Morgunblaðið - 21.08.1945, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. ágúst 1943
Islandsmótið:
K.R. vann Víking
4-0
LEIKURINN í gærkveldi var langt frá því góður, þótt
stundum sæjust fjörsprettir nokkrir. Samleikurinn var ekki
sem bestur, og síðari hiuta seinni hálfleiks sáust mest óra-
iangar og háar spyrnur, sem stuttur samleikur var þá alveg
úr .sögunni, þótt ekki hefði verið mikið um hann í leiknum.
Sigur K.R. var verðskuldaður, sjerstaklega áttu þeir mikla
sókn i fyrra hálfleik.
Víkingsliðið var nú nokkru
sterkara en móti Fram, aðj
sumvi leyti. Anton var að vísu
ekki í marki, en varainaður
hans stóð sig mjög vel. Hann
mun ekki áður hafa leikið í
meistaraflokki. Þá ljeku nú
Guðmundur Samúelsson og
Ilaukur Óskarsson með Víking
og voru meginstyrkur liðsins.,
Sóknin var mjög lin, starfaði
lítið saman og var aldrei hættu
ieg.
K.R. skoraði tvö mörk í
hvorum hálfleik. f fyrra hálf-
leiknum höfðu þeir alveg yf-
I .
irhöndina, en í þeim síðari
var leikurinn jafnari. K.R.-
ingarnir voru njiklu hraðari,
að knettinum, einkum í fyrri
hálfleik, og Birgir ákaflega
öruggur í vörninni. I sókninni,
sem stundum voru allmislagðir
fætur, virtist mjer Tlörður
mest vakandi yfir tækifærun-
um. — Þráinn Sigurðsson var
dómari. Völlurinn mjög blaut-
ur og erfiður. J. Bn.
Lok Íslandsmeisíaramótsins í frjálsum íþróttum:
Guðjón Hagnússon, P, setti
met s stangarstökki og vann
tugþrautina
ÍR og KR fengu 6 íslandsmeistara hvort. FII 4,
KV 3 og Umf. Selfoss 1.
ÍSLANDSMEISTARAMÓT-
INU i frjálsum íþróttum lauk
um s.l. helgi með keppni í tug-
þraut. Tugþrautarmeistari varð
Guðjón Magnússon frá Vest-
mannaeyjum. I þeirri keppni
setti hann ennfremur nýtt Is-
landsmet í stangarstökki. Stökk
hann 3.67 metra, en fyrra met-
ið, sem hann átti sjálfur, var
3.65 m. — Guðjón hlaut 4862
stig í tugþrautinni. Annar var
Jón ólafsson, KR, með 4835
stig. 3. Brynjólfur Jónsson,
KR, 4726 stig. 4. Jón Hjartar,
KR, 4597 stig. 5. Sigfús Sig-
urðsson, Selfossi, 4334 stig.
Á meistaramótinu var alls
keppt í 20 greinum, og voru
íslandsmet sett í fjórum þeirra,
400 m. hlaupi, 400 m. grinda-
hlaupi, stangarstckki og 4x400
m. boðhlaupi. — Mótið fór
þannig, að ÍR hefir fengið 6
(6) meistarastig, KR 6 (11),
FH 4 (1), KV 3 (2) og Umf.
Selíoss 1 (0). í svigum er meist
aratalan frá því í fyrra.
Heiðursbikar, sem veittur er
fyrir besta afrek mótsins, hlaut
Skúli Guðmundsson, KR, fyrir
hástökk sitt, 1.90 m., sem gef-
ur 909 stig.
Forseti ÍSÍ, Ben G. Waage,
sleit mótinu með ræðu. Afhenti
hann við það tækifæri heiðurs-
verðlaun ISÍ og tugþrautarverð
launin. Ennfremur þakkaði
hann KR fyrir, hve vel fjélagið
sá um mótið.
Afrek Guðjóns Magnússonar
í einstökum greinum tugþraut-
arinnar voru þessi: 100 m.
hlaup: 12.6 sek.; langstökk:
6.22; kúluvarp: 10.48 m.; há-
stökk: 1.65 m.; 400 m. hlaup:
58.4 sek.; 110 m. grindahlaup:
20.8 sek.; kringlukast: 25.91 m.;
stangarstökk: 3.67 m.; spjót-
kast: 40.49 m.; 1500 m. hlaup:
5:18.8 mín.
Afrek Jóns Ólafssonar: 100
m. hlaup: 13.2; lgst: 5.51; kúla:
13.12; hst. 1.75; 400 m. 56.7;
110 m. grhl. 20.9; krk. 34.89;
stst. 2.50; spk. 38.14; 1500 m.
5:05.8.
Afrek Brynjólfs Jónssonar:
100 m. 12.2; lst. 5.84; kúla
10.88; hst. 1.65; 400 m. 56.7;
110 m. grhl. 18.5; krk. 27.99;
stst. 2.50; spk. 42.66; 1500 m.
5:28.2.
Afrek Jóns Hjartar: 100 m.
12.8; lst. 6.08; kúla 8.80; hst.
1.70; 400 m. 57.0; 110 gr. 21.2;
krk. 28.05; stst. 2.50; spk. 49.11;
1500 m. 5:02.2.
Afrek Sigfúsar Sigurðssonar:
100 m. 12.6; lst. 5.76; kúla
12.14; hst. 1.40; 400 m. 59.9;
100 m. gr. 22.2; krk. 32.97; stst.
2.50; spk. 43.63; 1500 m. 5:17.2.
Síðari dag tugþrautarinnar
var veður mjög óhagstætt og
hefir það að sjálfsögðu haft
lamandi áhrif á árangurinn.
