Morgunblaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1945, Blaðsíða 6
6 M 0 Ii G UNBLAÐTÐ Þriöjudagur 19. júní 1945. Ferð þingeysku bændanna Laugardagsmorguninn var i veðrið 1 Mj'rdalnum svo ynd- islegt sem óska mátti, logn og ■ blíða. Menn fóru snemma á | fætur og drifu að úr öllum áttum, út úr skólahúsinu, þar j sem svefnpokarnir höfðu verið j breiddir út á gólfin, út úr íjöld ( unum á grundinni fyrir xram- an skólann og húsfreyjurnar komu út úr húsunum í Vík, þar sem þær höfðu allar notið góðrar hvíldar bjá fjölskyld- unum þar. Bar þeim ölium srm an um að alt hefði verið gert sem unt var til að sem best i færi um þær og elstu menn- ina. Tilkynti Sigurjón Kjartans- son kaupíjelagsstjóri að enginn af ferðafóíkinu mætti gera upp j fyrir morgunkaffi nje nætur- greiða, því það myndi Kaupfje- lag Skaftfellinga gera. Kom þar íram hin gamla skaftfellska 'rausn og gestrisni. Menn dreifðu sjer um V'k- ina, gengu upp á bakkana, skoð uðu hina fögru kirkju, sem stendur hátt og fallega uppi yfir bygoinni, gengu út á sand- 1 inn, sem er nú óðum að gróa upp., til mikillar prýði fyrir Víkina og yfir öllu kvakaði fýllinn, sem ýmist sat innan um hvannstóðið í Reynisfjalli, eða sveif í þúsundatali yfir því. Þegar allir höfðu fengið morg unkaffið, söfnuðust menn sam- an fyrir framan skólahúsið til að kveðjast. Voru menn nú end urhresstir og áttu SkaftfeJl- ingar og Þingeyingar þar góða stund saman, töliiðu margir af beggja hálfu, en Gísli Sveins- ^ soti stjórnaði ræðuhöldum með gletni og skörungsskap. Er sýsl an og íbúar hennar var form- | lega kvödd, gekk allur fjöldi Þingeyinganna upp að Jæknis- bústaðnum á Suður-Víkurtúni að heilsa upp á læknishjónin, | Harald Jónsson og frú Maríu, en þau voru lengi á Breiða-1 mýri í Aðaldal -við góðar vin- : sældir. Var þá haldið af stað, 1 hinn mikli leiðangur sneri nú við í vestur, á leiðina heim. ' Var almenn ánægja yfir að ferðaáætlunin hafði verið lögð um þennan vestasta hluta! Skaftafellssýslu, Mýrdalinn. Bílalestin rann upp og niður hinar bröttu og kröppu beygj- I ur vegarins í giljum og skorn- ingum án þess að nokkurt ó- happ vildi til og var það vel af sjer vikið af bílstjórunum, en að líkindum hafði enginn þeirra farið þennan veg áður. Ætlunin hafði verið að fara með hópinn út á Dyrhólaey, en nú er Dyrhólaósinn uppi og ieiðir því blautar svo að kunn- ugir töldu hana ófæra. Var því haldið rakleitt að Skógafossi og dvalið þar á annan klukku- tíma. Voru víst flestir á einu rnáli, að þar væri prúðasti foss landsins. Veður var hið besta, en þó ekki sólskin. Var nú grip- ið til nestisins sem fólkið hafði með að heiman og mátti þar bragða margar tegundir hinna gömiu þjóðlegu matartegunda. Er aliir. voru mettir, var ekið í vestur, við ágæta sýn til hinna tignarlegu fjallshlíða Eyjafjallasveitanna, en í hafinu syntu Vestmannaevj ar í blárri móðu. Mýrdals-, Eyjafialla- og Tindafjalla-jöklar tóku ofan ..kýjahattana fyrir þingeysku bændunum og gamla konan Hekla sýndi sig einnig í allri sinni dýið. Að Hellu á Rangárvöllum var komið kl. 2.30 og sest að mat- boiðum hjá Búnaðarsambandi Súðvulands. í Rangæinga^jald- búðinni frá 1930 og veitinga- skáia kaupfjelagsins Þórs. Kom þar í Ijós að þrjá bíla vantaði aftan af lestinni og sló nokkurn óhug á í bili, sími var ekki op- inn fyr en kl. 4.00, að hægt var að tala austur með fjalli. Er símasamband náðist kom í ljós að bílarnir voru svo að segja á næstu grösum og alt í lagi aftur, og orsökin var að ekki hafði tekist að koma einum þeirra í gang frá Skógafossi. Orsakaði þetta klukkustund- ar töf fyrir leiðangurinn. Veð- ur fór nú óðum versnandi er vestar kom, fyrst mold og sand- rok, en svo