Morgunblaðið - 30.01.1946, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.01.1946, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. jan. 19’46 Mentaskólaleikurinn 1948 * Enarus Montanus Eftir Ludvig Holberg MÁNUDAGINN 21. janúar síðastl. höfðu Mentaskólanem- endur hjer frumsýningu í Iðnó á leikriti Holbergs Erasmus Montanus, er vegna íslenskrar istaðfærslu hefir að þessu sinni hlotið nafnið Enarus Montanus. Leikrit þetta hefir verið sýnt hjer í bæ nokkrum sinnum áð- ur. — fyrst 1848, í þýðingu Magnúsar Grímssonar, síðar prests. Voru það skóiapiltar, er leikinn sýndu, og fór sýningin fram á ,,langaloftinu“ í Latínu skólanum. Þá var leikritið sýnt hjer 1860 og stóðu að þeirri sýningu kandidatar og stúdentar. Var þá fluttur pro- log sá, eftir Jón A. Hjaltalín, síðar bókavörð í Edinborg á Skotlandi, er nú var fluttur á undan sýningunni. Árið 1886 var leikritið enn sýnt í Latínu- skólanum, en síðan er það ekki sett á svið hjer fyrr en árið 1923, þá enn á vegum skóla- pilta og í þýðingu þeirra Lárus- ar Sigurbjörnssonar og' Ólafs, nú læknis,' Helgasonar. — Fór þá Gestur Pálsson með aðalhlut verkið, Erasmus Montanus, og mun það vera með allra fyrstu hlutverkum hans. Þorsteinn Ö. Stephensen ljek þá Jesper fógeta (Drésa fógeta, eins og hann heitir nú), en Þórður Þórðarson, nú læknir, fór með hlutverk Pjeturs djákna. Að þessu sinni er leikritið fært til íslenskra staðhátta, - er látið gerast hjer á Álftanesi, og texta leikritsins hefir virtanlega verið breytt í samræmi við það, án þess þó að aðalefni leikritsins raskist nokkuð. Hef- ir Lárus Sigurbjörnsson stað- fært og þýtt leikritið og unnið þar gott og vandasamt verk. Ágæt frumsmíð í skáldsagnagerð Snjólaug Sveinsdóttir flytur prolog J. A. Hjaltalíns. Erasmus Holbergs verður nú Einar á Brekku eða Enarus Montanus, Jeronímus er nú Jón ríki á Eyvindarstöðum, liðs- foringinn hjá Holberg er orð- inn að Árna formanni á kongs- skipi fógetans á Bessastöðum, én Jesper hjeraðsfógeti er nú Drési fógeti á Bessastöðum. í hinn staðfærða leik er og getið ýmsra íslendinga frá þeim tímum er leikurínn gerist á, svo sem Sigurðar Vigfússonar ís- landströlls, Galdra-Lopts og „drengsins Schevings“, — Finns biskups Jónssonar o.. fl. Hefir leikritið við þetta fengið al-ís- lenskan blæ og fer vel á því. Lárus Sigurbjörnsson hefir einn.ig sett leikinn á svið og haft leikstjórn á hendi. Hefir honum tekist hvorttveggja Við nausíið í Brekku. mætavel og hygg jeg að Lárus kunni manna best að leiðbeina og stjórna leikendum, sem skamt eru komnir á þyrni- braut leiklistarinnar. Það er jafnan gaman að sjá leik viðvaninga þegar vel tekst. Menn gera engar kröfur en meðtaka með því meira þakk læti og gleði það, sem vel er gert. Og að þessu sinni var margt vel gert. Áður en sýningin hófst, flutti ungfrú Snjólaug Svcinsdóttir prolog þann eftir Jón A. Hjalta lín, sem áður getur. Er hann ávarp leikgyðjunnar til leikhús gesta og ágætlega saminn. Því saknaði jeg þess, að hann skyldi ekki prentaður í leikskránni. Ungfrúin var glæsileg mjög og flutti mál sitt með þeim ágæt- um, að unun vár á að hlýða. Aðalhlutverkið, Enarus Mont nus, ljek Jón Magnússon, og erði því all-góð skil, en