Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. júní 1045 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Sönn unargagnið AUMINGJA ritstjóri Alþýðublaðsins. Hann ætlaði að sanna á Morgunblaðið, að það hefði verið fylgjandi of- beldisstefnu nasismans alt þar til að Þýskaland gafst upp í styrjöldinni og nasisminn var að velli lagður. Ritstjc'ri Alþýðublaðsins fer að fletta upp í Morgun- blaðinu, til þess að leita að sönnunargögnunum. Ekki hefir leitin gengið að óskum, því að ritstjórinn hefir orðið að fara 12 ár aftur í tímann (sbr. Alþ.bl. í gær). Þar rekst hann á grein (er birtist í Mbl. 25. maí 1933) og getur þess að hún sje eftir „einn af þáverandi og nú- verandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins”. Ekki minn- ist ritstjórinn á hver höfundurinn er og er þó nafn hans undir greininni. Höfundur greinarinnar er Gísli Sveins- son sýslumaður, en ekki var hann þá þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, eins og ritstj. Alþýðublaðsins segir. í stuttri athugasemd við grein G. Sv. getur ritstjórn Mbl. þess, að grein sýslumannsins hafi verið skrifuð um það leyti, ,,er alt virtist ætla að fara út um þúfur á Al- þingi, um lausn stjórnarskrármálsins og annara aðkall- andi nauðsynjamála.” Grein G. Sv. er löng og kaflinn, sem Alþýðublaðið birtir. er slitinn út úr samhengi og setn ingar kubbaðar sundur. T. d. þar sem G. Sv. segir um hreyfingu ungra manna, er nefndu sig þjóðernissinna, að þeir sjeu „hluti af Sjálfstæðisflokknum”, var endir þeirrar setningar hjá G. Sv.: meðan þeir berjast á grundvelli laga og rjettar”. Þetta þótti ritstjóra Alþýðubl. ekki „passa í kramið” og feldi niður. Annars var grein G. Sv. mestmegnis þung árás og gagn rýni á stjórnarfar Framsóknar, fyrr og síðar. Vegna þess að ritstj. Alþýðsublaðsins hefir bersýnilega veigrað sjer við að birta nokkuð af því, sem þar var sagt um þessa gömlu og nýju samherja hans, þykir rjett að bæta hjer upp á það lítillega. G. Sv. sagði: „Hvaða Sjálfstæðismenn eru það. sem trúa Framsc'kn- armönnum, þeim er forustuna hafa haft? Eru þeir ekki allir, hver einasti og einn, sem í stjórn hafa verið af hálfu Framsóknarflokksins, staðnir að hlutdrægni, hversu sem þeim, í blindni hefir verið treyst af andstæðingum, staðn- ir að því, að skara eld að sinni köku, koma sinni eigin flokksár nægilega fyrir borð, hvað sem liði tylliboðum þeirra um samstarf og samvinnu, er þeir hafa þóst þurfa á því að halda Eru ekki dæmin áberandi öll þessi ár og enn í dag? Því að þeir, sem nú eru ráðherrarr af Eram- sóknarflokknum. eru engin alger undantekning frá þessu. Ef menn hafa í einfeldni sinni trúað því, þá eru þeir nú blektir orðnir”. — Þetta voru ummæli G. Sv. um Framsóknarmenn. — Gjarna mætti Tíminn prenta þetta upp, svo oft hefir hann í seinni tíð vitnað til G. Sv. En hvernig stendur á því, að ritstjóri Alþýðublaðsins birtir ekki hin skeleggu ummæli G. Sv. um Framsóknar- rmenn, fyrst hann á annað borð fór að birta kafla úr þess- ari 12 ára gömlu grein? G. Sv. sagði um ráðherra Framsóknarflokksins, að þeir hefðu verið „staðnir að hlutdrægni------staðnir að því að skara eld að sinni köku, korrta sinni eigin flokks- ár nægilega fyrir borð”. Skyldi ritstjóri Alþýðublaðsins í þessum orðum. G. Sv. hafa fundið skyldleika milli Fram- sóknarflokksins og síns eigin flokks? Skyldi honum hafa dottið í hug síðustu embættaveitingar dómsmálaráðherr- ans? Hveir veit. „Bölvaðar staðreyndirnar” eru stundum óþægilegar. Hvernig orðaði dómsmálaráðherrann tillögu sína, er hann bað um veitingu í bæjarfógetaembættið í Hafnar- firðif Var það ekki á þessa ieið: „Um embætti þetta, sem ekki hefir verið auglýst laust til umsóknar hefir sótt einn umsækjandi. Guðmundur í. Guðmundsson, hæstarjettar- lögmaður. og er það skoðun mín, að veita beri honum embættið”. Já; embættið var ekki auglýst. Samt fans einn umsgekj- andi! Einkennilegt fyrirbrigði. ÚR DAGLEGA LlFINU Konungurinn með t'relsisskrána. ÞAÐ ER heldur betur orðin óróleiki kringum