Morgunblaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 1
16 síður 82. ftrsranfrur. 134. tbl. — Þriðjudagnr 19, júní 1945. TRafoldorprentsmiðja h f. STÓRGLÆSILEG HÁTÍÐAHÖLD Á ÁRSAFMÆLI LÝÐVELDISINS Heillaskeyti I tilefni af þjóð- hátíðardeginum Frá ríkisstjórninni. HÁKON 7. Noregskonungur sendi forseta íslands þetta heillaóskaskeyti 17. júní: ,.í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslands, sendi jeg yður, herra forseti, og íslensku þjóðinni, kveðju mína og bestu óskir Is- landi til handa“. Frá de Gaulle hershöfðnigja f'orseta bráðabirgðastjórnar franska lýðveldisins, barst þetta skeyti: „Á þessum þjóðhátíðardegi ís lands færi jeg yður, herra for- seti, einlægustu óskir mínar og frönsku þjóðarinnar um vel- gengni hins forna og nýja lýð- veldis í norðurvegi“. Forsætisráðherra Islands barst þetta skeyti frá forsætis- ráðherra Noregs: „Fyrir hönd norsku þjóðarinn ar sendi jeg yður hjartanlegustu hamingjuóskir á þjóðhátíðar- degi íslands. Jeg er þess full- viss, að þau vináttubönd, sem ætíð hafa tengt frændþjóðir okk ar, muni styrkjast enn frekar nú, þegar íslendingar hafa heimt fult sjálfstæði og Norð- menn njóta aftur frelsis eftir fimm ára grimmdar-áþján“. Forsætisráðherra sendi herra Nygaardsvold þakkarskeyti um hæl. Heiilðóskir fií :s- lenskra sfúdenta Í’ANN 17. júní bárust Stúd- entaráði Iláskólans kveðjur og herllaóskir frá* Norðurlönd- um. Krá sambandi sænskra stúdenta barst eftirfarándi skevti: —: Samband sænskra, stúdenta sendir bestu kveð.jur og heillaóskir í tilefni 17. júní, Sigvard Yolontis, Lyberg Traneus. jþá seridi stjórn stúdenta-: ráðsins við Háskófann í Hels- ingfors þetta skeyti: —- Stjórn stúdentará ðsin við Ilá- skólann í Helsingfors sendir IijeV rneð stúdentunr fimtu nor- raóm bræðraþjóðarinnar sínar h.jartanlegustu kveðjur í til- efni 17. júní. Kalevi Toivonen, Vietor Procope. Stúdentafáð hefir þakkað jiessar vinsamlegu kveðjur. ÞEGAR BÆJARBUAR vöknuðu á sunnudagsmorg- uninn, munu margir hafa hugsað setn svo, að enn ætti að ausa lvðveldið íslenska vatni á heiðursdegi þess. H'rnininn var þungbúirin og rigningin þjett. Um hádeg- isbilið fór að rofa til. Nokkr ar glufur birtust í skýja- þykninu, og sólargeislarnir gægðust í gegn, en feimnir voru þeir fram undir kvöld- ið, en þá var himininn orð- inn þvínær skafheiðríkur, og sólin baðaði alt í geislum sínum. Yfirleitt má segja, að veðrið hafi verið hið á- kjósanlegasta, meðan Reyk- víkingar hjeldu upp á árs- afmæli lýðveldisins. Guð og bæjarbúar hjálp- uðust til að gera þjóðhátíð- ina hjer sem ánægjulegasta. Guð lagði til góða veðrið, en mannfólkið „stemning- una“. Hver maður var í sól- skinsskapi, jafnvel lítil börn, sem höfðu týnt for- eldrum sínum. Það var auðsjeð, að þetta var þjóðhátíð, en ekki há- tíðahöld einstakrar stjettar eða fjelaga. Þetta var hátíð ríkra sem fátækra, smárra og stórra. Sjaldan hefir jafn mikill mannfjöldi sjest hjer saman kominn og á íþrótta- vellinum og í Hljómskála- garðinum á sunnudaginn. Fáni blakti á hverri stöng 1 bænum. Litlu börnin báru litla fána og marglitar blöðr ur. Þau settu sannarlega sinn svip á hátíðahöldin. Þá spilltu heldur ekki hvítu kollarnir stúdentanna, sem voru að útskrifast þennan dag. Og eins er vert að geta: Vín sást varla á nokkrum manni, og engin drvkkju- læti spilltu „stemningunni“. Hátíðahöldin voru bæjarbú um til mikils sóma, og há- tíðarnefndin á miklar þakk- ir skildar fyrir vel unnið starf. Nú skal reynt að skýra frá því að nokkru, hvað fram fór hjer í Revkjavík á sunnu | daginn. Hátiöahöldin hefjast. Hátíðahöldin hófust á því, að fánar voru dregnir að hún kl. 8 um morguninn. Kl. 13.30 hófst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurgeir Sigurðs son prjedikaði. Við Austurvöll. Að guðsþjónustunni lokinni gekk forseti íslands í fylgd með forsætisráðherra að styttu Jóns Sigurðssonar og lagði blómsveig við fótstall hennar. Á borða, Dagurinn varð Reyk- víkingum til mikils sóma Forseti íslands og forsætisráðherra ganga frá Alþingishúsi. Jþróttafulltrúi ber blómsveiginn. (Ljósm.: Halldór Arnórsson). sem við blómsveiginn var fest- ur, stóð: .,Frá íslensku þjóð- inni“. Síðan ljek Lúðrasveit Reykjavikur þjóðsönginn. Að þessari athöfn lokinni fluttu Ólafur Thors forsætisráð herra og Bjarni Benediktsson borgarstjóri snjallar ræður af svölum Alþingishússins. Borgarstjóri gat þess að sjer hefði borist kveðja frá forsetum bæjarstjórnar í Oslo. Vöktu báð ar ræðurnar óskipta athygli manna fjær og nær. Var þeim útvarpað sem öðru, er fram fór hjer í Reykjavík á þjóðhátíð þessari. Lúðrasveitin ljek öðru hvoru. A Iþróttavellinum. Er borgarstjóri hafði lokið máli sínu, höfðu skátar og íþróttamenn safnast saman und ir fánum við Austurvöll. Þaðan var síðan gengið fylktu liði suð ur Suðurgötu og ljek Lúðrasveit in í broddi fylkingar. Stað- næmst var við kirkjugarðinn og blómsveigur lagður á gröf Jóns Sigurðssonar. Hjelt fylkingin síðan áfram suður á íþróttavöll. Á íþróttavellinum hafði safn- ast saman geysilegur mann- fjöldi. Er það mál manna, að þar hafi aldrei áður annars eins ara grúi verið samankominn. — Á framhlið vallarins var komið fyrir tveimur ísl. fánum. Ann- aysvegar við þá voru fánar Dan merkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Færeyja og hins vegar Bretlands, Frakklands, Bandaríkjanna og Rússlands. Forseti íslands var viðstadd- ur mótið, en útbúin hafði verið sjerstök forsetastúka. — Þá voru þar einnig forsætisráð- herra, borgarstjóri, biskupinn yfir íslandi, sendiherrar er- lendra ríkja og ýmsir aðrir hátt settir menn. *• - - f -a r ■ » Er forsetinn var kominn í stúkuna, gengu íþróttamenn og i skátar inn á völlinn og heilsuðu með fánum sínum, er þeir gengu framhjá forsetastúkunni. — Var | þátttaka í skrúðgöngunni mjög ' mikil. Skátar gengu fyrstir. Þá var borinn fáni ÍSI og svo komu fylkingar íþróttafjelaganna und ir fjelagsfánum sínum. Voru það IR, Umf.R., KR og Ármann. Kl. rúml. 3.15 setti forseti ÍSÍ, Ben. G. Waage, mótið með snjallri ræðu. Bauð hann for- seta Islands sjerstaklega velkom inn og þakkaði honum fyrir þann heiður, sem hann sýndi íþróttamönnum og íþróttunum ; með nærveru sinni. Að setning- aræðunni lokinni hófst fim- leikasýning stúlkna úr Ármanni undir stjórn Jóns Þorsteinsson- ar. Tókst sýningin vel. Vöktu jafnvægisæfingarnar á hárri slá | Framh. á 2. síðu Lýðveldishátíð í Höfn EFTIR að próf. Jón Helga- son hafði flutt ræðu sína við húsið Östervoldgade 12 í gær, var minningartaílan afhjúpuð. Á henni stendur: „JÓN SIG- URÐSSON ÁTTI HJER HEIMA FRÁ HAUSTINU 1852 OG DÓ HJER 1879. ÓSKABARN ÍS- LANDS, SÓMI ÞESS, SVERÐ OG SKJÖLDUR“. 300 manns tóku þátt í íslend ingamóti síðari hluta dags. Dr. Magnús Sigurðsson setti sam- komuna og stjórnaði henni, var forseta íslands sent skeyti. Dr. Matthías Jónasson mælti fyrir minni íslands, en Guðmundur Arnlaugsson fyrir iriinni Dan- merkur. Frú Mimi Elias Knud- sen söng íslenska söngva. Arn- fjörð ijek á slaghörpu, að lok- um var kórsöngur. — Norska stjórnin fyrirskipaði að fánar væru alment dregnir að stöng í tilefni af þjóðhátíðardegi ís- lands. Baldur Bjarnason magist er sagði frá sögulegum grund- velli þjóðhátíðardagsins í sænska útvarpmu, þættinum „Dagens Ekko“. íslenskur söng flokkur söng síðan þjóðsönginn. — Páll Jónsson. Pólverjar fyrir herrjetti í Moskva London í gærkveldi: HINIR 16 Pólverjar, sem: Rússar handtóku fyrir nokkru, og niiklar frcgnir iiafa verið af, voru lciudi i' fyrir licrrjett í Moskva í.dag. Var Jjeiin get'- ið að sök, að hafa skipulagt ofheldissveitir að baki rauða ,hersins, haft-uppi áróður .gegn. I Rússum og' stofn<j.ð pólskan , ieyniher í samráði við ]>ólsku stjórnina í London. Ennfrem- ur eru Jieir sakaðirum að hafa haft í frammi margskonar skemdarstarfsemi og reyiit aðí útbreiða J>á skoðun, að Ev- rópu stafaði mikil hætta ai Rússum, og Rretar vrðu að Jierjast gcgn þeim. Allir Pólverjarnir nerna o.íthl jjátuðu á sig citthvað af sök- I unum, sem á þá ,voru imrnar. j Foorsprakki þeirra er Okid- zek hershöfðingi. — Hann krafðist þess að vitni væru jleidd, en kvað flesta þá pólsku liðsforingja, sem liorið gætu vitni, vera í fangeisum hjá Rússum. — Rjettarhöldunum var frestað. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.