regn. Þrátt fyrir það notuðu margir tækifærið og skoðuðu hina merkilegu hellira á Ægissíðu, sem gerðir eru af manna höndum og sumir telja að sjeu frá því fyrir land- námstíð og verk hinna fornu Papa, sem stukku burt þegar forfeður okkar komu hingað. ,,Því að þeir vildu eigi vera hjer við heiðna menn, og ljetu eftir bækur írskar og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja að þeir voru mer.n írskir“. Er þar Þingeyskar húsfreyjur á Þessa mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins á Þingvöllum j fyrradag. Sjást á henni bær þingeysku konur, er fylgdu bænd- um sínum í hina velheppnuðu ltynnisferð hingað suður. um órannsakaðan kapítula að ræða í forsögu íslands. Þótti þeim er í hellrana gengu, mikið til þeirra koma. Við Hellu hafði Björn sýslu- maður Rangæinga orð fyrir þeim og voru Rangæingar kvaddir bar. en síðan brunaði lestin áfram vestur. V ar ætl- unin að koma við í Hveragerði og á Reykjum 1 Ölfusi, skoða náttúrufyrirbrigðin þar, hina miklu hveri, gróðurhús og garð yrkjuskóla o. fl. Allmikil töf er að því íyrir jafn fjölmenn- an leiðangur og hjer var á ferð að þurfa að ganga í smáhópum yfir brýr á Þjórsá og Ölfusá. Veðrið fór hríðversnandi rjett eins og hefði það verið pantað til að sýna Þingeyingum að Suðurland væri ekki eintómt sólskin. Við Ölfusárbrú var kom ið slagviðri og ákvað fararstjóri því að halda ,,suður“ til Reýkja víkur án viðkomu í Hveragerði til þess að forða fólki frá blevtu og hrakningum. Var svo farið yfir Ölfusið svo að segja án þess að sjá það, og um hina dýrðlegu útsýn að kvöldi frá Kambabrún fjekk ferðafólkið enga hugmynd. Eina bótin var að nú var komið þeim mun fyr til Reykja víkur, þar sem Reykvíkingar þeir, sem ættaðir eru úr Þing- eyjarsýslu, biðu sinna gömlu sýslunga og hjá þeim hafa þingeysku bændurnir og konur þeirra hlotið góðan fagnað. R. Á. Flunkenslubók á íslensku — FYRTR nokkru »íð i. k m út fyrsta flugkenshxbók á ís- lensku, LærSu að fljúga. Höf- Undur bókarinnar er Frank A. Swoffer, er breskur flug- kennari, sem hafði að liaki sjer lengri reynslu sem flug- kennari, en flestir aðrir, er hann skrifaði bók þessa. Ilafði banu meðal annars starfað að flugkennslu hjá breska flug- hernum. Helgi Valtýsson þýddi gókina á íslensku, en formála í'itar Agnar Kofoed Ilansen, fyrverandi f 1 u gm álaráðunaut- ur ríkisins, og lýkur honum með þessum orðum: „Landið okkar er framtíð- arland einkaflugsins, það verð. um við að gera okkur Ijóst. I’eir sem nú aka í einkabifreið um um landið þvert og endi- iangt á holóttum og meistara-. lega bugðóttum vegum, munu í framtíðinni, og ef til vill í múög náinni framtíð, kljúfa í eigin einkaflugvjel og skjót- ast stað úr stað svipað því e getur í ævinfýrinu, „Þúsund og ein nóttý. * Leggið grundvöllinn í dag, kaupið og lesið bókina „Lærðu að fljúga“ og látið síðan æv- intýrið verða að veruleika, strax og yfirstandi ófriði lýk- ur og landið okkar verður aft- ur frjálst,“. Þessi fyrsta flugkenslubók á íslensku er 126 bls, í alJstóru broti, prýdd miklum fjölda rnynda til skýringar efninu ög vönduð að öllum frágangi, Út- gefandi cr Arni Bjarnarson, Akureyri. Emil Rokstad sjötugur stunda á heimili þeirra hjóna, þar sem gestrisnin hefir gefið heimilinu sjerstakan blæ. Þar hefir hið norska og íslenska verið bundið í fagra eining. Það er einlæg ósk mín, að Rokstad og kona hans megi enn um mörg ár búa við hamingju og að Rokstad megi halda marga afmælisdaga í íslenskri vorbirtu. Bj. J. I Norður-Noregi fæddist fyr ir 70 árum sveinn einn, er snemma rjeði yfir áræðnum kjarki. Útþráin var honum í blóð borin. Oft hafði hann heyrt um þá Norðmenn, sem fóru úr landi hjeldu í vestur átt og festu yndi