Morgunblaðið - 27.09.1945, Side 12

Morgunblaðið - 27.09.1945, Side 12
12 MOKGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. sept. 1945 Menningar og minningarsjóður kvenna ÞEGAR TIL ÞESS var mælst að jeg skrifaði nokkur orð um sjóð þenna, rifjuðust upp fyrir mjer atvík frá löngu liðnum ár- um. Forgöngukonur flestallra þeirra kvenfjelaga, er þá voru starfandi í þessum bæ, voru samankomnar til þess að ráða ráðum sínum um það, á hvern hátt konur landsins gætu best minst þeirra tímamóta í sögu íslenskrar kvenþjóðar, er þær hugðu að mundu markast, þá er þær fengju kosningarjett og kjörgengi til Alþingis. Þótti sjálfsagt að hefjast handa um að hrinda fram einhverju góðu og gagnlegu máli, bæta úr ein- hverjum tilfinnanlegum skorti. Og hjer vantaði svo margt. All ir þektu til þess, hve ófullnægj andi sjúkrahússkostur lands- ins var, — og var sem sú hug- mynd, að konur beittu sjer nú fyrir því, að ráða bætur á þessu atriði, hefði verið fyrir fram á- kveðin í hugum flestra þeirra, sem hjer voru mættar. En ein þeirra kom fram með aðra uppástungu. Hún vildi að kon- urnar gengust fyrir stofnun sjós, til styrktar ungum konum, sem stund legðu á háskólanám, eða aðra framhaldsmentun. þessi kona var frú Bríet Bjarn- hjeðinsdóttir. Tillagan um landsspítalann var samþykt og starfið fyrir hann hafið, og tók frú Bríet og fjelag hennar, Kvenrjettinda- fjelag íslands, drengilegan þátt í því starfi. En geymt er eigi gleymt. Hugmyndin um mentun arsjóð kvenna, sem frú Bríet bar fram sumarið ’15 lifði í huga hennar, og hún misti aldrei sjón ar á henni. Mun hún hafa vitað, af eigin reynd, hvar skórinn kreppti, því að eflaust hafa efnahagsástæður, ásamt fáum úrræðum til mentunar kvenna, á æskuárum hennar verið þess valdandi, að hún átti sjer þess ekki kost að afla sjer þeirrar mentunar, er hugur hennar hefði kosið, og gáfur hennar gjört hana rjettbæra að. En nú er þá sjóðurinn, sem frú Bríet þráði, orðinn að veru- leika. Og það varð hennar síð- asta ráðstöfun í þessu lífi, að svo skyldi verða. Stofnfje sjóðs ins, kr. 2000,00 — tvö þúsund krónur — eru dánargjöf frú Brí etar, en stofndagur sjóðsins telst 27. september 1941, en sá dagur var fæðingardagur henn ar. 27. sept. skal vera fjársöfn- unardagur sjóðsins. Sjóðnum hefir verið sett skipulagsskrá, og er hann sam- kvæmt henni orðinn kr. 26,606, 13. — Sjóðurinn er í vörslum Kvenrjettindafjelags íslands, og hefir hann aukis’t með gjöf- um frá 39 kvenfjelögum og nokkrum einstaklingum, er gef ið hafa minningargjafir um stofnanda hans, og gjöfum, er gefnar hafa verið til minningar um aðrar konur. Allmargar gjafir munu enn ekki innkomn ar og enginn vafi er á því, að sjóðurinn mun aukast og halda áfram að vaxa, svo að hann verði, áður langt um líður, þess megnugur að vinna það hlut- verk, sem honum er ætlað að vinna af hendi. En tilgangur hans er að vinna að menningar málum kvenna með því: 1. að styrkja konur til fram haldsmentunar við æðri menta stofnanir, hjerlendar og erlend ar, með náms- og ferðastyrkj- um. Ef ástæður þykja til, svo sem sjerstakir hæfileikar og efnaskortur, má einnig styðja stúlkur til byrjunarnáms, t. d. í mentaskóla. 