Morgunblaðið - 25.07.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.1945, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. júlí 1945 22. dagur ,,Je vous remercie mille fois“, sagði hún. Áhrífin af þessu snjallræði hennar voru geysimikil. Bel- inski Ijét sjer að vísu fátt um finnast, en þær Hilda og Cluny voru svo hrifnar, að þær tóku varla eftir því, þegar hann fór út úr nerberginu. Þær hreint og beint eöptu af aðdáun. „Jeg lærði frönsku, þegar jeg var ung stúlka“, sagði frú Maile með hæversku. Hún gat þess ekki, að hún hefði íært nákvæmlega þrjár setningar. Hinar tvær voru „Quelle heure est-il“ og „Com- ment vous allez-vous“. Sextándi Kafli. Útlitið fyrir Belinski fór stöð ugt batnandi. Að áeggjan Andrj ’sar sendi hann ungfrú Dunnett skeyti, og gaf henni upp heimilisfang sitt að Friars Carmel, og tveim dögum síðar fjekk hann eftirfarandi svar- skeyti frá henni: „Til ham- ingju. Útlit fyrir gífurlega sölu á bókinni“. Belinski hrestist svo mjög við þessar góðu frjettir, að hann byrjaði þegar á nýju ástarsögunni, og skrifaði sex stundir á dag, og kom oft of seint í maíinn. Hann vann sleitulaust í hálfa viku — en þá kom Betty Cre- am, — og vinnufriðurinn var úti. — Þegar Betty og Belinski hittust í fyrsta sinn, var hann ástfanginn af Maríu Dillon, og sá Betiy því í raun rjettri ekki. En nú var hann ekki ástfang- inn af neinni stúlku, að því er hann best vissi sjálfur — og þess vegna voru afleiðingarnar af'þessum síðari fundi þeirra óh j ák væmilegar. Andrjes sótti hana á járn- brautarstöðina, og á heimleið- inni spurði hann hana stuttara- lega, hvers vegna hún hefði komið. Bett.v svaraði góðlátlega: „Vegna þess að mjer finst indælt að vera í sveit að vor- inu og mjer geðjast sjerlega vel að móður þinni og föður“. „Það er ágætt“, sagði Andrjes. „I þetta sinn þarf jeg víst ekki að biðja þig um að láta það vera, að striplast um í skjóllitlum sundfötum, því að það er ekki nógu heitt til þess“. Það var innilegur afsökunar- svipur á andlití Betty, þegar hún svaraði: „Ó — þú verður að fyrirgefa það, elskan. Jeg var ekki annað en krakkafífl í þá daga“. „Jæja“. Þau þögðu stundarkorn. Svo leit Betty á hann, með íhygli' í svipnum, og spurði: „Hvers vegna hjelst þú, að jeg hefði komið?“ Andrjes hafði ekki augun af veginum. „Jeg hafði ekki hug- mynd um það. Þess vegna spurði jeg. Jeg hefði yfirleitt ekkert hugsað um það — nema af því að jeg frjetti, að þú hefð- ir vitað um það, meðan jeg var í borginni,------en þú minnist aldrei á það einu orði“. „Jeg gleymdi því“. „Það er ekki satt“. „Jæja þá — jeg skal segja' þjer það. Þegar þú baðst mig að giftast þjer — mundu, að það varst þú en ekki jeg, sem fitjaðir upp á þessu — þá hafði jeg fengið brjefið frá lafði Car- mel. Jeg gat ekki sagt þjer frá því þá. Jeg gat ekki sagt við þig: „Nei, þakka þjer fyrir, jeg vil ekki giftast þjer. — En með- al annara orða — jeg var að fá brjef frá móður þinni, þar sem hun byður mjer að dvelja viku „ð Friars Carmel. Þess vegna mintist jeg ekki á það þá. Og þú virtist vera eins og þú áttir að þjer, þótt þú hefðir fengið hryggbrot, svo að mjer fanst heldur kjánalegt að sitja af mjer heila viku í Devon — aðeins vegna þess, að þú værir að telja þjer trú um, að þú værir hrifinn af mjer. Þess vegna þáði jeg boðið. Við þessu var ekkert hægt að segja, svo að Andrjes þagði. Þau voru nú komin að hlið- inu. Betty lagfærði hatt sinn og strauk einu sinni með vara- litnum yfir varirnar. Hún var mjög látlaus, en smekklega bú- in, og var yndisleg á að líta eins og endranær. Laíði Carmel beið þeirra í dagstofunni og fagnaði þeim vel og mmlega, eins og hennar var von og vísa. Belinski, sem einnig hafði beðið þeirra í dag- stofunni, horfði sem þrumu lost inn á Betty. Þetta hlaut að vera draumsýn! Nú brosti hún til hans og sagði: „Við höfum hittst áður. Munið þjer ekki eftir því?