Morgunblaðið - 27.11.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1945, Blaðsíða 8
8 ra MORGUNBLAÐ íö Þriðjudagur 27. nóv. 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón-Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Einangrunarstefnan VAFALAUST hafa bændur landsins veitt því athygli, að fulltrúar BúnaÖarþings, sem sæti eiga á Alþingi ieggja nú meira kapp á það en nokkuð annað, að losa málefni landbúnaðarins úr öllum tengslum við ríkisstjórnina. Það er engu líkara en að þessir fulltrúar bænda líti svo á, að það sje landbúnaðinum til stórrar bölvunar, að hafa nokkur afskifti af stjórn landsins.. Þeir telji landbúnað- :num best borgið, ef hann einangri sig og fari sínar eigin götur. Þessi stefna er alveg ný á Alþingi íslendinga. Og hún hlýtur að vekja sjerstaka athygli nú, vegna þess að hún kemur fram einmitt á þeim tíma, sem ríkisstjórnin er að vinna að stórstígari framkvæmdum á öllum sviðum athafnalífsins en dæmi eru til áður. Ríkisstjórnin ætlar iandbúnaðinum verulegan hluta í nýsköpuninni. Og þar er nú unnið af fullum krafti. Keyptar eru til landsins stórvirkari vjelar til ræktunar og annara landbúnaðar- stárfa en áður hafa þekst hjer. Einnig eru keyptar til landsins íleiri og i’ullkomnari búvjelar, til margháttaðra starfa, en nokkru sinni fyrr. En á meðan þessu fer fram, rísa þeir upp fulltrúar Búnaðarþings á Alþingi og krefj- ast þess, að málefni landbúnaðarins verði slitin úr tengsl- um við ríkisstjórnina! Hvernig á að skilja þetta? Og hvað liggur hjer bak við? ★ Þessarar einangrunarstefnu fulltrúa Búnaðarþings hef- ir gætt mest í sambandi við tvö mál, sem Alþingi hefir nú til meðferðar. Annað er stofnun búnaðarráðs, þar sem iandbúnaðarráðherra fól 25 bændum og bændafulltrúum, úr öllum hjeruðum landsins, yfirstjórn allra verðlags- mála landbúnaðarins á innlendum markaði. Hitt er í sam-' bandi við búnaðarmálasjóð, þar sem tilskibð var sam- þykki landbúnaðarráðherra á úthlutun þess fjár, sem bændur eru krafðir um með sjerstökum veltuskatti. Fulltrúar Búnaðarþings á Alþingi telja það óhæfu, að Jandbúnaðarráðherra skyldi fela 25 bændum yfirstjórn verðlagsmálanna. Ekki þó svo að skilja, að núverandi landbúnaðarráðherra hafi misbeitt valdi sínu, er hann skipaði í þessar trúnaðarstöður. Síður en svo. Sömu full- trúar Búnaðarþings lýstu yfir á Alþingi, að val mannanna hafi verið óaðfinn'anlegt. En það gæti komið annar land- búnaðarráðherra, sem hefði önnur sjónarmið og þess- vegna væri þetta vald óhafandi í hendi ráðherra! Nákvæmlega eins var með búnaðarmálasióðinn. For- maður Búnaðarfjelags íslands, Bjarni Ásgeirsson lýsti yfir á Alþingi, að núverandi landbúnaðarráðherra hefði í engu haggað ákvörðun Búnaðarþings um meðferð skatts- ins, sem lagður var á bændur. Samt var þetta ákvæði óhafandi í lögum, því að annar landbúnaðarráðherra gat komið, sem öðru vísi kynni að líta á málið! Það er m. ö. o. ekki vegna þess að núverandi landbún- aðarráðherra hafi á nokkurn hátt gengið á hlut landbún- aðarins, að nú er lagt kapp á að einangra bændastjett- :na, heldur er það óttinn við að annar ráðherra komi, er misbeiti valdi sínu. ★ Þær játningar fulltrúa Búnaðarþings, að núverandi iandbúnaðarráðherra hafi í engu misbeitt valdi sínu og því sje ekkert upp á hann að klaga, sýna greinilega, að það er ekki umhyggjan fyrir bændastjettinni eða velferð Jandbúnaðarins í heild, sem knýr þessa menn til atlögu gegn ríkisstjórninni, heldur er hjer allt annað að verki. Og við vifum ofur vel hvað þetta er. Það er umhyggjan íyrir Framsóknarflokknum. Þessi óhappaflokkur valdi sjer það hlutskifti að skerast einn úr leik, þegar mynduð var þingræðisstjórn á s.l. hausti. Síðan hefir þessi flokkur valið sjer það eina verkefni, að vera á móti öllu, sem ííkisstjórnin gerir. Sama hvað það er. Og nú eru þessir ohappamenn að reyna að einangra bændastjettina. Verra verk er ekki hægt að vinna þeirri stjett. eins og nú er ástátt. \Jíluerji íLripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Harðvítugar