Morgunblaðið - 01.07.1945, Side 4

Morgunblaðið - 01.07.1945, Side 4
4 MOROUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 1. júlí 1945. Útg-: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarni.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœtj 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands. kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. A L Þ I N C I í DAG, 1. júlí, eru hundrað ár liðin frá því að hið end- urreista Alþingi kom saman fyrsta sinni hjer í Revkjavík. En tilskipunin um hið „endurreista“ Alþingi var gefin út tveim árum É*ður, eða 8. mars 1843. Drátturinn, sem á því varð að þingið kæmi saman, eftir að tilskipunin var gefin út, stafaði af því, að margskonar undirbún- ingur þurfti fram að fara, áður en gengið yrði til kosn- inga. ir Endurreisn Alþingis markaði merkileg tímamót í sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Hún var ávöxtur langrar og þrautseigrar baráttu bestu sona þjóðar vorrar. Það var engin tilviljun, að forvígismenn frelsisbaráttu íslendinga á fyrri hluta nítjándu aldar lögðu höfuð áherslu á að fá Alþingi stefnt saman á ný. Þeim var ljófet, að yrði þessu marki náð, myndi þjóðin öðlast nýjan kraft. Þeir vissu, að með Alþingi myndu opnast möguleikar til nýrra sigra, nýrra dáða. ★ Leiðtogar frelsisbaráttunnar vissu vel hvað þeir voru að fara, er þeir kröfðust að fá Alþingi endurreist. Og þeir lágu heldur ekki á liði sínu. Strax á fyrsta þinginu höfðu þeir meðferðis frá þjóð- inni stærðar bunka af „bænarskrám“, en þetta var aðferð þeirra tíma, til þess að fá rjettindi fólkinu til handa. í „bænarskránum“ bað þjóðin um margskonar umbætur. Meðal annars bað hún um rýmkun kosningarjettar og kjörgengis. Og hún bað um verslunarfrelsi. Auðvitað var þetta ávöxtur mikils og óeigingjarns starfs foringjanna ótrauðu, sem aldrei ljetu bugast. Þeir hjeldu svo baráttunni áfram á Alþingi. Lögðu fram „bæn- arskrár“ og bentu á óskir þjóðarinnar. Gatan varð þó engan veginn greið. Oft varð að safna sömu „bænarskrám“ ár eftir ár, áður en nokkur árangur náðist. En aldrei gáfust leiðtogarnir upp. Og sigrarnir komu smám saman. Sumir stórir. Aðrir smærri. En allir færðu þeir þjóðinni umbætur á ýmsum sviðum. Þessari hvíldarlausu baráttu var svo haldið áfram á Alþingi, undir forystu bestu manna á hverjum tíma. Leiðarmörkin, sem sagan varðveitir, bera ó'ræk vitni hinnar þrautseigu frelsisbaráttu: 1874 kom sjálf stjórn- arskráin, — 1903 er æðsta umboðsstjórnin flutt heim, — 1918 fær þjóðin viðurkent fullveldið og 1944 er lýðveldið stofnað. ★ Sú kynslóð, sem nú lifir og starfar í þessu landi, verður að þekkja út í æsar sögu frelsisbaráttu þjóðar sinnar. Hún mun þá komast að raun um, að þótt oft hafi leiðin verið torsótt og langir aðdragandar að sigrunum, var baráttan ekki til einskis háð. Hins er þá einnig holt að minnast, að eftir að Alþingi var endurreist, fyrir rjettum hundrað árum, hafði það jafnan forystuna í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Alveg sjerstaklega ber að minna á þetta nú — á þessum merku tímamótum í sögu Alþingis — vegna þess að í seinni tíð er það orðinn fastur vani sumra manna, að kasta hnjóðsyrðum til Alþingis og alls, sem það aðhefst. Þetta er Ijótur vani og engan veginn hættulaus. Islenska þjó'oin á að standa vörð um Alþingi. Hún á að minnast þess, að Alþingi er sú stofnun, sem hæst hefir gnæft á framfara- og frelsisbraut þjóðarinnar. Eftir komu Alþingis má þangað rekja alla sigra í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þessa ættu þeir að minnast, sem eru sí og æ með aðkast til Alþingis og reyna að rýra álit þess. ★ Að