Morgunblaðið - 04.12.1945, Síða 8

Morgunblaðið - 04.12.1945, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. des. 1945. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. \Jiluerji shripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Varðbátarnir nýju Á HAUSTÞINGINU 1944 var samþykt svohljóðandi þingsályktun „um landhelgisgæslu og björgunarstarf- semi“: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fram fara ýtarlega rannsókn á því, hvernig landhelgisgæslunni verði best og haganlegast fyrir komið. í því efni verði athugað sjerstaklega, með hverri gerð og stærð varðskipa náist bestur árangur af gæslunni með kleifum kostnaði, og verði í því tilliti aflað vitneskju um nýja gerð skipa er- Jendis, er að haldi mætti koma, og útbúnað þeirra. Einnig verði það atriði gaumgæfilega rannsakað, að hve miklu leyti nota megi flugvjelar til aðstoðar við gæsluna. — Jafn íramt er stjórninni falið að láta athuga, með hverjum hætti megi sameina landhelgisgæsluna björgunarstarf- seminni og eftirliti á fiskimiðum við strendur landsins“. Eins og sjá má af þingsályktun þessari, er það einkum tvent, sem hefir vakað fyrir Alþingi: í fyrsta lagi, að koma landhelgisgæslunni í sem hagan- legast horf, með kleifum kostnaði. í öðru lagi, að athuga með hverjum hætti megi sameina landhelgisgæsluna björgunarstarfseminni og eftirliti á fiskimiðum við strendur landsins. ★ Á 'síðastliðnu sumri fól dómsmálaráðherra forstjóra Skipaútgerðar ríkisins að takast ferð á hendur til Eng- lands og athuga þar möguleika á kaupum hentugra skipa til landhelgisgæslu og björgunarstarfa, eins og Alþingi hafði ráðgert. Að ráði forstjóra Skipaútgerðarinnar voru svo fest kaup á þrem bátum, sem eru komnir hingað fyrir nokkru. Hefir farið fram afhending bátanna og eru þeir nú eign íslenska ríkisins. Þessir varðbátar voru ekki fyrr komnir hingað, að alls- konar sögur komust á kreik um þá. Var það haft eftir sjómönnum, sem skoðuðu bátana, að þeir myndu vera gersamlega óhæfir til þeirra starfa, sem þeim er ætlað að inna af hendi. Hvað sem hæft er í öllum þessum sögum, sem spunn- ist hafa um bátana, má óefað fullyrða, að þeir geta aldrei orðið björgunarskip hjer við strendur landsins. Þetta eitt út af fyrir sig sýnir, að forstjóri Skipaútgerðarinnar hefir ckki ráðlagt. ríkisstjórninni heilt, er hann mælti með kaupum þessara báta. Er tvent til, að forstjórinn hafi látið blekkjast, er hann valdi þessi skip, eða þá hitt, að hann skorti þekkingu á því, hverskonar skip henti okkur til þessara fyrirhuguðu starfa. ★ Þessir bátar, sem forstjóri Skipaútgerðarinnar keypti til landhelgisgæslu og björgunarstarfa við íslandsstrend- ur, voru notaðir í stríðinu til að flytja frá Svíþjóð ýmis- konar efni, sem Bretar þurftu að nota. Bátarnir eru mjög hraðskreiðir, því að þéir þurftu að vera mjög fljótir í ferðum og komast undan kafbátum Þjóðverja. Aldrei var búið um borð í bátunum, nema þann stutta tíma, sem ferðin tók. Er því eítki um að ræða neina íbúð fyrir skip- verja, eins og tíðkast á okkar skipum. Bátarnir munu ckki hafa lagt úr höfn nema veðurspá væri' hagstæð og sjerstakur veðurfræðingur var um borð. Þetta sýnir, að ekki hefir verið ráðgert að bátarnir væru úti að staðaldri. Ekki er hægt að vera úti á þilfari bátanna, meðan þeir eru á siglingu. Alt þetta sýnir, að bátarnir eru óhæfir til þeirra starfa, sem þeim er ætlað hjer við strendur landsins. ★ Fram er komin á Alþingi fyrirspurn frá Sigurði Bjarna- rýni, varðandi þessa báta. í greinargerð er dregið mjög í efa, að þeir fullnægi þeim kröfum, sem gera verður til slíkra skipa. Dómsmálaráðherra hefir tjáð Morgunblaðinu, að hann muni fela sjerfróðum mönnum að athuga bátana. Leiði sú athugun í Ijós, að bátarnir sjeu óhæfir til þeirra starfa, sem þeim er ætlað verður að losa ríkið við þá og fá önnur bentug skip í þeirra stað. Alt í grænum sjó. NÚ ER ALT komið í grænan sjó út'af varðbátunum nýju, en sjálfir eru þeir sagðir ósjófærir með öllu