á íslandi. Hann hafði frjett, að land þetta væri fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar. Hvernig væri að leita til þessa lands og sjá þetta með eigin augum, vera í ílokki þeirra, fara að eins og feðurnir frægu og frjálsræðis- hetjurnar góðu, sem komu aust an um hyldýpis haf hingað í sælunnar reit“. Hugsunin varð að fram- kvæmd. Þeir fylgdust hingað, Rokstad og Bernharð Petersen, og eru hjer báðir enn. Rokstad sá. að landið er fag- urt og frítt. Hjer reisti hann sjer bú og hefir fest hjer yndi, svo að hann hefir verið fleiri ár æfinnar á Islandi en í Noregi. Einlægur vinur Islands, og hef- ir aldrei gleymt Noregi. — Það var honum mikil gjöf, rjett fyr ir afmælið að geta dregið fána við hún og fagnað frelsi Noregs. Hjer í bæ hefir Rokstad lengi starfað og sjeð bæði sól og ský, þekt gleði starfsins og einnig kannast við erfiðleikana. — En atlaf brosandi, reifur og glaður. Altaf hugrakkur og ætíð sagt: ,,Ei skal æðrast“. Hann heíir oft haft yfir orð Jónasar Hall- grímssonar: Hirílininn heiður og blár, hafið er skínandi bjart. — Hann hefir haft opið auga fyrir íegurð og tign íslands. Því má heldur ekki gleyma, að hann hefir getað sagt með þjóðskáld- inu: „Fiskar vaka þar í öllum ám“. Við árnar og veiðivötnin hefir Rokstad unað sjer marg- ar stundir og kunnað vel að halda á stönginni, enda fengið margan laxinn og silunginn. Mörg verkefni hefir Rokstad fengist við um æfina, og ávalt gengið að störfum með hugrekki og dáð. Hann er ekki maður hverflyndur, eitt í gær og ann- að í dag, en viljafastur og ein- beittur og tryggðartröll hið mesta, falslaus vinur vina sinna. Þar sem Rokstad er, má finna þá vináttu og kynnast þeirri trygð, sem er á bjargi byggð. Rokstad hefir átt því láni að fagna að eiga inndælt heimili, í sambúð við ágæta konu sína, frú Jóhönnu Rokstad. Minnast margir vinir þeirra ánægjulegra Landsfundurinn Framh. af bls. 5. Var fundi slitið um kl. 10 um kvolaið. | Sameiginlegí borðhald. Voru nú sett upp borð í hin- um stóra sal Valhallar og í i tveim næstu sölum. Hófst nú | sameiginlegt borðhald og var | kl. um 11 um kvöídið, er sest [ var að borðum. Var talið, að fast að 300 manns hafi setið að borðum. Margar ræður voru fluttar yf ir borðum og tóku þessir til máls: Sigvaldi Indriðasórí (er einnig kvað nokkrar vísur), Jón Guðmundsson, 'Brúsastöð- um, Ólafur Thors, Benedikt Gíslason, frú Guðrún Jónasson, Jóhann Eyjólfsson frá Braut- arholti og Þorsteinn Þorsteins- son syslumaður. Jóhann Eyjólfsson mun hafa verið aldursforseti á Landsfund inum; hann er hálfníræður. En það varð ekki heyrt á ræðu hans, að ellimörk væru á hon- um. Vakti ræðan aðdáun manna, svo vel var hún hugsuð og flutt. Er leið á borðhaldið, sleit Ólafur Thors Landsfundinum, þakkaði ágæta fundarsókn, ein ingu og samhug fundarins og árnaði fulltrúum góðrar heim- komu. Jóhann Hafstein þakkaði gestgjafanum í Valhöll og þjón ustufólki ágæta framreiðslu. Að síðustu söng Pjetur Jóns- son óperusöngvari nokkur lög. Einnig söng Lárus Ingólfsson nokkrar gamanvísur. Var báð- um tekið með miklum fögnuði. Mun kl. hafa verið nál. I !•> um nóttina, er staðið var upp frá borðum. Hjeldu þá fund- armenn heimleiðis og má full- vrða að þeir hafi farið með góðar endurminningar frá fund inum. Kennaraskólinn fær ióð í Skóla- Bæjarráð samþykti á fundi sínum í gær, að ætla lóð undir kennaraskóla og æfingaskóla í sambandi við hann á Skóla- vörðuholtinu, vestan Baróns- [ stígs, og norðan Eiríksgötu, : norður af lóð fyrirhugaðrar ' gagnfræðaskólabyggingar. Lá [ íyrir bæjarráði brjef frá kenn- [ araskólastjóranum, þar sem [ falast var eftir þessum stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.