Morgunblaðið - 18.08.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1945, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. ágúst 1945. JONATAN SCRIVENER I. kafli. MEÐ bók þessari býð jeg yð- ur að taka þátt í æfintýri. Þar eð jeg er eina mannver- an í heiminum, sem er til frá- sagnar um atburði þá, er hjer skulu greindir, mun nauðsyn- legt, að jeg kynni sjálfan mig lítillega fyrir yður. Bið jeg yð- ur að líta fremur á mig sem sögumann, en söguhetju. Það er ónauðsynlegt að vita mikið um mig, en þó mun hlýða að vita nokkuð, vegna þess að æf- intýri það, sem jeg er að bjóða yður að fylgjasi með mjer í, var árangur af mikilfenglegri og dularfullri breytingu, sem olli gjörsamlega straumhvörf- um í lífi mínu. Nafn mitt er James Wrex- ham. Jeg er nærri 39 ára gam- all. Jeg var einbirm, og móðir mín dó, þegar jeg var mjög ung ur. Faðir minn var einkennileg- ur maður, öllum ráðgáta, og eitthvað var dularfult við það, hvernig andlát hans bar að höndum. Satt að segja trúi jeg því ekki, að hann hafi fyrir- farið sjer, en mjer getur skjátl- ast í því. Dauða hans bar að höndum, er jeg var 19 ára. Jeg var þá nýkominn af skólabekkn um, og komst að raun um, að jeg var ekki aðeins blásnauður, heldur átti jeg ekki nokkurn ættingja. Þar að auki hafði hin einkennilega framkoma föður míns svift hann flestum vinum sínum. — Og vegna alls þessa voru ástæður mínar lítt öfunds- verðar. Jeg varð að vinna fyrir mjer, í stað þess að fara í há- skóla, og mjer varð það fljótt Ijóst, að stúdentsmentun er ekki lykill, sem veitir manni aðgang að öruggri atvinnu. En svo voru erfileikar mínir í þá átt skyndilega á enda. Jeg fjekk brjet frá manni að nafni Petersham, þar sem hann bað mig að koma að máli við sig, þegar jeg gæti því við komið. Af brjefinu rjeð jeg, að hann myndi vera fasteignasali. Skrif stofur hans voru í smábæ, sem var í um það bil tólf mílna fjar- lægð frá húsi föður míns. — Jeg heimsótti hann skömmu eft ir að jeg fjekk brjefið og jeg man greinilega eftir fyrsta sam tali okkar. Petersham tók á móti mjer í einkaskrifstofu sinni, en þaðan gat maður sjeð fram í fremri skrifstofurnar gegnum gler- hurð. Hann var lítill, hvatleg- ur maður með strítt yfirskegg, bogið nef og augu hans voru hvöss og frán sem í erni. Hann eyddi ekki tímanum í óþarfa mas um, að hann samhrygðist mjer, heldur virti mig vand- lega fyrir sjer með opinskárri forvitni. „Jæja — svo að þetta er son- ur Oskars Wrexham“, sagði hann loks. ,,Og hvað ætlast þú nú fyrir, ungi maður, — með höfuðið fult af allskyns glæsi- legum hugmyndum og framtíð ardraumum en vasana galtóma — eh?“ Jeg sagði honum, að jeg hefði ekki gert neinar áætlanir um framtíðina. Hann sýndi mjer því næst þann heiður, að skýra mjer frá lífsskoðunum sínum. Þær voru undarlegt samband af því, að menn ættu að auðgast eins fljótt og unt væri, án þess að skeyta um aðferðirnar, og sleikja sig upp við höfðingja. Jeg hlýddi aðeins á hann með öðru eyranu, því að jeg var að brjóta heilann um, hvað þeir hefðu getað.átt saman að sælda, faðir minn og þessi maður. — Það kom mjer því dálítið á ó- vart, þegar Petersham sagði alt í einu: „Jeg veit, hvað þú ert að hugsa um, ungi maður. Þú ert að brjóta heilann um, hvað faðir þinn hafi getað átt saman að sælda við mig. Það er eðli- legt, því að faðir þinn var sjent- ilmaður en það er jeg ekki“. Jeg geri ráð fyrir, að jeg hafi verið dálítið vandræðalegur á svipinn, en Petersham hjelt á- fram: „Jæja — en þú getur nú þakkað þinum sæla fyrir, að jeg skuli ekki vera sjentilmað- ur, karl minn, því að hefði jeg verið það, værir þú ekki hjer. Jeg byrjaði sem sendisveinn. Það gerði jeg“. Síðustu setninguna hreytti hann út úr sjer, alt að því vonskulega, en þar eð jeg vissi ekki, hvort hann ætlaðist til þess að jeg ljeti í ljósi hrifningu eða samúð, tók jeg þann kost- inn að þegja. „Sem sendisveinn, jamm“, endurtók hann. „Jeg hefi orð- ið að brjótast