Morgunblaðið - 27.11.1945, Síða 2

Morgunblaðið - 27.11.1945, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagiir 27. nóy. 1945 valdhafarnir að rá ða yfir sál fólksins? Nýjar bækur frá ísafold Mun urinn á frelsi og kúgun í lýðfrjálsum löndum er aldrei hægt að segja fyrir úrslit kosninga með öruggri vissu. Öllum skoðunum má halda fram. Allir geta gefið út blöð til að berjast fvrir málstað sínum. Allir mega halda fundi með fylgismönnum sínum. Jafn vel í útvarpi ríkisins er öllum frambjóðendum eða flokkum gert jafn hátt undir höfði. Engar hömlur eru lagðar á flokksmyndanir og við kosn- ingarnar sjálfar mega allir bjóða sig fram, sem til þess hafa nokkurt fylgi. Sjálfar kosningarnar fara leynilega fram, svo að enginn einstakur kjósandi þarf að standa nein- um öðrum en sjálfum sjer reikningsskap gerða sinna.. Valdhafarnir ekki meiri rjett en aðrir. Valdhafarnir hafa ekki að neinu leyti fremri nje betri að- stöðu við kosningarnar heldur en áðrir. Nema síður sje, vegna þess að andstæðingunum gefst færi á að níða það niður, sem valdhafarnir hafa gert, en þurfa sjálfir ekki að hafa verið í neinni þeirri stöðu, sem hafi gert þeim mögulegt að sýna hvað í þeim bjó. Leikurinn er þess vegna að'því leyti oft ó- jafn. Alt þetta leiðir til þess, að jafnvel hinir kunnugustu menn geta ekki fyrirfram fullyrt hver kosningaúrslitin verða. Það er þjóðin sjálf, almenningur í heild, sem á kosningadaginn kveður upp sinn úrskurð um það. í huga frjálslyndra manna er þetta sjálfsagt. Þess vegna var það eðlilegt, að hjer í blað- inu skyldi fyrir skömmu vera rætt, hvernig færi um stjórn bæjarmálefna, ef úrslit kosn- inga yrði slík, að Sjálfstæð- ismenn misstu meiri hluta sinn. Morgunblaðið telur að vísu ákaflega ósennilegt, að svo illa fari. En það er ekki Morgun- blaðið, sem á hið síðasta orð um þetta. Það eru kjósendurnir sjálfir. Morgunblaðið, sem önn- ur blöð hjer á landi, geta gert meira eða minna sennilegar get gátur um þetta. En það er fólk- ið sjálft, sem á síðasta orðið og ræður úrslitunum. Þar sem valdhafarnir ráða yfir þjóðarsálinni. Þjóðviljanum þykir þetta ákaflega einkennilegt. Hann telur það bera vitni um sjer- stakan ótta og illa samvisku, að Morgunblaðið skuli einnig ræða þann möguleika, að flokk ur þess kunni að verða í minni hluta. Það er eðlilegt, að Þjóðvilj- anum þyki þessi afstaða Morg- unblaðsins furðuleg. Þó að Þjóðvilja-menn sjeu sjálfir staddir hjer á landi, eða a. m. k. líkamar þeirra dvelji hjer, þá er vitað, að hugurinn er allur austur í Moskva. Þar eru ekki slíkar aðferðir sem hjer. Þar er ósköp auðvelt að segja fyrir úrslit kosninga. Fólkinu er að vísu öðru hvom smalað saman til að kjósa, en þar ríkir ekki frjálst val. Að- eins einn flokkur fær að hafa frambjóðendur í kjöri. Allir aðr ir flokkar eru bannaðir. Aðeins einn flokkur, þ. e. flokkur rík- isstjórnarinnar sjálfrar, fær að gefa út blöð. Aðems einn flokk ur fær að efna til mannfundi og fjelagsskapar málstað sín- um til styrktar. Ljóst