Morgunblaðið - 21.08.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.1945, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. ágúst 1945 BRJEF: Embættismennirnir I og helvísk tófan Herra ritstjóri! ÞAÐ er gamalt orðtak, sem segir, að það sje aðeins embætt- ismenn og helvísk tófan, sem eti lambakjet í ágústmánuði. — Þetta orðtak'hefir orðið til á þeim tímum, þegar embættis- menn einir voru taldir launa- menn í þessu landi. Nú orðið eru flestir kaupstaðabúar og þorpa orðnir launamenn, og getur því talshátturinn átt við þá alla. Nú nýlega hafa blöðin hjer í bænum tilkynt, að um næstu helgi eigi lambaslátrun að byrja, vegna þess að kjöt- birgðirnar frá s.l. hausti sjeu á þrotum. Út frá þessari stað- reynd dettur mjer í hug, því á endilega að fara að slátra hálfvöxnum lömbum, til þess að fullnægja þörfinni fyrir meiri kjötneyslu og þar með að rýra kjötframleiðslu þjóðarinn- ar um nokkra tugi eða hundruð tonn, vöru, sem sennilega verð- ur auðvelt að selja góðu verði til sveltandi eða hálfsveltandi þjóða á n.k. vetri. Því ekki held ur að nota þetta tækifæri til að afsetja hrossakjöt og þar með reisa rörid við vaxandi fjölda þeirra hrossa, sem sett verða á vafasamar birgðir heyja á n.k. vetri, sem enginn veit hve harð leikinn kann að verða á lífi og líðan þeirra skepna, sem að mestu eiga að bjarga sjer á úti- gangi. Því að bíða með slátrun þeirra til hausts, þegar marður- inn er fullur af kindakjöti, sem reynslan hefir sýnt, að flestir vilja frekar en hrossakjöt, sem leiðir það af sjer, að þá er illt að koma hrossakjöti í verð. Nei, það á ekki að mínu viti að slátra lömbum nú, heldur hrossum í hundraða vís, bæði af þeim ástæðum, sem að ofan segir og eins af hinu að hrossa- kjöt af ungum hrossum er aldrei betra, en á þessum tíma árs, en lambakjötið er ekki enn orðið það gott sem það verður, þegar þau þroskast meir. Ennfremur er þess að geta, sem allir vita, að hrossafjöldi landsmanna er í mörgum sýsl- um orðið það áhyggjuefni margra, að einsætt er að nota hvert tækifæri, sem gefst til J þess að stöðva fjölgunina, og helst fækka stofni, ef hrossa- eignin á ekki að verða að einni plágunni enn fyrir framleiðend urnar. Nú kann einhver að segja, að það sje enginn tími til að slátra hrossum á þessum annatíma. Mjer skilst, að kaup- fjelögin, sem flest munu vel bú- in af starfsliði og bílakosti, geti annast þetta allt, bæði slátrun og flutning á kjötinu til mark- aðsstaðar. Bændur senda hross- in, þau sem til næst með hægu móti, sem víða er, til sinna kaup fjelaga og svo er þeirra fyrir- höfn lokið. Þeir, sem aðstöðu hafa, kynnu heldur að vilja slátra heima og flytja svo kjöt- ið til kaupfjelagsins, þeir um það. Jeg vildi með línum þessum aðeins vekja athygli viðkom- anda á þessu atriði, sem jeg tel hagfræðilega rjett. Því ef horf- ið væri að þessu ráði yrði það talsvert magn af seljanlegu kjöti í haust og greiddi fyrir sölu á hrossakjöti, sem annars yrði óseljanlegt eða lítið selj- anlegt í haust. Nú kann einhver að segja, ætlast mannfjöldinn virkilega til þess að það sje þvingað upp á okkur hrossakjöti, þannig, að við verðum