hann Kristján okkar níunda, konunginn, sem færði okkur frelsisskrána. Sum- ir vilja fá hann á safn, aðrir eru jafnvel svo æstir, að þeir vilja henda honum út á haug; énn aðr ir vilja að hann sje fluttur til, því ekki hæfi jafn tignum bletti og stjórnarráðsblettinum að hafa þar líkneskjur danskra konunga. Hefi jeg fengið allmörg brjef um þetta efni, og virðist Krist.ján heit inn níundi nú vera ein af um- ræddustu persónum höfuðborgar hins íslenska lýðveldis, þó ekki maðurinn heídur líkneskið af honum, sem stendur þarna enn íyrir neðan Stjórnarráðshúsið og rjettir fram það skjal, sem 1874 var okkur Islendingum svo dýr- mætt, að annað dýrmætara höfð um við ekki augum litið síðan vði misstum sjálfstæði vort. Og nú segja menn: Burt með Kristj- án konung af Stjórnarráðsblett- inum, í safn, á haug, ef ekki vill betur til. • Engin vanmáttarkend. FRÁ BORGARA hefi jeg feng ið eftirfarandi brjef um þetta efni: „Fyrir hönd nokkurra kunn ingja minna vildi jeg biðja þig fyrir eftirfarandi orð: Við viljum láta flytja styttuna af Kristjáni konungi af stjórnarráðsblettin- um, og láta hana einhversstaðar í Hljómskálagarðinn t. d., eða á einhvern annan góðan stað. — Kristján Konungur sómir sjer als staðar vel og við fyllumst engri vanmóttarkend, þó við sjáum hann vera með .stjórnarskrána í útrjettri hendinni. Það ætti frek- ar að minna okkur á okkar fengna frelsi. Við viljum als ekki láta loka styttuna inni í Þjóð- minjasafni eða einhverju öðru j safni, það mætti þá alveg eins í j eitt skipti fyrir öll láta hana í safnið vestur á Granda. — Með þökk fyrir birtinguna". Tugthúsið og kúgarasetrið. ÞETTA VAR nú um konunginn Kristján, sem stendur fyrir neð- an hina fornu, dönsku tugthús- byggingu, þar sem íslensk stjórn arvöld hafa nú aðsetur sitt. Mjög er í því húsi sköpum skipt. Þar sitja nú íslenskir menn og fara með æðstu völd þjóðar sinnar, í stað þess að áður voru þar ís- lenskir fangar undir danskri gæslu. Og nú situr forseti full- valda lýðveldis að Bessastöðum, þeim stað, sem eitt sinn vakti ótta í hugum landsmanna, ef nefndur var, því þar sátu einmitt illvígustu handhafar hins erlenda valds. Og úr því að við íslend- ingar höfum verið nógu stoltir og stórmannlegir, — annað er ekki hægt að kalla það, — til þess að »fnema minjar um forna áþján með einmitt því, að setja landsins æðstu völd á þá staði, serri hún einatt var sárust, hví skyldi þá ekki einn konungur steyptur í málm, mega standa óáreittur á sínum stalli á stjórnarráðstún- inu. Jeg held bara að Hannes Haf stein myndi verða einmana, ef Kristján færi, mjer sýnist þeim koma svo prýðilega saman. • Það varð kurr í mörgum. ÞAÐ varð kurr í mörgum, þeg ar frjettist, að gera ætti Bessa- staði að ríkisstjórasetri, mjer með al annarra. Var það vegna hinna illu minninga, sem við staðinn voru tengdar. En síðan hefi jeg, — og sjálfsagt margir fleiri, tek- ið álit mitt á þessu máli til gagn- gerðrar endurskoðunar. Staður- j inn er sögulegur, að vísu á hinn J lakari veg, en með tímanum verð ur frægð hans auðvitað á hinn veginn, þegar setið hafa þar marg ir ágætir íslenskir þjóðhöfðingj- ar. Og varla er nokkur hlutur til, sem betur er fallinn til þess að afmá minningar um forna áþján, en að reisa tákn hins fengna frels is einmitt á stöðunum, þar sem kúgunarvaldið áður sat. Ekkert er greinilegra merki um sigurinn sem vanst í frelsisbarátttunni, en ]>að, að „þar sem áður blöktu danskar svipur yfir nöktum is- lenskum búkum“ (Jeg bið Lax- ness afsökunar, ef jeg fer ekki al veg rjett með) skuli nú blakta þjóðhöfðingjafáni vors sjálfstæða lands. • En til eru aðrir staðir. EN ÞAÐ er ekki nóg, að illar minningar sjeu sigraðar á svo glæsilegan hátt, hins verður líka að gæta, að þeir staðir, þar sem frelsisneista þjóðarinnar var hald ið lifandi gegnum hinar löngu og dimmu aldir, falli ekki í rúst og verði aiþjóð til minkunar. Einn er sá staður hjer á landi, sem mjög illa er komin. Á jeg þar við hið forna biskupssetur, Skálholt. Jeg held það fari hrollur