hlut- verkið er erfitt óvönum leikur- um, en gefur hinsvegar vön- um mönnum mikla möguleika. Jón talaði helst til of hratt, svo að erfitt var á stundum að fylgj ast með því, sem hann sagði, en það ætti að vera auðvelt að laga. Guðlaugur Hannesson fór með hlutverk Pjeturs Djákna og fórst það ágætlega, enda vakti hann mikinn fögnuð á- horfenda., Bragi Guðmundsson ljek Jakob, yngra bróður Einars á Brekku, fjörlega og skemmti- lega og Drésa fógeta á Bessa- stöðum ljek Friðrik Sigurbjörns son. — Var leikur hans prýðis- góður og gerfið ágætt, en hon- um hætti við að tala'full lágt, og misstu áhorfendur við það af mörgu gþðu, sem fógetanum er lagt í munn. Má með rjettu segja, að þessir fjórmenningar hafi borið af um leik og haldið sýningunni uppi. Onnur hlutverk voru smærri, en ekki ólaglega með sum þeirra farið. Björn Sveinbjarn arson ljek Jósep bónda á Brekku, Elín Guðmannsdóttir ljek Niljoniu eða Nillu konu hans (minnti óþarflega mikið á frúna í „Kappar og vopn“ frá því í fyrra). Sigmundur Magn ússon fór með hlutverk Jóns ríka, en konu hans, Magneu, ljek Ástráður Guðmundsdóttir og Elísabetu dóttur þeirra, heitmey Einars á Brekku ljek Margrjet Vilhjálmsson. Árna formann Ijek Höskuldur Ólafs- son en Niels fanga á Bessa- stöðum Ólafur Jensson. Leikurinn var allur hinn ' fjörlegasti og skemtilegasti • og j var hinum ungu leikendum á- gætlega fagnað af áhorfendum í leikslok. Sigurður Grínisson. nyju framhaldssögunnar HÖFUNDTJR nýju fram- haldssögunnar, sem hefst í blaðinu í dag, er kona og heitir Taylor Caldwell. Hún býr í Eggertsville i New York fylki. Hún segjist skrifa sögur sínar í frístundum, því að hún verði að vinna heim- ilisstörfin sjálf, vegna erfið- ■leikanna á að fá húshjálp. Frú Caldwell segir að maður hennar hjálpi henni við sögu gerðina, með því að gagn- rýna það, sem hún skrifar. Frú Caldwell hefir fengið góða dóma fyrir bækur sínar, en þessi saga, sem nú birtist í Morgunblaðinu, er talin hennar besta verk. Sagan er bæði skemtileg og spennandi og fjallar um vandamál, sem allir munu hafa gaman af að lesa um. Fylgist með frá byrjun í þessari nýju framhaldssögu, Vilhjálmur S. Vilhjálms- son: Brimar við Bölklett. Skáldsaga. Útg. Víkings- útgáfan. Rvík 1945. ÞEIM, sem unna bókment- um, leika altaf nokkurir land- munir á að sjá og lesa, þegar þeir frjetta, að maður, sem ekki hefir áður fengist við skáld- sagnagerð, svo vitað sje, send- ir frá sjer frumsmíði sína í þess arri bókmentagrein. Svo fór fyrir mjer, þegar jeg frjetti, að starfsbróðir minn, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson væri í þann veginn að gefa út fyrstu skáld- sögu sína, — jeg segi fyrstu, því jeg skil ekki annað en að fleiri fylgi á eftir. Svo fjekk jeg bókina í hend- ur, settist við lestur hennar eitt kvöld um jólin, og hætti ekki lestrinum fyrr en bókinni var lokið. Hann Vilhjálmur hefir skrifað spennandi sögu, og hann hefir, að því leyti, sem jeg get um dæmt, skrifað sanna sögu, svo jeg fari nú strax að nota lýsingarorðin. Jeg get ekki kallað þessa bók Vilhjálms ann að en ágæta frumsmíð í skáld- sagriagerð. Hugsið ykkur lítið verslun- arpláss rjett eftir aldamótin síð ustu, þar sem allflestir eru