Morgunblaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ íslensk tónlist á lista- mannaþingi Húsmæðraskóla Reykjavíkur sagi upp í gær ^ Tvö kvöld listamannavikunn ©• voru helguð íslenskri tónlist. Tyrri hljómleikarnir voru fraldnir í Tjarnarbíó, og gafst t'iustendum þar kostur á að "ttynnast nýjum tónverkum, eömdum fyrir strokhljóðfæri og píanó, eftir Hallgrím Helga- con, Karl O. Runólfsson, Helga jPálsson og Jón Nordal. Undirritaður gengur þess .okki dulinn, að fjöldi áheyr- •enda varð fyrir nokkrum von- fcrigðum á hljómleikum þessum. Jíefir hann jafnvel haft tal af eönghneigðum mönnum, sem töldu efni þeirra fremur reikn- tingsdæmi í tónum en listaverk. Slík afstaða er skiljanleg, ftegar eftirfarandi atriða er igætt: 1. Stefna su, sem ofan- igreind tónskáld taka í verkum siLium, er mjög frábrugðin tón- Jístarvenjum, sem hjer á landi hafa verið ríkjandi frá seinni jbíutá 19. aldar og fram á síðasta áratug. 2. Sumt af efni slíkra hljóm- leika hlýtur að vera fremur vís ir en ávöxtur — fremur tilraun _«en fcoðskapur. 3. Reynsla tónskáldanna í }>ví að semja lög fyrir hljóðfæri oím (Instrumental-musik) hefir verið af skornum skamti hjer á landi. 4. Ný verðmæti á vettvangi listarinnar heimta, hvað sem •stefnu þeirra líður, nokkurn tíma til meltingar, ef svo mætti að orði komast. Hjer er ekki rúm til að lýsa •jtium einkennum hinnar nýju fitefnu — og þeim hættum, sem -af henni kunna að stafa. Fjör- •egg hennar er forn-íslenska þjóðlagið. Var það að þessu íánni hin óbreytta uppistaða lagaflokks fyrir strengjasveit •eftir Hallgrím Helgason. Hall- grítnur er landsmönnum kunn- ur sem rithöfundur, fyrirlesari og gagnrýnandi. Ber tónverk jpetta mentun hans glögt vitni. jfím hljómrænu öfl ráða hjá hon um yfir hinum lagrænu, en Jtlutvérk hrynjandinn^r er hverfandi. Sumum mun þykja evipur þess heldur þungbúinn og hlýjuvana, og vekur slíkt íurðu hjá jafn ungum manni og JEíaligrímur ei. Ekki skal full- yct, hvort hjer er um skap- tgerðareinkenni að ræða eða um •urnabundið fyrirbrigði í ævi- tferli hins ötula tónskálds. Forn-íslenska þjóðlagið gæg- _íst einnig fram í þrem lögum _rfyrir fiðlu og píanó (,,Systur í «Grarðshomi“) og tveim dönsum ^d’yrir hljómsveit eftir hinn 18 ára gamla Jón Nordal. í verk- un'. hans er hrynjandi laglínunn -ar aðal-orkugjafinn. Má telja /þau nokkuð einhliða í sniði (ABA-form), en merkilega þroskuð — einkum þáttinn ,,Signý“ úr „Systur í Garðs- Jborni“ og annan dansinn (í dor- iskum hætti); minnir blær hans _-í dráttfáa og dráttsterka trje- sikurðarmynd, sem áhorfandinn ifetur seint losnað við. .’ HELGI PÁLSSON átti á þess um hljómleikum athyglisverð- ari sírengjakvartett, samin sem ntef með tilbrigðum og fugu. (Á hinni prentuðu efniskrá hafði, því miður, láðst að geta nánar um byggingu hans). Hið yfirlætislausa en alvöruþrungna stef birtist í fjölbreytilegum myndum; víða ber enn á valda- streitu kirkjutóntegundanna fornu og dúr-mollríkisins seinni tíma — og fullmikið á hermi- röddum (Imitation), en yfir öllu verkinu hvílir sjerkennileg heið ríkja, sem hefir holl áhrif á hlustandann. Væri gaman að kynnast fleiri verkum þessa höf undar. KARL O. RUNÓLFSSON er eflaust reyndastur hinna yngri tónskálda okkar. Hin skapmikla sónata hans fyrir fiðlu og píanó ber vott mikillar vandvirkni. — Trítónus-spennt stef geislar í gegnum alla þætti hennar, unz það tekur á sig sitt fyrsta gerfi í lokakafla síðasta þáttar. Skap ast þannig, þrátt fyrir eirðar- leysi sjálfs stefsins, sú innri heild, sem mun hafa vakað fyr- ir höfundinum. Undirrituðum þykir hann reyndar ganga helst til langt í trítónus-dýrkun sinni; en það er ekki eins dæmi, að maður verði ,,skotinn“ í sinni eigin hugmynd — og ást spyr ekki að rökum. BJÖRN ÓLAFSSON og ÁRNI KRISTJÁNSSON ljeku sónöt- una og „Systur í Garðshorni11 með