Morgunblaðið - 06.02.1946, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.02.1946, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. febr. 1946 2 Bæjarstjórn Akraness telur sig óstarfhæfa BÆJARSTJÓRNARKOSN- INGARNAR á Akranesi þ. 27. jan. fóru þannig, sem kunnugt er, að kosnir voru 4 Sjálfstæð- ismenn, 3 Alþýðuflokksmenn, 1 Framsóknarmaður og 1 af lista, sem var borinn fram af -sósíalistum og svonefndum ó- háðum. Sjálfstæðismenn voru þessir kosnir: Ólafur B. Björnsson, Jón Árnason, Þorkell Halldórs- son og Sturlaugur H. Böðvars- son. Af lista Alþýðuflokksins voru þessir kosnir: Hálfdán Sveinsson, Sveinn Guðmunds- son og Sveinbjörn Oddsson. — Framsóknarmaðurinn er Þór- hallur Sæmundsson. En af lista sósíalista og óháðra var kosinn 2. maður Hstans, Hans Jörgens- son. Skúli Skúlason, efsti mað- xtr Hstans var strikaður svo út að hann komst ekki að. En Hans Jörgensson mun telja sig einn af ,,þeim óháðu“. En vara- maður hans er Ingólfur Run- ólfsson, er var 3. maður listans, er flokksbundinn sósíalisti. ' Bæjarstjórinn boðar til fxtndar. Mánudaginn 28. jan. fór bæj- arstjórinn á Akranesi, Arnljót- ur Guðmundsson á fund full- trúa Framsóknar og Alþýðu- flokks og spurði þá hvort þeir væru ekki við því búnir, að mæta á bæjarstjórnarfundi þann dag til að ganga frá venju legum málum, sem fyrir lægju að loknum kosningum. Hann tilkynti þeim jafnframt, að hann myndi segja starfi sínu lausu sem bæjarstjóri á þeim fyrsta fur.di, vegna hins breytta viðhorfs í bæjarstjórn, þar sem þeir, er stóðu að ráðning hans voru nú ekki í meirihluta. Hann átti tal við Sveinbjörn Oddsson, f. h. Alþýðuflokksins og Þórhall Sæmundsson, f.h. Framsóknar. Hvorugur þeirra taldi sig við búna að mæta á fundi þenna dag. Þeir gátu ekki sagt. hvenær þeir yrðu tilbún- ir að mæta á fundi bæjarstjórn- a*. Leitað eftir samningum. Næsta dag, þriðjud. 29. jan. skrifuðu fulltrúar Sjálfstæðis- manna hinum flokkunum, sem eiga fulltrúa í bæjarstjórninni, eftirfarandi brjef: Akranesi 29. jan. 1946. Með hliðsjón af kosningaúr- slitum s.l. sunnudag, og með hiiðsjón af því, að fultlrúar Jafn aðarmanna og Framsóknar- flokksins telja sig enn ekki við því búna að halda bæjarstjórn- arfund, gerum við ráð fyrir að um samstarfserfiðleika sje að ræða milli ílokkanna. Með skírskotum til þessa vilja Sjálfstæðismenn spyrjast fyrir um það, hvort þjer teljið það þgss vert að eiga við okk- ur samræðufund að leggja grundvöll að framtíðarstarfi innan bæjarstjórnarinnar á þessu kjörtimabili. Þess skal getið, að samhljóða brjef hefir verið sent þeim þremur sjórnmálafiokkum sem nú eiga fulltrúa í bæjarstjórn- ínni. E'f' þetta kæmi til, teljum>við rjett að hver flokkur kjósi til Allir fulltrúarnir æskja nýrra kosninga þessara viðræðna tvo menn úr hverjum flokki. Virðingarfylst, F.h. Sjálfstæðism. í bæjarstjórn Ól. B. Björnsson. Jón Árnason. Svörin. Hinn 1. febrúar móttóku full trúar Sjálfstæðisflokksins svo- hljóðandi svarbrjef frá fulltrú- um Alþýðuflokksins: Akránesi 1. febr. 1946. Hinn 28. f. m. skrifuðu full- trúar Alþýðuflokksins í nýkos- inni bæjarstjórn, Skúla Skúla- syni, sem