2. að styðja konur til fram- halds rannsókna að loknu námi, og til náms og ferðalaga til undirbúnings þjóðfjelagsleg um störfum, svo og til sjernáms í ýmsum greinum og annara æðri menta. 3. að veita konum styrk til ritstarfa, eða verðlauna ritgerð ir, einkum um þjóðfjelagsmál, er varða áhugamál kvenna. Meðan sjóðurinil er að vaxa skulu námsstyrkir sitja í fyrir- rúmi. Sjóðurinn er eins og nafnið lýsir, bæði menningar- og minn ingarsjóður. Minningargjafir til sjóðsins hafa þegar verið gefn- ar að upphæð 5585 krónur, og hefir sjóðurinn sjerstaka minn ingagjafa bók, þar sem skráð eru æfiatriði þeirra, sem minst er með gjöfum til hans. Má gera ráð fyrir að þær gjafir aukist, og að bókin verði, er fram líða stundir merk heimild um störf margra þjóðnýtra kvenna. Sjóðurinn, sem frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir bar fyrir brjósti í hálfan þriðja áratug, er nú orðinn að veruleika, og til hans standa miklar vonir, því að árlega fjölgar þeim ungu konum, sem ljúka hjer menta- skólanámi og síðan leggja út á langa og erfiða braut framhalds náms. Væri vel ef þeir, sem ráða yfir námsstyrkjum til stúdenta fylgdu þeirri reglu, að gera engan mun karls og konu um veitingu námsstyrkja. En þrátt fyrir það, að þar er von- andi gætt fyllsta jafnrjettis, þá er það nauðsyn konum, að ráða yfir sjóði sem þessum. Nú eru að opnast sífelt fleiri vegir til mentunar, og tíminn heimtar sjermentunar á öllum sviðum. Það sýnir framsýni og stór- hug stofnanda sjóðsins að hon- um er ætlað víðtækt verksvið. Og vonandi metur þjóðin þá framsýni og þann stórhug, sem skipulagsskrá sjóðsins lýsir, á þann veg, að hún lætur óslitnar gjafir streyma í hann, svo að hann geti sem fyrst og sem best tekið upp það hlutverk, sem honum er ætlað. Að síðustu eru ein fyrirmæli sjóðsins, sem vert er að vekja sjerstaka athygli á, þar segir svo: Komi þeir tímar að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu og stömu aðstæður til mentunar, efnalega, lagalega og samkvæmt almenningsáliti, þá skulu bæði kynin hafa jafn- an rjett til styrkveitingar úr þessum sjóði. Formaður sjóðsins er frk. Laufey Valdemarsdóttir, Þing- haltsstræti 18, en aðrir stjórn- endur: Katrín Thoroddsen, læknir, Þóra Vigfúsdóttir, Ther esía Guðmundsson og Matthild ur Matthíasson. Reiknighald sjóðsins og gjaldkerastörf ann- ast frú Charlotta Albertsdóttir. Inga Lárusdóttir. | Alm. Fasteignasalan | = er miðstöð fasteignakaupa. 1 i Bankastræti 7. Sími 6063. 1 Gullbrúðkaup Akureyri, miðvikudag. Frá frjettaritara vorum. GULLBRÚÐKAUP. eiga í dag, hjónin Anna Tómasdótt- ir og Jón Helgason, Stóra- Eyrarlandi við Akiíreyri. Þau giftust 26. sept. 1895 og fluttust að Eyrarlandi 1896 og hafa átt þar heimili síðan. Jón stundaði aðallega algenga verkamannavinnu lengi vel, en búskap eingöngu á síðari árum þar á Eyrarlandi. Þau hjón hafa eignast 4 börn. Eru þrjfi þeirra á lífi. Brelar hafa ekki enn viðurkeni ungversku sljórnina LONDON í gærkveldi: — Til kynnt var í dag, að breska stjórnin hefði enn enga ákvörð un tekið um viðurkenningu á ungversku stjórninni, og er jafnvel búist við því, að það geti dregist