hjer við land að vetr- arlagi. Furðulegar sögur- um ferðalag eins bátsins til Vest- fjarða á dögunum ganga um bæ- inn og hafa meira að segja verið birtar opinberlega. En svo furðu- legar sem þessar sögur kunna að vera, munu þaér vera sannar í öllum aðalatriðum. Gamlir sjó- menn urðu dauðsjóveikir á leið- inni og ekki var hægt að hita kaffisopa fyrir veltingi. Það er einnig rjett, að ráðherra, sem var farþegi með skipinu, tók þann kostinn að fara landveg frá Stykkishólmi, á meðan áhöfn bátsins beið eftir veðurfregnum. Það virðist ekki vera neinn vafi á, að þetta eru ekki heppi- leg skip fyrir okkur. Að minsta kosti verða þau aldrei björgun- arskip hjer við land. Hinsvegar eru ekki hundrað í hættunni ennþá. Við getum vafa laust losnað við skipin fyrir það verð, sem við gáfum fyrir þau, og það getur stundum borgað sig að fá reynslu, ef hún er ekki of dýrkeypt. Nú er nauðsynlegt að láta fara fram athugun á skipunum hið fyrsta og ganga alveg úr'skugga um, hvort þau eru við okkar hæfi eða ekki. Vonandi verður ekki farið inn á þá braut, að kosta stórfje upp á breytingar á skip- unum, ef þau fá þann dóm sjer- fróðra manna, að þau verði aldrei nothæf. Happdrætti. í GÆR VAR dregið í tveimur happdrættum hjer í bænum og hefir vafalaust verið mikill spenn ingur meðal þeirra, sem áttu miða í þeim, einkum háppdrætti húsbyggingarsjóðs Sjálfstæðisfje laganna, en þar var vinningurinn hvorki meira nje minna en heil íbúð með öllum nauðsynlegum húsgögnum. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað, hver hinn ham- ingjusami vinnandi er, en sá er 150.000 krónum ríkari í dag en hann var í gærmorgun, og það er hreint ekki svo lítið, jafnvel nú á dögum. Jólakort og happ- • drætti. LESENDUR þessara dálka vita, að jeg er ekki hrifinn af happdrættisfargani hinna ýmsu fjelaga hjer í bænum, og hefi jeg heldur ekki farið í launkofa með þá skoðun mína. En þrátt fyrir það get jeg ekki stilt mig um að minnast á hið nýja happdrætti Sambands íslenskra berklasjúkl- inga, sem sagt var frá hjer í blað inu á sunnudaginn. Það var sniðugt tiltæki að selja happdrættismiðana með jólakortum. Jólakortin eru vel gerð og vísurnar eru vel valdar. Það má búast við, að þetta happ- drættisfyrirkomulag verði vin- sælt. Vinningarnir eru líka marg- ir og girnilegir, en síðast en ekki síst, happdrætti þetta er fjáröfl- un fyrir gott og þarft málefni, þar sem er vinnuheimili SÍBS. • Torfærur á Hafnar- fjarðarvegi. FRÁ ADOLF PETERSEN verk stjóra hefir mjer borist eftirfar- andi brjef vegna greinarkorns, sem birtist hjer s.l. sunnudag: „í blaði yðar hinn 1. des. þ á. birtið þjer greinarstúf með þess- ari yfirskrift og á að vera brjef frá T. H. Þar sem brjef þetta þarf nokkurrar skýringar við, bið jeg yður að birta eftirfarandi: Við vegavinnumenn, sem höf- um það starf að gera við Hafn- arfjarðarveginn, verðum að jafn aði að girða af svæði, sem ver- ið er að gera við og notum til þess tómar tunnur, og lokum fyrir umferð á öðrum helming vegarins, en æfinlega hafa girð- ingar þessar verið greinilega merktar með rauðum ljósum, þegar kvölda tekur, og þannig frá þeim gengið, að þau eiga að geta lýst alla nóttina, og er þá gáleysi vegfarenda um að kenna, ef ^glys hlýst af þessum afgirtu svæðum“. • Ljósin fá ekki að vera í friði. ,,EN SVO er umferðamenning vegfarenda á lágu stigi, að sjald- an fá þessi ljósmerki að vera í friði, óg er þá ýmist, að keyrt hefir verið á ljósatækin og þau brotin, eða þeim hefir verið hent út fyrir veg eða í þriðja lagi, að vegfarendum hefir fundist, að þeir gætu notað ljósatækin sjálf ir og haft þau á burt með sjer. Vil jeg nú spyrja brjefritarann T. H., hver sýni meiri trassa- skap við, sem merkjum afgirt svæði á veginum með ljósum, eða þeir, sem gera sjer leik að því að spilla slíkum merkjum. Og hverjum er að kenna, ef illa fer? Annars vil jeg benda brjefrit- aranum T. H. á það, að í þau síð- astliðin 10 ár, sem viðgerð á veg- um hjer í nágrenni Reykjavíkur