þá var talið að væri fultlrúi sósíalistaflokksins í bæjarstjórn, og Þórhalli Sæ- mundssyni fulltrjla Framsókn- arflokksins brjef, þar sem þeir voru spurðir hvort þeir vildu eiga viðræðufund með fulltrú- um Alþýðuflokksins, til athug- unar á því hvort fyrir hendi væri samstarfsgrundvöllur frá þeirra hendi til framkvæmda á innri málum bæjarins, þar með talið val á bæjarstjóra og ennfremur til framgangs ýms- um framkyæmdamálum sem Alþýðuflokkurinn vill vinna að á komandi kjörtímabili. Báðir komu til viðtals, og í I því viðtali var ákveðið að hver j flokkur tilnefndi 2 menn, sem kæmu fram með uppkast að mál efnasamningi. Nú hafa viðræð- ur farið fram og samningaum- leitanir strandað, þó ekki a mál efnaágreiningi í tilefni af brjefi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn dags. 29. f. m., vilja full- trúar Alþýðuflokksins í bæjar- stjórn lýsa því yfir, að tveir fulltrúar Alþýðuflokksins munu mæta á viðræðufundi er Sjálf- stæðismenn boða til, enda verði fulltrúar frá öðrum flokkum í I bæjarstjórn einnig boðaðir. Virðingarfylst. F. h. fulltrúa Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Svbj. Oddsson. Sama dag barst fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brjef frá sósíalistafl. og fylgismönnum hans, sem nefna sig „óháða“, þar sem þeir tjá sig líka reiðu- búna að mæta á slíkum við- ræðufundi, sem fulltrúar Sjálf- stæðismanna óskuðu eftir í sínu brjefi. Umræðufundur. þenna sama dag, 1. febrúar, mættu 2 fulltrúar frá hverjum þeirra fjögra flokka, sem sæti eiga í bæjarsttjórninni á heim- ili Ólafs B. Björnssonar til við- ræðna um væntanlegt samstarf allra flokka í bæjarstjórn Akra- ness á nýbyrjuðu kjörtímabili. Þegar í upphafi fundarins lögðu sósíalistar og óháðir svo og Alþýðuflokksmenn fram hver sitt skjal, þar sem var til- greindur samningsgrundvöllur, sem þ^jr höfðu áður lagt fram á umræðufundi þeirra með Framsóknarflokknum, þar sem rætt var um samsfarf þessara þriggja flokka. Þær umræður höfðu ekki borið árangur. Þessi plögg voru skilip eítir á fundinum til þess að fulltrú- ar Sjálfstæðismanna gætu kynt sjer þessi drög tii samkomu- lags fyrir næsta fund, sem ákveðinn var næsta dag, 2. febr. Á þeim v fundi sínum sem haldinn var á sarna stað: Lögðu Sjálfstæðismenn þá fram svar sitt við fyrnefndum samings- tillögum. Málefnasamningur. Eftir að fulltrúar hinna flokk anha höfðu heyrt svar Sjálf- stæðismanna, var þegar byrjað að semja drög að samkomulagi milli flokkanná. Seint um kvöldið var sam- komulag um eftirfarandi mál- efnasamning: Undirritaðir aðalfulltrúar og varafulltrúar í bæjarstjórn Akranesskaupstaðar gera með sjer svofeldan málefnasamning fyrir yfirstandandi kjörtímabil. I. Atvinnumál: 1. Framhald verði á hafnar- gerð á þeim grundvelli, sem þegar er lagður. 2. Að bærinn kaupi og reki a. m. k. togara þann, er þegar hef- ir verið pantaður í nafn bæjar- ins. Þegar sú starfræksla er haf in, teljum við rjett að hefja kola sölu í sambandi við það. 3. Að bæjarstjórnin beiti sjer fyrir sem víðtækastri athugun á iðnaðarmöguleikum í bænum, sjerstaklega í sambandi við hina fullkomnu rafmagnsvirkj- un, hvort sem um bæjar- eða einstaklingsrekstur væri að ræða. 4. Að bærinn hafi forgöngu um stofnun Mjólkurvinslustöðv ar. Enn fremur að stuðla að stofnun kúabús, þar sem bæj- arbúum væri gefinn kostur á að taka þátt í. Að haldið verði áfram ræktun Garðalandsins, svo og að brjóta land til garð- og túnræktar. 