síðustu þetta: Þótt íslenska þjóðin hafi nú náð hinu langþráða takmarki, með stofnun' lýðveldisins, er sjálf- stæðisbaráttunríi alls ekki lokið. Hún heldur áfram og stöðt^ast aldrei. Þar verður það enn Alþingi, sem markar stefnuna og — vinnur sigrana. Vd ar shripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU íslandshws í Höfn. HJER í blaðinu í gær var sagt frá því, að íslendingar, búsettir í Kaupmannahöfn hafi mikinn hug á því, að koma þar upp svo nefndu. íslandshúsi, eða með öðr um orðum húsi, sem sje nokkurs •konar heimili íslendinga þar í borg, þar géti þeir komið saman og skemmt sjer, þar geti náms- menn búið, þar verði bókasafn og annað þessháttar. Vænta ís- lendingar í Höfn að vonum styrks frá ýmsum aðilum hjer heima, og væri ekki vansalaust að láta þá bíða árangurslaust eftir svari við þeirri málaleitan. Fjöldi íslend- inga munu altaf eiga þar heima, og því ættum við hjer þá ekki að leggjast allir á eitt og hjálpa löndum í Höfn að koma upp þessu heimili. Jeg tel sjálfsagt, að hið opinbera muni hafa for- göngu um þessi mál, og efast held ur ekki um það, að þetta fær góð ar undirtektir, því það er í raun inni ekki vansalaust, að við Is- lendingar skulum ekki þegar eiga slíkt hús í Kaupmannahöfn, svo mikið sem við höfum ferðast þangað, numið þar og dvalið. • Gistihús -Við ferða mannaleiðir. FERÐALANGUR skrifar: — „Herra Víkar! — Það er mikið hneykslast á gistihúsastarfsemi okkar Islendinga, og ekki að ó- sekju. Hver hetjan annari fær- ari ríður út á ritvöllinn, knúin af innblæstri og heilagri vandlæt- ingu, í þeim góða tilgangi, að ouna augu almennings og yfir- valdanna í þessum efnum. Það eru auðvitað til undantekningar, en það ætti að vera öfugt: Und- antekning að gistihús í alfara- ieið uppfylli ekki fylstu kröfur, sem nútíminn gerir til slíkra staða, eða að minnstakosti lág- markskröfur., En af i því að jeg 1 veit, að margt mjer færara fólk getur skrifað um svörtu hliðina j á þessum málum, ætla jeg að , sleppa henni,- þó jeg finni hvöt I hjá mjer til þess að ræða hana [ nokkuð betur, en í stað þess lang ar mig til þess að benda á eina af undantekningunum frá ríkjandi ástandi, af því að jeg hugsa að fleirum fari eins og mjer, að þeir viti vart um hana. • Reykjaskóli í Hrúta- firði. Á JEG HJER við Reykjaskól- ann í Hrútafirði. Jeg kom þar við á leið minni að norðan um dag- inn, og j)að sem jeg rak augun í fyrst og fremst, var.snyrtimenska og góður beini. Jeg fór að líta betur í kringum mig og komst að vaun um að þarna væri ágæt sundlaug ósamt gufubað, hægt að fá báta út á fjörð til að draga fisk, og að gistihúsið getur tekið á móti alt að 60 næturgestum. —! Eins og jeg sagði áðan, var það fyrst og fremst hreinlætið á staðn um, sem hvatti mig til að vekja athygli á honum, þó að það sje óneitanlega grátbroslegt, að svo sjálfsagður hlutur skuli stinga í stúf við það almenna og orsaka blaðaskrif. Maður er einu sinni svo gerður, að þegar maður dvel ur í sumargistihúsi i fríinu sínu, vill maður hafa hlýtt í kringum sig, hreinlæti og gott að borða. Mjer fanst aðeins að þess bæri að geta, sem gert væri, því ekki dug ar að setja alla undir sama hatt, bæði saklausa og seka, þegar rætt er um þessi mál. Það er ekki til bóta. Vona jeg að þessar línur komi einhverjum að notum, sem þarf að hugsa sjer fyrir verustað í leyfinu í sumar. — Að lokum þetta: Væri ekki ráð að veita þeim gistihúsum sjerstaka viður kenningu, sem skara fram úr;, til jjess að hvetja menn til úrbóta á því, sem aflaga fer? Ef umbætur fara ekki fram strax, getum við ekki vitað, hve mikinn skaða við hljótum af. Og umfram’ alt að veita ekki því fólki