Morgunblaðið - 17.06.1945, Page 4
4
M0RGUNBLAÐI6
Sunniidagur 17. júní 1945.
\
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Vafltýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjetlaritstjóri: ívar Guðmundsson.
p.t. Jens Benediktsson,
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla.
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 10 00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
/nf i ■ /■ 7* • /• *
Seytjanai jum
SEYTJÁNDI JÚNÍ. Þjóðhátíðadagur íslendinga. Fyrsti
ársaímælisdagur hins nýja íslenska lýðveldis. Þetta er
mikill hátíðisdagur.
Það er ástæða til að staldra ögn við — og þakka. Þakka
fyrst og fremst forsjóninni fyrir dásamlega handleiðslu
þjóðarinnar, meðan hún var að stíga hið örlagaríka skref
í sjálfstæðismálinu. Þakka vinaþjóðunum voldugu, sem
stóðu með íslensku þjóðinni og studdu hana á úrslita-
stundinni. Þakka Alþingi, sem á elleftu stundu bar gæfu
til að fella niður langvarandi ágreining og tók höndum
saman um lausn málsins. Þakka íslensku þjóðinni allri
— og hverjum einstakling — sem hlýddi svo drengilega
kalli við þjó'ðaratkvæðagreiðsluna, að slíks munu engin
dæmi í lýðfrjálsu landi.
Alt þetta ber íslensku þjóðinni að þakka.
★
í þessu ljósi skilst mönnum þá enn betur, hve hrapallega
þjóðin hefði brugðist skyldu sinni — og þá fyrst og fremst
Alþingi — ef áfram hefði verið haldið þeim stjórnmála-
glundroða, sem ríkti fyrir stofnun lýðveldisins, og látið
undir höfuð leggjast að mynda þingræðisstjórn í land-
inu,
Þetta skilst máske enn betur, ef menn gera sjer grein
fyrir, hvernig umhorfs hefði verrð hjer á landi nú, ef
þetta hefði ekki verið gert. Sennilegt er, að þá hefði
Alþingi neyðst til að afgreiða fyrstu fjárlög lýðveldisins
með miljóna-tuga tekjuhalla, og að hjer hefði þá, ein-
mitt þegar aðalframleiðslutími þjóðarinnar hófst — í
byrjun vertíðar — hafist stórfeldari vinnudeilur og verk-
föll en dæmi voru til áður, sem að sjálfsögðu hlutu að
leiða til stórminkandi framleiðslu, til óbætanlegs tjóns
fyrir þjóðina í heild. Hitt má og telja — ekki aðeins
líklegt — heldur alveg fullvíst, að jafnframt hefði tekist
mjög miklu miður um sölu framleiðslunnar en raun ber
vitni um.
Hið óbætanlega tjón. sem af þessu öllu liefði leitt,
hefði þó ef til vill orðið svipur hjá sjón, miðað við þá
höfuðskömm, sem slíkt framferði hefði orðið á fyrsta
órsafmæli lýðveldisins og þá álitshnekki, sem það hefði
bakað íslendingum í augum annara þjóða.
Einnig þessu hefir verið afstýrt. Og í stað þess er hafin
stórfeld sókn á öllum sviðum þjóðlífsins. Hún var hafin
með samstarfi þriggja stjóldnmálaflokka á síðastliðnu
hausti.
★
íslenciingar hafa því vissulega fylstu ástæðu til að
fagna fyrsta arsalmæii lyöveldisins, með þakklæti til
allra, er unnu aö enaurheimt frelsisins. Einnig með þakk-
læti til allra hinna, er nú hafa sameinað kraftana til að
tryggja hið unga lýðveldi og framtíð fólksins í landinu.
En hinu má þá heidur ekki gleyma, að enn eru að verki
öfl í þjóðfjelaginu, sem reyna af öllum mætti að rjúfa
þá einingu, sem tekist hefir að ná. Og það má þjóðin vita,
að ekkert er auðveldara en að gera að engu það björg-
unarstarf, sem hafið var á síðastliðnu hausti.
Takist sundrungaröflunum að koma ár sinni þannig
fyrir borð, að stjórnarsamstarfið rofni, en flokkadrættir
og stjettatogstreita fái aftur að skipa. öndvegið, þá verður
ekki bvgt upp í bráð í okkar þjóðf jelagi, heldur rifið niður.
★
Að síðustu má minna alla sanna íslendinga á þetta:
Frændþjóðir okkar tvær, á Norðurlöndum, Danir og
Norðmenn, sem harðast voru leiknar á styrjaldarárunum,
telja það nú meiri nauðsvn en flest eða alt annað, að
stjórnmálaflokkarnir taki höndum saman og vinni sam-
eiginlega og í bróðerni að viðreisn landanna.
Ef þetta er svo, að þetta sje höfuðnauðsyn fyrir þesgar
þjóðir, myndi þá ekki sama mega segja um okkar fámennu
þjóð? __ ; ? ‘ffs
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hátíð í landi.