“ „Nei“, ansaði Belinski. „Það er að segja, jeg man að þjer voruð þar — en það getur «kki verið, að jeg muni eftir yður, því að annars hefði jeg ekki hugsað um annað síðan“. En Betty kunni að taka gull- hömrum. „Þjer voruð svo nið- ursokkinn í samræðurnar", sagði hún glaðlega, og snjeri sjer að lafði Carmel. „Þeir voru að ræða stjórnmál, Andrjes, John og hr. Belinski“, sagði hún. „Og jeg hefi lítið vit á slíkum hlutum“. En Belinski vildi ekki sam- þykkja það. „Það voru ekki stjórnmálin“, sagði hann. „Eng- in stjórnmál hefðu getað dregið athygii mína frá yður. Ef þjer viljið vita . . .“. „Komdu væna mín, og fáðu þjer tesopa*, sagði lafði Car- mel. Þau settust öll við teborðið, nema Belinski, sem rauk upp á loft til þess að raka sig, eftir að hafa horft enn einu sinni á Betty. Sir Henry kom nú inn, og hedsað': henni með kossi. Þegar Syrett kom með teið, höfðu þau öll gleymt hinni ein- kennilegu hegðun prófessors- ins. Betty ræddi alúðlega við gömlu hjónin, um alla heima og geyma. Andrjes sat og hlýddi á hana, og kaldhæðnisbros ljek um var- ir hans. Hann hafði aldrei sjeð Betty svona háttprúða og hæ- verska. I fyrri heimsóknum sín- um að Friars Carmel hafði hún ætíð hegðað sjer eins og krakka fífl, — eins og hún s^gði sjálf. En nú var hún orðin tuttugu og eins árs, og henni hafði far- ið það mikið fram síðan hún dvaldi síðast að Friars Carmel, að hún var orðin kurteis við þá, sem voru eldri en hún — þótt hún væri ennþá ókurteis við jafnaldra sína. Þegar þau höfðu lokið við að drekka teið, fylgdi lafði Carmel Betty upp í herbergi það, sem nenni var ætlað, og fór síðan niður aftur. Þegar Andrjes hjelt af stað upp stigann litlu síðar, heyrði hann raddir á loftskörinni fyrir ofan. Það voru þau Betty og Belinski að tala saman. Bel- inski hafði setið fyrir henni, þegar hún ætlaði inn í her- bergið. „Fyrirgeíið andartak“, sagði hann biðjandi. Hann hafði rak- að sig í svo miklu óðagoti, að hann var með stóra skurði á hökunni. „Mig langar til þess að seg’a yður, hvers vegna jeg mundi ekki eftir/yður“. „Það skiftir engu máli“, sagði Betty \/ingjarnlega. „Jú — annars haldið þjer auð vitað, að jeg sje einn af þessum bresku þoiskum. — Það var vegna þess, að jeg var ástfang- inn. Og jeg hlýt að hafa verið meira. ástfanginn en jeg gerði mjer grein fyrir þá“, bætti Bel inski við, og var ekki laust við undrunarsvip á andlitinu. „En því er öllu lokið nú — því var öllu lokið aður en jeg kom hing að til Friars Carmel, og þjer megið til með að fyrirgefa mjer“ „Já — það skal jeg fúslega gera“, lofaði Betty. Nú var Andrjes kominn upp á loftskör ina. Hún kinkaði kolli til þeirra beggja og hvarf inn um dyrnar á bnðherberginu. Belinski horfði á Andrjes án þess að sjá hann/og gekk niður. i»wwiW'itÐBaBBsmfflawnnHBiumiiaBB | | 1 Auglýsendur ( | athugið! ( M að Isafold og Vörður er § = vinsælasta og fjölbreytt- = | asta blaðið í sveitum lands 1 1 ins. — Kemur út einu sinni | í viku — 16 síður. ái!