Morgunblaðið - 21.08.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.1945, Blaðsíða 8
8 MORGUNBL & ÐIÐ Þriðjudagur 21. ágúst 1M5 IHavatitiUiiMb' Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Stra umhvörf ATBURÐIR síðustu vtku valda miklum straumhvörf- um í lifi mannkynsins. Loksins var hægt að boða heim- inum frið eftir löng og erfið ár fádæma fórna og blóðsút- hellinga. Við getum e. t. v. naumast gert okkur fyllilega í hug- arlund fögnuð hjartnanna um gjörvallan heim, þegar þeim barst vitundin um þetta: eiginmenn og elskhugar, feður og synir, bræður og vinir eru alt í einu leystir undan þessari þungu byrði að berjast, — vera að heim- an, vera í óvissunni, — úthella blóði sínu. En boðskapur- inn um heimsfrið snertir allar friðelskandi þjóðir, alla friðelskandi einstaklinga. íslenska þjóðin hefir „samfagnað af einlægu hjarta“, eins og íorseti íslands komst að orði í útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar. Um helgina síðustu hljómaði boð- skapur friðarins og þakkargjörð í íslenskum kirkjum. Á styrjaldarárunum hafa átt sjer stað undur og stór- merki í tækni og orku, sem mannsandinn og atgjörvið hef- ir framleitt. Við hugsum til þess nú höggdofa, hvílíkri ómælisorku anda og handa hefir verið varið til að tor- tíma. En þetta er liðinn tími ófriðarins, sem við vonum . að komi aldrei aftur, sje horfinn fyrir fult og alt. Straumhvörfin standa yfir. Tímamó'tin, þegar orku mannsins er snúið að því að byggja upp, skapa nýjan heim. Tveim Atomsprengjum var varpað í lok styrjald- arinnar. Að sögn mátti framleiða þúsund sinnum sterkari sprengjur af þessari gerð. Hver verður þáttur þessarar jötimelfdu orku í ríki friðarins? Nú þráir mannkyn friðsæld — þar sem sprengiaflinu verður varið til þess að græða, bæta og byggja upp. ÚR DAGLEGA LÍFINU Blaðamaðurinn og listsalinn. ÞAÐ HEFIR stúndum verið sagt, að blaðamenska geti leitt til allra hugsanlegra starfa í lif- inu. Þetta reynist oft rjett. Blaða menn hafa orðið ríkisstjórar og ráðherrar, sendiherrar og silungs veiðimenn, kaupmenn og kjaft- askar, togarakarlar og tugthús- limir o. s. frv. Hjei na á dögunum kom jeg i lí; í húsnæði, sem jeg vissi að gnmall kollega hafði á leigú. En það var ekki lengur líkt blaða- mannaskrifstofu. Skrifborðið var eins og hjá stríðsgróðamanni — ekki tölustafur til að hengja hatt sinn á. — En það, sem vakti at- hygli mina var, að veggir allir voru þaktir dýrindis listaverk- um. Og þarna sat gamli kollega og' var heldur en ekki broshýr. — Hvað er þetta, maður, varð mjer að orði. Þú hlýtur að hafa grætt vel á Daily Post, en ekki trúaðri á krónuna en svo, karl- inn, að þú leggur alt í listaverk! — Það getur vel verið, að jeg hafi grætt, svaraði kollega. En jeg tapaði því strax á einhverju öðru. Jeg á ekkert í þessum lista verkum. Jeg hefi þau í umboðs- sölu. Og nú sá jeg enn eitt dæmi þess. hvað Waðamenskan getur leitt til margs. • Eina listasafniff. OG ÞEGAR jeg hafði skoðað mig þarna um í salnum um stund varð mjer ljóst, að þetta litla herbergi, á annari hæð í Austurstræti 12, var eiginlega eini vísirinn til listasafns í þess- um bæ. Sigurður Benediktsson blaðamaður, sem svo oft hafði skemt og frætt fólkið með viðtöl- um við hina og þessa, hafði fund ið aðra leið til að skemta og menta samborgara sína. Hann hafði gerst brautryðjandi og opn að fyrsta listasafn i Reykjavík. Á þessu safni eru verk eftir nærri því alla listmálara okkar, og þetta safn hefir einn góðan kost fram yfir venjuleg söfn. Því langi mann í eitthvert listaverk- ið, þá er ekki annað en að kaupa það og fara með það heim. Listelskir menn og konur ættu að veita þessu litla en snotra listasafni athygli. Koma þangað og skoða, aðgangur er frjáls. Það þarf enginn að vera hræddur um, að S. B. skrifi blaða viðtal við gestina. Hann hefir lagt blaðamenskuna á hilluna í bili. En það má minna hann á, að eins og sagt er, að blaðamensk an geti leitt til hvaða starfs sem er, þá