Morgunblaðið - 27.11.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1945, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 27. nóv. 1945 AF SJÚNARHÓLI SVEITAMANNS Milli hofs 09 heiða NÚ ER komið fram í þriðju vetrarvikuna samkvæmt alman akinu, en veðrið er eins og sum arblíða, sífeld hlýindi og hæg- viðri. Þetta er að mörgu leyti hægasti tími ársins fyrir sveita fólkið ef vel viðrar. Haustönn- um er lokið, en engar skepnur komnar á gjöf nema kýrnar. Meðan orlofsferðirnar tíðkuð- ust, vorif þær farnar um þetta leyti árs, en nú eru þær löngu aflagðar. í stað þess bregða margir sveitamenn sjer til kaup staðanna og þá einkum Rvíkur bæði til „útrjettinga" og sjer til uppljettingar. ★ VETURINN er tími náms og lærdóms bæði til sjávar og sveitg. Aldrei munu jafn mörg börn og unglingar hafa verið við nám eins og í vetur. I fátt eyðir ríkið jafnmiklu fje eins og mentamálin og mun menta- málagreiriin vera orðin ein hæsta greinin á fjárlögunum. Ekki ber á því að þjóðin telji þetta fje eftir. Sýnir það, ásamt hinni miklu bókaútgáfu, að því hefur ekki verið á íslendinga logið, að þeir sjeu bæði fróð- leiksfúsir og bókelskir. ★ ÞVÍ BER EKKI að neita, að mjög er aðstaðan í skólamál- unum misjöfn eftir því hvort um sveit eða kaupstað er að ræða. Á þetta einkum við um barnaskólana og unglingafræðsl una, enda er það sú eina ment- % un, sem nú er að fá í sveit- unum utan bændaskóla. — Nú munu vera þrír námsstjórar í landinu, sem eiga að starfa að því, að hafa eftirlit með barna- fræðslunni og koma henni í það æskilegasta horf, bæði til sjáv- ar og sveita. En óneitanlega á það langt í land. Nýlega ritaði námsstjóri • Austurlands, all- langa grein í Tímann um barna fræðsluna í sveitunum. Hann dregur þar upp svo átakanlega mynd af ástandinu í farskóla í sveit, að jeg tel gott að fleiri kynnist því en lesendur Tím- ans einir. ,,Senan“ er miðlungs heimili í sveit þegar kennsla er að hefjast. Nú gef jeg náms- stjóranum orðið: ★ „ÞAÐ ER krapahríð, og börnin, sem ganga að, koma blaut og hrakin. Sum hafa geng ið 3—4 km. og eru e. t. v. hálf blaut í fætur.. Kennslustofan er lítil stofa eða baðstofuendi og "stundum er upphitunin olíuvjel eða prímus. Sætin eru ef til vill baklausir bekkir og koffort. •— Hendur barnanna eru blautar og kaldar, því að ekki er það víst, að þau hafi aðgang að handlaug til og þvo og þerra hendur sínar. Þröngt er við borð ið í kennslustofunni og engin geymsla fyrir bækur og annað, sem skólanum tilheyrir. — Á þessum stað og við þennan að- búnað hefst svo kennslan. — Þessa augnabliksmynd þekkja allir, sem í farskólahjeruðum búa. Sums staðar er aðstaðan betri en hjer er lýst, en líka þekkist það að hún er lakari“. ★ JÁ, SVONA FAKAST nám- stjóranum orð. Því miður verð- ur maður að trúa þessu. enda þótt það standi í Tímanum. — Ber það ekki menningarástandi 12. nóv. farskólasveitanna glæsilegt vitni, að bjóða 10—14 börnum upp í 3—4 km. gönguför úti í íslenskri hrapahríð og leiða þau síðan til sætis á baklausum bekk, blaut í fætur með bláar hendur, í baðstofuenda fullan af olíulykt eða prímusstibbu. Má ekki af þessu marka hvílík afrek voru unnin 1 skólamál- um sveitanna á þeim 17 árum, sem flokkur dreifbýlisins sat að völdum? Er það ekki auðsjeð að fræðslumálastjórn þeirra 17 ára hefur elskað börn sveit- anna meira heldur en sjálfa sig. Er það nokkur furða þó náms- stjórinn sjálfur sitji í miðstjórn þess flokks, sem hefur borið dreifbýlisbörnin jafnblítt á örm um sjer? ★ EN SEM BETUR fer þá er þessari herleiðingu sveitabarn- anna nú lokið, og stjórn fræðslu málanna mun vinna að því með stórhug og marksækni að af- nema farkennsluna á sem skemstum tíma. Nú mun fast að einni miljón króna varið árlega