Morgunblaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 1
8 síður og Lesbók •2. &rsranpur. 145. tbl. — SunnndagTir 1. júlí 1945. tsafo],darpr«ntsmiðja h í. Gíslí Sveinsson forseti Sameinaðs Alþingis: Alþingi íslendinga endurreist. Ráðgjaíar- þing varð löggjafarþing ÞENNA DAG fyrir rjett- um hundrað árum, eða hinn 1. júlí 1845, korn saman í Reykjavík, í hinum nýja há- tíðasal Latínuskólans, tii fyrsta fundar hið „endur- reista“ Alþingi, sem boðað hafði verið með tilskipan 8. mars 1843. Þessa merka at- burðar í stjórnmálasögu ís- lendinga hefði þing og þjóö mátt minnast á þessum txma. mótum rækilegar en tök eru nú á, af ýmsum ástæðum, þyí að m. a. gekk Jón Sig- urðsson þá í fyrsta skifti inn í íslenskan þingsal. — Um þetta verða hjer sögð aðeins fáein orð og mætti síðar gera því efni betri skii, ef tækifæi'i. byðist. Heyrst hefir það, að ein- hverjir kynnu því ekki sem best að tala um 1000 ára Al- þingi (930—1930) og þó minnast „endurreisnar“ þess á öldinni, sem leið (1843 —-45), en fram hjá söguleg- um staðreyndum verður ekki gengið. Alþingi var „lagt niður“ árið 1800 (með konungsúrskurði 6. júní), enda var það þá orð- ið svipur hjá sjón, frá því sem áður var. En hins vegar má með rjettu kalia þetta þing sílifandi, þótt það sofn- aði um rúmlega 40 ára bil, og að minsta kosti reis það upp aftur með öllum minn- ingum sínum og dafnaði síð- an með hægð til fulls þroska. Ef til vill hefir þessi hvíld verið holl. „Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“. Endurreisn Alþingis varð urreisnar í stjórnmálalífi KONUNGSBOÐ var uppi- staðan í öllum opinberum framkvæmdum þeirra tíma, þar sem einveldi ríkti. ís- lendingar voru þá — eins og reyndar hefir oftar borið við á örlagastundum í stjórn- málum þeirra — að ýmsu leyti mjög heppnir. Góður maður og frjálslyndur að flestra dómi varð konungur í Danmörku 1839, Kristján hinn áttundi. Til þess að kunna að meta rjett allt slíkt, þurfa menn að sjálf- sögðu að kannast við háttu þeiri’a tíma, er hjer um ræð- ir, og er íslendingum slíkt ætlanda. — í hinum merka konungsúrskurði fi'á 20. maí 1840 • segir meðal annai's {þýð. í Nýjum fjelagsritum I h að hinir tilkvöddxx nefnd armenn, sem falið var að at- huga ,,Alþingismálið“, eig'i i ao „ráðgast um, hvort ekki ; muni vel til fallið að setja | ráðgjafarþing á íslandi, er í : skuli koma svo margir menn, er hæfa þykii', þeirra er landsmenn hafa sjálfir til kjörið, auk nokkurra þeirra manna, er mestar hafa þar s' slur“ -fyrir hönd konungs. Átti þar allt að fara fr-am eins og á öðrum fulltrúa- þingum. „En •— segir —• einkum eiga þeir vel að því að hygoia. hvort ekki sje rjettast að nefna fulltrúa- bingið Alþingi og eiga það á Þingvelli, eins og Alþingi hið foxna. og laga eftir þessu hinu forna þingi svo mikið sem verða má“. Nú var Jón Sigurðs- s o n, búsettur í Kaup- mannahöfn, að verða pott- ur og panna *alls undirbún- ins með íslendingum sjálf- um, - til viðurtöku þessai'a mikilvæm starfa, sem full- trúaþingið átti og hlaut að hafa með höndum til nyt- semdar landi og lýð, eins og til var ætlastæf konungi. Og svo var nú komið með þjóð- inni, að hugsa þurfti fvi'ir hana og kanna hvert mál frá uophafi, einkanlega öll stjórnarmálefni, sem fæstir þekktu nokkuð til nema af jafsÐurn. Þá er það sem Ný jfjelagsiát hefja göngu sína í ihöndum Jóns Sigurðssonar, og þarf ekki að rekja þá sögu hjer. Tck hann nú fyrir hvert málsatriðið af öðru, kannaði þau gaumgæfilega og ski'ifaði um ritgerðir, efnismiklar og lærdómsrílc- ar, svo að fram úr skaraði öllu, sem áður hafði sjest á, íslenska tungu ritað um slxk efni. Enda fór þar sam- an í efni máls staðgóð þekk- ing, íhvgli og samviskusemi í meðferð, og hin þyngstu viðfangsefni rædd á lát- , lausu og alþýðlegu máli. Var og Jón Sigurðsson hjer að leggia grundvöllinn að æfi- starfi sínu í riti og ræðu um íslensk rjetinda- og sjálf- stæðismál, sem síðan færð- ist mjög í auka og varð að lokum', eins og kunnugt er, sígilt Qg' entist öllum bar- i áttumönnum íslenskum til úrslita. Gísli Sveinsson. Hið fyrsta ráðgjafai’þing á íslaxidi kom nú saman, eins og til hafði verið stofn- að, í Reykjavík (en ekki á Þingvelli) h. 1. júlí 1845. Var tekinn upp þráðurinn, er legið hafði niðri árabil, og þinghaldið nefnt Alþingi. Vei’ður með öllu sleppt að lýsa hjer þingi þessu og skipan þess, með því að fyi'ir því mun verða gerð rækileg grein af öðrum í Lesbókinni í dag. En hjer mun vikið nokkuð að ,,eftirköstunum“, ef svo mætti nefna það, sem á vanst og