Morgunblaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Suimudagfur 1. júlí 1945. 2. dagur Trumper kinkaði kolli. „Ertu búinn að borða?“ spurði hann. „Já“, ansaði Arnold. — Hann settist niður og klæddi sig úr stigvjelunum. „Hvar er Cluny?“ spurði Trumper. „í rúminu“. „Er hún veik?“ „Nei“, ansaði Porritt. Svo þögðu þeir báðir stundarkorn. „Jeg sje hjer, að Eden'ætlar að segja af sjer“, sagði Trum- per því næst. „Jeg geri ráð fyrir að hann viti, hvað hann syng- ur“. „Jeg er nú á því, að Musso- lini verði okkur þungur í skauti áður en lýkur“, sagði Porritt. ,,Og ekki treysti jeg Hitler“. „Það geri jeg ekki heldur“, Trumper. „Englendingar eiga að. . . .“. Á næsta andartaki hefðu þeir verið komnir í spaklegar umræður um utanríkismál, ef Adda Trumper hefði ekki kom- ið inn. Hún var fjórum árum yngri en maður hennar, en leit út fyrir að vera a. m. k. tíu ár- um eldri, því að hún gerði lítið til þess að halda sjer unglegri •— taldi slíkan hjegóma ekki samboðinn virðingu sinni, sem dugandi húsmóður. „Þarna ertu þá!“ hrópaði hún og mældi Porritt með augun- um, eins og hún væri að ganga úr skugga um, að hann væri þarna allur., Hvað kom fyrir?“ „Fór of langt með strætis- vagninum", ansaði Porritt. „Hefirðu borðað?“ ),Já‘í. „Hvar er Cluny?“ „í rúminu“. „Nú? Er hún veik“. „Nei“, svaraði Porritt þolin- móður. „Hún las í einhverju blaði að það væri styrkjandi og hressandi fyrir taugarnar að liggja einn dag í rúminu og nær ast á appelsínum“. Andartak starði Adda Trum- per á hann, orðlaus af undrun. Svo sló hún á lærið og sagði: — Ja —,nú hefi jeg aldrei á minni lífsfæddri ævi heyrt annað eins! Hvað heldur stúlkukindin eigin lega að hún sje?“ Þetta var spurning, sem Cluny Brown virtist sífelt vekja í hugum ættmenna sinna, þótt enginn vafi gæti leikið á því, hvert svarið væri. Faðir hennar hafði verið bifreiða- stjóri, mágur móður hennar pípulagningamaður og frændi hennar burðarkarl á járnbraut arstöð, svo að hver gat efast um, hvað Cluny Brown væri? Það lá í augum uppi. Hún gat ekki einu sinni efast um það sjálf. En Porritt hafði heyrt þessa spurningu ótal sinnum — svo að einhver hlaut að efast. „Cluny þarf að fara í vist“, sagði frú Trumper. „Hún þarf að fara í góða vist — eignast stranga húsmóður". „Jeg hefi margsagt þjer, að jeg get ekki án hennar verið“, sagði Porritt. „Það verður ein- hver að svara í símann, þegar jeg er að heiman“. „Já, en hvað hefir þú að gera við síma?“ Porritt og Trumper litu hvor á annan. Vitanlega þurfti pípu- lagningamaður að hafa síma. — Flestar beiðnirnar bárust gegn- um símann. Þegar Porritt svaraði ekki, þreif frú Trumper blaðið af bónda sínum og strunsaði burt í fússi. Porritt leit afsakandi á mág sinn og teygði sig eftir stígvjel unum. „Þú þarft ekki að fara“, sagði Trumper vingjarnlega. „Jú, það er vissara“. „Jæja — þú gerir eins og þjer best þykir! Þú ferð vitanlega ekki að senda Cluny í burtu ef hún getur hjálpað þjer. Öddu kemur þetta ekkert við“. ,,Nei“, sagði Porritt. Hann lauk við að klæða sig í skóna. Trumper gaf frá sjer langt „En mjer er sama, þótt jeg segi þjer það. Jeg hefi miklar áhyggjur af Cluny“. Hann þagn aði. Það var dálítið, sem honum hafði láðst að segja konunni, sem hann hafði hitt í garðin- um. „Hún hefir verið elt“. Trumper gaf frá sjer lágt flaut. „Elt? Cluríy?