leyfi til gistihússhalds, sem ekki þekkir lágmarkskröfur um velsæmi í þeim*efnum“. Sjónarmið rakarans. RAKARI SKRIFAR: „Það hef ir talsvert verið rætt um það hjerna í bænum, og nieira að segja í blöðunum, að fólk smitað ist af alskonar óþverra á rakára- stofunum. Þetta er ákaflega harð ur áburður á okkur rakaraná, og að því er jeg held, yfirleitt ómak legur. Jeg veit það vel að við rakarar erum misjafnlega þrifn ir menn, eins og aðrir, en það er altaf brýnt fyrir okkur að gæta ýtrasta hreinlætis, og jeg held að það sje yfirleitt gert. — yið óttum talsvert erfitt með skegg- pestina svonefndu fyrst, en lærð um fljótt að þekkja hana, og'svo er miklu minni vandi að sótt- hreinsa rakhnífa, heldur en t.d. rafmagnsklippur, sem varla er hægt að sótthreinsa vegna gerð- ar vjelarinnar. En auðvitað sjá- um við fljótt, ef um einhver óþrif er að ræða í höfðum fólks, og annáðhvort eigum við ekki við það, eða beitum sjerstakri var- færni. En jeg held- að við sjeum allir meðvitandi um ])að, að smit hætta geti átt sjer stað hjá okkur og höfum augun opin fyrir öllu hreinlæti. Enda eru kvartanir til okkar ekki tíðar af viðskiptavin um aJmennt, þær virðast helst vera frá fólki, sem kvartar yfir öllum sköpuðum hlutum. Eitt er víst: Við gérum hvað við getum til að alt fari sem best úr hendi hjá okkur“. Á INNLENDUM VETTVANGI | Þankabrot af norðurslóðum. Effir Rannveigu Schmidf Aldrei hefi jeg sjeð indælli krakka en íslensku krakkana og aldrei hafa neinir gullhamrar glatt mig meir en þegar fjögra ára gamall kútur með ótal „krullur“ sagði við mig í blóma- búðinni á dögunum: „Þú ert frænka mín“ —- en jeg veit ekki einu sinni hvað hann heitir, blessaður. Það mátti ekki minna vera, en jeg biði honum til Santa Barbara, til þess að tína nokkrar appelsínur af trjánum hjá fnjer. safninu hans Magnúsar Kjarans, en í annað sinn þegar Þorsteinn M. Jónsson sýndi mjer bókasafn ið sitt hjer á Akureyri. Það er víst að bera í þann bakkafulla að segja að Þorsteins-safnið sje skínandi fallegt og merkilegt, því það er víðfrægt. Altaf syngja íslendingar — og syngja vel. Þegar stúdentarnir út skrifuðust var mikið sungið og heldur betur glatt á hjalla við kaffiborðið í Menntaskólanum hjá frú Halldóru — en þar er nú rjettg konan á rjettum stað. Ein- hver sagði, að jeg hefði ekkert i það boð að gera, því engan ætti jeg stúdentinn. Þó vildi jeg ékki hafa orðið af samsætinu ]>ví það minti einhvernveginn svo mikið á gleði og gaman æskuáranna, en sessunautur minn við borðið, — hann Vernharðúr Þoi’steinsson, sló einmitt á rjettu strengina, enda islenskur stúdent eins og þeir eru skemmtilegastir. Sjaldan hefi jeg heyrt betur fluttan fyrirlestur en þann sem Gunnar Gunnarsson hjelt um Jón as Hallgrímsson í samkomuhús- inu 17. júní. Mikið fanst mjer til um ullar- verksmiðjuna Gefjun, sem Jón- as Þór veitir forstöðu og sýndi okkur á dögunum. Jeg hafði ekki hugmynd um, að svo stórt fyr- irtæki dafnaði á Akureyri, mun jeg vefja mig mjúka ferðatepp- inu, sem mjer áskotnaðist þar með alveg sjerstakri ánægju. Og um lífið eftir dauðann rædd um við yfir kaffi og þönnukök- um hjá henni frú Vilhelminu okkar, en pönnukþkurnar henn- ar munu með þeim bestu á Ak- ureyri, þótt þær frú Þóra Matt- híasdóttir, frú Guðný og hún María Ragnars sjeú þar hættu- legir keppinautar. Tvisvar hefi jeg fundið til öf- undsýki síðan jeg kom heim. — Einu sinni í Reykjavík á bóka- Einn af þeim, sem tók bifreiðarstjórapróf fyrir 30 árum var Haraldur Jónsson. Sjest hann hjer vera að aka bifreið eftir Suð- urgötunni árið 1914. Ökuskírteini hans var það 10., í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.