af leiddi þessum atburðum í stjórnmálaþi’ó- un með þjóðinni. Það má telja upp einn tug mála, er fram komu eða til umræðu voru á þessu þingi, og þótt afgreiðsla þeirra í heild yrði ekki veigamikil í bráð —- enda allt aðeins „ráð gefandi“ (þ. e. stjórn og kon ungi), sem á þinginu gerðist —, urðu þau þó svo að segja hvert um sig mikils vísir. Rætt var nokkuð um þing- sköp (hvort fundir skylau vera í heyranda hljóði), um Alþingi og kjör þess, og um gildi löggjafar. Til alvar- legrar meðferðar voru tek- in fjárhagsmál, skólamál, vex’slunarmál (verslunar- frelsi), sveitarstjórnarmál; talað um læknaskipan og um hag presta. Flest og mest var í þessum efnum frá full- trúunum (þingmönnunum) sjálfum komið, og sýndi það áþi’eifanlega, að hjer hafði verið sagt: S e s a iti — opn- ast þú! Þetta var leiðin, að upphaf end- þjóðarinnar koma saman í landinu sjálfu, til þess að ráða ráð- um um landsins gagn og nauðsynjar. Meðal margra góðra og gegnra drengja varð nú bert, að einn var að- alleiðtoginn, sem varð eins og sjálfkjörinn þá og síðar, meðan lifði og len-gur þó: Jón Sigurðsson. í Alþingisritgerð sinni í 1. árg. Nýrra fjelagsrita segir J. S., að þingstofnun þessi eigi (meðal margs annars) að vekja þjóðaranda Islend- inga og skýrir það í almenn- um hugleiðingum. Þetta vai’ð hvei'ju ox’ði sannara. Eins og vitað er, var Al- þingi ráðgjafarsamkunda, en eigi löggjafar á þessu tímabili, því að einveldi kon- ungs hjelst enn í þeim lönd- um, er honum lutu. Af því ljet konungur (Friðrik sjö- undi) þó í Danmörku árið 1849, eins og kunnugt er, þegax; stjórnarskrá var þar sett 5. júní („Grundvallar- lög“), en hjer á landi eigi fyrr en 1874, er Kristján ní- undi afsalaði sjer einveldi með stjórnarskránni (5. jan.) og á komst þingbundin konungsstjórn, þ. e. löggjaf ai'valdið fjell til Alþingis með konungi, í þeim málum, sem liin svo nefndu „stöðu- lög“ fi’á 2. jan. 1871 ákvörð- uðu sem „sjermár* íslands. Allt það, sem á vanst fram að þessu — svo ekki sje lengra rakið fram —, var að siálfsögðu því að þakka, að „þing“ var komið í landið, enda þótt ,,vald“ þess væri lítið. Um þetta verður nú eigi lengur deilt, þótt aðferð in í ,,stjórnarbótum“ væri lengstum öðru vísi en for- vstumenn íslendinga kvsu og stundum í hreinni and- stöðu við það, sem rjettur bjóðarinnar benti til. En líka sögu gátu fleiri þjóðir sagt, er voi'u að losna und- an aldakúgun og oki einveld is. Þróunin gekk þó í rjetta átt. Og minnisstæður má ís- lendingum alltaf vera ein- mitt á þessu tímabili sá ör- lagaríki fjörkippur, sem þióðflmdiirinn 1851 olli í öllu þjóðlífinu og að mest- um heillum varð í frelsis- baráttu landsins upp frá því. Þingin á árabilinu 1845— 1874, ráðgjafarþingin, urðu íslendingum ágætur skólí í meðferð landsmála, þótt haldin væru aðeins arrnað hvei't ár. Öllum þeim málefnum, er hið fyrsta þing (1845) hreyfði, þokaði áfram til nokkurra. úrslita á þingum eftir það, þótt langan tíma tæki, að surn þeii’ra kæmust í viðunandi horf. En eftir að löggjafarvaldið var einnig fengið, varð þó niðurstaðan eðlilega sú, að landsmenn og Alþingi gátu mestu um þetta ráðið í heild, þótt sumt tefðist um skör fram vegna synjunar hins erlenda kon- ungsvald. En hvílíkur mun- ur frá fyrri tímum, er flest mátti heita í kalda koli! Varla nokkur óbæld þjóð- málahugsun til í landinu. Menn kvöi'tuðu mest hver út af fyrir sig, ljetu í besta falli hugsanir sínar í ljós í einkabrjefum. Samfundir og samvinna um framfaramál þektist ekki. Nú var allt í einu komin „önnur öld“, viðhorf í öllum málum allt annað. Þjóðin var að komast í dagsljósið úr veldi myrkr- anna. Mannsæmandi líf var fram undan, með vonum sín- um og baráttu, eins og bera ber. Sannarlega er vert að minnast þessa og meta það. ,,Af ávöxtunum skuluð þjer þekkja þá“. Menn geta nú á tímum ef til vill freistast til þess að telja sjer og öðrum trú um, ef eigi hafa kvnt sjer hin sögulegu gögn, að það sem út kom í „tilskipunum“ (þ. e. lagaboðum) á þeSsum tíma, hafi verið að mestu eða öllu undan rifjum runn- ið stjórnarinnar í Danmörku og konungs, þar eð Alþingi var þess eigi umkomið að setja lög, íxeldur varð að gera tillögur sínar í málum í vfirlýsingu vilja og óska, þ. e. með bænarskrám, eins og það hjet. En það er nú öðru nær en að svo hafi ver- ið í revnd, því að mikið af því, sem „lögieitt“ var (og var æði margbreytilegt), var beinn eða óbeinn árang- ur af meðferð mála á ráð- gjafarþingunum öll árin til Pranihaid á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.