Morgunblaðið - 30.01.1946, Síða 10

Morgunblaðið - 30.01.1946, Síða 10
30 MORGUNBLAÐIB Miðvikudagur 30. jan. 1946 framhaldssaga — Spennandi — Skemtileg ..........................II.. Ast í meiimuivi I I <£/<;, CatJw.lt | Mllllll lllllltlllllllllllll l■l••ll■lllll■l•lllllllllllllllllllll•ll■IIKIIIIIIIIIIIIII Fylgist með frá byrjun 4. dagur Jerome tók að rifja alt þetta upp fyrir sjer á leiðinni. Alt í einu kastaðist vagninn til og nam síðan staðar. „Þá erum við komnir að hæð inni“, hrópaði Watson. „Jeg kemst ekki lengra“. Jim, sem var enskur að ætt, horfði í kringum sig með furðu- svip. Fjúkið hafði aukist og niðamyrkur var, svo að ekki sá út úr augunum. Hátt uppi, ein- hversstaðar í nánd við himinn- inn, blikuðu fáein flöktandi ljós. Jim staulaðist út úr vagn- inum, Jerome á eftir. Hann teygði sig eftir töskunum og heyrði Kalla gefa frá sjer á- mátlegt ýlfur. Svo heyrði hann, að vagninn ók dftur af stað. „Eltu mig“, öskraði Jerome. „Jeg skal taka aðra töskuna“. Jim gleymdi aldrei þessu ferðalagi upp hæðina. Snjórinn var hnjedjúpur og svell undir, svo að þeim skrikaði fótur í öðru hverju spori. En samt sem áður nálguðust þeir hægt og hægt ljósin efst á hæðinni. Og loks sáu þeir rísa upp fyrir framan sig geysistórt, svart steinbákn. Það voru Uppsalir. Við illan leik komust þeir að utidyrunum, og Jerome knúði á dyrnar. Eftir andartak heyrðu þeir, að sláin var dregin frá, dyrunum var lyft varlega frá stöfunum og stúlkuandlit gægð ist út. „Opnaðu hurðina — í guðs bænum“, hrópaði Jerome. „Jeg er Jerome Lindsey". Hann hratt dyrunum harkalega upp og- þjónustustúlkan hröklaðist aft- ur á bak, dauðskelkuð. Jifn leit í kringum sig. And- dyrið var stórt, veggirnir eik- arþiljaðir, gólfið lagt rauðum tígulsteinum. Geysistór klukka stóð við einn vegginn og upp á loftið lá breiður eikarstigi. — Þetta er alveg eins og heima í Englandi, hugsaði Jim, hrifinn og undrandi í senn. Hann setti töskurnar á gólfið. Jerome stóð og hristi af sjer snjóinn. „Hvar er fólkið?“ spurði hann. Þjónustustúlkan lagði á flótta án þess að svara. Jerome gekk að arninum og Jim elti. Kalli stóð á miðju gólfi, blak- aði eyrunum í spurn og hnus- aði út í loftið, tortrygginn á svip. Dyrnar, hægra megin við anddyrið, voru opnaðar. Jero- me hjelt að það væri faðir sinn, og sneri sjer snögt við. En það var ung stúlka, sem kom út um dyrnar. Þegar hún kom auga á komumenn, staðnæmdist hún snögglega og rak upp undrun- aróp. Jerome stóð þegjandi og starði á hana. j„Þjer hljótið að vera Jero- me“, sagði hún. „Við áttum ekki von á yður fyrr en á morg un. Veit herra Lindsey, að þjer eruð kominn?“ Jerome ansaði ekki. Hún brosti, svo að glampaði á hvítar tennurnar. „Afsakið. Jeg er Amalía Maxwell“. Jerome glotti við og hneigði sig djúpt — helst til djúpt. Svo leit hann upp og horfði á hana með ósvífnu augnaráði. En fyr- irlitngin hvarf brátt úr svip hans. Amalía Maxwell var há- vaxin — mjög hávaxin. Hún var grönn og spengileg, en lín- urnar í líkama hennar voru samt mjúkar og ávalar. Hún brosti — og bros hennar var dularfult — órannsakanlegt. Augu hennar voru stór, djúp- blá, greindarleg og glampandi, hvorki blið nje viðkvæm, eins og augu kvenna áttu að vera. Augnahárin voru þjett, svört. Ennið var fremur lágt, auga- brýnnar bogadregnar, svartar. Nefið var stutt, beint, munn- urinn helst til stór — rauður og girnilegur. En drættirnir kringum munninn voru festu- legir — altof festulegir, þegar þess var gætt, að þetta var kona. Jerome athugaði andlits- drætti hennar með gagnrýni — eins og hann væri að virða fyrir sjer málverk. Þeir voru allir festulegir — alt að því hörkulegir. Þrátt fyrir hina undraverðu fegurð var þetta andlit konu, sem orðið hafði að berjast áfram af eigin ramm- leik. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að þó að hún væri fög- ur, þá geðjaðist honum ekki að henni. Hann hataði hana hreint og beint við fyrstu sýn. Hann kannaðist við konur af hennar sauðahúsi. Það voru konur, sem orðið höfðu að heyja lífsbarátt- una á eigin spýtur — bjuggust ekki við neinu af öðrum og gáfu engum neitt. Hann hafði rekist á þær í Lundúnum, New York, París. Þær vissu upp á hár, hvað þær ætluðu að hreppa í lífinu, og þær voru miskunn- arlausar í baráttu sinni og viku aldrei frá settu marki. Hann hafði aldrei dást að þeim — þótt hann hins vegar virti raun sæi þeirra og hefði í aðra rönd- ina gaman af hressilegu við- móti þeirra. Karlmanni gat aldrei leiðst í návist þeirra, — og gáfaður maður gat altaf sigr að þær. Þær voru æsandi og skemtilegar. En heimsmaður kvæntist aldrei konu af þessu sauðahúsi. ★ Dymar til vinstri opnuðust alt í einu, og Alfreð kom fram í anddyrið. Hann gekk til frænda síns með útrjetta hönd- ina. „Jerome! I skeytinu stóð, að þú kæmir á þriðjudaginn! Voru það einhver mistök? Hvernig fórstu að því að kom- ast hingað — í þessu veðri?“ Jerome sneri sjer að honum og brosti. Alfreð var altaf sjálf um sjer líkur — vissi upp á hár, hvernig hann átti að hegða sjer hverju sinni. Hann var hærri vexti en Jerome, en virtist lægri vegna þess að hann var miklu þreknari. Hann var klæddur í virðuleg, svört föt, með skjanna hvítt hálslín. Hann var breið- leitur, stórbeinóttur í andliti, fölur yfirlitum, svipurinn bjart ur og festulegur — nærri því hörkulegur. Yfir manninum öll um hvíldi kaldur og óhaggan- legur virðuleiki. Hann tók í hönd Jerome og hristi hana hjartanlega. „Lof mjer að sjá, hvernig þú lítur út“, sagði hann. „Hvernig komstu hingað?“ „Jeg kom með mjólkur- vagni“, svaraði Jerome og brosti góðlátlega. „Það er alt í lagi“, bætti hann við, þegar hann sá áhyggjusvipinn á and- liti Alfreðs. „Mjer varð ekkert meint af“. Alfreð sneri sjer nú að unn- ustu sinni. „Amalía — yndið mitt — þetta er frændi minn, Jerome Lindsey“. „Við þekkjumst þegar. Al- freð“. „Ungfrú Maxwell, unnusta mín“, hjelt Alfreð áfram, og ör- lítill roði hljóp fram í fölar kinnar hans. „Amalía — viltu kalla á þjóninn og sjá um, að farangur Jerome komist upp í herbergi hans“. Amalía gekk í áttina til dyr- anna. Það kom gremjusvipur á andlit Jerome. Skötuhjúin voru þegar farin að hegðsp sjer, eins og þau væru húsbændur á heimilinu. Hann þurfti svei mjer að sjá um, að það breytt- ist. „Þú vilt ef til vill einnig fara upp í herbergi þitt og skifta fötum?“ sagði Alfreð. Jerome leit niður á rennvot stígvjel sín. „Nei. Jeg ætla að heilsa föður mínum“. Hann rjetti Jim hatt sinn og frakka og gekk síðan að dyrum bóka-' herbergisins. Bókaherbergið var mjög stórt og rúmgott. Það var hálf- rokkið inni, hlýtt og notalegt. Bókaskápar þöktu alla veggina. Á gólfinu var þykk, dumbrauð ábreiða. Arininn var geysistór, úr svörtum marmara. Fyrir framan hann stóðu nokkrir djúpir hægindastólar, klæddir dökku leðri. Dökkrauð glugga- tjöld voru fryir öllum gluggun- um. Yfir arninum hjekk m#l- verk af langömmu Jerome. Þetta var virðulegt herbergi, en um leið hlýlegt — andrúm- loftið þrungið* friði og ró. Tveir menn sátu fyrir fram- an arininn. Annar þeirra var gamall, hávaxinn og mjög grannur. Hinn virtist við fyrstu sýn kornungur drengur, en þegar hann reis á fætur, kom í ljós, að þetta var kryplingur, um það bil fjórtán ára gamall. Gamli maðurinn var bersýni lega í mikilli geðshræringu. Hann hrópaði: „Jerome — kæri drengurinn minn!