Morgunblaðið - 16.09.1945, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1945, Blaðsíða 4
4 MORQUNBLA Ð ÍÐ Sunnudagur 16. sept. 1945. * Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. , Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) * Frjettaiststjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600 Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanland*. kr. 10 00 utanlands. I lausasolu 50 aura eintakíð, G0 aura með Le»t>ða. Samtök bænda Á SÍÐUSTU áratugum hafa samtök íslenskra bænda verið aðallega tvenns konar. Samvinnufjelögin eru elst þeirra samtaka sem ná yfir víðlend svæði. Að hinu leyt- inu eru búnaðarf jelögin og sambönd þeirra. Öll þessi fjelög störfuðu lengi á hreinum hagsmuna- grundvelli utan við alla pólitíska flokkadrætti. En þegar Framsóknarflokkurinn kom til sögunnar, byrjaði hann strax að taka kaupfjelögin í sína þjónustu fjárhagslega og fjelagslega. Svo langt hefir verið gengið á þeirri leið, að ýmsir öfgafullir ofstopamenn í liði Tímamanna, hafa haldið því fast að fólkinu, að öll flokksafstaða í landinu ætti að miðast við það hvort menn versluðu við kaupfje- lög eða kaupmenn. Kaupfjelagið ætti heimtingu á sál og sannfæringu þeirra manna, sem við það versluðu. Á þeim þrifalega grundvelli hefir fjelagsskapurinn viða ver- ið rekinn að undanförnu og í skjóli þessarar villukenn- ingar hefir andstæðingum Tímaliðsins innan samvinnu- fjelaganna víða verið skákað frá öllum störfum og áhrif- um innan þessa fjelagsskapar, yett eins og þeir væru rjettlausir menn, sem skylt væri að forsmá. Þegar þetta heppnaðist, en kom ekki að fullu haldi til að buga þá bændur í landinu, sem ekki vilja vera sjálf- stæðisrúin verkfæri í höndum Tímaliðs-herforingjanna, þá var haldið inn á leiðir búnaðarfjelaganna með sömu eða svipuðum aðförum. Einkum hefir verið lagt kapp á að gera búnaðarsamböndin og Búnaðarfjelag íslands að pestnæmum gróðrarstíum fyrir þessa starfsemi. — Var áhrifamesta bragðið þessarar tegundar breyting jarðrækt arlaganna 1936, þegar allar Búnaðarþingskosningar voru gerðar að flokkspólitískum hlutfallskosningum. Bragðið tókst allvel, því síðan hefir Búnaðarþing oft verið vika- liðugt áróðurstæki í höndum Tímamanna. Þegar svo þau tíðindi berast brjeflega út um lands- bygðina nú í sumar, að stærsta búnaðarsamband landsins, Búnaðarsamband Suðurlands, sje að undirbúa allsherjar samtök bænda á hreinum stjettargrundv. og óháð öllum flokkslegum yfirráðum, þá var eins og rafstraumi hræðsl unnar^ væri hleypt í taugarnar á foringjum Tímaliðsins. Nú voru góð ráð dýr. Stjórn Búnaðarfjelags íslands var beitt fyrir vagninn eins og stundum fyrr. Búnaðarþing var kallað saman á miðjum slætti til að hefja varnir gegn hinum nýja háska. Því skyldi ekki geta tekist að buga hina uppreisnargjömu bændur á Suðurlandi. Búnaðarþingið var haldið og setti alla flokksvjelina í gang. Nokkrir búnaðarþingsmenn blönduðu sjer ekki í þetta mál. Aðrir snjerust á móti. Voru þeir Sveinn á Eg- ilsstöðum og Þórarinn í Þykkvabæ algerlega mótsnúnir þessum aðferðum og hjeldu röggsamlega á máli sínu til meðmæla frjálsum bændasamtökum. Meiri hlutinn símaði og sendi hraðboða víða um land og í mestu heyskapar önnunum tókst víða að ná saman fáeinum mönnum, sem kusu að þeirra vild af því ekkert \ ar gert á móti. Á Laugarvatnsfundinum urðu Sunnlendingar auðvitað í nokkrum minni hluta. Þeir fengu því þó til vegar kom- ið, að almenn atkvæðagreiðsla skuli fram fara á næsta vori. Verður þá úr því skorið, hve vel bændur meta það að setja samtök sín öll undir yfirráð Tímamanna. Til að blekkja Sjálfstæðismenn, voru þrír úr þeirra hópi kosnir í stjórn, en allir voru þeir fjarverandi þegar kosn- ingin fór fram. Síðan var Tímaliðsforingi gerður að for- manni að nokkru með atkvæðum varamanna. Fyrir nokkrum árum starfaði fjelagsskapur sem hjet Landssamband bænda og var ráðgert að það starfaði á svipaðan veg og sum þau samtök er hjer hefir verið um rætt. Það mun lítil áhrif hafa haft og saga þess varð stutt. Hvort nú tekst að vekja það upp sem áhrifasterkan fje lagsskap kemur fyrst í ljós eftir búnaðarþings kosning- arnar í vor. Fram að þeim -hlýtur að verða undirbúnings- og deilutími á þessu sviði. \Jiluerji ilripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Hcimsókn merks manns. ÞAÐ VAR uppi fótur og fit í bænum á föstudagsmorguninn þegar menn lásu það í Morgun- blaðinu sínu, að hingað væri von á hinum heimsfræga danska söngvara Lauritz Melchior. Það var í raunioni ekki undarlegt. — Maðurinn er frægur og einhver mesti óperusöngvari heimsins.