5. Að bærinn haldi áfram að hafa forgöngu um bátakaup, eða bátasmíðar á sama hátt og verið hefir. II. Samgöngumáí: Að samgöngumálin verði leyst á þeim grundvelli, sem þegar hefir verið lagður, með ferju á Hvalfirði. — Ef á því kynnu að verða einhver vand- kvæði á þann veg sem hugsað hefir verið, verði málið athug- að á ný, á nýjum grundvelli. III. Að vatnsveitan verði end urbætt á næsta sumri, á þeim grundvelli, sem þegar er lagð- ur. IV. Að halda áfram jjyrjaðri verkfræðilegri rannsókn á því hvernig viðhald og gatnagerð í bænum verði framkvæmd á hagnýtastan hátt. V. Skólamál. Bæjarstjórnin er sammála um að reyna að tryggja sjer framlag til barnaskólabygging- ar samkv. væntanlegri fræðslu löggjöf, enda verði þá hafin bygging barnaskólahúss á kom- andi vori. Ennfremur verði hafinn nauðsynlegur undirbún ingur Gagnfræða- og húsmæðra skóla ,svo fljó.tt sem mögulegt er. VI. Að nú þegar verði bóka- SafnimFsjeð fyrir húsnæði a. rn. k. til bráðabirgða. VII. Bærinn ráði framfærslu j fulltrúa er starfi að framfærslu málum eftir fyrirmælum fram fræslunefndar. Verkaskifting: Bæjarráðs- menn verði 1 frá Sjálfstæðis- mönnum, 1 frá Alþýðufl. og 1 frá sósíalistum og óháðum. — Varamenn frá 2 þeim fyrstu og Framsóknarfl. Forseti verði frá Sjálfstæðismönnum og varafor seti frá Alþýðuflokknum. Ritari verði frá Sjálfstæðlsmönnum og vararitari frá Framsóknar- mönnum. Nefndir: 1. Hafnarnefnd. 2 sjálfstæð- ismenn, 2 alþýðuflokksmenn og 1 framsóknarmaður. 2. Skólanefnd Gagnfræðaskól ans. 2 sjálfstæðism. og 2 alþ- flokksmenn. 3. Skólanefnd barnaskólans. 1 úr hverjum flókki. 4. Framfærslunefnd. 2 sjálf- stæðismenn og 1 ’úr hverjum hinna flokkanna. 5. Barnaverndarnefnd. 2 sjálfstæðismenn og 1 úr hverj- um hinna flokkannaa. 6. Sparisjóðsstjórn. 2 sjálf- stæðismenn og 1 úr hvorum hinna flokkanna. 7. Sjúkrasamlagsstjórn. 2 sjálfstm., 1 alþflm. og 1 sós. og óh. 9. Niðurjöfnunarnefnd. 1 úr hverjum flokki. 10. Byggingarnefnd. 2 sjálf- stm., 1 alþflm. og 1 sós. og óh. 11. Rafmagnsnefndir verði óbreyttar. 12. Fjárnefnd óbreytt. 13. 1 maður í heilbrigðisn. S. G. 14. Endurskoðendur sjálfstm. og alþflm. Allir aðilar fjellust á þenna samning að undanteknum vara- manni sósíalista, Ingólfi Run- ólfssyni. Hinsvegar tók fulltrúi sósíal- ista og óháðra, Hans Jörgensson það fram, að hann myndi und- irrita þenna samning hvort sem varamaðurinn gerði það eða ekki. Lýstu allir aðilar yfir því, að þeir myndu ekki láta neitun Ingólfs valda samningsslitum. Hans Jorgensson snýr aftur. Þegar komið var á fund þ. 3. febrúar til að undirrita fyr- greint samkomulag, tjáði Hans Jörgensson sig nú ekki geta undirritað samninginn, þar sem hann hafði verið einróma feld- ur á fundi stuðningsmanna sinna og þar með væri fjögra flokka samkomulagið úr sög- unni. Alþýðuflokkur