er líka til setning, sem segir: Einu sinni blaðamaður, altaf blaðamaður. • Enn kemur póstur- inn seint. ILLA GENGUR að fá póstaf- greiðshma í lag hjer í þessum bæ. Á meðan styrjöldin stóð yf- ir og brjef frá útlöndum voru ’oft margra mánaða gömul, skifti | ekki miklu máli, hvort brjef lágu hjer á pósthúsinu deginum lengur, en nú, þegar bæði eru komnar á hraðari póstsamgöngur með flugvjelum og skipin eru fljótari á leiðinni, er eins og muni miklu um hvern daginn. Þegar pósturinn er ekki nema 4 daga yfir hafið frá Englandi og 10—12 daga frá Ameríku, skiftir miklu máli, hvort hann er borinn út til viðtakenda strax er skipin koma, eða hvort hann verður að liggja hjer á brjefhirð- ingastofunni í 2—3 sólarhringa. Sömu sögu er að segja með er- lend blöð, sem nú eru farin að berast tíðar en áður. Það fer mesta nýjabrumið af þeim, ef þau liggja á pósthúsinu lengi áð- ur en þau koma til viðtakenda. • Lokuff um helgar. ÞAÐ MUN varla koma fyrir, að póstur, sem kemur með skipi frá útlöndum á laugardögum, ber ist viðtakendum fyrr en eftir helgi. Líða þannig oft tveir og jafnvel þrír sólarhringar, þar til menn fá póst sinn, þó hann sje kominn til bæjarins. Það er ómögulegt annað, en að hægt sje að kippa þessu í lag. Ef starfslið pósthússiíís getur ekki annað dreifingu brjefa, þá verður að bæta við starfsliðið, hvað sem það kostar. Einkennilegt fyrir- komulag. ÞÁ ER ÞAÐ bæði bagalegt og æði einkennilegt fyrirkomulag, að póstafgreiðslan hjer í bænum skuli jafnan vera lokuð eftir klukkan 6 að kvöldi og alla helgidaga. Það er sama, hvað manni ligg- ur á að koma t. d. ábyrgðarbrjefi í póst, það er ekkert annað að gera en að senda það sem ál- ment brjef, eða bíða til næsta dags og jafnvel bíða í hálfan annan sólarhring. Þá er sama sagan með frí- merkjasöluna. Ekki hægt að fá svo mikið sem fimm aura frí- merki, nema að fara álla leið nið ur i miðbæ, og getur það orðið æði langur krókur hjá þeim, sem búa inni í Sogamýri, Kleppsholti eða- vestur á Grímsstaðaholti og Seltjarnarnesi. En það er eins og það ]>ýði ekkert að kvartá um þetta. Framtíðin ÞJOÐIR heims búa sig nú undir að mæta þeim mörgú og nýju viðhorfum, sem skapast á tímamótum stríðs og friðar. Við íslensdingar höfum þegar haft nokkurn viðbúnað til þess að mæta framtíðinni með þeim hætti að efla og umbæta þjóðfjelagið, svo að hjer megi skapast aukin hagsæld og vaxandi þróun. Stjórnmálalegt samstarf þriggjá flokka með ólík stefnu- mið er áþreifanlegasti vottur um vilja íslendinga til nýrra þjóðfjelagslegra vinnubragða. Þegar forsætisráðherra boðaði myndun núverandi stjórnar og það samstarf þriggja flokka, sem hún bygðist á, mælti hann m. a.: „Að þessari stjórn standa menn, sem hafa í grundvallaratriðum sundurleitar skoðanir á, hvaða þjóðskipulag henti íslendingum best. Þeir hafa nú komið sjer saman um að láta ekki þann ágreining aftra sjer frá að taka höndum saman um þá nýsköpun atvinnulífs þjóðarinnar, sem jeg hefi lýst, og sem er kjarni málefna- samnings stjórnarinnar, og bygð er á því þjóðskipulagi, sem íslendingar nú búa við.----Það er öllum þessum flokkum til lofs, að hafa sýnt þann stjórnmálaþroska, að láta eigi deilur um stefnur standa í vegi fyrir því mikilvæga höfuðverkefni: nýsköpun atvinnulífs þjóðar- innar“. Að lokum mælti forsætisráðherra: „Á þessu ári höfum við íslendingar endurreist lýðveldi á íslandi. Þar með hefst nýtt tímabil í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Þeir, sem að ríkisstjórninni standa, vona einlæglega, að sú nýsköpun atvinnulífsins, sem nú á að hefjast, megi verða upphaf nýs velmegunar tímabils í atvinnusögu þjóðar- innar. Megi þær vonir rætast, svo að fjárhagsleg vel- gengni og örj'ggi festi og treysti hið endurheimta þjóð- frelsi. Ríkisstjórnin væntir góðs samstarfs við alla hátt- virta alþingismenn og biður um skilning þjóðarinnar og velvilja". Ef við íslendingar megnum til hlítar að mæta tímarnót- um stríðs og friðar með samhug og