Morgunblaðið - 18.08.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1945, Blaðsíða 6
6' MORGUNBLAÐIÐ Laugardag'ur 18. ágúst 1945. uttÞlðMfr Úíg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10-00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Húsnæðismálin AÐ UNDANFÖRNU hefir margt fólk flust hingað til bæjarins, er um lengri tíma, eða stríðsárin öll, hefir verið búsett erlendis, ýmist á Norðurlöndum eða í Ameríku. í viðræðum við þetta fólk er títt að heyra, að það sje í miklum vandræðum með að afla sjer húsnæðis, eftir því sem þarfir þess og hugur stendur til. Húsnæðisvandræði þessa fólk og annars er bagalegt mein, en á því máli eru þó fleiri hliðar, sem eru þess eðlis, að full nauðsyn er á því, að þessi mál sjeu hugleidd með yfirsýn og kunnugleika á kringumstæðum öllum. Húsnæðisvandræði eru nú ein erfiðustu viðfangsefni, sem flestar þjóðir eiga við að stríða, eftir löng og erfið styrjaldarár. Hjá stríðsþjóðunum hafa húsin verið eyði- lögð og byggingarefni hefir alstaðar verið dýrt og erfitt að afla þess. í Englandi voru bygð fyrir stríð 300—350 þúsund hús á ári. En frá 1940 og fram á síðasta ár, voru aðeins bygð þar 55 þúsund hús, sem var mikið minna en eyðilagðist af húsum á sama tímabili vegna hernaðaraðgerða. Á sama tíma höfðu Bretar miklar áhyggjur af því, að byggingar- kostnaður þar í landi hefði tvöfaldast og myndi mikið við þxirfa að kippa því í lag. Nú er það svo, að við íslendingar höfum ekki mist hús vegna hernaðaraðgerða, nema hvað hernaðarvöld Tijer tóku á sínum tíma allmikið húsnæði til sinna þarfa, sem hinsvegar hefir smátt og smátt verið skilað aftur. En hafa þá byggingarframkvæmdir lagst niður á stríðs árunum, vegna margvíslegra erfiðleika, sem þar hafa verið á vegi? Ef litið er á staðreyndirnar, þá horfa þær m. a. þannig við: Síðustu tíu árin fyrir stríð voru bygðar að meðal tali 230 íbúðir á ári. Þetta fullnægði þá það vel þörfinni að erfitt var að leigja íbúðir í gömlum timburhúsum, og stóð húsnæði autt. Árið 1940 var mjög lítið bygt, eða sam- tals 25 íbúðir. En næstu þrjú árin var aftur á móti svo mikið bygt hjer í Reykjavík, að meðaltal fjögurra áranna 1940—1943 varð 250 íbúðir á ári, að undanskildum bráða- birgðaíbúðum, svo að meðaltal íbúðafjölgunarinnar þessi stríðsárin var hærra en á tíu ára tímabilinu fyrir stríð. Árin 1942 og 1943 voru bygðar fleiri íbúðir í Reykja- vík, en nokkru sinni áður, eða um 360 íbúðir á ári, og er þá samt slept öllum bráðabirgðabygginum, t. d. íbúðun- um í Höfðaborg. Árið 1944 var bygt síst minna og bygg- ingarframkvæmdir á þessu ári, það sem af er, hafa verið með mesta móti, og hefir þó efnisskortur dregið þar eitt- hvað úr. Þannig er þá umhorfs. Einstaklingarnir hafa bygt meira en nokkru sinni áður, svo að heil bygðahverfi hafa risið upp á undra skömmum tíma, og er sú staðreynd e. t. v. það, sem hvað mest hefir vakið undrun gestsaugans hjer í bænum síðustu árin. Þetta hefir samt ekki nægt þörf- inni. Fólksfjölgunin hefir verið svo ör og aðrar kring- umstæður komið til greina jafnframt, svo sem betri efna- hagur, sem með tíðari heimilisstofnunum en