Morgunblaðið - 27.11.1945, Síða 1

Morgunblaðið - 27.11.1945, Síða 1
16 síður 32. árgangur. 277. tbl. — Þriðjudagur 27. nóvember 1945 ísafoldarprentsmiðja h.f. Læknar UNRRA lýsa heilsufari í Evrépu London í gærkvöldi. LÆKNAR, sem starfa á veg- um UNRRA á meginlandi Ev- röpu, hafa haft fund með blaða mönnum í dag, og lýst heilsu- farslegu ástandi þjóða þeirra, sem þeir starfa hjá. Þótt þeir segi, að ekki beri nærri eins mikið á bráðsmitandi farsóttum nú á meginlandinu, eins og eft- ir fyrri styrjöld, er mynd sú, sem þeir gefa af heilsufarinu, ákaflega dökkleit. — Þannig hafa berklar 3—10-faldast á meginlandinu, syfilis 5—20- faldast, og mjög mikið er um meltingarkvill •? á Bretlandi. — UNRRA hefir fengið þýska efnaframleiðslufyrirtækið I. G. fárben, til þess að framleiða mikið af efninu DOT, ef á þarf að halda, ef taugaveiki eykst. Malaría geysar nú í Grikklandi Meðul eru að koma eða komin til flestra landanna. — Reuter. Skorist í leikinn r \ London í gærkvöldi. BRETAR og Bandaríkjamenn hafa nú ákveðið að miðla mál- um í Persíu, en þar hafa Rúss- ar að undanförnu hindrað ferð- ir innlendra hersveita um land ið, en þær voru á leið að bæla niður óeirðir. Sir Archibald Clarc Kerr, sendiherra Breta í Moskva hef- ir sent Molotov orðsendingu, þar sem breska stjórnin harm- ar það, sem fyrir hafi komið, og biður rússnesku stjórnina að leiðrjetta sem skjótast, ef það sje yfirforingja rússnesku herjanna að kenna, að persnesk ar hersveitir hafi verið stöðv- aðar. Bandaríkjastjórn hefir beint þeirri áskorun til Breta og Rússa, að staðið verði við Te- heran-samþyktina, og allir er- lendir hermenn verði farnir á brott úr Persíu fyrir 1. jan. n.k. — Reuter. Hryðjuverk á Java LONDON: — Nýlega varð bresk flutningaflugvjel, sem í voru 20 manns, að nauðlenda á eynni Java, á svæði, sem inn- bornir menn höfðu á valdi sínu. Frá annari flugvjel sást það, að þeir, sem í henni voru, komust út úr henni, eftir að hún var lent. Breskt herlið leitaði mann- anna, og fann lík þeirra illa leik in víðsvegar í nánd við þann stað, sem hún hafði lent á. — í hefndarskyni fyrir þessi hryðjuverk brendu bresku her sveitirnar þrjú 'þorp þarna í grendinni niður til grunna. — Reuter. Þj óðflokkurinn fjekk hreinan meirihluta á þingi í Austurríki Flugmannsiaus flugvjei BANDARÍKJAMÖNNUM hefir nú tékist að láta flugvjel fljúga án þess að nokkur maður sje í henni. Tækið, sem henni er stýrt með, sjest á efri myndinni, en það er nokkurskonar út- varpstæki, og er vjelinni stjórnað með skeytasendingum af jörðu neðan. „Viljum heldur deyja, en fara til Rússlands“ Má! 167flóttamanna frá Eysira- saUslöndunum, sem sænsk yfir- völd æfla að afhenda Rússum, vekja athygli í Svíþjóð MÁL 167 FLÓTTAMANNA frá Eystrasaltslöndunum, sem sænska stjórnin ætlar að skila Rússum, vekja ákaflega athygli og mikla samúð í Svíþjóð. Hafa fangarnir lýst því yfir, að þeir vilji heldur deyja, en komast í hendur Rússa. Þeir hafa neitað að borða, og hvaðanæfa úr Svíþjóð berast mótmæli til stjórn- I arinnar við því að framselja Rússum þessa menn. — Frá þessu segir blaðið „Stockholms Tidningen“ á laugardaginn var, á eft- rrfarandi hátt: Þetta er hægriflokkur Kommunistar nær fylgislausir London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BÚIÐ ER NÚ að telja í öllum kjördæmum í Austurríki nema tveim, eftir þingkosningarnar á sunnudaginn, og eru heildarúrslitin þegar auðsjeð, — þau að hinn hægri- sinnaði þjóðflokkur, sem kaþólskir menn styðja, hefir hlotið hreinan memhluta á þingi, eða eins og er 84 þing- sæti. Jafnaðarmenn hafa hlotið 76 þingsæti, en komm- únistar aðeins 3. Þjóðflokkurinn hefir þegar boðið báðum hinum flokkunum þátttöku í ríkisstjórninni, og munu þeir hafa þegið það. Blöðin í Austurríki gera sem að líkum lætur tíðrætt um kosninguna og úrslit hennar. Snarpar skærur í Gyðingaiandi London í gærkvöldi. BRESKT herlið gerði í dag leit í fimm þorpum Gyðinga í Palestínu, að vopnum og einn- ig ef auðnast mætti að finna einhverja þeirra Gyðinga, sem sprengdu í loft upp tv.