— Stór og mikill að burðum, því honum verður lítið fyrir að syngja í þrjá klukkutíma í hringabrynju mikillri og með þungan hjálm á höfði. En við munum brátt venjast við, að hjer ái ýms stórmenni á leið sinni milli heimsálfa. Eins og oft hefir verið getið þá erum við kominn í þjóðbraut. Verst er að þessi gestir okkar skuli ekki fá betri aðbúnað en hægt er að veita þeim við Kefla víkurflugvöllinn. Herinn hefir gert það, sem hann hefir þurft að gera. Komið upp smáveitinga húsi og de Gink er gott, sem það nær, en verður þó aldrei skoðað annað en stríðsfyrirbrigði. — Kanske skemtilegt stríðsfyrir- brigði, sem sýnir vel hugkvæmni Bandaríkjanna og hvað Þeir geta gert úr Nissenkofum. • Vantar veglega veitingastofu. KEFLAVÍKURHRAUNIÐ hef- ir aldrei verið hlýlegt, eða vina- legt. Það er ekki að búast við, að menn, sem sjá það eitt af land- inu fyllist hrifningu yfir náttúru fegurð. En mikið gæti bætt úr ef við flugvöllinn væri snoturt veitingahús. Á veggjum þess þyrftu að vera ljósmyndir af feg urstu stöðum landsins. Falleg iistaverk eftir íslenska lista- menn. Upplýsingar um land og þjóð í skemmtilegum pjesum. Myndir til minningar um heimsóknina, sem seldar væru við við sann- gjörnu verði og minjagripir, sem bæru vott um menningu og hagleik þjóðarinnar. Bandaríkjaherinn, sem nú rek- ur veitingastofuna við flugvöll- inn hefir reynt áð gera þetta í smáum stíl. En fyrir það fyrsta er það ekki hersins verk og svo er ekki að búast við, að herinn leggi til þess fje og fyrirhöfn. • Pjesi setuliðsins. í VEITINGASTOFUNNI við Keflavíkurflugvöllinn geta gést- ir fengið hressingu, eins og áður er sagt og haegt er að kaupa sjer þar sigarettur og sælgæti. — Við ig við að minsta kosti hafa verið til íslenskir minjagripir og allir, sem vilja geta fengið lítinn pjesa. í þessum pjesa eru gestir boðnir velkomnir til flugvallar- ins og nokkrar upplýsingar eru um landið, en teikningar sumar skopteikningar hálfgerðar, sem ekkert ila er þó meint með. • Hugmyndir hans Gísla Halldórssonar. ÞAÐ munu vafalaust margir hafa gaman að lesa framhaldið af ferðasögunni hans Gísla Hall- dórssonar, sem kerhur í 'Lesbók- inni í dag eftix nokkra hvíld. — Gisli fær margskonar hugmyndir sem gaman er að lesa. Menn gætu haldið, að framtíð arhugmyndirnar hans um höfuð- borgina okkar sjeu drómórar, sem aldrei komist í framkvæmd. En hversvegna skyldu þær ekki geta orðið að veruleika? Við erum að rjetta okkur úr kútnum íslendmgar og það er margt nýtt, sem á eftir að sjást hjer, ef við viljum og höfum þor til þess að bæta og halda áfram á framfaraleið. Hevrjum hefði dottið það í hug fyrir 50 árum, að hjer ætti eftir að rísa upp jafn glæsilegur bær og raun ber vitni? Hvað get ur ekki skeð á næstu 50 áurm? • Brjef um bíla og bílaverð. ÞAÐ er mikill áhugi. meðal manna fyrir bílum. Allir vilja eignast bíl sem von er og þá er eðlilegt að menn hugsi um verð og gæði þessara faratækja. Hjer fer á eftir brjef frá „bílakarli“ um ýmislegt viðvíkjandi bílum og eru í því margar merkilegár upplýsingar: „Kæri Víkverji! I ÞÚ hefir stundum skrifað um bíla og bíláverð í dálkum þínum, og langar mig til að leggja nokk ur orð í belg um það efni, ef þú vilt taka þau til birtingar. Jeg les í kunnu ensku tima- riti að viss tegund enskra fólks- bíla, sem mikið eru eftirsóttir hjer, sje flutt út til Ameriku og seld þar á $400.00, sem er krón- ur 2.602,00. Áætlað er að. sams- knoar bílar muni kosta hjer ,10 —12 þús. krónur, þegar þeir verða fluttir til landsins seint á þessu ári eða á því næsta. — í