nokkuð. Rússar tilkynntu stjórn Ung verjalands aftur á móti í gær, að þeir væru reiðubúnir til þess að taka upp stjórnmálasam band við hana og Bandaríkja- menn tilkynntu henni litlu seinna, að þeir vildu taka upp samninga um sama efni svo fremi að kosningar þar í landi færu fram á lýðræðisgrundvelli. Ákveðið hefir verið, að kosn- ingar fari fram í Ungverjalandi 4. nóvember. Var sendisveinn fyrst. LONDON: — Nýlega hefir hr. Bullock verið skipaður borgarritari í Hull, en hann byrjaði sem sendisveinn í bæj- arst j órnarskr if stof unum. 700 í verkfalli. LONDON: — Sjö hundruð verkamenn hafa gert verkfall í járnbrautarvagnasmiðjunum í Derby, vegna þess, að einn maður var rekinn þaðan fyrir óstundvísi. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU. - Alþj, veffv. Framhald af bls. 8 sannleika. Vísindaþrá þess er mjög mikil. — Prestunum kemur saman um að mesta hættan hjer sje andlegt stjórnleysi. Fjöldinn allur hefir orðið fyrir djúpum vonbrigðum við hrun nasismans og hættir því fólki til að verða kaldhæðið og gjörsneytt hæfileik um til þess að trúa á nokkurn skapaðan hlut. Það er þreytt og vonsvikið, og skal sannan kristin dóm til að gefa því trúna á lífið og framtíðina aftur. — Franco Framhald af 1. síðti átt heima í samvinnu við aðrar þjóðir. Við höfum allir vinsamlegar tilfinningar í garð spænsku þjóðarinnar og vildum að góð samvinna gæti tekist með Spán verjum og öðrum þjóðum. Það er margt, sem við gætum gert á fjármálasviðinu til þess, að sánna þessar tilfinningar okkar. En slíkt er óhugsandi á meðan tilfinningar Bandaríkjamanna eru eins og þær eru í dag í garð spænsku stjórnarinnar. Það er því innileg von mín, að sá tími megi brátt koma, að Spánn geti tekið þátt í alþjóða- samvinnu“. Þetta brjef hefir vakið geisi- mikla athygli um allan heim og getgátur eru uppi um það, hvort birting brjefsins sje undii'bún- ingar að því, að bandamenn ætli að láta til skarar skríða gegn. Franco. Samkomur bannaðar. LONDON: — Til þess að reyna að hindra útbreiðslu máttleysisveiki, hafa yfirvöld- in í Belgíu banfiað allar sam- komur og skemtanir í landinu um óákveðinn tíma. Veikin hefir verið all skæð í Belgíu. iiiiiiiiiiuimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin i 1 Herhergi til leigu fyrir unga, ein- hleypa stúlku gegn hús- hjálp hálfan daginn. Uppl. á Njálsgötu 1, eftir kl. 4. iiiMiiiiiimm/imiiiiiiiiiamiiinniiiiiiiiimimiiiiiimii u Efllr Roberl Storm EANWWILE LOOK AT TNAT M03 AROUNP THE /N~ r FOKMAT/ON 0OOTH,J „ K-9 ! rOv-n-^ „ NEW yORKS OKAY, 3UT I FEEL LONESOME FOK WAOH/N6TON, CH/EF. 1) Gullskalli: — Nú skulum við strákar, fá fólk til þess að veðja um það, á öllum járnbrautarstöðv- um í landinu. En fyrst þurfum við að fá allar áætl- anir, sem til eru. Glæpon: — Við.getum fengið þær þarna fyrir handan, Gullskalli góður. 2—3) Gullskalli: — Jeg vil ekki láta ykkur alla fara saman. Dreifið ykkur nú, piltar. Á meðan ger- ist þetta í New York: — X-9: — New York er að vísu ágætis borg, en mig langar nú til Washing- ton. Yfirmaðurinn: — Líttu á allan mannfjöldann umhverfis upplýsingastöðina, X-9.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.