áður og á annan hátt hefir aukið þarfirnar. Bæjarfjelagið hefir þá einnig gripið til sinna ráða til úrlausnar vandkvæðunum. Fyrst með því að byggja Höfðaborg, og síðan hin stórmyndarlegu hús við Hring- braut. Og nú er bærinn að byggja alt að 100 íbúðir, flestar við Skúlagötu. Eins og gengur hafa menn litið misjöfnum augum á þessi mál. Sumir áfellast og dæma hart. Aðrir furða sig á því, sem hefir áorkast. Tíminn sagði um síðustu áramót, að ef Reykjavíkurbær tæki upp þá stefnu að byggja fyrir alla þá, sem flytja vildu til bæjarins, þá endaði það með því, að allir landsmenn flyttust til Reykjavíkur. Mestu máli skiftir, að nægjanlegt efni sje fyrir hönd- um, og má þá vtenta þess, að öll öfl leggist á eitt, einstak- lingar og þáð opínbera, að ráða bót á vandræðunum, í fylsta sampæmíi án þess 4ð eitt þurfi að hindra annað. N \Jiluerjl ihrifíar: ÚR DAGLEGA LlFINU Friðarhátíð. REYKVÍKINGAR hafa eins og aðiir gert sjer dagamun í tilefni af friðnum. Sumir tóku sjer frí frá störfum á miðvikudag og þá var flaggað um allan bæ, en það var ekki fyrr en á íimtu- daginn, sem alment var lokað verslunumogvinnustöðvum.Það er eaki nema sjálfsagt og rjett að fagna íriði, en skemtilegra hefði verið, ef meiri samtök hefðu verið um þau hátíðahöld. Hát’ðahöldin hefði borið upp á sama daginn hjá öllum. Friður- inn kom ekki mönnum það á ó- vart, að ekki hefði verið hægt að fá lúðrasveit til að ieika nokk ur löt, á Austurvelli, eða eitthvað annað undirbúið til hátíðabrigða. Það þótti mörgum skrítið á fimtudagsmorgun, sem ekki gátu keypt í matinn, vegna þess að verslanir voru lokaðar, — að áfengisútsalan í Nýborg skyldi vera opin þann morguninn. En það var lítið fyrir fólk að gern annað en að sælpast. Einu iiatiðabrigðin voru um kvöldið, er I agarfoss kom frá Norður- lnndurtV með 40 íslendinga, sem lengi mií'a þráð að'komast heim. • Ný viðhorf. HEIMSFRIÐUR er kominn á og við það skapast ný viðhorf, einnig hjá okkur Islendingum. Það verður þó vafalaust langt, þangað til alt er komið í eðli- iegt horf í heiminum. Miljónir marna í Evrópu horfa fram á veturinn, sem bráðum fer í hönd, n:t?ð kvíða. Fæðuskortur og k)æða. Eldsneyti ekkert til víða. H.unin hús í stað íbúða. Hatur cg r-org í hugum margra. Heim- uriiin er enn sjúkur. En nú sjest þó iyrst einhver von til bata. Maðurinn hefir fundið upp hið ægilegasta vopn, sem til er. Hvernig verður það afl notað, som vísindin hafa leyst úr læð- ingi? Verður það mannkyninu til blessunar eða bölvunar? Um þetta hugsa menn nú, þegar vopn in h&fa verið kvödd. A meðaji mannkynið stynur iri. :r ofurþunga styrjaldarinnar, ú',Kum við hlutunum ljett hjer r.orður á íslandi og rífumst um kjöíverð og mjólkurdreifingu. Það er okkar lán, að við skuium hafa nóg til hnífs og skeiðar og þar með eitthvað til að rífast um. • Erfiðleikar áhuga- ljósmyndara. FJÖLDI MANNS hjer í bæn- u sem skemtir sjer við ljós- myndatöku í frístundúm og' á ferðalögum, kvartar yfir því, hve það taki langan tíma að fá siikar myndir gerðar hjá ljós- ir.yndurum, sem taka slík verk að sjer. Við því er í sjálfu sjer ekkert að segja. Ljósmyndastof- urnai' geta