er, að þarna eru kosn- ingaúrslitin ekki óviss. Það eru valdhafarnir einir. sem nokk- urn möguleika hafa á að verða kosnir, og áframhaldandi yfir- ráð þeirra eru því svo trygg sem frekast er mögulegt. Þetta sjónarmið kemur glögg lega fram í ummælum forseta Sovjetríkjanna, Kalinins, þeim, sem nýlega var frá sagt hjer í blaðinu. Kalinin ávarpaði fyr ir skömmu embættismenn og stjórnarfulltrúa rússneska rík- isins og sagði við þá: „Þið hafið ekki aðeins umsjón með fjármálum hjeraða þeirra, sem þið stjórnið, heldur ráðið þið einnig yfir þjóðarsálinni. Ef þið skiljið sjálfir rjett skipulag sovjet-valdsins, þá eruð þið vissulega herrar yfir sálum fólksins. Það er staðreynd11. Morgunblaðið efast ekki um, að forsetinn segi þarna rjett frá. Og Morgunblaðið efast heldur ekki um, að þarna er mælt fyrir munn allra komm- únista hvar sem er í heimin- um. í Rússlandi er staðreynd, að þetta skipulag er komið á, og út um heim er staðreynd, að það er þetta skipulag, sem kommúnistar keppa að. En það er einnig staðreynd, að þetta skipulag er ekki komið á hjer á landi. Á íslandi ráða kjóscndurnir. Á íslandi eru valdhafarnir ekki herrar yfir þjóðarsálinni. Yfir sál íslensku þjóðarinnar ræður enginn nema hún sjálf. Hjer eiga allir jafna aðstöðu. Þeir verða að sannfæra fólkið um, að þeir hafi rjett fyrir sjer. Annars verða þeir undir. Þpir, sem góðan hgfa málstað- inn, treysta því að vísu, að fólkið verði þeim sammála, en öruggir geta þeir aldrei verið. Öllum getur skjátlast jafnt einstökum flokkum sem þjóð- inni í heild. Þess vegna verður aldrei sagt fyrir með fullri vissu um úrslitin, þar sem frjáls ræðið ríkir. En líkurnar eru fyrir því að þjóðin, ef hún er frjáls, velji þegar í stað það, sem henni hentar best. Og áð- ur en lýkur er víst, að sann- leikurinn og staðreyndirnar bera sigur af hólmi, en undir- róðurinn og öfgarnar verða að láta undan. Sjálfstæðismenn treysta því þess vegna örugglega, að þeir verði ofan á í bæjarstjórnar- kosningunum í vetur. Fram að þessu hefir allur almenningur í Reykjavík sýnt, að hann hef- ir mestan pólitískan þroska af öllum íslendingum. Þess vegna hefir Sjálfstæðisflokkurinn ætíð haft meira fylgi hjer en nokk- ur flokkur annar Það er engin ástæða til að efast um, að þannig muni einnig verða að þessu sinni. En valdhafarnir í Reykjavík hafa ekki sama ör- yggi og valdhafarnir í drauma- landi kommúnista Þar eru það valdhafarnir einir sem ráða, Hjer er það fólkið sjálft. í þessu liggur munurinn. Kommúnisminn hefir hvergi haldið velli, nema þar sem fólkið hefir verið svipt völdum, og þau fengin í hendur yfir- ráðamannanna einna. Sjálfstæðisflokkurinn hefir þvert á móti haldið völdum hjer í Reykjavík um langa hríð, vegna þess, að hann hef- ir verið flokkur fólksins. Fólk- ið hefir fengið af honum þá reynslu, að það veit, að málum þess er hvergi betur borgið en í höndum hans. Aldrei hefir jafn miklu verið áorkað fyrir allan almenning hjer í bæ eins og á þessu síðasta kjörtímabili. Þess vegna er