um hvern góðan Islending, sem þang að kemur, við að sjá, hvernig þar er umhorfs nú. Að hugsa sjer t.d. að á mestu niðurlægingartímum þjóðarinnar stóð þar kirkja, sem hefir áreiðanlega verið það mikið hús, að sú, sem þar stendur nú, hefði getað staðið inni í henni. — Það verður að taka þetta mál til skjótrar og gagngerðrar athugun ar. íslendinga má ekki hrylla við að sjá Skálholt. Þar verða að koma byggingar, sem staðnum hæfa. Allir geta enn með stolti litið heim að Hólum, og einhverj ir verða að taka sig fram um það, að menn þurfi ekki lengur með kinnroða að fara burt, eftir að hafa litast um á hinu biskupsetr- inu, Skálholti í Biskupstungum. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI I Er Adoii Hitler enn á iíii! ENN ræða heimsblöðin ákaf- lega mikið um afdrif Adolfs Hitlers. Það nýjasta, sem fr^m hefir komið í málinu, birtist í Time þann 28. þ. m. og er á þessa leið: Flokkur rússneskra leynilög- reglumanna ljet þá skoðun í ljós í síðastliðinni viku, að væri Adolf Hitler látinn, þá hefði hann ekki dáið í Kanslarahölíinni. Foringi þeirra var miðaldra maður, bláeygur, majór að tign, varaformaður öryggislögreglu Staiins sjálfs. Hann heitir Ivan Níkitne. Þeir reyndu að gera að hætti leynilögreglumanna grein fyrir síðustu dögum Hitlers í Berlín. Við hliðina á bókaskáp í einkaherbergi Hitlers í hinni stórskemdu Kanslarahöll, fundu þeir steinhellu þunna, sem var hreyfanleg. Að baki hennar var op, sem maður gat vel komist í gegnum og lá stigi þaðan niður í kjallaraherbergi eitt, afar ramm gert, langt niðri í jörðunni og 500 metra frá einkaherberginu. Frá skýlinu lágu járnbrautartein ar eftir jarðgöngum. — Matar- leyfar í kjallaraherberginu gáfu í skyn, að sex til tólf manns hrfðu hafst þar við, alt fram til 9. maí, friðardagsins eða jáfnvel degi Jengur. ★ Þcgar Þjóðverjar, sem sagt höíðu. frá andláti Hitlers, voru yfirheyrðir, þá breyttu þeir stöð- ugt framburði sínum, urðu tví- saga og bar ekki saman, og að lok um viðurkendu þeir, að engisn hefði sjeð foringjann deyja. Að lokum bar persónulegur lífvörð- ur Hitlers, S. S.-sveitarforingi, að hann hefði síðast sjeð Hitler þann 27. apríl í einkaherbergi hans í Kanslarahöllinni. Þar sat þá ritari Hitlers, hin ljóshærða Eva Braun og var að skrifa, en Hitler sat á legubekk. Hann spurði lífvörðinn um mann fallið utan Kanslarahallarinnar, en þar voru bardagar þá harðir. Síðan tók hann að tala og yfir- gnæfði rödd hans orustugnýinn: ★ , „MEÐAN jeg lifi“, sagði Adolf Hitler (efnislega að minsta kosti) verða engir árekstrar milli Rúss- lands, Ameríku og Englands. Þeir eru allir á einu máli um það, að ganga af mjer dauðum. En ef jeg er dauður, geta þeir ekki haldið einingu sinni lengur, þá hlýtur þeim að lenda saman. En þegar sá dagur kemur, verð jeg að vera lifandi, til þess að hafa forystu þýsku þjóðarinnar, til þess að leiða hana til lokasigurs. Þjóð- verjar geta einungis átt von á bjartari framtíð, ef allur heimur inn heldur að jeg sje dauður . .“. ★ Hitler þagnaði og verðinum v'ar skipað að fara. Um leið og hann fór, komu Heinrich Himler og Martin Bormann inn. Síðar særðist lífvörðurinn og var tek- inn höndum. — I skuggalegum göngunum, sem lágu út í leyni- byrgið, fundu lögreglumennirnir rússnesku hálfbrunnið brjef. Var hægt að sjá, að kvenmaður hefði skrifað það. Bað sú, sem skrifaði, foreldra sína að bera ekki á- hyggjur út af framtíð hennar, þótt þau frjettu ekki af henni um langan tíma. Sovjet-rannsóknar- mennirnir halda, að Eva Braun hafi ritað þetta brjef.... (Þetta er auðvitað næsta skemtileg leynilögreglusaga, en hitt aftur á móti ólíklegt, að Hitler hafi farið að halda ræðu fyrir ritara sínum og lífverði tveim einum). Yesfmannaeyingar gefa í landssöfnun Veslmannaeyjum i gær. Frá frjettarilara vorum. Á bæjarsljórnarfundi þriðju- daginn 29. maí var samþvkl að gefa 10 þúsund krónur i skyndi fjársöfnun ríkisstjórnarinnar til styrktár bágslöddu fólki i Dan- mörku og Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.