hefir að mestu leyti farið fram á afgirtum svæðum, hefir aldrei orðið slys við þær girðingar, svo jeg viti, þrátt fyrir gífurlega mikla umferð á stríðsárunum og oft hraðari akstur en lög gera ráð fyrir. Nú er ekkert afgirt svæði á Hafnarfjarðarvegi og hefir ekki verið síðan 29. nóv. s.l., svo ekki er hægt að segja, að brjef T. H. hafi verið orð í tíma töluð. Brjefritarinn T. H. talar um, að þegar snjór sje á vegum, sje ilt að stöðva vagna. Þetta er ekki neitt nýtt, hefir altaf verið, en við því er eitt ráð, og það er að keyra nógu hægt og gætilega, engin ástæða er til að aka á 60 —70 km. hraða hvernig sem veg- ir eru, enda ættu vegfarendur ekki að láta slíkt kæruleysi sjást hjá sjer. Adolf Petersen verkstjóri. IILWi.PMBWnv«Mi>nanavBiracaB9aMtaaBaBi«rvai»«cn<aaaaaif«Baaa«aaaafaaaaiia«aaaiatfafiiaaagafj^ Á ALÞJÓÐA VETTVANG Einkennilegir sfjórnmáiaflokkar SUÐUR á Ítalíu er miðaldra rnaður, sem predikar guðspjall einstaklingshyggjunnar af mikl- um móði. Hann segir: Framtíðin er ekki stjórnmálamannanna, heldur uomo qualunque (hins venjulega manns). I síðustu viku streymdu áhangendur að honum, iðnaðarmenn, liðsforingjar, tísku drósir, nunnur, skrifstofumenn og allskonar fólk lagði leið sína eftir mjórri götu í Róm og heim til spámannsins. Guglielmo Giannini, fyrrum leikhússtjóri var ákaflega þakk- látur. Hann sagðist búast við að tala fylgjenda sinna væri eitt- hvað um tvær miljónir. Og þótt hann afneitaði öllum flokkum, leit helst út fyrir, að Uomo Qua- lunque yrði brátt stærsti flokk- ur á Ítalíu. Viku eftir viku predikaði Gi- annini fagnaðarboðskap sinn í vikublaði síhu „Uomo Qualun- que“. „Missir sonar míns í styrj- öldinni hefir orðið þess valdandi, að jeg fór að hata afskiftasemi stjórnmálamannanna. Hugmynd- in um Uorao Qualunque varð til í sorg mínni. Syrgjandi feður myndu altaf skilja hverjir aðra, ef stjórnmálamennirnir þyrftu ekki að sletta sjer fram í sorg þeirra. Blaðið „Uomo Qualun- que“ komst upp í 800.000 eintök, og hefir þannig meiri útbreiðslu en nokkurt annað blað á Ítalíu. Stjórnmálamenn litu þessa starfsemi Gianninis illum augum. Kommúnistar kölluðu hann aft- urhaldsmann, sem notaði sjer ringulreið þá, sem væri á hug- um fólksins. Giannini -svaraði: „Við berum virðingu fyrir skoð- unum kommúnistanna, en leyfum okkur að vera þeim ósammála. Ef við aðeins losnum við atvinnu stjórnmálamennina, þá er mjer sama, hvort stefnan liggur til hægri eða vinstri“. Líklega er það staðreynd, að fyrrverandi fasistar og aðrir meira og minna villuráfandi sauðir í stjórnmálunum hafi flykst að Giannini, sem öllum veitir viðtöku. Vissa var fyrir því, að ýmsir af helstu viðskifta- jöfrum ítalþi löðuðust ákaflega að stefnu hans gegn „afskifta- semi skrifstofumenskunnar“. • KRISTILEGI flokkurinn í Nor- egi hafði enga skipulagníngu, ekkert málgágn, varla nokkurn flokkssjóð. Aðeins tveim mán- uðum fyrir kosningárnar láhað- ist flokknum að setja upp aðal- bækistöð. Og síma fjekk flokk- urinn ekki fyrr en hálfum mán- uði fyrir kjördag. En um 10% af öllum kjósendum landsins greiddu flokknum atkvæði, og hann er enn í örum vexti. Hann var orðinn mesta stjórn- málafurðuverk Noregs. Eins og aðrir kristilegir flokkar í hinni herjuðu Evrópu, átti hann rætur í þjóðlífinu. Hann var 12 ára gamall, en hafði ekki fengið meira en tvö sæti á Stórþingi. í. fyrstu kosningunum eftir að Nor egur varð frjáls, vann hann sjö sæti. — Hann heldur því fram, að trúin eigi að hafa meiri áhrif á opinbert líf, en nú gerist með- al þjóðanna. Einn af þingrftönnum flokks- ins, Erling Wikborg, skýrði stefnu hans í s.l. viku fyrir blaða manni frá New York Times. — Hann sagði: „Vjer erum hvorki vinstri- nje hægriflokkur, þótt við sjeum æði róttækir í fjelags- málum, en ýmsir af leiðtogum íhaldsmanna hafa lofað okkur samvinnu. — Vjer viljum koma bræðralagi allra manna í fram- kvæmd. Og hornsteinninn undir starfi voru er Biblían“. (Time.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.