í DAG minnast íslendingar ein
hvers mesta viðburðar í sögu
sinni, atburðar, sem gerðist fyr-
ir ári. Og það verður skemtilegt,
ef þessi minningarhátíð um lýð-
veldisstofnunina sýnir eindrægni
þjóðarinnar jafnvel, og þún kom
í ljós þann 17. júní fyrir ári síð
an. Þessi hátíð þarf altaf að vera
einingarhátíð þjóðarinnar, þá
fyrst nær hún takmarki sínu.
Hátíðahöldin í fyrra báru vott
um menningu, virðingu og lotn-
ingu. Það verða þau eins að gera
nú. Á þessi hátíðahöld má eng-
inn blettur nokkru sinni falla.
Víðsvegar um landið mun í dag
hins fengna frelsis minnst, allir
sem það geta, minnast þess, eins
og ríkisstjórnin hefir mælst til.
Og ef allir leggast á eitt í dag, get
ur þessi dagur gert okkur miklu
styrkari og samstiltari sem þjóð,
en við erum hversdaglega. — Og
það eiga einmitt þessi hátíðahöld
að gera.
í dag minnumst við þess, sem
•gerðist fyrir einu ári síðan. Við
eigum margar .góðar minningar
um þann dag, og þá daga. 18. júní
voru hátíðahöld svo glæsileg hjer
í Reykjavík, að erfitt er að finna
slíks dæmi í sögu landsins. Megi
þau, sem haldin eru í dag, bera
svip af þeim.
Erlent fordæmi.
Z. SKRIFAR: „Fyrir 40 árum
dvaldi jeg í erlendum bæ, hafði
þar atvinnu. Jeg hafði IV2 klukku
stund til miðdegisverðar. Hagaði
svo til að jeg bjó eigi all-langt
frá fögrurri trjágöngum, sem lágu
út úr bænum. Þar sem jeg hafði
svo góðan tíma, ]»á gekk jeg oft
þarna út í góðu veðri og tyllti
mjer á bekk. Þarna upp frá göt-
unni til hægri handar, er gengið
var út úr bænum, var all-stórt
svæði autt kringum barnaskóla
einn. Vegur lá þaðan niður á göt-
una. Stórt hlið var á girðingunni
umhverfis skólann, við götuna.
Nú hittist svo á, að um sama leyti
og jeg gekk framhjá þessum
skóla, þá voru börnin að fara úr
skólanurra heim til sín. Er mjer
enn í minni, hve skipulega alt fór
þar fram.
Áður en börnin gengu út, skip
uðu tveir kennarar sjer sinn
hvoru megin við dyrnar. Börnin
gengu út tvö og tvö saman, dreng
irnir hneygðu sig, en telpur
kvöddu með knjebeygingu. Þeg-
ar að hliðinu kom, stóðu þar einn
ig tveir kennarar, og börnin
kvöddu á sama hátt og svo gengu
þau hljóðlega hvert í áttina heim
til sín.
Laglega má sjá í dagblöðunum
umgvartanir út af ósiðsemi barna
hjer í bæ, og til þess er full á-
stæða. Én hver er orsökin? Vilja
ekki foreldrar og kennarar taka
þetta alvarlega mál til sjerstak-
legrar íhugunar. Hvar sjest hjer
á landi hin 40 ára gamla mynd,
sem jeg var að reyna að bregða
upp af skólabörnunum?“
•
Og nú er Hallgerður
mætt.
JEG HELD BARA, að alt fólk
ið úr Njálu sje að ganga aftur.
Um daginn skrifaði Gunnar
Lambason mjer, og nú hefi jeg
fengið brjef frá sjálfri Hallgerði
langbrók. Það er, sem vera ber,
skrifað með fínni, kvenlegri
hendi, en ekki er alveg lapst við
að stafirnir sjeu svolítið líkir rún-
um. — Hún skrifar: „Kæri Víkar!
Jeg vildi mega þakka vini mín-
um Gunnari Lambasyni fyrir pist
il hans um Njálumyndirnar. Jeg
verð að segja það, að svo illa sem
mjer líka öll mannvíg, sem að á-
liti höfundar Njálu voru mín sök,
Hkar mjer þó ennþá ver, að
skreytendur Njálu hafa rænt mig
skarti mínu. Er þá ekkert eftir
af hinni stórættuðu og glæsilegu
•Hallgerði, sem lagði hvern höfð-
ingsmanninn af öðrum fyrir fæt-
ur sjer? Ekki mannkostunum, því
höfundur Njálu leggur mjer fátt
eða ekkert gott til. Nú hafa þess-
ir nýju skreytendur gert mig að
ferlegri skessu. Mynd sú, er
Njáluhöfundur dregur upp af
mjer, er fögur, en vond, eins og
stjúpurnar voru í æfintýrunum.
Nú hafa hinir nýju skreytendur
hnýtt mjer aftan í ótemju.