áfram af eigin rammleik — vinna baki brotnu, og jeg hefi komist talsvert á- leiðis — en jeg hefi orðið af miklum viðskiftum og verð það enn, vegna þess að jeg er eins og jeg er. — Faðir þinn gerði mjer einu sinni greiða. Það kem ur ekki málinu við, hver sá greiði var. En jeg hefi aldrei gleymt því og það var þess vegna, sem jeg skrifaði þjer“. Síðan skýrði hann fyrir mjer, hvað hann ætlaðist fyrir með mig. — Það, sem hann sagði, var mjög augljóst — í stuttu máli þetta: Jeg átti að vinna í skrifstofu hans — kynna mjer vel starfið. Hann ætlaði að greiða mjer nægileg laun til þess að jeg gæti lifað góðu lífi og síðar, ef okkur kæmi vel sam- an, ætlaði hann að gera mig að hluthafa í fyrirtækinu og þá yrði það skylda mín, að reyna að efla fyrirtækið og laða að því betri viðskiftavini, en hann hefði getað gert. Hann lauk máli sínu með því að segja: „Dugnaðurinn hefir verið minn höfuðstóll, en þú verður að hafa ætt þína og mentun að höfuðstóli. Þannig ættum við að geta hjálpast að . Þetta er lýðræði — eða svo skil jeg a. m. k. það hugtak. Jeg mun ekki greiða þjer alt kaupið þitt fyrstu árin. Hluta af því set jeg .í sjóð, sem þú leggur í fyrirtæk- ið síðar. — Jæja — hvað seg- irðu þá við þessu? Það er við- búið, að þjer leiðist starfið fyrst í stað. Þú byrjar á því að gera skrár og þess háttar. — Þú veist vitanlega, hvernig skrár það eru?“ Jeg kvaðst ekki hafa hug- mynd um það. „Guð á himnum! Og þú ert mentaskólagenginn! Jæja — hugsaðu um þetta, drengur minn. Ef þú ræður það við þig að koma hingað, skaltu ekki skifta þjer neitt af hinu skrif- stofufólkinu. Vertu út af fyrir þig í skrifstofunni og reyndu að skemta þjer með fólki úr þinni eigin stjett, þar fyrir ut- an. Já, karl minn, gerðu þj;; engar grillur um mig: jeg er höfðingjasleikja. Það er jeg. ?g það borgar sig. Jeg býð þjer þessa atvinnu vegna þess að pú ert sonur föður þíns og vegna þess að þú hefir hlotið góoa mentun. — Hugsaðu um þetta í ró og mæði. Það er engin á- stæða til þess að flana að neinu“. Jeg þurfti í raun rjettri ekk- ert að hugsa mig um. Jeg átti ekki annars úrkosta en taka boði Petersham. Mjer var það lífsnauðsyn að vinna mjer inn peninga og hann var eini mað- urinn, sem hafði boðið mjér vioi'u. .Teg tók því boði hans fegins hendi. Þcð er cngin ástæða til þess að skýra hjer frá einstæðings- skap þeim og eymd, er jeg varð að þola næstu árin. Svo kom stríðið og jeg losnaði frá Pet- ersham. En þrælkunin var samt ekki á °nda. Þegar jeg hafði barist á vígstöðvunum viku- tíma, særðist jeg og vann við sknfstofustörf það sem eftir var herþjónustutímans. J lok ársins 1918 kom jeg aftur til Petc-f ham. \Wa$nús Vli oriaciuá § hæstarjettarlögmaður § Aðalstræti 9. Sími 1875. = LISTERINE RAKKREM - Knud Framh. af bls. 2. hafa öll ákvæði fyllri um stein húsin. En Halldór Daníelsson sagði, að ef við vildum fá menn til að byggja steinhús, þá mættu skilyrðin um þau ekki vera ströng. Þegar talsíminn var „luxus“. — Jeg sá einhverstaðar, að þú hafir verið forgöngumaður að stofnun Talsímafjelags Reykjavíkur. — Jeg man altaf þann dag, er talsíminn var opnaður milli nokkurra húsa hjer í Reykja- vík. Það hafði kostað mikla fyrirhöfn að koma því fyrir- tæki á laggirnar. Eg vildi ekki byrja fyrri en fengnir væru 60 símanotendur. Ýmsir tóku sím- ann af velvild við mig, ’eða fyrir bón mína, en ekki vegna þess að þeir teldu sjer hag í því. Þeir sögðust skyldu reyna þetta í eitt ár, en bjuggust við að þeir myndu segja frá sjer símanum eftir árið. Við höfðum 100 línu borð í kompu í pakkhúsi sem faðir minn átti við Hafnarstræti. — Það varð of lítið fyrstu dagana, sem síminn kom í notkun. Svo fengum við 200 línu borð, og þegar við stækkuðum næst og línurnar voru orðnar 300, þá fengum við borð, sem hægt var að bæta við. Síminn kostaði 36 . krónur á ári. Alt var þetta eins einfalt sem frekast mátti vera. — Við höfðum alstaðar einfalda járn- þræði og