óhætt að treysta því, að fólkið haldi áfram að velja það, sem því er fyrir bestu. Hjer í Reykjavík ræður eng- inn yfir sál kjósendanna, nema þeir sjálfir. Einmitt þess vegna mun meiri hluti þeirra nú sem fyrr kjósa sinn eigin flokk, Sj álf stæðisf lokkinn. Leiðrjetting VEGNA ítrekaðra fyrir- spurna til formanns Ljósmæðra fjelags íslands, um það,- hvort allar ljósmæður Reykjavíkur- bæjar sjeu í Ljósmæðrafjelagi Reykjavíkur, skal það hjer með tekið fram að svo er ekki. Þessi misskilningur virðist vera kom inn til vegna auglýsingar Ljós- mæðrafjelags Reykjavíkur, í nýju símaskránni, þar sem sími i fjelagsins er auglýstur efst í upptalningar ljósmæðra í at- vinnuskránni, og gæti því litið svo út, sem'um fjelagsheit væri að ræða. Frá sjónarmiði Ljósmæðrafje lags Islands má þessum mis- skilxiingi ekki vera ómótmælt, þar sem fjelögin starfa ekki eft- ir sömu reglum og hafa mismun andi launataxta, enda er sá mikli mismunur á þessum tveim ur fjelögum, að í ljósm.fjel. Reykjavíkur eru aðeins nokkrar af ljósmæðrum Reykjavíkur- bæjar, en í Ljósmæðrafjel. ís- lands eru flestallar lögskipaðar ljósmæður landsins, bæði í sveit um og kaupstöðum. — Sími for- manns Ljósmæðrafjelags ís- lands, frk. Þuríðar Bárðardótt- ur er 3748. — Stjórnin. Völuspá fornritanna og ýmiskonar athuganir E. Kjerulf. BÓK ÞESSI er 229 bls. og skiftist í þessa kafla: Formáli, Völuspá (kvæðið) Völuspá. Handritatexti, Rímnatexti. — Lagfærður texti um mál og ráðningu. Greinargerð. Völu- spá, lauslega færð til nútíðar- máls. Ýmsar athuganir. Nokkr- ar orðaskýringar. Greinargerð fyrir leiðrjettingum, etc. At- huganir um óheilbrigði texta fornritanna og skoðanir manna á þeim. Um bragfræði Snorra Sturlusonar og það, sem komið er í hennar stað. Um tilgátu Magnúsar Olsens prófessors. Eftirmáli. Nokkrar góðar mynd ir eru í bókinni, sýnishorn af rúnaletri, ritaldarletri, o. s. frv. Eins og sjá má af þessu er víða komið við í þessari bók Eiríks Kjerulfs. Bak við rit þetta liggur mikil vinna og enginn nema stórlærður og bráð gáfaður maður hefði getað sent frá sjer svo gagnhugsað og vandað verk. Sá, sem þetta ritar, er ekki málfræðingur, nje hefir þekkingu til þess að dæma um orðaskýringar og rúnalest- ur, en hitt er öllum ljóst, að skýra má fornkveðskap vorn á ýmsa vegu og hefir þá hver það, er hann ætlar sennilegast og skarplegast ályktað. Kjerulf lætur það ekki fyrir brjósti brenna að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, hann ræðst allharkalega að ýmsum málfræðingum og ritskýrend- um fornskáldskapar vors, þeim er taldir hafa verið í fremstu röð slíkra fræðimanna. Frá sjónarmiði okkar, leikmanna, sem þó höfum löngun til þess að vita hið rjetta, væri það æskilegt, að vísindamenn, sem ekki geta fallist á röksemdir Kjerúlfs, færðu fram gagnrök, til þess að menn geti fremur áttað sig á hinu rjetta. Oft virð- ast rök Kjerúlfs bygð á traust- um grundvelli og nýstárleg. Hinu verður ekki neitað, að sumir af yngri fræðimönnum vorum, er rita fyrir