kostgæfni, og var hið fyrra þó engann veginn „hægðarleik- ur“. Strengjakvartett Tónlistar- skólans flutti kvartett Helga Pálssonar, en strengjasveit Tón listarfjelagsins Ijek, með aðstoð Jóhanns Tryggvasonar, laga- flokk Hallgríms Helgasonar og dansana eftir Jón Nordal undir stjórn dr. Urbantschitsch. -— Hefði frammistaða hinnar síð- ari gjarnan mátt þiggja hluta af aga þeim, er sjerkennir leik fjórmenninganna. Seinni hljómleikar Lista- mannaþingsins fóru fram í Dóm kirkjunni. Efnisskrá þeirra var sundurleit að gæðum, en hún átti að gefa nokkur sýnishorff íslenskrar kirkjutónlistár. Flutt voru verk fyrir orgel og söngv- ar með orgelundirleik eftir Björgvin Guðmundsson, Hall- grím Helgason, Jón leifs, Pál Isólfsson og Sigurð Þórðarson. Lagið „Mamma“ eftir Sigurð Þórðarson hefir þegar hlotið vinsældir hjá almenningi, og verður það ekki gagnrýnt hjer. Hin snyrtilega partíta Björg- vins Guðmundssonar talar mál stærri og smærri spámanna 18. aldarinnar, og er mönnum því ekki vorkunn að hlusta á hana. Hallgrímur Helgason, Jón Leifs og Páll ísólfsson gera sjer lífið ljett. Kirkjulög Jóns Leifs við sálma Hallgríms Pjeturssonar munu með því besta og sannasta sem þessi mikli forvígismaður þjóðlegrar tónlistar hefir samið og á Pjetur Á. Jónsson söngvari þakkir skildar fyrir hina inni- legu túlkun þeirra. Chaconne Páls Isólfssonar (um stef úr „Þorlákstíðum11), er unnin með öllum brögðum orgelsnillingsins og koma mörg hinna gagnhugsuðu hljómbrigða hlustendum gleðilega á óvart. Höfundurinn sjálfur sat við org Framh. á bl£ 8, HÚSMÆÐRASKÓLA Revkja- víkur var sagt upp í gær. Forstöðukona skólans, frú Hulda Stefánsdóttir, hjelt ræðu við það tækifæri, þar sem hún m. a. gerði grein fyrir starf- semi skólans á þessu ári. Námsmeyjar í heimavistar^ deild voru 33, en 6 þeirra urðu að gista utan skólans. I heim- angöngudeild var 51, en 80—90 á kvöldnámskeiðum. Forstöðukonan gat þess. að hún yrði þess vör, að fólk gerði nokkuð miklar kröfur til henn- ar, að hún gæti sjeð þeim fyrir skólavist er þess óskuðu. En umsóknirnar væru svo langtum fleiri, en hægt væri að taka á móti. I fyrrahaust hefðu t. d. legið fyrir 300 umsóknir. Þá var auglýst að endurnýja þyrfti umsóknirnar fyrir þær náms- meyjar, er ekki komust að i það sinn. En nú eru umsóknir íyrir heimavistardeild 100 fyr- ir næsta vetur 90 fyrir vetur- inn 1946—47, 61 fyrir vetur- inn 1947—48, 30 fyrir veturinn 1948—49. 20 fyrir veturinn ’49 —50 og nokkrr.r umsóknir fvrir næstu tvö ár,/l950—52. Síðan mintist forstöðukonan á ánægjulegt samstarf nem- enda og kennara skólans og hve hin nýafstaðna handavinnusýn- ing skólans hefði borið vott um mikla ástundun nemendanna, og góðan árangur af kenslunni. Formaður skólanefndarinnar frvi Ragnhildur Pjetursdóttir, ávarpaði nemendur skólans. — Hún þakkaði þeim fyrir góða frammistöðu og beindi til þeirra nokkrum velvöldum hvatning- ar orðum. Sölur togaranna í s.1. viku Samkv-æmt upplýsingum, er blaðið hefir aflað hjá Fjelagi íslenskra botnvörpuskipaeig- anda, hafa þessir 10 botnvörp- ungar selt afla sinn í Englandi í s. 1. viku. Vörður seldi 202 smál. fyrir 11.995 sterlingspund Helgafell 180 smál. fyrir 10.666. íslendingur 107 smál. fyrir 6.322, Baldur 191 smál. fyrir 11.251. Ólafur Bjarnason 111 smál. fyrir 6.1000, Forseti 205 smál. fyrir 11.544, Júní 180 smál. fyrir 10.750, Gylfi 200 smál. fyrir 10.853, Skallagrímur 218 smál. fyrir 12.170 og Kópa- nes 159 smál., fyrir 8.862. Gengi pundsins er- nú skráð krónur 26.22. Þýsksinnuðum mönn- um vikið frá í Belgíu. London í gærkvöldi. ÚTVARPIÐ í Brússel skýrir frá því, að innanríkisráðherra Belgíu, Adolphe van Glabbeke, hafi vikið úr embætti um 500 háttsettum embættismönnum, sem höfðu átt samvinnu við Þjóðverja. Meðal þesgara manna voru margir háttsettir embætt- ismenn, borgarstjórar, lögreglu stjórar o. fl. — Reuter. Fimtudagur 14. júní 1945, Vöruskifta- jöfnuðurinn hagstæður VÖRUSKIFTAJÖFNUÐUR- INN í maímánuði var hagstæð- ur um 7,0 milj. kr. Nam verð- mæti innfluttrar vöru 26,8 milj., en verðmæti útfluttrar 33,8 milj. kr. Vöruskiftajöfn- uðurinn á tímabilinu jan.