Þann dag bætti Guðjón stang-
arstökksmet sitt, og með tilliti
til þess er afrek hans enn betra.
LONDON:: ■ — Berisínskamt-
urinn hjef í Brétlandi verður
bráðlega a.ukinn nokkuð, en
ekki mun skömtunin afnumin
naérri strax. ;
ÍR-dagurinn -
Anægjulegur sum-
arfagnaður
SUMARFAGNAÐUR íþrótta
fjelags Reykjavikur — IR-
dagurinn — var haldinn að
Kolviðarhóli um s.l. helgi, en
þangað . söfnuðust þann dag
fjöldi IR-inga ásamt nokkrum
gestum þeirra. —-
Á laugardaginn hófst fagnað
urinn með íþróttakeppni. Var
kept í 100 m. hlaupi, 60 m.
biaupi kvenna, spjótkasti og
langstökki. — í 100 m. hlaup-
inu var Haukur Clausen fyrst-
ur, hljóp á 11.7 sek. Magnús
Baldvinsson var næstur á 11.8
sek. (,11-7 í undanrás). — í
kvennahlaupinu var Theodóra
Steffensen hlutskörpust, hljóp
á 9.7 sek. Önnur varð Jóna
Pjetursdóttir á 10.1. í lang-
stökkinu bar Magnús Baldvins
son sigur úr býtum. Stökk hann
6.00 m. og er það nýtt Kolvið-
arhólsmet. Annar var Haukur
Ciausen. Hann stökk 5.73 m.
— í spjótkasti varð Gísli Krist-
jánsson sigurvegari, kastaði
47.08 m. Annar varð Örn
Clausen með 40.95 m.
Á laugardagskvöldið var svo
kvöldvaka. Komu þar fram
rnargir skemtikraftar, sem
þóttu með ágætum, en endað
var með dansi.
Á sunnudaginn fór Ir-dags-
hlaupið fram. Óskar Jónsson
sigraði þar á 4:25.2 mín. eftir
harða keppni og tvísýna við
Jóhannes Jónsson, sem hljóp á
4:26.4 mín. — Veður var mjög
óhagstætt þennan dag, rigning
og stormur, en samt fór fram
knattspyrnukappleikur milli
„æfðra“ knattspyrnumanna í
íjelaginu og ,,skussanna“. Náðu
hinir „æfðu“ jafntefli eftir
harðan leik (2:2). — Annað,
sem átti að fara fram úti þenn-
an dag, fjell niður, en í þess
stað var farið 1 leiki inni.
Sunnukórinn fer
söngför fil Reykja-
víkur
Frá frjettaritara vorum.
ísafirði, mánudag.
SUNNUKÓRINN á ísafirði
hefir ákveðið að fara söngför
til Reykjavíkur um 28. þ. mán.
Hygst kórinn að halda þar tvo
kirkjuhljómleika og þrjá al-
menna hljómleika.
Söngstjóri kórsins er Jónas
Tómasson, en einsöngvarar frú
Jóhanna Johnsen, frú Margrjet
Finnbjörnsdóttir, Jón Hjörtur
Finnbjörnsson og Tryggvi
Tryggvason.
Sigurður Birkis söngmála-
stjóri hefir dvalist hjer um hríð
til þess að æfa kórinn fyrir
söngförina.
Vilja komasf í
sljérn
CHUNGKING: — Forsprakki i
kommúnistaflokksins kínverska
hefir sent Chiang Kai shek
skeyti, þar sem hann fer~fram
á það, að samsteypustjórn verði
hið fyrsta komið á í lándinu,
„en afnumin éinræðisstjórn sú,
sem nú sitji að völdum“, eins
og segir í skeytinu.
VERSLUNAR- 1
ATVINNA
Ungur, reglusamur maður, með góða verslunar-
mentun (Verslunarskóla Islands eða aðra hliðstæða),
getur fengið framtíðaratvinnu á skrifstofu hjer í
bænum. Enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir, merkt-
ar „Verslunaratvinna 311“, sendíst blaðinu fyrir
þriðjudag 28. ágúst.
Skrifstofustúlku
‘I. vantar við heildsölufyrirtæki. Vjelritunar- og ensku- ;£
♦j* kunnátta nauðsynleg. Tilboð, auðkend „Skrifstofu- *
.:. ' •:<
i stúlka“, leggist inn á afgreiðslu blaðsins. V
Sandpappír
Smergelljereft
ýmsar gerðir fyrirliggjandi.
Cjar&ar (jíífaóon
Sími 1500.
tiydraulic
(vökvapressur)
nokkur stykki fyrirliggjandi.
Cja rda r Cjís íaóon
Sími 1500.
Akranes — Hreðavatn
um Svignaskarð. — Farið verður á hverjum degi eftir f
komu m/s. Víðis til Akranes
Frá Akranesi kl. 9. Frá Hreðavatni kl. 17.
alla daga nema laugardaga.
Frá Akranesi kl. 15. Frá Hreðavatni kl. 18.
ÞórSur Þ. Þórðarson, Akranesi. — Sími 17.
—04Þ»^<8^»^#'*»*»»^’<$<3>3><®'<S>»^<»g«8><»&<»<3><SxS><»XM»e><a><S»4»<»3>^^<»<»$><t“»
Iðnaðarpláss
með eða án sölubúðar, óskast nú þegar eðá síðar.
Upplýsingar í síma 5038.
I
9
Vjelritunarstúlka
Gott fyrirtæki óskar eftir góðri vielritunarstúlku. S
é
Kunnátta í dönsku og enksu æskileg. Eiginhandar um- f
sóknir sendist blaðinu, merktar „Vjelritunarstúlka 900“ %
Best ú auglýsa í SVIorgunblaðinu