af hálfu ríkisins til að byggja barnaskóla utan kaup- staða og verður meira á næst- unni. En það er ekki nóg. Hjer- uðin þurfa að sýna almennari áhuga en þau gera nú. Náms- stjórarnir þurfa að gera tillög- ur um skiftingu alls landsins í fræðsluhjeruð bygða á heima vistar- og heimangönguskólum og það þarf að skylda hjeruðin til að fara að safna fje nú þeg- ar, ef þau hefjast ekki handa af frjálsum vilja Sveitirnar verða að skilja að þetta er þeim lífsnauðsyn. Sá aðstöðumunur, sem nú er hjá sveita- og kaup- staðabörnum hvað ytri aðbún- að snerti.r verður að hverfa. Að öðrum kosti hverfa börnin úr sveitunum. ★ SVO SEM fyr getur, er barna og unglingafræðsian eina kensl an, sem nú fer fram í sveit- unum. Ýmsir hafa haft á orði að endurreisa í sveit annan lærða skólanna sem áður voru á bisk- upsstólunum. — Slík fjölgun mentaskólanna er næsta eðli- leg, enda hinir báðir yfirfullir. En sá skóli þarf ekki og á ekki að vera neitt sjerstaklega fyrir sveitaæskuna. — Það er ekki nema holt og gott fyrir ung- linga í sveit að leita sjer ment- unnar í kaupstað, enda hljóta þeir við það eins alhliða upp- eldi og hægt er að veita, að dvelja sitt missenð á hvorum staðnum í kaupstað og sveit. ★ HITT ER aftur á móti næsta eðlilegt, að sveitamenntaskóli verði mikið sóttur af kaupstaða unglingum, ef aðstandendur hafa ráð á að kosta þá annars staðar en heima hjá sjer. Því miður munu þess ekki allíá dæmi, að kaupstaðaunglingar okkar lenda í slugsi og óreglu á þeim árum, sem þeir eru ör- ast að þroskast og bíða því mest tjón af. Ekkert er eins lík legt til að koma í veg fyrir, að þeir unglingar bíði skipbrot eins og skólavist í sveit þar sem Sú festa og reglusemi ríkir, sem erfitt er að halda uppi í skólum kaupstaðanna. SENDISVEINN óskast á ritstjórnarskrifstofur vorar. Vinnutími 6—11 eftir hádegi. Búðarvogir Nokkrar sjálfreiknandi búðarvogir eigum við fyrir- liggjandi. Sími 6439. Hafnarstræti 17. Afgreiðslumaður Reglusamur og vandaður maður, óskast til af- greiðslustarfa í liúsgagnaverslun. Uppl. 1 síma 1940. Svo fór um sjóferð þá. Hermann Jónasson kom inn í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, með miklUm bægslagangi. Svamlaði hann á vegum hans beint inn í bæjarstjórn Reykja- víkur, árið 1930 og tók meira að segja með sjer annan fulltrúa •— Þótti þetta állvasklega' gert — af ekki meiri hæfi- leikamanni — og fjekk H. J. þá fljótlega talsverð mannafor- ráð innan flokksins. H. J. tók upp þá stefnu innan Tíma- fiokksins að vinna honum fylgi í bæjunum og þá sjerstaklega í Reykjavík. Mun frá honum runnin sú kenning, að það væri ógerlegt að stjórna landinu og hafa allan höfuðstaðinn upp á móti sjer. Gerðist H. J. nú oddviti hinna „bæjarradikölu“, sem svo voru nefndir af ,,sveitamönnum“ Framsóknar í hálfgerðu háði. Var vegur þeirra all-mikill með an Framsókn hafði völd og ráð á beinum og bitlingum í Reykja- vík, því að þangað sóttu engir ákafar en Tímamenn úr sveit- unum. En eftir því sem bitlinga vonirnar minkuðu fækkaði hin- um „bæjarradikölu“ og við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar fór svo að Framsókn fjekk engan fulltrúa í Reykjavík, og nú mun hún ekki ætla að bjóða fram til að auglýsa ekki fylgisleysi sitt í höfuðborginni, fyrir kosn ingarnar í vor. Hafa menn nú líka fyrir satt, að Tímamenn finnist nú engir í Reykjavík, nema höfuðpaurarnir sjálfir og nánustu aðstandendur þeirra. Svo fór um sjóferð þá. Bjálki Tímamanna. Tíminn hneykslast mjög á því, að Þjóðviljinn skuli líkja andstæðingum Bolsévíka og Rússlands við Laval og Kvis- ling. Þykir honum sem von cr nokkuð djúpt tekið í árinni, því að með þessu er í raun og veru sagt það, að allir sem ekki að- hyllast kommúnismann skuli vera