-maí þessa árs, er einnig hagstæður. Verðmæti innfluttrar vöru nem ur 106.1 milj. og útfluttrar vöru 123,7 milj. kr. Er því vöruskifta jöfnuðurinn hagstæður um 17,6 miij. kr. á þessu tímabili. Á tímabilinu jan.-maí 1944, var vöruskiftajöfnuðurinn einn ig hagstæður. Verðmæti inn- fluttrar vöru nam 96,6 milj kr. og útfluttrar 98.8. Því hagstæð- ur um 2,2 milj. kr. 3604 amerískir hermenn fórust í herflufningum Washington í gærkvöldi. FLOTAMÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hefir birt skýrslu um manntjón Banda- ríkjamanna í herflutningum á sjó. 3604 hermenn fórust í árás um á herflutningaskip í stríð- inu við Þjóðverja og ítali. Af hverjum tíu þúsund hermönn- um, sem fluttir voru á skipum til Evrópu, fórust fjórir. Manntjónið er tiltölulega lít- ið, og er það þakkað því, hve dugandi skipafylgdin var, og jafnframt kunnáttu skyttnanna á skipunum. Mesta manntjónið varð, þeg- ar breska herflutningaskipinu ,,Rohna“ var sökt í nóvember 1943 út af Djidelli í Algier. — Mesta manntjón, sem varð við það, að amerísku skipi var sökt, varð, þegar herflutningaskipinu „Paul Hamilton“ var sökt við Algier 30. apríl 1944. Þá fórust 504 liðsforingjar og óbreyttir hermenn. — Reuter. Lindbergh í París. London í gærkvöldi. PARÍSARÚTVARPIÐ skýrði frá því í dag, að Charles Lind- bergh, sem verið hefir í borg- aralegri þjónustu í Þýskalandi, sje kominn til París. Lindbergh rannsakaði „Jet“-flugvjelarnar svonefndu, meðan hann dvald- ist í Þýskalandi, en nú er hann ráðunautur fjelagsins „United Aaircraft Corporation“. — Reuter. Ný stjórn í Noregi mynduð í vifeu- lofein! Frá norska blaða- fulltrúanum. FYRIR HÁDEGI s.l. þriðju- dag vár haldinn ríkisráðsfund- ur í norsku konungshöllinni, sá. fyrsti, sem þar hefir verið hald. inn síðan 9. apríl 1940. Á þess- um ríkisráðsfundi afhenti Ny- gaardsvold forsætisráðherra konungi lausnarbeiðni, sem all- ir ráðherrarnir höfðu ritað und ir. Samkvæmt venju fór kon- ungur þess á leit við stjórnina, að hún gegndi störfum, þar til er ný stjórn hefði verið mynd- uð. Konungur mun eiga viðræð- ur við leiðtoga stjórnmálaflokk anna og mótspyrnuhreyfingar- innar og leita álits þeirra um myndun nýrrar stjórnar. Búist er við, að hægt verði að mynda nýja stjórn í lok þcss- arar viku, en Stórþingið kemur saman í dag, 14. júní. Á þessum sama ríkisráðs- fundi var ákveðið, -að kosning- ar til Stórþingsins skyldu fara fram 8. október n.k. og bæjar- og sveitarstjórnarkosningar 19. nóv. n.k. Fiskimálaráðherra Breta þakfear sjó- mönnum á skipum (Þann 19. maí s.l. birtist í breska blaðinu „Fish Trades Gazette“ eftirfarandi þakkará- varp til sjómanna, sem stundað hafa íiskiveiðarnar á stríðsárun um): „NÚ, ÞEGAR styrjöldinni í Evrópu er lokið, langar mig til þess að senda öllum, sem stund ,að hafa fiskiveiðar á sjónum, fyllstu þakkir og mestu viður- kenningu fyrir erfiði ykkar og fórnir síðustu fimm og hálft ár- in. Þegar stríðið braust út, þurfti breski flotinn óhjákvæmilega að taka til sinna nota megin hlut ann af skipum og togurum —- og þau, sem best voru. — Þrátt fyrir þetta og andspænis öllum ógnum óvinarins, þrátt fyrir mikið manntjón, þá hafið þið fært til breskra hafna birgðar af fiski handa bresku þjóðinni, að magni til meiri heldur en flestir nokkru sinni bjuggust við, að mögulegt mundi verða, — Vel gert!“ | Hin hagkvæma og fullkomna ■> f Lloyd’s- w f ferðatrygging <4> I fæst með bestu fáanlegum kjörum hjá oss. i Carl D.Tulinius&Co.h.f. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.