jarðsamband. Ekki var hægt að tala í Landsímann, er hann kom til sögunnar úr þessum húsasímum. Til þess þurfti vandaðri leiðslur. Til þess að fá þær þurftu menn að þorga 12 krónum hærra ár- gjald. Margir kostuðu upp á þá umbót, úr því þeir voru byrj- aðir á þessum „óþarfa“. Klemens Jónsson var með mjer í stjórn fjelagsins. — Við hjeldum að Hannes Hafstein myndi fallast á að við fengjum að setja upp þessa bæjarsíma, án allra skuldbindinga. — En hann var ekki á því. Hann vildi ekki leyfa að Talsímafjelagið setti upp síman nema fjelagið skuldbindi sig til þess að af- henda landinu símann fyrir kostnaðarverð, þegar þess væri óskað. Ef við fjellumst ekki á það, þá kvaðst hann setja bráðabirgðalög um að lands- sjópur setti upp þenna bæjar- síma. Auðvitað var þetta lauk- rjett hjá honum. Talsímafjelag- ið stóð sig vel meðan það starf- aði, gaf 10% í arð af hlutafjenu, 27% síðasta árið, þegar Land- síminn tók við eignum þess. Gamlar og nýjar skipulags- tillögur. Við töluðum síðan um ýms gömul og ný framfaramál bæj- arins, því þó nú sjeu liðin all- mörg ár síðan Knud Zimsen Ijet af borgarstjóra störfum, eftir að hafa unnið að málefn- um.bæjarins í rúmlega þrjá ára tugi og haft þar forustu á hendi í I8V2 ár, fylgdist hann með vak andi áhuga með öllum þeim málum, sem snerta hag bæj- arfjelagsins og bæjarbúa. Hann segir mjer, að fyrir 40 árum hafi hann borið fram Zimsen þá tillögu í bygginganefnd, og fengið hana samþykta þar, að sú þreyting yrði gerð á gatna- skipun bæjarins, að gerð yrði bein gata frá Skólavörðustíg um Amtmannsstíg, Kirkju- stræti í Túngötu. En málið hefði ekki náð samþykki þæj- arstjórnar. Eins hefði hann þá viljað sveigja Pósthússtræti austan við Dómkirkjuna í Lækj argötu, svo þar fengist nokkurn veginn beint samband frá höfn inni í Lækjargötu og Fríkirkju veg, sem þá var verið að byrja að leggja. ★ Það yrði of langt ■ mál, að rekja öll þau málefni bæjar- ins frá fortíð og nútíð, sem hinn fyrverandi þorgarstjóri mintist á í samtali okkar, og hann hefir unnið að. Um hið mikla. starf hans í þágu kirkjunnar málefna og K. F. U. M. töluðum við ekki. Þar hefir hann starfað með lífi og sál, ekki síður en almennum framkvæmdamálum síðan hann á stúdentsárum sínum stofnaði íslenska deild þess fje- lags í Höfn. Reykvíkingar meta hið mikla starf Knud Zimsen í þágu bæjarins og vakandi áhuga hans fyrir málefnum K. F. U. M. og kirkjunnar. Það vita allir. Það fann Knud Zim- sen best á 70 ára afmælisdegi hans í gær. V. St. - Síða 5. U. S. Framh. af bls. 7. skólanum sem erkióvininn, mann, sem þeir höfðu ekkert við að tala. Nazistinn lítur á kommúnistann og kommúnist- inn á nazistann og háðir á sós- íalistann, sem æskilegan nýliða, gerðan úr hinum rjetta efni- viði, en báðir vita, að engin sambræðsla getur orðið milli þeirra og manna, sem raunveru lega trúa á frelsi einstaklings- ins. Það, sem okkur er hent á sem braut til frelsis, er í raun- inni þjóðbraut til þrælkunar. Því að það er ekki erfitt að sýna fram á það, hver afleið- ingin éerður, þegar á að fara að gera tilraun til þess að skipu- leggja á lýðræðisgrundvelli. Markmið skipulagningarinnar er venjulega skilgreint með einhverju óljósu hugtaki, eins og „almenningsheill". Ekkert raunverulegt samkomulag er um það markmið, sem keppa ber að, og árangur þess, að menn koma sjer saman um nauðsyn allsherjarskipulagn- ingar, án þess að samkomulag sje um markmiðin, er svipað- ur því, ef hópur manna kæmi sjer saman um það að fara í ferðalag saman, án þess að samkomulag hafi náðst um það, hvert förinni skuli heitið, með þeim árangri, að allir verða að leggja í ferð, sem flest um þeirra er ekki að skapi. Járn frá Svíbjóð LONDON: — Til hafnar- borgarinnar Immingbam ná- Jægt Grimsby kornu nýlega 12.000 smálestir af járni frá Svíþjóð. Aldrei hafa svo mikl- ar járnbirgðir borist til b'org- arinnar í einu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.