ínTiniii[niTiiiimiiimmnTnniranmiiiirnfinniTna Viðlegan á Felli Jl 'onióon 42. XVII. Erfitt er að vakna. „Gunna, klukkan er að verða 5“, kallaði Jósef í tjald- inu á þriðjudagsmorguninn. ,,Ýttu við honum Karli, og segðu honum að fara að sækja hestana“. „Kalli, Kalli, Kalli, farðu að vakna. Kalli, Kalli, Kalli, það er naumast þú hefir sofnað. Þú ert ekki eins frakkur nú og í gærkvöldi. Kalli, Kalli, heyrirðu ekki, þú átt að fara að sækja hestana. Karl, Karl, Karl litli“. „Reistu strákinn upp, þá vaknar hann“, sagði Magnús og opnaði tjalddyrnar. „Það er ekki ljótt út að líta, skaf- heiðríkt, það verður bærilegur þerrir í dag“. „Kalli, Kalli, Kalli, það er naumast þú sefur fast“. „Hvað ætlarðu með mig?“ sagði Karl, þegar hann rumskaði. „Þú átt að fara að sækja hestana, flýttu þjer nú út, þarna eru skórnir þínir, Aldrei hefir nú gengið svoria illa að vekja þig, og hefir þó stundum orðið að ýta við þjer. Þú þarft nú ekki ósköp langt eftir hestunum, þeir eru hjerna kringum tjaldið“. Karl var fljótur að láta á sig skóna og húfuna. Hann för snöggklæddur út, tók beislið hennar Skolu og hljóp upp í brekkurnar. Þar voru hestarnir, sem lengst voru burtu, hinir lágu skamt frá tjaldinu. Karl beislaði Skolu og fór á bak, síðan rak hann hestana niður að tjaldi. Karlmennirnir komu á móti honum og beisluðu þá. Því næst var lagt á í flýti. Kalli tylti sjer á barð hjá seppa. „Nú er kaffið til“, kallaði Gunna. „Jeg held jeg drekki sopann minn hjerna fyrir utan“, sagði Magnús og settist niður fyrir utan tjaldið. Hinir karlmennirnir settust hjá honum. „Eru þið ekki vaknaðar, þarna inni? kallaði Gunna. „Það mátti nú vakna við minna en það, sem gekk á, þegar þú varst að vekja strákinn“, sagði Sigríður. „Jeg Kosi.ingasvindlinu í New York hef-.r lengi verið við brugðið, þó að nú sje líklega búið að koma í veg fyrir það. Hjer er ein saga frá þessum tíma: Borgarstjóri nokkur var að spjalla við nokkra betri borg ara. Alt í einu snjeri hann sjer að einum viðstöddum og sagði: — Svo þjer voruð einn af stuðniogsmönnum mínum? — Einn, nei átta, svaraði sá, sem ávarpaður var. ★ Það var einu sinni maður, sem kdlaður. var Haukur hesta þjófur. — Ekki svo að skilja, að hann hafi nokkurn tíma stol ið hesti, en það vissu allir, að hann mundi stela hesti, ef hann bara æ*ti kost á því. * Þeir, sem reyna að gera eitt- hvað, en rnistekst, eru mörgu sinnum skárri en þeir, sem reyna að gera ekki neitt og tekst það. ★ Nokkrir ieður voru að tala saman um ógæti barna sinna. Þegar einn þeirra hafði hlust- að á margar lofræður, sagði hann: — Jeg á fyrirmyndar son. Hann reykir ekki, drekkur ekki, hann íer ekki á dansleiki og hnnn kemur aldrei seint heim. — Er það virkilega, hvað gamall er hann? — Fex mánaða. ★ Kona nokkur var leidd fyrir rjett fyrir þjófnað. — Það virðist svo — sagði dómarinn — að þetta sje í þrí- tugasto og fimmta skiftið, sem þú ert ákar.ð fyrir þjófnað. — Já — stundi konan — eng in oxkar Evudætra elr full- komin. ★ Járnbrautarlest nokkurri hafði seinkað dag hvern í nokk ur ár, þegar einn góðan veður- dag bar svo við, að hún rann inn á járnbrautarstöðina, á rjett um tíma. Fc rþegarnir, sem voru yfir sig hrifnir af þessu óvenju- lega fvrirbæri, slóu sig saman og sofnuðu álitlegri peningaupp hæð lianda brautarstjóranum og færðu honum hana með hríf andi ræðu þar sem þeir ljetu í ljós ánægju yfir því, að hon- um hafi að síðustu tekist að halda áætlun. Brautarsíjórinn neitaði dap- urlega að taka við peningunum og sagði: — Bræður mínir, sagði hanrr, mjer þykir leitt að þurfa að gera þetta, því að jeg gæti svo sannadega í otað þessa peninga en svoleiðís stendur á, að þetta hjerna er lestín frá í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.