almenn- ing, virðist hætta til þess að nota aldri heimildir annara vís- indamanna hugsunarlítið, án þess að hafa hugkvæmni, þekk ingu nje framtakssemi til þess að finna nýjar og eðlilegri skýr ingar á ýmsum vafasömum atriðum. Eiríkur Kjerúlf legg- ur ekki á troðnar brautir að óþörfu og er það vissulega virð ingarvert að reyna að leita hins rjetta í hverju máli, þótt það sje ekki lagt upp í hendur eða huga manna á strætum og gatnamótum. Hugo Forsberg: Lappi og Lubbi. ísak Jónsson þýddi. ÁGÆT BARNABÓK, til þess ætluð að vekja samúð barna á dýrum og umhugsun um dýrin. ísak Jónsson skólastjóri hefir þýtt bókina, málið er lip- urt og gott og við barna hæfi. Vafalaust verður þessi -litla bók fjölda mörgum börnum til gagns og ánægju. Stephan G. Stephansson: Úrvalsljóð; Unnur Bene- diktsdóttir Bjarklincl valdi kvæðin STEPHAN G. er svo mikið ljóðskáld, að um gildi kvæða þessara þarf ekki að ræða. —* Þau eru, yfirleitt, afburðagóð og hefir, efalaust, verið mest- ur vandinn að þurfa að sleppa fjölda af ágætiskvæðum úr úr- vali þessu. Hlýtur hver og einn, sem nokkuð þekkir til kvæða St. G. St., að sakna margs, en í tiltölulega litlu safni verður, auðvitað, margt útundan. Þó er hjer allmikið af kvæðum (79 kvæði) og, eins og vænta mátti, hefir Huldu skáldkonu tekist prýðilega með val kvæð- anna. Jeg tel hiklaust, að hjer sje hið besta, sem þetta stór- skáld (á heimsmælikvarða) hefir orkt, og er mikill fengur að slíku í einni ódýrri bók. Því í góðu alskinnbandi kostar þessi bókmentaperla aðeins 25 krónur. Úrvals Ijóðaútgáfur Isafoldarprentsmiðju eru ákaf- lega vinsælar bækur og það að verðleikum. Fyrir almenn- ing eru heildarútgáfur oft of dýrar, en enginn ljóðelskur maður, nú á tímum, er svo fá- tækur, að hann geti ekki eign- ast þessar fallegu, ódýru bæk- ur. Sálin hans Jóns míns. Kvæði eftir Davíð Stef- ánsson. Myndir eftir Ragnhildi Ólafsdóttur. SKRAUTLEG og vönduð út- gáfa af hinni meistaralegu þjóð sögu, sem í senn er barnaleg og spök. Myndirnar eru góðar og eiga vel við söguna og kvæðið. Áreiðanlega hafa bæði ungir og fullorðnir ánægju af þessari bók. Þorsteinn Jónsson. Nýft ráð ti! að auka og bæta nyt mjéik- urkúa DAGBLADET í Osló skýrði frá því fyrir nokkru, að við búnaðarskólann í Ulluna í Sví- þjóð hafi verið gerðar mjög merkilegar fóðurtilraunir á mjólkurkúm. Með því að gefa kúnum til- búin „hormóna“-efni, hefir reynst hægt að hækka nythæð þeirra um 30%, en fituinni- hald mjólkurinnár um 34%. Er nú farið að gera tilraunir þessar á stórbúum. Hið nýja efni, sem notað er, er kallað joðkasein. Er það ódýrt í fram- leiðslu. í Englandi hafa verið gerðar samskonar tilraunir með 280 kýr, en þar notað annað efni. Þar jókst mjólkin í kún- um um 33%, en fituinnihald mjólkurinnar jókst um 54%. —- Talið er, eftir þessum árangri, að dæma, að hægt muni vera að umbreyta mjólkurframleiðsl- unni mjög verulega í framtíð- inni, með þeim aðferðum, sem menn hafa hjer tekið upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.