fá- tækir, eins og íslendingar voru yfirleitt þá, þar sem erlend verslun drotnaði einvöld yfir lífum fólksins og afkomu. En í þessum þröngu kjörum, þessu möguleikaleysi, er að brjótast fram sá andi, sem gerði Islend- ingum það kleyft að vinna öll þau þrekvirki, sem þeir hafa unnið síðan þá, og alt til þess- arra daga. Því enginn skyldi telja það þjóðrembing að halda því fram, að þetta hafi þjóðin gert. Þcgar maður les bók Vil- hjálms, sjer maður þenna stað fyrir sjer, þetta fólk í neyð, þess kröppu kjör og þess hugprýði í viðureigninni við þau. Maður finnur þytinn af vorvindunum, sem eru að leggja inn yfir þjóð ina, og maður sjer fræin, sem þeir bera með sjer, festa rætur í hugum fátækra og umkomu- lítilla manna, þannig, að þau bera ávöxt, þeir gefa sig á vald þeim nýju hugsjónum, að þjóð- in þurfi ekki altaf að vera und irokuð, efnahagslega og fram- faralega, og berjast fyrir þess- arri hugsjón sinni berhentir gegn ofureflinu, — já, falla heldur en gefast upp. Og öll barátta krefst og hefir ætíð kraf ist fórna. Við vitum, að margir hafa fallið í baráttunni um það, að gera Islendinga að frjálsri og sjálfstæðri þjóð, — en í bók Vilhjálms sjáum við þetta ger- ast, tökum þátt í baráttunni við álög þjóðarinnar um leið og við lesum verkið. Það er vel að skáldin minni þjóðina á þessa baráttu. Það er gott að hún sjái, að hún hefir ekki fengið alt sem hún hefir nú, fyrir ekkert. Það er nauð- syn, að sje þess meðvitandi, að framhaldandi þróun kostar líka baráttu og fórnir, — að alt geng ur ekki af sjálfu sjer, þótt skil- Vilhj. S. Vilhjálmsson nú, en þegar saga Vilhjálms S. Vilhjálmssonar gérist. ★ Stíll Vilhjálrr^ er áferðar- fallegur. Setningarnar meitlað ar og mótaðar í hörðum skóla, skóla lífsbaráttu og blaða- mensku, eins og hún gerist best. Persónurnar eru allar eðlilega dregnar og margar þeirra munu seint gleymast lesandanum. — Drengurinn, sem með vakandi augum og barnslegum áhuga fylgist með lífi fullorðna fólks- ins í þorpinu, þar sem búðar- valdið liggur á fólkinu eins og bölklettur, Guðfti í Skuld, fá- tæki hugsjónamaðurinn, sem loks lætur lífið fyrir hugsjón- ir sínar, gamla konan, sem sat með prjónana sína frammi á sjávarkambinum í sumarsól- inni, og blindi formaðurinn, alt eru þetta skýrt dregnar og sjálfum sjer samkvæmar per- sónur. Og ekki ber að gleyma hinu unga ýturmenni, Sigurði, nje unnustu hans, Björgu. Lýs- ingarnar á þessum ungu og vonglöðu elskendum eru hug- Ijúf viðbót við það, sem vel hefir verið ritað um ungar ást- ir í íslenskum bókmentum. Framvinda sögunnar er hröð og eðlileg, atburðirnir leiða hver annan af sjer á rökræn- an hátt. Náttúrulýsingarnar, svo stuttar og skýrar, sem þær eru, eru frumlegar og hrífandi margar hverjar. Jeg óska Vilhjálmi til ham- ingju með ,,sveinsstykkið“ í skáldsagnagerð, og bókmenta- unnandi þjóð til hamingju með nýtt skáld, sem gefur prýðilég- ar vonir. J. Bn. ÞEIR, sem eiga reik á Sjálfstæðisflokkinn akstur á kjördegi, í greidda milli kl. 4 og ( í skrifstofu flokksins í valdsensstræti 2 frá oj fimmtudegi. ★ AÐRIR reikningar í bandi við kosningarnar ■greiddir milli kl. 10 « daglega í skrifstofu stæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.