að fasta á kjöt, ef við ekki borðum hrossakjöt. —- Jeg svara, það er enginn þurf- andi fyrir kjöt, sem ekki getur sjer til bestu nota borðað vel- verkað, nýtt hrossakjöt af ung- um hrossum, slátruðum á þess- um tíma árs. Já, borðum hrossa kjöt, ef við fáum það og lát- um skolla einan um að kjamsa á hálfvöxnum lambagrisling- um'. Reykjavík, 10. ágúst. Sig. A. Björnsson, frá Veðramóti. BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU „Kata“ íer til Hafnar í dag CATALINABÁTUR Flugfje- lags íslands (,Kata‘) fer áleið- is til Kaupmannahafnar í dag, ef veður leyfir. — Flugvjelin kemur fyrst við 1 Skotlandi og mun fara þaðan á morgun til Hafnar. Með flugvjelinni fara hjeð- an 10 farþegar, 5 til Skotlands og 5 til Danmerkur. Skotlands- farþegar eru þessir: Ungfrú Brynhildur Sörensen, Axel Ax elsson kaupm., Eiríkur Hjart- arson rafvirkjameistari, síra Stefán Eggertsson og Sigurgeir Sigurjónsson lögfræðingur. Til Kaupmannahafnar eru þessir farþegar: Lárus Gunnlaugsson stórkaupmaður, frú Frida Svane, frú Ingeborg Johansen, Kaj Olsen matsveinn og Skafti Þóroddsson. Aðalflugmaður verður Jó-1 hannes Snorrason, Magnús Guðmundsson verður varaflug- maður, Jóhann Gíslason loft- skeytamaður, Sigurður Ingólfs- son vjelamaður og breskur navigator (leiðsögumaður). Líklegt er að flugvjelin leggi af stað hjeðan um 9 leytið í dag. Þetta er lengsta millilanda flug, sem íslensk flugvjel hef- ir lagt upp í. Áður hefir ,,Kata“ flogið milli íslands og Skot- lands. Þetta er reynsluflug með væntanlegt millilandaflug fyr- ir augum. 10—15 farþegar eru væntanlegir heim með ,,Kötu“ er hún kemur aftur í vikulokin. K R vann vormót 1. flokks VORMÓTI I. flokks í knatt- spyrnu er nýlokið. Stóð mótið svona lengi vegna þess, að eft- ir að allir leikir höfðu verið háðir, voru 3 fjelög, KR, Valur og Víkingur, jöfn og þurftu að keppa upp aftur. Fóru þessir leikar svo, -að KR vann Val með 1—0, en Víking með 3—0, en Valur vann Víking með 1—-0. — Það er svonefndur Glæsis- bikar, sem um er kept í þessu móti. — Landsmót I. flokks mun hefjast í kvöld á velli Fram nærri nýja Sjómanna- skólanum. Afsökun Thailend- inga fekin gild London í gærkvöldi. JAMES BÝRNES, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að Banda- ríkjastjórn hefði ákveðið að iáta sjer nægja yfirlýsingil ríkisstjórnarinnar í Thailandi (Siam), um það að hún ætti ekki lengur í styrjöld við Breta og Bandaríkjamenn. •— Sagði ráðherrann, að það væri vitað, að Japanar hefðu neytt Thailendinga. til þess að gefa út yfirlýsingu þessa, en sjálf- ir hefðu Thailendingar verið Japönum andvígir og hefði verið öflug mótspyrnuhreyf- ing- gegn Japönum í landinu, sem þó að vísu ekki hefði ver- ið farin að láta neitt til sín taka, er Japanar gáfust upp. Reuter. Háfíðahöld með Iruflunum LONDON: 1 fyrrdag voru mjög mikil hátíðahöld rúss- neska hersins í Víriarborg, er afhjúpað var á hernámssvæði hans, minnismerki Um sigur Rússa í borginni. Voru her- göjiigur gengnar, flugeldum, skotið. — Svo slysalega vildi til að raketta ein mikil koni, niður í hljómsveitinni, er hún var að leika, þjóðsöng Sovjet- ríkjanna, en