Morgunblaðið - 27.11.1945, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.11.1945, Qupperneq 16
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói: Vestan-átt og rigning öðru hverju. TVEIR UMRÆDDIR menn: Ruiiolf Iless og hægri hönd Dc Gaulle. Sjá bls. 9. Þriðjudagnr 27. nóvember 1945 Sænsku húsin kosta jrá Fiskijiinginu 16—24 þús. ísl. kr. Komin á skip í Svíþjóð Grunnflötur að sænsku timburhúsi, 123 fermetrar. Hús þetta kostar tæpar 15 þús. kr. sænskar frítt um borð. í SÆNSK-ÍSLENSKU við- skiftasamningunum, sem gerð- ir voru á s.l. ári var gert rá, fyrir innflutningi til Islands á 300 sænskum timburhúsum á samningstímabilinu. Þá var í samningunum ís1. ríkisstjórn- inni og Viðskiftaráði heimilað að hafa tölu hútsanna lægri og auka að sama skapi inn- flutningsmagnið á húsavið. — Var valinn sá kostur að leifa innflutning á 100 húsum til reynslu á þessu samningstíma- bili er rennur út n.k. marslok. Viðskiftaráðið hefir nú út- hlutað leyfum fyrir húsum þess um. Voru þau veitt fjelagssam- tökum starfsmannahópa, kaup- fjelögum, innflutningsfirmum, einstaklingum og loks hafa þrjú bæjarfjelög ákveðið að flytja inn nokkur hús í tilraunaskyni, Haukur Björnsson, forstjóri bauð í gær blaðamönnum að skoða sýnishorn að Svíþjóðar- húsunum, sem hann kom með hingað til landsins fyrir nokkr- um dögum, frá Svíþjóð. Hann er umboðsmaður Svensk Trá- husexport, hjer á landi. Forstjórinn skýrði helstu at- riði viðvikjandi húsum þessum. -— Hefi jeg starfað í samráði víð Svensk TráhusexpQrt í Stokkhólmi, segir Haukur, en firma það er söluhringur 17 stórra verksmiðja í þessari grein í Svíþjóð. í starfi mínu naut jeg góðrar aðstoðar frú Halldóru Briem Ek, arkitekts, en hún er starísmaður eins stærsta framleiðandans, HSB, (Hyresgásternas Sparkasse- och Byggnadsföreningars Riksför- bund), og hefur frú Halldóra að undanförnu aðallega starfað að uppdráttum einbýlis timb- urhúsa. Eins og. frjettamenn geta sjeð á sýnishofnunum, eru húsin af greidd í heilum flekum. í flek- ana eru innsettir gluggar og hurðir. Utveggirnir ,eru sex- faldir. Yst plægðkir panell, þá papþi (konsthartz), þá þykk einangrunarplata (kramfors- jdata), þá aftur pappi, þá plægður panell, og innst trje- fiberplata undir málningu eða veggfóðrun. Þessi útveggur er mjög slæmur hitaleiðari, þ. e. a. s. hann sleppir ekki miklum hita í gegnum sig. Hitaleiðslu- talan er um 0.37, en samkvæmt byggingarsamþyktum hjer má hámarkshitaleiðslutala vera 1.00, svo hjer er um mjög góða einangrun að ræða. Innveggir eru þynnri, en einnig sex-fald- ir og vel einangraðir hvað snertir hljóð og hita. Gluggar eru allir tvöfaldir. Ekki fylgja neinar leiðslur nje hreinlætistæki eða hita- tæki. Þakklæðning, pappi og listar undir skífu fylgja, en ekki sjálf skífan. Til þeSs að gefa mönnum ein- hverja hugmynd um verð á þessum húsum, má geta þess, að hús, 4—5 herbergja, með eld húsi og baði og tveimur for- stofum, að stærð ca. 80—125 fermetra að grunnfleti kosta 10—15 þús. kr. sænskar frítt um borð í skip í Svíþjóð Um verð húsanna upp komn- um hjer, hafa nokkrir húsa- meistarar gert lauslega áætlun. Hafa þeir miðað allan frágang við Hagstofuhúsið. Niðurstöður þeirra eru eðlilega dálítið breytilegar epa frá 140—160 kr. pr. teningsmeter að