enskum tímaritum eru þessir sömu bílar auglýstir til sölu á 310 dollara að66 310 pund að viðbættum veltu- skatti 87 pund, samtals 397 pund, eða kr. 10.409,34. • ískyggilegur verðmis- munur. „NÚ verður manni á að spyrja hvernig á þessum mikla verðmis mun standi. Á hvaða verði Eng lendingar selja sína bíla á heima markaðinum kemur okkur ekki við, en hversvegna við verðum aðnjótandi mikið verri kjara um bílakaup en aðrir kemur okkur sannarlega við. Verðmismunur- inn virðist ískyggilega mikill, þar sem samskonar bill innflutt ur til beggja landanna kostar hjer fjórum til fimm sinnum meira en í Bandaríkjunum. Þó mætti ætla að flutningskostnaðurinn til Ameríku væri hærri en hingað. Hvað finnst mönnum um þetta? Væri ekki athugandi fyr- ir ríkisstjórnina að reyna að kom ast að samningum um betri inn- kaup á bílum, svo fleiri gætu eignast þessi tæki sjer til gagns og lífsþæginda? • Ósanmemi. „ÓSAMRÆMIÐ í verði bíla virðist yfirleitt vera mikið nú á þessum síðustu og verstu tím- um. Allir vita um svartamarkaðs verð bílanna hjer, sem hið stranga og dýra verðlagseftirlit olckar lætur afskiftalaust. — En þar með er ekki öll sagan sögð. Nýr bíll innfluttur frá Englandi kostar kr. 10—12 þúsund. Sams- konar bíll kostar kr. 2.602,00, ef hann er fluttur til Ameríku og seldur þar, en útjaskaður jeppi keyptur af ameríska hernum hjer kostar 7—10 þúsund krónur“ Á ALÞJÓÐA VETTVANGI ... Slík eru örlög konunga UM LEIÐ og Leopold Belgíu- konungur bjóst til að flytja til Svisslands, var öðrum manni af konunglegu kyni boðið að fara úr landinu. Tveir hátíðlegir sendi menn frá Franco hershöfðingja börðu að dyrum á einbýlishúsi Don Juahs, hins spánska konungs efnis, (sjá Mbl. 13. sept.). Var svo sagt að þeir væru að bjóða konungsefninu að koma aftur til Spánar, — loksins. Don Juan hafði beðið þolinmóður í 14 ár. Kanske tíminn væri nú kominn fyrir hann að setja niður í ferða töskurnar. í Brasilíu hafði annað konung- ur setið mánpðum saman með allar sínar ferðatöskur fullár, og beðið eftir að fá landgönguleyfi í Portúga-1 eða Frakklandi. Það var Carol fyrrum Rúmeníukon- ungur með fylgikonu sína Lup- escu, bjuggu þau í höll einni ákaf lega prýðilegri fyrir utan Rio de Janeiro. Með þeim voru fyrrver andi kanslari konungs, Ernest Udrianu og kona hans, ásamt kyn blending einum óg konu hans, var það þjónustufólkið. Þá voruj með í hafurtaskinu heilir sex hundar. Konungurinn og frú Lupescu skemmtu sjer við hundana. Hund arnir voru hændir að öllu fólk- inu, — og svo mjög að íbúðinni, að eftir fjóra mánuði þurti að taka upp allar gólfábreiðurnar og hreinsa þær heldur betur. „En þetta er alt yndislegt“, sagði þjónn konungs, „og yndislegast af öllu er þó það, hvað þau eru bæði hrifin af hundunum. Þeir tengja þau traustar saman en nokkuð annað. Þau tala aldrei um annað en hundana. En hund- arnir vilja ekki'fara út og „ganga meðfram trjánum". í síðastliðinni viku var þessari huggUlegu fjölskyldu sagt, að hún fengi ekki að fara til Evrópu. f r'eiði mikilli var, sagt upp skrauthýsi, sem hún hafði leigt sjer nærri Lissabon. Frú Udrianu hágrjet: „Við fáum ekki að fara, við fáum ekki að fara“. — Sagt var að Bretar og Bandaríkjamenn væru smeykir um að aukast myndi alt skurkið á Balkanskag- anum, ef Carol kæmi aftur, og var ærið nóg fyrir. Opinberlega tilkynnti Carol, að ferðinni væri frestað vegna heilsufars frú Lupescu. Svo skipaði hann svip- þungur, að tekið skyldi upp úr ferðatöskunum. En hertogahjónunum af Wind- sor leið vel. Og þau voru kát. Eftir að hafa verið grafin lifandi í fimm ár á hinum leiðinlegu Bahamaeyjum, voru þau nú full af tilhlökkun í að koroast aftur til Parísar. Þar var alt til reiðu, er þau kysu að koma. Fyrir löngu hafði hertogafrúin látið gera alt þar sem nýtt og skreyta húsið fag urlega, (svefnstofa hennar átti að vera náttblá og hvít). Auðvitað vár París ekki ná- kvæmlega eins og þau höfðu síð- ast sjeð hana. Það var ekkert raf magn, til þess að knýja lyftuna milli hinna tveggja hæða hússins. Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.