“ Jérome gekk hröðum skref- um til föður síns, beygði sig yf- ir hann*og kysti á hrukkóttan, innfallinn vanga hans. „Pabbi“, sagði hann. Þeir tókust þjett í hendur og horfðu lengi og innilega hvor á annan. l^OíUfSMllMrúÍÚSÍMíS Stríðsherrann á Mars ren9/ aóa Eftir Edgar Rice Burrougiu. 125. En hurðin ljet ekki undan. — Jeg hafði verið nógu fljót- ur, þótt ekki munaði það nema broti úr sekúndu. Nú sneri jeg mjer að föngunum. Fyrst fór jeg til Tardos Mors og spurði hann hvar lyklar þeir væru, sem fótjárn þeirra væru opnuð með. „Varðliðsforinginn hefir þá“, svaraði jeddakinn yfir Helium, „og hann er meðal þeirra, sem eru að reyna að komast inn. Við verðum að brjóta af okkur járnin“. Flestir fanganna voru þegar farnir að höggva í fjötra sína með sverðunum. En gulu mennirnir voru að hamast á dyrunum með spjótum og öxum. Jeg sneri mjer nú að hlekkjum þeim, sem hjeldu Tar- dos Mors. Aftur og aftur hjó jeg djúpt í málminn með hárbeittu sverðinu, en hraðar dundu samt höggin á hurð- inni. Að lokum fjekk jeg höggvið sundur hlekk, og andar- taki síðar var Tardos Mors laus, þótt nokkrir þumlungar af hlekkjum hjengu enn við ökla hans. Flísar, sem fuku úr hurðinni að innanverðu, sýndu hve vel óvinunum gekk að brjóta hana niður. Hún skalf öll og nötraði undan höggum hinna æstu gulu manna. Barsmíðin á dyrnar að utan og högg rauðu mannanna á hlekki sína gerðu hávaðann í vopnabúrinu óskaplegan. Ekki var Tardos Mors fyrr orðinn laus, en hann fór að reyna að höggva hlekki af einum samfanga sinna, en jeg tók til við að leysa Mors Kajak. Við urðum nú að hafa hraðann á, ef við áttum að geta leyst alla fangana áður, en hurðin yrði brotin niður. Nú fjell einn plankinn inn á gólfið úr hurðinni, og Mors Kaj- ak, sem varð laus í því, stökk út að dyrunum, til þess að verja þær, meðan við værum að leysa þá af föngunum, sem enn voru bundnir. Með spjótum, sem hann þreif af, veggnum, gerði hann sækendunum lífið erfitt, meðan við stríddum við hlekki þá, sem skildu fangana frá frelsinu. Prestur nokkur var á leið til kirkju og fór yfir ræðu sína í huganum. Á leiðinni rakst hann á hóp stráka, sem sátu í kring- um hund og töluðu af ihiklum ákafa. „Hvað eruð þið að gera, pilt- ar mínir?“ spurði klerkur. „Þið ættuð að fara í kirkju“. „Við erum að keppa um það, hver getur sagt bestu lygasög- una. Sá, sem vinnur, fær þenna hund. Viljið þjer vera dómari fyrir okkur?“ „Jeg hefi aldrei heyrt ann- að eins! Jeg hefi aldrei á æf- inni sagt ósatt“. Strákarnir andvörpuðu. „Þjer vinnið hundinn, herra minn“. ★ Presturinn var mælskur og talaði mikið um spillingu heimsins. „Helvíti er fult af viský- sjússum, tóbaki, næturklúbb- um og stuttklæddu kvenfólki“, hrópaði hann. Hróp úr bekkjum kirkju- gesta: „Flýttu þjer, Dauði, taktu mig“. ★ Eftirfarandi tilkynning var fest á kirkjudyr nokkrar í Bandaríkjunum: „Messað verður í kirkjunni næstkomandi miðvikudag og lagt út af textanum: „Sá, sem trúir og lætur skírast, mun frelsaður verða, og sá, sem trú- ir ekki, mun hljóta eilífa glöt- un klukkan hálf fjögur eftir hádegi“. ★ Mark Twain ákvað eitt sinn, er hann var við guðsþjónustu, að glettast örlítið við prestinn, sem var vinur hans. „Doane“, sagði hann eftir guðsþjónustuna, „mjer þótti ræðan þín góð í dag. Jeg mun aldrei gleyma henni, enda á jeg bók heima, sem inniheldur hvert einasta orð hennar“. „Þetta er ósact“, svaraði prest urinn. „Jeg held nú ekki“. j,Jæja, leyfðu mjer að sjá hana. Jeg hefði gaman af því“. „Sendi þjer hana á morgun“, svaraði Twain. Næsta dag sendi hann klerki stóra orðabók. ★ Við íslenskupróf: — Búið til setningu, þar sem orðin „hamingja og „alsæla“ koma fyrir. — Ó, hamingja, ó alsæla! Beygið lýsingarorðið veikur. Veikur, mjög veikur, dauður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.