meðreikn- uðum kjallara. Húsin verða því miklum mun ódýrari en tíðkast hjer um litlar steinsteyptar villur. Uppsetning húsanna eftir að grunnur er fenginn, tekur ekki langan tíma. Er reiknað með að uppsetningin útheimti 4— 600 vinnustundir samtals Selj- endur bjóðast til þess að senda hingað 2—3 fagmenn til þess að leiðbeina um uppsetninguna. Með síðustu ferðum frá útlönd um komu þessir: Með es. Saga frá Svíþjóð komu Finnbogi Guð mundsson og Sævar Halldórsson. — Frá London kom Ólafur R. Ólafsson. Frá Stokkhólmi kom Vilhjálmur A. Guðmundsson, og frá New York kom Lárus Ósk- arsson. — Þá eru nýlega farnir til New York með SILA-flugvjel Guðmundur Gíslason, og til Lundúna fór Kristján Einarsson. FYRSTA MAL á dagskrá Fiskiþingsins í gær var fram- haldsumræða um útgerðina í j vetur, frsm. Helgi Benedikts- i son. I Næsta mál voru tillögur um lagabreytingar, frsm. fiskimála stjóri. Þriðja mál, vitamál, frsm. Magnús Gamalíelsson. Fjórða mál fiskveiðasjóður, frsm. Heigi Beneaiktsson, sem lagði fram svohijóðandi tillögu frá sjer og Páli Oddgeirssyni: „Fiskveiðasjóður Islands verði gerður að sjerstakri bankastoinun unuir yfirstjórn Fiskifjelags Islands, en með sjerstakri framkvæmdastjórn. Nafni sjóðsins verði breytt í scmræmi við aukið starfssvið. Þessi bankastofnun fái sama rjett til þess að versla með er- lendan gjaldeyri og Landsbank inn og Útvegsbankinn hafa nú“. ' Valtýr Þorsteinsson lagði fram svohlj. tillögu: | ....„Fiskiþingið telur, að frum- varp nýbyggin'garráðs um Fisk- veiðasjóð Islands miði til veru- legra hagsbóta fyrir sjávarút- veg landsmanna og óvíst sje, hvort sú aukning skipastólsins og iðnaðar í sambandi við hann, sem fyrirhuguð er, nái fram að ganga eða komi að tilætluðum notum, nema nú þegar verði mætt stofnlánaþörf þessa aðal- atvinnuvegar þjóðarinnar. Því lýsir fiskiþingið sig einhuga fylgjandi nefndu frumvarpi og skorar á ríkisstjórn og Alþingi það, er nú situr; að tryggja framgang þess, að minsta kosti í aðalatriðum og lögfesta það á þessu þingi“. Tillögum þessum var vísað til f j árhagsnefndar. Fimta mál, slysatryggingar sjómanna og stofnun lífeyris- sjóðs fyrir ekkjur og börn druknaðra sjómanna, frsm. Þor varður Björnsson. Lagði hann fram tillögu og greinargerð um nýja skipan þessara mála. Vís- að til laga- og fjelagsmálanefnd ar. Sjötta mál, kynnisferðir, frsm. Helgi Benediktsson. Vís- að til laga- og fjelagsmála- nefndar. Sjöunda mál, viðskiftamál, frsm. Finnbogi Guðmundsson. Vísað til sjávarútvegsnefndar. Dagskrá næsta fundar: 1. Húsbyggingamál Fiskifje- lagsins. Frsm. Helgi Benedikts- son. 2. Fiskirannsóknaskip. Frsm. Arngr. Fr. Bjarnason. 3. Veðurfregnir, álit allsherjar- nefndar. 4. Olíusamlög, álit sjáv arútvegsnefndar. 5. Frumv. um mótorvjelar, álit sjávarútvegs- nefndar. 6. Þegnrjettindi, álit laga- og fjelagsmálanefndar. 7. Samþ. á reikningum Fiskifje- lags íslands 1944. 8. Hlutatrygg ing sjómanna, frsm. Einar Guð finnsson. 9. Síldarverksmiðjur á Austurlandi, frsm. Þórðu.r Einarsson. 10. Breyting á lög- um um dragnótaveiðar í land- helgi, frsm. Ólafur Jónsson. 11. Fiskveiðasýning, frsm. Fiski- málastjóri. 12. Lagabreytingar. Nýtt verð á ísfiski ti! Bretlands NÝ.