bundinn kom- múnistum. Þegar þetta hafði skeð, spurðu Sjálfstæðismenn fulltrúa Al- þýðuflokksins, hvort þeir þrátt fyrir þetta væru tilbúnir að hefja samstarf með Sjálfstæðis- mönnum á sama grundvelli. En þá neituðu þeir, og töldu sig ekki geta tekið þátt í samstarfi með Sjálfstæðismonnum nema því aðeins að sósíalistar gætu verið með í því samstarfi. Eftir þessi málalok töldu all- ir aðilar að vart væri urh anri- að að ræða en nýjar kosningar, þar sem bæjarstjórn virtist vera óstarfhæf. Hans Jörgensson snýst enn. I Næsta dag tjáði Hans Jörg- ’ ensson að hann væri nú að at- huguðu máli reiðubúinn að und irrita áður gerðan málefna- samning. Komu samningsaðilar þá enn á ný saman til að ganga frá slíkum samningi, sem að öllu leyti var gengið frá, að því einu undanteknu, að semja um ráðning bæjarstjóra. Ráðning bæjarstjóra. Þar sem sjálfstæðismenn töldu nauðsynlegt, yegna hinna stórkostlegu framkvæmda, sem bærinn stendur nú í, hafnar- gerð, lagning innanbæjar raf- veitukerfis í sambandi við virkj un Andakílsár, samgöngumál- um, þar sem um er að ræða ferju yfir Hvalfjörð o. fl., töldu þeir óhugsandi að skifta um bæjarstjóra fyrr en þessi stórvirki væru komin lengra á veg. Og það því fremur sem núverandi bæjarstjóri hefir ut- an lands og innan staðið í samn ingum um kaup og útveganir skipa og tækja til þessara hluta og gert það af sjerstökum dugn aði og ósjerplægni, og enn ekki nema að nokkru leyti gengið frá þeim málum. Sjálfstæðismenn töldu það ekki ná neinni átt og vera ábyrgðarhluta vegna hag's muna bæjarins að Arnljótur Guðmundsson færi frá þessum mikilsverðu störfum í miðjum klíðum. Síðari hluta mánudags komu sömu aðilar saman, til þess að semja við bæjarstjóra og und- irrita áður umrædda samninga. Kom þá í ljós, að Alþýðuflokks menn og sósíalistar töldu sig ófáanlega til að ráða bæjar- stjóra, nema til mjög stutts tíma og alls ekki lengur en til 5. ág. næstkomandi. Sjálfstæðismenn töldu fráleitt rs skifta um bæjarstjóra á miðju sumri, meðan mörg stór verk væru hálfunnin. — Lýsti bæjarstjóri því yfir að hann væri reiðubúinn að fara nú þegar frá starfi. En ef bæjar- stjórn hinsvegar óskaði að hann hjeldi áfram samningum og. nauðsynlegum undirbúningi umræddra stórmála, sem engan veginn væri fullgengið frá, þá teldi hann óheppilegt að hann færi frá þeim í miðju verki. Miðlunartillaga. Þegar hjer var komið, bar Þórhallur Sæmundsson fulltrúi Framsóknar fram þá tillögu, að bæjarstjórn færi þess á leit við bæjarstjóra að hann gegndi starfinu til 1. okt. n.k. ef það gæti orðið til málamiðlunar, enda mannvirkjum þá langt komið a. m. k. Sjálfstæðismenn vildu fallast á þessa tillögu og lögðu að bæjarstjóra að ganga að henni. — En Alþýðuflokksmenn og Sósíal- istar neituðu tvívegis tillögu Þórhalls, en lýstu því enn yfir, einn fyrir alla og allir fyrir einn, að þeir hjeldu sig í þessu efni við það, að starfstími bæj- arstjóra endaði 5. ágúst. Fulltrúum Sjálfstæðismanna ög Framsóknar fanst hjer um ótrúlega þverúð og ábyrgðar- leysi að ræða, að láta samstarf Framhald á bls. 12 /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.