ldjóðfæraleikar- arnir ljetu þetta ekki á sig fá, og hjeldu áfram leiknum. A- Minnismerki það, sem reist, var,, er talið hið glæsilegasta. Sjálfkjörinn í þing sætið FRAMBOÐFRESTUR til auka kosninga,' sem fram • áttu að fara í Norður-Þingeyjarsýslu 18. sept. n.k. var útrunninn s.l. föstudagskvöld, 17. þ. mán. — Hafði aðeins eitt framboð bor- ist, frá Birni Kristjánssyni kaupfjelagsstjóra á Kópaskeri, f.h. Framsóknarflokksins. Verð ur hann því sjálfkjörinn. — Bevin • Framhald af 1. síðn með hr. C'hurchill, að mjer finnst landamæri Póllands vera of vestarlega“, sagði Bevin. (Churchill hafði sagt á þingi nokkru áður, að sjer fyndist mikið að láta Pólverja fá þj æf öllu ræktanlegu landi' Þýskalands). Taldi Bevin, að: þessu yrði að breyta við hina endanlegu friðarsamninga. -—< Viðvíkjandi Spáni sagði ráð- herrann, að breska stjórnin njyndi gæta sín vel, að gera ekki neitt, sem orðið gæti til ]iess, að borgarstyrjöld yrði þar í landinu. -— Hann kvað kvað í'ípáuverja sjálfa verða að ákveða stjórnarform sitt. — Síld Framh. af bls. 2. Frigg, Guðmundur 1336 (109). Fylkir, Grettir 595 (219). Magni, Fylkir 2337 (185). Guð- rún, Kári 584. Gunnar Páls, Jó hann Dagsson 755 (634). Hilm ir, Kristján Jónsson 446 (203). Jón Guðmundss., Þráinn 656 (155). Vestri, Örn 754 (170). Færeysk skip: Bodasteinur 2373 (273). Borg- lyn 1348. Fagranes 1026. Fugl- oy 2056 (166). Godthaad 437 (141). Kyrjasteinur 3981 (378). Mjóanes 2484 (362). Nord- stjarnan 2811 (219). Seagull 579 (203). Suduroy 2175. Svin- oy 1700 (195). Sölvasker 570. Von 1141. Yvonna 3333. Bræðslusíldin skiftist þannig á verksmiðjurnar: H.f. Ingólfur, Ingólfsfirði 38467. Hf. Djúpavík, Djúpavík 44905. Ríkisverksmiðjurnar, Siglufirði 133329. Síldarverk- smiðja Siglufjarðarkaupstaðar 20161. H.f. Kveldúlfur, Hjalt- eyri 81163. Síldarbræðslustöð- in Dagverðareyri h.f. 2131. Rík- isverksm. Raufarhöfn 97272. Hf Síldarbræðslan, Seyðisfirði 14271 hkl. Samt. 450.599 hkl. Þá fer hjer á eftir saman- burður á síldarmagninu frá ár- inu 1942: 19. ág. 1944 1290.205 21. ág. 1943 1275,101 22. ág. 1942 1460.194 e m 19 Efflr Roberf Storm f AW, OUIT WORRVlNóJ 7HE ONLV TMIN6 TMAT <5TOP& ME WMV VOU PUNK5 LET ThlE ÖUY IN TME MAEK ÖET AWAV í 1) 1 greni Eyrnalangs sálaða: Lefty: — Jeg veit ekki, hvernig ykkur líður, en jeg er alveg á nálum. Það er ekki orð um góðverk okkar í blöðunum. 2) Pembroke: — Æ, vertu ekki að þessu væli. — Það, sem mjer gremst mest, er að þið skylduð láta WE MAD U5 COYEFED, I TELL Y0U.„BE6!DEö ME WOULDN’T öAlN BY RATTIN6 ON U5/ Ál TMI6 MOMENT, 0UT6ÍDE , YE5! IF YOU DON'T MEAK FROM mc'v/r runt tuc 01 am BOXED! APE YOU ALL J 6ET, JACK? xá '= náungann með grímuna sleppa svo billega. Lefty: — Hann var með hólkana á lofti, eins og jeg hef sagt þjer. Og svo er heldur ekki víst, að það borgi sig fyrir hann að svindlá á okkur! 3) Samtímis. Úti. Leynilögreglumaður: — Við er- um búnir að umkringja kofann. Ertu tilbúinn, Jack? Jack: — Já. Er þú heyrir ekki í mjer, áður en fimm mínútur eru liðnar, þá komið þið eins og Indíánar í stríðsdansi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.