höfði styttri. En það má með sanni segja, að sjálfur gangi Tíminn með bjálkann í augunum, því að hvað eftir ann að hefir hann kallað æðstu menn landsins kvislinga og föð urlandssvikara, fyrir þær „sak- ir“ einar að vera í andstöðu við afturhaldsöflin í Framsókn. Geta því allir sjeð hver sekari eru í þessu efni — Tímadátarn- ir sjálfir eða þeir sem blaðið þykist vera að hneykslast á. Framsókn og setuliðsbílarnir. Öðru hvoru er Tíma-afturhald ið að narta í stjórnina fyrir í það að hún selji bifreiðar setu- ! liðsins of háu verði. Mun þó I j verð á þeim síst hærra heldur 1 en fást mundi fyrir þær á frjáls- um markaði ef kaupendum væri leyft að selja þær aftur. Skrif Tímans um þessa bílasölu gefa til kynna hvernig farið/ hefði verið með setuliðseignirnar ef Framsóknarstjórn hefði átt um þær að fjalla: Nokkrir Tíma- gæðingar hefðu fengið flesta j bílana fyrir lítið verð og selt þá svo aftur almenningi með uppsprengdu verði gegn því að leggja bróðurhlutann af gróðan- um í flokkssjóð Framsóknar. Nú rennur ágóðinn af bifreiða- versluninni í ríkissjóðinn og al- menningur er áreiðanlega ein- fær um að sjá í hvorum „sjóðn- um“ hann er betur kominn. í því efni mun rógur Tímans engu fá áorkað. Hvar er valdið? , Halldór Kristjánsson skrifar einn Tíma-langhund sinn um það sem hann kallar „baráttuna um landbúnaðinn". Kemst hann þar að þeirri gáfulegu niður- stöðu að ríkisstjórnin beiti bænd ur gerræði af því að hún tók verðlagninguna frá þremur stjórnskipuðum nefndum og fjekk hana í hendur á einni stjórnskipaðri nefnd. — Raun- ar sannar Halldór þessi að verðlagsálagningin hafi altaf verið í höndum ríkisvaldsins síðan nefndir þessar tóku til starfa. Þær voru tilnefndar að jöfnu af neytendum og framleið- endum og auk þess stjórnskipað- ur oddamaður og hjá honum var úrslitavaldið í verðlagning- unni. Það kemur ekki þessu máli við, þó fullyrt sje, að sá maður hafi altaf greitt atkvæði með bændum. Ákvörðunin var í höndum ríkisvaldsins alveg eins og nú með skipun Búndð- arráðs. Munurinn er aðeins sá, að nú er þessi ákvörðun verð- lagsins falin bændum víðsvegar að af andinu, áður var hún hjá vikapiltum Framsóknar. Undarlegir menn. I umræðunum um Búnaðar- ráðslögin benti Jón Pálmason á, að frá því Framsóknarmenn komust fyrst til valda og fram á þenna dag hafi ríkisstjórnin skipað hundruð af nefndum og í flestum þeirra hafi verið ein- göngu Reykvíkingar, en öðrum að meiri hluta. Öllu þessu hafi Tímamenn tekið með þögn og þolinmæði, jafnvel mikilli vel- þóknun. Svo skeður það, að nú- verandi landbúnaðarráðherra skipar eina nefnd all fjölmenna eftir þeim lagafyrirmælum, að í henni skuli eingöngu vera bændur og bændafulltrúar víðs- vegar af landinu. Þá ætlar Tíma liðið af göflunum að ganga og rís upp með óhljóðum rjett eins og nú fyrst væri bændum sýnt hið mesta ranglæti. Bjarni Ásgeirsson svaraði á þá leið, að sjer hefði verið al- veg sama þó allir þessir menn hefðu verið úr öðrum stjettum en bændastjettinni. Slík er nú virðingin fyrir bændum og traustið á þeim. Ef eintómir Tímamenn hefðu verið skipaðir, þá hefði alt verið í lagi. Þá hefði að venju verið hægt að selja hagsmuni bænda fyrir aukin völd Framsóknar- broddanna. Mir.ti svarið á það snilliráð þegar eini bóndinn í Miðstjórn Framsóknarflokksins, Jörundur í Skálholti, var hrak- inn þaðan og Tíma-Þórarinn settur í sæti hans. „Kalt er kaítagaman“. Það er alkunnugt mál, að hús- kettir eru æfinlega kátastir þeg- ar hríða og illviðra er von. — Einkum er þetta áberandi á vetrum. Þó undarlggt sje, er þetta kattareðli ótrúlega ríkt í sumum mönnum og hefir einna mest á því borið hjá þeim Tíma- liðum síðan núverandi stjórn tók Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.