ær strand varðstöðvar Breta þarna í nánd inni í fyrrinótt. — Ibúar þorp- anna risu til varnar og urðu mikil áflog og meiddist fjöldi fólks. Herliðið beitti kylfum cg táragasi. Var alt fólkið úr þorpunum sett í sjerstakar bækistöðvar, til þess að hægt væri að ganga úr skugga um, hverjir væru að komandi í þorpunum. — Er fólk ið í nærliggjandi Gyðingaborg um og þorpum frjetti um þetta, þyrptist það áleiðis til hinna tveggja þorpa, til þess að hjálpa íbúunum þar. Kom þá aftur til snarpra viðureigna og fjellu þrír menn, en yfir 60 særðust. Djúp sorg í Eksjö. Hinir 167 fangar eru í bæki- stöðvum í Eksjö. Á föstudags- kvöldið var, hjeldu þeir guðs- þjónustu saman og neyttu sakra mentanna. Þeim finnst þeir vera dauðadæmdir menn. Þeir standa með járnhörðum aga við ákvörðun sína um að neyta ekki matar. Segjast þeir heldur vilja deyja, en láta framselja sig. — Þeir segjast munu binda sig fasta við stoðir og stólpa í bæki stöðvunum, ef reynt verði að draga þá þaðan, og allir eru þeir reiðubúnir að fyrir- fara sjer, ef reyna á að færa þá burtu. — Yfir bænum Eksjö Framh.. á bls. 5. Gyðingar ræna skot- lærum LONDON: — Um helgina komu 8 menn, búnir sem bresk ir flugliðar, akandi í tveim bif- reiðum til breskrar flugstöðvar einnar á Gyðingalandi. Þeir sýndu skilríki og var hleypt inn í flugstöðina. — Er þar var komið, ógnuðu þeir með vopn- um 15 mönnum, sem voru við skotfærabyrgi flugstöðvarinn- ar og bundu þá alla. Síðan fermdu þeir bifreiðar sínar af skotfærum, einkum vjelbyssu- og riffilskotum, og óku á brott. Talið er víst, að þetta hafi ver- ið menn úr óaldarflokkum Gyð inga, dulbúnir. — Ekki hefir hafst upp á þeim enn. Ummæli blaðanna Blöð Þjóðflokksins segja, að sigurinn gleðji flokkinn eðli- lega mjög mikið, en foringjum flokksins finnist iang-rjettast, að allir flokkarnir starfi enn um sinn saman að stjórn lands- ins, þar sem alla krafta þurfi að leggja fram til viðreisnar því. Blöð jafnaðarmanna (en þeir hafa unnið nokkuð á úti um sveitirnar) ráðast hatramlega á kommúnista, sem þeir telja hafa komið í veg fyrir það, að jafnaðarmenn fengju hreinan meirihluta, og telja blöðin kom múnistana hafa gert allt til þess að spilla fyrir jafnaðarmönn- um. Blöð kommúnista viðurkenna ósigurinn: „Vjer höfum orðið undir í baráttunni.“ segja þau, ,,en munum halda áfram að reyna að bjarga Austurríki“. Síðustu kosningar I Austurríki voru kosningar síðast háðar árið 1930 og urðu úrslitin þá þau, að Jafnaðar- menn fengu 72 þingmenn. Kristilegir jafnaðarmenn 66, Þjóðlegir bændur 19 og Heima flokkurinn 8 þingmenn kjörna. Enn myrkur og kuldi í London London í gærkvöldi. HJER í borg er enn myrkur og kuldi, sökum þess, að verka- menn við gasstöðvar borgarinn ar hafa ekki snúið aftur til vinnu. Lundúnabúar dúða sig sem best þeir geta og skjálfa þó, eiga ilt með að sjóða mat sinn, og á götunum er niða myrkur. (Seint í gærkvöldi bárust þær fregnir frá Reuter, að verkamenn væru nýfarnir til vinnuaftur.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.