Þó að sú kynslóð, er nú treður
jörð vora, hafi svo brenglaðan
fegurðarsmekk, að hún sýni rang
hverfu hvers hlutar, sem tilveran
hefir skapað, þá er það von mín
og ósk, að komandi kynslóðir for
dæmi slíkan öfuguggahátt".
•
Hvað er eftir af
mælskunni?
„SKRÍTINN KARL“ skrifar: —
Jeg sje nú orðið ekki auglýsta
svo skemmtun, þar sem á að
halda ræður, að ekki sje þar tek-
ið fram, að ræðurnar verði ó-
Sköp stúttar. Það á víst að vera
svo þær þreyti ekki fólkið. — En
til þess að þreyta fólkið, þurfa
ræður nauðsynlega að vera hund
leiðinlegar. Jeg er nú kannske
svo, að mjer finnst allt betra í
mínu ungdæmi, en margar heyrði
jeg þá skínandi góðar ræður, og
voru ýmsar þeirra bara þó nokk-
uð langar. Svo bætist hitt við, að
á síðustu árum hefi jeg heyrt
langar ræður, og stuttar ræður
líkai sem hafa verið alveg ó-
hemju leiðinlegar. Er íslending-
um að hraka svona í mælskulist-
inni, eða hvað. Kannske einhver
fari að ræða um þetta mál, ef þjer
birtið þessar ómerkilegu línur
mínar.“
Á ALÞJÓÐA VETTVANGI
UM sambúð þjóðanna skrifar
„TIME“ þann 11. þ.m. á þessa
leið meðal annars: „TRUMAN
forseti var órólegur vegna sam-
búðarinnar við Rússa. Harry Hop
kins, sem var í Moskva, sagði að
komist hefði verið að því, að Stal
in væri líka áhyggjufullur. Stal
in hafði gengið mjög langt til
samvinnu við auðvaldsríkin, það
sem byggt var upp í Yalta og
Dumbarton Oaks, var ekki hægt
að yfirgefa skyndilega. Rúss-
neska þjóðin kærði sig vissulega
ekki urn að eiga von á þriðju
heimsstyrjöldinni. Maxim Litvi-
nov, sem er forsprakki þeirra
kommúnista, sem trúa á samstarf
við lýðræðissinnaðar auðvalds-
þjóðir, var dreginn fram úr
gleymskunni og sat veitslu með
Hopkins í Moskva.
En hin;r opinberu rússnesku
talsmenn voru veikustu vitnin.
Molotov hafði sagt árið 1939: —
„Það strið, sem nú stendur mun
leggja grundvöllinn að öðru blóð
ugu stríði, sem verður háð um
heim allan. . . Leiðtogar auðvalds
ríkjanna svíkja allan fjöldann,
þegar þeir segja, að markmið
stríðins sje verndun lýðræðis-
ins“. — Nú prjedikaði hann sam
starf. Fulltrúi Ukrainumanna á
ráðstefnunni í San Francisco,
Dimitry Z. Manuilsky hafði sagt
1939: „Það skal ekki standa
steihn yfir steini í hinum bölvaða
auðvaldsheimi“, Nú tók hann und
ir örð Joseph Grew aðstoðarráð-
herra um það, að engin deilumál
grundvallarlegs eðlis væru milli
Bandaríkjanna og Ráðstjórnar-
ríkjanna.
Rússneski hershöfðinginn Kar-
atov var spurður að því í Kaup-
mannahöfn, hvenær rússnesfeu
hersveitirnar færu frá Borgundar
hólmi. Hann sagði: „Hernámið
verður nákvæmlega jafnlangt
þar, og Stalin, Truman og Churc-
hill ákveða“.
Hjer í Bandaríkjunum spunn-
ust deilur milli þeirra, sem
hjeldu að „um gagngerðan stefnu !
mun“ væri að ræða. í New York
sagði eirin af ritstjórunum við
„The Nation“ upp starfi sínu,
vegna þess að honum fanst stefna
ritsins of mikið Rússum í hag.
Kommúnistaflokkarnir erlend-
is voru í deilum innbyrðis, sem
spáðu illu um samstarfsvonirnar.
Jaques Dulcos, ritari franska
kommúnistaflokksins, skammaði
Earl Browder (amerískan kom-
múnista) fyrir það að vera að
mæla með samvinnu við lýðræð-
issinnað auðvald. Núna í vikunni
játaði miðstjórn kommúnista-
flokks Bandaríkjanna á sig
„tækifærissinnaða villu“ og vís-
aði á bug þeirri „tálvon", að sam-
starfið, sem verið hafði á ófriðar
árunum, gæti haldist áfram.
Dagstofuskápar
Skápar í herraherbergi, bókahiliur
og eídhússtólar
fyrirliggjandi.
Einnig klæðaskápar á næstunni.
Húsgagnavinnustofan
INNB8J
VatnsstígþS (bakhús).
Lítið í búðarglugga Marteins Einarssona I
<6>
Laugaveg 31. I
AUGLÍSING EK GULIij IGILDI
f