íA IIÁMARKSVERÐIÐ (vetrarverðið) á ísfiski, sem seldur verður á markað í Bretlandi, gekk í gildi s.l. laugardag. — Iiámarksverðið hefir í för með sjer hækkun á bolfiski, en nokkra lækkun á flatfiski. Sje miðað við slægðan fisk með haus, verður verð- hreytingin sem hjer segir og er miðað við stone, eða 6,35 kg. Nýja verðið : Gamla verðið : Heilagfiski ..... 19 sh. 5 pc. 20 sh. 6 pc. Fljitfiskur ..... 13 sh. 7 pc. 14 sh. 6 pc. Þorskur ......... 5 sh. 10 pc. 5 sh. 5 pc. Ysa ............. 6 sh- 4 pc. 5 sh. 5 pc. Annar bolfiskur . . 5 sh- 10 pc. 5 sh. 5 pc. ITfsi ............ 4 sh. 5 pc. 3 sh. 6 pc. Steinbítur ....... 5 sh. 7 pc. 4 sh. 8 pc. Miðað við slægðan og hausaðan fisk, verður verð- hreytingin þessi: Nýja verðið : Gamla verðið: Þorskur ........ 7 sh. 10 pc. 7 sh. 7 pc. Ýsa ............. 8 sh. 6 pc. 7 sh. 7 pc. Annar bolfiskur ....7 sh. 4 pc. 7 sh. 1 pc. Ufsi ............ 5 sh. 6 pc. 4 sh. 7 pc. R, Reykjavíkurméistari í bandknatt- en Armann i leik kvenna Úrslit Handknattleiksmótsins: Ármann vann I. og II. fl. karla og II. fl. kvenna. II. fl. óútkljáður. ÚRSLIT handknatleiksmeistaramóts Reykjavíkur hafa orðið þau, að í. R. varð Reykjavíkurmeistari í handknattleik karla innanhúss. Vann fjelagið alla keppinauta sína og hlaut 10 stig. Ármann varð aftur á móti Reykjavíkurmeistari í handknattleik kvenna. Vann einnig alla keppinauta sína. Þá vann Ármann og I. og III. ílokk karla og II. flokk kvenna. Enn er ekki útkljáð, hver vinnur II. flokk karla, þar sem Ármann og Víkingur hafa orðið þar jöfn að stigatölu. Urslit mótsins hafa annars orðið þessi: Meistaraflokkur karla: í. R. hlaut 10 stig, Víkingur 6, Val- ur 5, KR 4, Ármann 3 og Fram 2. ÍR setti 64 mörk gegn 45, Víkingur 52 gegn 54, Valur 60: 56, KR 48:47, Ármann 51:59 og Fram 37:51. Keppt var um fagra styttu, sem Kay Lang- vad, verkfræðingur, gaf. Meistaraflokkur kvenna: Ár- man nhlaut 6 stig, KR 4 stig, ÍR 2 stig og Fram ekkert stig. Ármann setti 23 mörk gegn 14, KR 28:16, ÍR 26-24 og Fram 11:34. — Keppt var um bikar, sem verslunin* Hellas gaf. I. ílokkur karla: Ármann hlaut 6 stig, ÍR 4 Vikingur 2 og Fram ekkert. Keppt var um bikar, sem ,Þjóðviljinn‘ gaf. II. flokkur karla: Ármann og Víkingur hafa 8 stig hvort, KR 6, ÍR og Valur 4 hvort og Fram ekkert. Keppt um bikar, sem Tjarnarkafé gaf. Árm. og Víkingur keppa aftur í kvöld. III. flokkur karla: Ármann A hlaut 4 stig, Ármann B 2 st. og Víkingur 0 stig. Keppt var um bikar, sem ,,Vikan“ hefur gefið. II. flokkur kvenna: Ármann B 2 stig og Ármann A ekkert. Keppt var um bikar, sem Bóka verslun Lárusar Blöndal gaf. Leikirnir á sunnudaginn fóru sem hjer segir: I meistaraflokki karla vann Víkingur Val með 13:11. KR Fram með 7:5 og ÍR Ármann með 16:10. í meistaraflokki kvenna vann Ármann ÍR með 8:7 og KR Fram með 14:2. í II. flokki karla vann Víkingur Val 7:3 og KR ÍR með 11:7. í aukaleik milli II. fl. kvenna úr Ármann og I. flokks kvenna úr KR vann Ármann með 5:1. Armann sá um mótið. Mun íjelagið halda skemmtifund fyr ir alla þátttakendur mótsins n. k. fimmtudag í samkomusal Mj ólkurstöðvarinnar. STRANDSTÖÐVAR SPRENGDAR. LONDON: — Ofbeldismenn úr flokki Gyðinga hafa sprengt í loft upp tvær strandvarðstöðv ar Breta nærri Tel Aviv. Marg- ir breskir hermenn meiddust mjög alvarlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.