ekki afkastað meiru en þær gera og engum dettur í hug, að þær hafi ljósmyndir leng ur h.iá sjer en nauðsynlegt er. En það er annað í þessu sambandi, sem mætti iagfæra fyrirhafnar- laust, og, það er að gefa ekki fóiki von um, að það fái myndir sínar gerðar fyrr en-hægt er Kunningi minn, sem kom heim úr sumatfríi fyrir rúmum mán- uði. sagði mjer, hvernig honum gekk að fá myndir sinar gerð- ar. Honum var lofað, að þær skyldu vera tilbúnar eftir 3 vik- ur. Gerði hann sig ánægðan með það, enda ekki um annað að velja. Er þessar þrjár vikur voru liðnar og hann kom til að sækja myndirnar, voru þær ekki tilbún ar og honum var sagt að koma eftir tvo daga. Gekk þannig nokkrum sinnum, að ekki voru myndirnar tilbúnar. Er nú kom- ið á fimtu viku, og myndirnar ekki tilbúnar enn. Þessi kunningi minn hefir miðlunartillögu í þessu máli, sem virðist ekki vera ósanngjörn. Hann stingur upp á því, að í stað þess, að ljósmyndavinnustofurn- ar lofi myndum tilbúnum eftir 3 vikur, verði tíminn framlengdur í 4 eða 5 vikur, en þá sje líka staðið við það loforð. • ískyggilegt ástand. ÞAÐ VIRÐIST ekki ætla að draga úr umferðaslysunum, þrátt fýrir umræður, áminningar og góð ráð í blöðunum. Það er sann c-lega ískyggilegt ástand, sem veröur að finna einhver ráð við, hvað sem það kostar. — Fyrir nokkrum vikum voru birtar hjer í blaðinu myndir af 10 manns, sem farist höfðu í umferðarslys- um síðan um áramót. Það ér há tala, en nú hefir enn bæst við. Jeg man, að mjer þótti f yrir- sögnin á greininni, sem fylgdi þessum myndum, allharkaleg, en hún var eitthvað á þessa leið: „Hver verður næstur“. En það var vissulega ekki-of síeikt að orði kveðið. Eins og á- :-tand:ð virðist nú vera í þessum eínum. gdlur það alveg eins orð- ið jeg eða þú, sem verðum fyrir farartækium á götunum, eða vegum úti. Það virðist ekki vera um neitt öryggi að ræða lengur. e Of hraður akstur orsökin. GAMALL OG REYNDUR bíl- stjóri, sem jeg hitti á götunni í gærmorgun, minti mig á brjef, sem 30 ára gamall bílstjóri sendi „daglega lífinu“ nú á dögunum. Þar var svo komist að orði, að 9 af hverjum 10 slysum stöfuðu af of hröðum akstri og.af því, að bifreiðastjórar væru ekki nógu gætnir. „Jeg vil halda því fram, að hlutfallið sje hærra“, sagði þessi gamli bílstjóri. „Jeg vil ful^ yrða, að 99 af hverjum 100 slys- um sje því að kenna, að bifreiða- stjórar hafa ekki vald á ökutæki sínu, þegar slys ber að honum, vegna þess, að þeir hafa ekið of h.aít“. Það er talað um, að þvngja þurfi próf bifreiðastjóra. Það getur verið gott út af fyrir sig, en menn ættu að taka eftir því, að það er ekki hjá nýjum ökumönnum, sem flest slys rerða. Þau koma alveg eins fyr- ir hina eldri, sem hafa langa æf- ingu í akstri og kunna vel með bifreiðar að fara, svo lengi, sem þeir hafa vald á þeim. En það er alveg sama hvað bílstjóri er lærð ur ökurm ður. Það getur enginn haítrstjó, n á ökutæki, sem ekið er of hratt“. Þessi orð eru þess verð,- að beim sje gaumur gefinn. Það verður að fá menn til að aka hægar og sýna meiri varkárni en nú er alment gert. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI í AR byrjaði sumarið í London í júlí í stað júní. I júnímánuði rigr.di hvern einasta dag mánað- arins, nema einn. En í júlí náðu Bretar sjer niðri, hvað skemtan- irnar snerti. Veðreiðarnar við Ascot byrjuðu, þangað fóru kon- ungshjónin, og þar voru um 50 þus. manns Sama daginn byrj- aði kapphlaupið á kaffihúsin og skemtistaðina. Auðvitað var þetta ekki eins glæsilegt og fyr- ir Ltyrjöldina, en Bretar segja: biðið og sjáið næsta ár. Lcndrn er smám saman að færast i friðarhorfið aftur. All- mikið af unga fólkinu, sem stíg- ur út úr leigubifreiðúm fyrir ut- an Sav oy-gistihúsið, er í sam- kvæmisklæðum, konurnar í íburð rmiklum kjólum. Karlmenn eru í smoking, 'yfirleitt ber mjög lít- ið á kjólfötum, nema þá á þjón- unum í Savoy-hótelinu. Amerísk ir liðsforingjar eru enn í skenki- stofurium, en hvorki eins marg- ir nie drukknir og þeir voru á vndanförnum mánuðum. Og á Piccadilly virðast nú fleiri einkeuoisklæddir Bretar en Bandarikjamenn. Á hinum löngu súmarkvöldúm ' gengvtf ‘ mann- fjöldinn fram og tií baka milli Leicester square og Green Park. Siðast þegar jeg var þar, var alt myrkvað, en nú streymir fólkið út úr upplýstum skemtistöðum og veitingahúsum, og skoðav í búðarglugga Simpsons og Fortn- um og Masoms, sem enn eru ekki ijólskrúðugir. Er n er talsvert fm vændiskon- ur, en þeim virðist hafa iækk- að. Kannske það virðist-svo, vegna þess, hve dagarnir eru lanpir, máske végna hiris, hve allir virðast hafa mikið að gera, og kannske er meirihlutinn af þessu kvenfólki fluttur til Brux- elles i ða Parísar. Þegar jeg fyrst ók til gistihússins í einkennisbún ingi, var bílstjórinn altaf að stag ast á því, hvað hann væri mikill hugsjónamaður og setti svo upp fyrir bílinn helmingi meira en sannvirði. Það er óskaplega þröngt í London eins og er. Hjerumbil ó- mögulegt að fá herbergi í gisti- hús.iti. Ef mann langar til að borða á kunnum skemtistað, verð ,U.r rnaður að hafa pantað borð til hádegisverðar kl, 10 að morgni og má ,þó svo fara, að maður fái ekki borð. Sama er um kvöld- Vérðin'h. ‘ Fólksrhergðiri er svo mikil á Strand, að gangstjettirn- ar eiu ekki nærri nógu breiðar Matarbirgðirnar hafa stórbatr að, ð minsta kosti á betri veit- mgastöðunum. Eitt kvöldið borð- aði jeg nautasteik, lambakjöl kvöldið eftir, og næsta kvölc bakað svínakjöt. Góður, þrírjett- aður matur fyrir tvo, með bjór kostar um 6 dollara, þjórfje inn: falið, á bestu stöðum borgarinn- ar. Grænmeti virðist afar lítið £ r.iarkaðnum. I'rfiðast er um drykkjarföng- in, Drykkj ustofurnar eiga ekk- ert til, ekki einu sinni bjór. Þaf er ákaflega lítið. um Whiský St r.rri gistihúsin selja það. stór- kostlegu verði, eða 1.15 dollar; '. iir „tvöfaldan sjúss“, sem ei aðeins örlítið stærri en einfaldui í Bandaríkjunum. Gin virðist þv: nær hvergi til. Reikningur yfii 5 glös af ginblöndu á Savoy-hót- elinu vo.r upp á 5.50 dollara (urr 36 ísl. kr.). Þegar líður á kvöld veröa jafnvel betri hótelin algjöi lega áfengislaus. — (Time). Um skólalæknisstöðuna | vif Laugarnesskóla hafa sóft dr. Jó- hannes Björnsson og Maria Hall- grímsdöttir. ’ ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.