“ ,,Tvisvar sinnum“, sagði Porr itt. „í vikunni sem leið. í fyrra skiftið sagði hún mjer það og í seinna sinnið sá jeg það með mínum eigin augum. Það var í High Street. Fyrir utan búð. Cluny og þessi náungi voru að tala saman. Hann tók á sprett, þegar hann kom auga á mig“. „Já, því trúi jeg vel“, sagði Trumper. „Cluny sagðist hafa verið að skoða hatta í búðarglugganum, þegar þessi maður hefði komið, og gefið sig á tal við hana. Hann spurði hana, hvort hún sæi eitt hvað þarna, sem hana langaði til þess að eiga. Cluny sagði nei — sagðist þara vera að horfa á hattana að gamríi sínu. Þá sagði hann, að ef þau færu niður í West End, kynnu þau að rekast á eitthvað, sem hún hefði enn meira gaman að. — Það var þá, sem jeg kom“. „Hún hefði aldrei farið með honum“. „Það sagði hún líka. — En jeg er að velta því fyrir mjer, hversvegna karlmönnum dettur í hug að ávarpa hana. Það er ekki hægt að segja, að hún sje lagleg“. „Nei — öðru nær“, sagði Trumper með sannfæringar- krafti. „Og var það sami mað- urinn í fyrra skiptið?“ 1 „Nei. Það var maður, sem hitti hana fýfi utan kvikmynda hús. „Þú ættir ekki að láta hana leika svona lausum hala“. „Hvað á hún að gera?“ sagði Porritt og reyndi að béra í bæti fláka fyrir fósturdóttur sína. — „Má hún ekki horfa í búðar- glugga? — Jeg var að tala um Cluny við unga hefðarkonu, sem jeg hitti áðan. Ef til vill förum við rangt að henni. Ef til vill ættum við ekki að leggja neinar hömlur á hana — lofa henni að þroskast í friði“. ,,Nei,“ sagði Trumper ákveð- inn. „Sá, sem hefir sagt þetta, hefir ekki þekkt Cluny Brown“. Þetta var sannleikur, svo að Porritt gat engu svarað, og sat því þögull. En það var þrá- kelknissvipur á andliti hans. „Og svo þessi fíflilæti — að liggja heilan dag í rúminu og borða appelsínur — alheilbrigð stúlka“, sagði Trumper. „Hún borgaði fyrir þær sjálf“ sagði Porritt". Og það er þó alt- af bót í máli að vita af henni heima í rúmi. Maður getur ver- ið rólegur á meðan“. Hann sagði — eins og altaf — það, sem hann hugði heilagan sann- leikann. r ’u i w* II. Kafli. ......“ Það var af einskærri sam- viskusemi, að Cluny Brown var ekki í rúminu — og ekki einu sinni heima — en það var dygð, sem henni var mjög sjaldan hælt fyrir. í blaðinu hafði stað ið, skýrum stöfum, að menn ættu að liggja algjörlega hrær- ingarlausir í dimmu herbergi. Cluny dró gluggastjöldin fyrir og lagðist upp í rúm. En rjett fyrir kl. 3 tók síminn að hringja og hún fór niðUr til þess að svara, þótt henni væri það síð- ur en svo ljúft. „Halló?“ sagði Cluny, með sinni djúpu röddu. Stuttaraleg karlmannsrödd spurði: „Er það hjá pípulagn- ingamanninum? Jeg þarf á manni að halda þegar í stað“. „Hann er ekki heima“. „Drottinn minn!“ hrópaði röddin. „Það nær engri átt. Er enginn annar þarna? Hver er uð þjer?“ „Cluny Brown“. Það var þögn andartak. Þeg ar röddin talaði á ný var hljóm urinn annar: „Hún var aðeins pípulagningamannsdóttir . . . . “ Cluny, sem hafði heyrt þetta áður, lagði heyrnatólið á og flýtti sjer upp aftur. LISTERINE TANNKBEM Viðlegan á Felli éJj-tlr ^JJa ifgnm Jó> onóóon 23. og hún í 3 ár. Daglega var hún eingöngu kölluð fröken. Við sögðum æfinlega: er frökenin inni, og heyri þjer fröken. Fröken Saursteð var hún kölluð, þegar þurfti að aðgreina hana frá öðrum frökenum“. „Af hverju var hún kölluð Saursteð?