurn tíma verið gert við þessa tönn áður? Sjúklingurinn: — Nei, aldrei. Tannlæknirinn: — Það var skrítið, þegar jeg var að spóla hana, þá komu nokkur gullkorn upp með bornum. Sjúklingurinn: — Hamingjan góða, þjer hljótið að hafa spólað alla leið niður í flibbahnappinn minn. ★ Prestur einn sterkur stjórn- aði vakningarsamkomu. Tveir ungir menn voru altaf að trufla hann og gerðu gys að öllu sem hann sagði. Hann spurði þá, hversvegna þeir væru á samkomunni, fyrst þeir ljetu svona. „Við komum til þess að sjá kraftaverk“, sögðu þeir. Presturinn fór þá úr stólnum, gekk til piltanna og kastaði þeim út, hverjum af öðrum og sagði um leið: ,,Við gerum ekki kraftaverk hjer, en við getum rekið út djöfla“. ★ Sumar konur gera menn að fíflum, aðrar gera fífl að mönn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.