prestskosningar. UNDIRBÚNINGUR prestskosn inganna undanfarnar vikur og kosningin í fyrradag, bera ekki vott um, að sú staðhæfing hafi við rök að styðjast, sem oft hefir heyrst hjer, að áhugi almennings sje að dofna verulega fyrir mál- efnum kirkjunnar. Það hefði víst varla getað gengið meira á, þótt kjósa hefði átt í eitthvert stórpólitískt embætti. Áróðurinn hefir verið óskaplegur — og lítt prestslegur á stundum. Það voru engin ráð spöruð til þess, að afla frambjóðendum fylgi. Vonandi, að guðsmennirnir sjálfir hafi ekki altaf sjálfir vitað um meðulin. Slúðursögur — margar mann- orðsspillandi — voru bornar út um bæinn og komu í ýmsunr myndum. Merkismenn, sem ekki ljetu sig neinu máli skipta hvern ig kosningarnar færu, voru dregn ir inn í umræður. Óvíða í sókn- inni var heimilisfriður síðustu vikurnar, annaðhvort vegna skoð anaskipta innan fjölskyldunnar eða þá, og það helst, fyrir ágengni smalanna. Meðulin, sem notuð voru til að sannfæra „háttvirta kjósendur“ um að þessi urfisækj- andi væri betri en hinn, voru eigi altaf kristileg, að öðru leyti en því, að meiri fögnuður virtist vera þegar það tókst að snúa ein- um ,,syndara“ en yfir hundrað „rjett-trúuðum“. e Furðulegar mannaveiðar. KJÖRSTJÓRNIN gæti víst sagt frá mörgu skrýtnu atviki, sem kom fyrir, þegar verið var að kæra atkvæði inn á kjörskrá. Yf- irlýstir guðleysingjar og menn, sem ekki höfðu komið í guðshús síðan þeir voru fermdir; heimt- uðu nú, að fá öll rjettindi í sam- fjelagi hinnar íslensku dóm- kirkju. Þeir gerðu þetta fyrir kunningsskap við umsækjanda, eða þrábeiðni einhvers vinar síns, sem átti það eitt áhugamál að koma einhverjum hinna fjögra umsækjenda að sem dóm- kirkjupresti. Tilgangu^inn helg- aði meðalið, eins og hjá jesúítun- um í gamla daga. Blöðin ein sýndu stillingu og þolinmæði í kosningum þessum og lögðu ekkert til málanna. — Það mun verða talið þeim til á- gætis er tímar líða. Vafalaust hefir óhemju fje ver ið varið til áróðurs þessa. — En hvort það fje hefir runnið í guðs kistuna, skal ekki dæmt hjer. • Ætti að afnema prestskosningar. ÞAÐ FER ekki hjá því, að alt það moldviðri, sem þyrlað hefir verið upp í þessum prestskosning um skilji eftir sig spor óánægju og jafnvel óvildar. Varla er það í anda kirkjukenninganna. Það væru sannarlega þarfir menn, er gætu komið því til leiðar, að prestskosningar með þeim hætti, er þær nú tíðkast, yrðu afnumd- ar með öllu og einhverju heppi- legra fyrirkomulagi yrði komið á við val presta. Merkur kennimaður hjer í bæn um sagði við mig á dögunumi — „Það er mesta furða, hvað þess- ar kosningar vekja miklar deil- ur og illindí, óheilbrigðan sögu- burð og leiðindi. Hjer á landi er það siður að yfirvöldin skipa menn í embætti. Einn morguninn þegar menn vakna er búið að skipa nýjan sakadómara, borgar- fógeta, lögreglustjóra og hvað það nú annars heitir. Sumir verða ánægðir með valið, aðrir óánægðir eins og gengur. — En óánægjan stendur venjulega eigi nema í nokkra daga, ef yfirvöld- in, sem um málið fjalla hafa reynt að velja hæfa og samvisku sama menn til starfans. • Því velur sóknarnefnd ekki presta? VÍÐA ERLENDIS mun það vera siður, að sóknarnefndin vel ur eða mælir með prestastefnum. Það er ágætt fyrirkomulag. Sókn arnefndin er venjulega kosin af kirkjuræknu fólki, sem þykir vænt um kirkjuna sína og vill henni hið besta. Það getur vel verið, að flokkadrættir myndu koma fram við kosningu fulltrúa í sóknarnefnd, en slíkt myndi ekki hrína á prestinum, eða skapa óvild í hans garð, en eins og kosn ing er nú hagað fer ekki hjá því, að þeir sóknarmeðlimir, sem hafa orðið undir í prestkosning- unni verði óánægðir og stofni jafnvel sinn eigin söfnuð, eins og dæmi eru til. En með núverandi kosninga- fyrirkomulagi, geta menn, sem aldrei koma í kirkju, ef til vill haft úrslitaáhrif á kosningu presta. Margir, sem í nýafstaðinni kosningu kærðu sig inn á kjör- skrá munu vafalaust segja sig úr söfnuðinum aftur einhvern næstu daga. Þó ekki GÖMUL KONA var að hlusta á frjettalestur í útvarpinu á sunnudagskvöldið. Heyrði