“ spurði Þóra. „Það veit jeg ‘ ekki. Bróðir hennar er líka kallaður Saursteð. Þau kváðu vera eitthvað langt ofan úr sveitum, frá bæ, sem Saurstaðir heita“. „Hvað gerði hún, þessi stúlka?“ „Hún skreytti hatta. Það eiga nú margar hægri daga en hún“. „Já, hvað hafa þær fyrir stafni, þessar stúlkur? var jeg að spyrja“, sagði Jósef. „Og því er nú fljótsvarað. Þær drekka kaffi í Vörð- unni, sitja að víndrykkju í Skála, reykja vindlinga í Saln- um, skoða varning í búðum, hlýða á hljómleika, eru í leikhúsum, hneigja sig hundrað þúsund sinnum á dag og bjóða kunningjum heim á kvöldin“. „Og þig langar til að lifa svona lífi?“ „Já, það segi jeg satt, það er þá ómögulegt að maður endist, ef það er ekki með þessu móti“. , „En til hvers eru þessar manneskjur í mannfjelaginu?“ „Ja, þær eru, — þær eru — þær eru þó að minsta kösti til prýðis. Þú ættir að sjá, hvernig þær ganga ^l fara“. „Ekki fá þær nú mikla peninga til lífsframfæris fyrir þessa iðju sína“. „Og þær þurfa ekki að vinna fyrir sjer“. „Hverjir vinna fyrir þeim?“ „Foreldrar, fóstrar, stjúpur, ömmur, unnustar, ekkjur, ekkjumenn og bæjarfjelagið11. „Þætti þjer meira gaman að því að láta aðra hafa fvrir þjer, en vinna fyrir þjer sjálf?“ „Já, það segi jeg satt, jeg held það væri eitthvað hægra og áhyggjuminna“. „Hvað heldurðu að þær geti verið lengi upp á aðra komnar, svona drósir?“ „Nú, ef hamingjan er með, þá gætu þær verið það í 90 til 98 ár“. Eins og knnnugt cru að- jeins tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum, er nokkurs mega sín. Einhverju sinni voru tveir frægir stjórnmála- menn að deila á framboðs- furidi og er þeir höfðu deilt lengi og hatrammlega segir annar. — Nii skulum við koma okkur saman um p.ð. hætta öllum svívirðingum. — Það er ágæt hugmynd, segir hinn, ef þú vilt gjöra svo vel að hætta- a.ð ljúga upp á, demokrata, þá skal jeg hætta að segja sannleikan um repu- blikana. Samþykkir þú það? ★ Liðsforingi einn kom í liif- reið á miklum hraða eftir veg- inum og staðnæmdist þar sem lítill drengur var að leika sjer að því að kasta steinum úr slgrígvu. Liðsforinginn sagði við drenginn: „Ilefir þú sjeð flugvjel steypast. til jarðar nokkursstaðar hjer nærri“ ? ,,Nei, herra minn“, sagði; strákur, og reyndi að fela slöngvUna fyrir aftan bak. „Jeg var bara að reyna að; hitta flösku“. Flugmaðurinn: (sem hafði komið niður í trje) — „Jeg; • var að reyna, að setja nýtt met“. - Bóndinn: (sem horfði áj •—j „Það hefir þjer sannaríega tekist. Þú ert fyrsti’maðurinn, sem hefir klifrað niður úr trje, án þess að klifra upp á það fyrst, ★ Þeir voru okki beinlínis góð- ir nágrannar og einn daginn sendi herra Smith eftirfarandi orðsendingu til herra Jones: — Herra Smith sendir kveðj , ur sínar til herra Jones og bið- ur hann að gera svo vel að taka hundinn sinn þegar í stað og skjóta hann, þar sem hann held ur vöku fyrir herra Smith og' fjölskyldu hans. En dagirín eftir fjekk herra Smith eftirfarandi svar: — Hr. Jones sendir kveðjur sínar til herra Smith og vill taka það fram, að hann mun. glaður skjóta nefndan hund, ef herra Smith vill fyrst gefa dótt ur sinni eitur og brenna píanóið hennar- ,,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.