frjálslyndi, þurfum við ekki að örvænta um framtíðina. I BRJEF SEND MORGUNBLAÐINU ! Herra ritstjóri. JEG KOM nýlega i Hellis- gerði í Hafnarfirði. Rjett fyrir innan hliðið sá jeg uppfesta a'ug- lýsingu, þar sem tekið var fram, að ribsrunnar hefðu verið úðaðir með eiturblöndu, berin væru því eitruð og börn vöruð við að neyta þeirra. Mjer datt í hug, að aust- ur í Árnessýslu höfðu tvær mann eskjur dáið fyrir nokkrum árum af því að neyta tómata af plönt- um, sem höfðu verið úðaðar með eiturvökva. Ef það er regla að skola ávaxtarunna, eða tómata, úr eiturlyfjum, verða þá ekki allir slíkir ávextir hættulegir til neyslu, hvort sem þeir eru seld- ir, gefnir eða þeim er hnuplað? Mjer skilst, að hjer sje farið út á hættulega braut. Annaðhvort verður almenningur að hætta að kaupa ávexti og matjurtir, sem úðaðar eru með eiturvökva, eða eiga á hættu að láta lífið. Ætti að heirnta af grænmetis- og á- vaxtasölum að sýna fullgild vott orð um, að vará þeirra sje heil- [ brigð og að hinar ræktuðu jurt- ir hafi ekki verið úðaðar úr hættulegum vökva, fyrir líf og heilsu manna. Læknar eða heil- brígðisráð ættu að ganga eftir að slíkar ráðstafanir yrðu gerðar. Rófur og kartöflur eru hjer und- ir sömu sök. Ætíð fer eitthvað af eiturvökva ofan í moldina, þeg- ar blöðin eru úðuð og kemst að undirvexti jurtarinnar og spill- ir honum. Urn Hellisgerði skal ennfrem- ur tekið fram, að jeg veitti því eftirtekt, að óvíða mun vera eins mikið af ánamöðkum í jarðvegi og þar. Yfirborð jarðvegsins ber þess ótvíræð merki, en þó sjer- staklega vitna þar heilbrigði trjánna, hinn öri vöxtur og þroski þeirra. Ánamaðkurinn á þar drjúgan hlut að máli. Ef berjarunnar eru hinsvegar úðað ir með eitruðum vökvum, fer ekki hjá því, að eitthvað af eitr- inu lendi ofan í jarðveginn og verði ánamöðkunum að bana. En ef þeir hverfa úr jarðveginum, munu trjen segja til um afleið- ingarnar. í sambandi við þetta mál skal tekið fram, að í fyrsta skifti á íslandi hefir eitur verið auglýst takmarkalaust til sölu, eins og hjer væri um munaðarvöru að :..ða. Ríkisútvarpið hefir haft pcssa eitur-útbreiðslu með hönd- um Er engu líkara en að hjer sje að renna upp nokkurskonar eit- v.rmenning. Hver sem fæst við ræktun matjurta, verður bæði að fóðra þær með erlendum áburði og baða þær úr eiturblöndu. Jafnvel garðleigjendur í Reykja vík eru skyldaðir til að láta úða garðjurtir sínar með eiturvökva, hvort sem nokkur þörf er á því eða ekki. Eftir útvarpsauglýsíng unum að dæma virðist hver ein- staklingur, yngri sem eldri, mega ganga með eitur í vösum sínum eins og tóbak, og prófa j>oð á hvaða skepnu, sem hon- u;n dettur í hug. Kýr sækjast mjög eftir að jeta kál og kartöflugras, eins og kunn ugt er. Komist þær í þóssa ljúf- fengu fæðu eftir að nýbúið er að úða matjurtagarðana með eiturvökva, skyldi enginn ætla, að það yrði þeim til heilsubót- ar. Og varla mun það heldur hafa bætandi áhrif á heilbrigði fólks, sem nýtur undirvaxtarins. Aldrei hafa kvillar í búpen- ingi hjer á landi valdið þjóðinni eins miklu tjóni og á síðustu ára- tugum. Og á sama tíma, sem skepnur hrynja niður um land alt, hefir aldrei vej-iS borið að íslenskum fóðurjurtum eins mik ,ið af erlendum tilbúnum áburði og eiturlyf að garðjurtum. Það virðist því eins og eitthvert sam- band sje á milli heilbrigðis- ástands húsdýranna og notkun hins erlenda áburðar og eitur- efna, sem nytjagróðurinn er bað aður úr. Notkun erlenda áburð- arins ætti að takmarka sem mest, en hirða betur þann ís- lenska. Og sjerstaklega ætti að banna með lögum alla eitrun í landinu. G. D. Láns- oq leigu- lögin úr gildi WASHINGTON: — Banda- ríkjastjórn hefir tilkynt, að úr gildi sjeu numin lögin um láns og leiguaðstoð við bandaþjóð- irnar, en hún hefir á styrjald- arárunum numið gífurlegum fjárhæðum, eða alls um tíu miljörðum steflingspunda sið- an hún hófst, nokkru eftir að Bandaríkin lentu í styrjöldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.