hún þá, að sagt var frá því, „að ekki hefði komið til neinnra alvar- legra árekstra við kosningarnar, þrátt fyrir mikla kjörsókn“. „Þó ekki“, tautaði sú gamla, „Jeg held að það sjeu búin að vera nóg djeskotans lætin samt í þessum prestskosningum“. Gamla konan gætti ekki að því að þulurinn var að segja frá kosn ingum í Austurríki. „Fyrsti vetrardagur". KULDAHÚFUR, ullartreflar, vetrarfrakkar og kápur og jafn- vel ullarvetlingar með tveimur þumlum á gamla mátan, sáust skjótast eftir strætum höfuðstað arins á sunnudaginn var. Ein- staka eigendur rauðra nefja og blárra kinna, höfðu ekki tekið eftir veðurbreytingunni .— og klætt sig eftir því. Þetta var fyrsti „vetrardagur". Venjulega koma fyrstu frostin fyrir 25. nóvember á íslandi. — Blóm voru enn í fullum blóma víða í görðum, en vafalaust hafa þau fölnað á þessari einu hjelu- nótt. Á sunnudaginn var Tjörnin lögð. Vegfarendur með við- kvæmt hjartalag vorkendu önd- unum, eða þeim fáu, sem eftir voru. Margar höfðu þegar tekið sig upp og flutt sig eitthvað suð- ur með sjó. En hvort þetta fyrsta kulda- kast.verður upphaf vetrarveðra, er ekki gott að segja. Þegar þetta var skrifað var aftur komin suð- austan rigningarsúld með nokkra stiga hita. '■■^■■■■■■■□■■■Bm »»■■■■■*■ ■■■■■•■■■■«•■ miíkii■»■■■■■■■■ ■■■«*■■■*■ •■a**^■■■■■■ ■■■*«>• 1 Á ALÞJÓÐA VETTVANGI 1 i mMmmsiK ■jiíi mMPMHMÉ Þessir st< RÚSSAR segja: „Georgíumenn eru eilífir“. — Jafnvel þótt þetta sje sagt, og sje rjett, var nú Ge- orgimaðurinn Josef Stalin orðinn nógu gamall (66 ára) og nógu þreyttur orðinn, til þess að fara að láta einhvern hluta af hinu mikla valdi sínu í hendur ann- arra manna. Á síðasta afmæli byltingarinn- ar gerði útvarp og blöð Sovjet- ríkjanna rnest úr þrem mönnum: Viaecheslav Molotov, 50 ára að aldri flutti aðalræðu dagsins. Ut- an Rússlands er því stundum gleymt ,að reynsla Molotovs er ekki eingögnu bundin- við utan- ríkismál, hann er mjög hæfur stjórnandi, var forsætisráðherra í ellefu ár, uns Stalin tók við því embætti árið 1941. Og sú stað- reynd, að nafn Molotovs var næst á eftir nafni Stdlins á opinber- um lista yfir Sovjetleiðtoga, var merki um það að utanríkisráð- herrann kynni að taka við emb- ætti forsætisráðherra af nýju. Alexander Vasilievsky mar- inda næst Sialin skálkur, 48 ára að aldri, herráðs- foringi rauða hersins (1943—’45), skrifaði undir afmælisdagskipan ina til rauða hersins, sem vara- maður Stalins. Hann fór frá skipulagningarstörfum sínum, til þess að öðlast frægð sem sigur- vegari í Königsberg í Austur- Prússlandi, og sem yfirmaður í hinum skammvinna ófriði gegn Japan. Vassilievsky, sem nú er vara-varnarfulltrúi Sovjetríkj- anna, tekur að líkindum bráð- lega við æðsta embætti í þessari grein af Stalin. Alexei I. Antonov, 44 ára að aldri, sem tók við af Vassilievsky sem æðsti herráðsforingi, tók við kveðju herdeildanna á Rauða- torginu. Næsta verkefni hans er það, að umbæta aga og skapferli hins sigursæla, en heldur óstýri- láta rauða hers. Meðal annarra þeirra, sem koma til greina um að erfa’ eitt- hvað af valdi Stalins eða það alt, eru eftirtaldir menn. Gregory Zukov marskálkur, 52 ára að aldri, varamaður Stal- ins í Berlín, er hinn þýðingar- mesti af „sljettugreifunum“, sem verja landamæri Rússlands. Klimenti Voroshilov marskálk ur, hefir lengi verið mesti vinur Stalins af öllum herforingjum hans. Andrei Alexandrovitch Zhda- nov, 48 ára að aldri, ritari mið- stjórnar kommúnistaflakksins og skipuleggjandi varna Leningrad, kemur fram fyrir hönd Ráðstjórn arríkjanna í Finnlandi. (Það var Zhdanov, sem ein fregnin um dauða Stalins taldi vera eftir- mann hans). Lavrenti Bertia, 46 ára að aldri, yfirmaður leynilögreglunnar (N. K. V. D.), er ekki hermaður. — Stalin tók krók af götu sinni, til þess að sæma Bertia marskálks- nafnbót. í sumar sem leið. Þetta vorú nú þeir sem líkleg- astir voru, en næsti einræðisherra í Rússlándi getúr annars verið eins ókunnugur nú, eins og næsti Dalai Lama í Tíbet. — (Time).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.