Morgunblaðið - 06.02.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.1946, Blaðsíða 8
8 MORGÖNB.LA0IÐ Miðvikudagur 6. febr. 1946 Útg.r H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á rnánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Þing sameinuðu þjóðanna DAGLEGA HEFIR HEIMURINN beðið með talsverðri eftirvæntingu eftir fregnum frá London, síðan þing sam- einuðu þjóðanna var sett þar þann 10. janúar síðastliðinn. Bestu óskir fylgdu fulltrúunum frá 51 þjóð, er þeir lögðu leið sína á þingið í London, hver frá sínu heimalandi. — Hugsandi mönnum er ljóst, að það er undir þessu þingi komið, hvort friðurinn verður varanlegur í heiminum, eða hvort allt á að fara í sama horfið og var, þar sem hver þjóð hugsar einungis um sína eigin hagsmuni og afleið- ingin verður óumflýjanlega úlfúð og illindi, er síðar leið- ir af sjer stríð og allar þær hörmungar, sem því fylgja. Mönnum, sem fylgst hafa með heimsmálum frá því fyrir fyrra stríð, fannst það ills viti, að þingið skyldi koma saman á 26. ára afmælisdegi Þjóðabandalagsins gamla. Það óskaði enginn eftir því, að hið nýja Þjóða- bandalag líktist hinu fyrra, sem svo gjörsamlega brást vonum manna. Eitt fyrsta verk þingsins var að velja sjer forseta. Full- trúar Rússa vildu láta velja forseta með lófataki, en Bret- ar og aðrir fulltrúar vildu láta fara fram kosningu um frambjóðendur í þetta virðulega starf. Var það gert, og hlaut utanríkisráðherra Belgíu, Spaak, kosningu. Þingið hefir kosið í ýmsar mikilsverðar nefndir og hafa þær kosningar allar farið fram í bróðerni. Það vakti at- hygli og þótti bera vott um bróðurhug og samvinnuvilja er Nýsjálendingar drógu fufltrúa sinn til baka, er kjörið var í fjárhagsnefnd, eftir að þeir og fulltrúi Júgóslafa höfðu fengið jöfn atkvæði. Einnig þótti það bera vott um samkomulagsvilja, er Bretar fyrst og síðan Ástralíumenn og Nýsjálendingar buðu að Sameinuðu þjóðirnar tækja að sjer ráðsmensku nýlendna, sem þessar þjóðir hafa stjórnað síðan eftir fyrra stríð. ★ Mesta athygli vakti kæra Iransmanna, vegna atburð- anna í hinu norðlæga hjeraði landsins, Azerbaijdan, en Rússar, sem hafa þar setulið, neituðu að leyfa Iranstjórn að senda þangað her til að bæla niður uppreisn. Um líkt leyti og kærur þessar komu fram, bárust kærur frá full- trúa Ukrainumanna, sem mæltist til þess, að öryggisráðið kynti sjer framferði Breta í Indonesíu og ennfremur önn- ur kæra frá fulltrúa Rússa, Gromyko, sendiherra, sem krafðist þess fyrir hönd Rússa, að Bretar færu á brott úr Grikklandi með allan sinn her. Samkomulag varð um það, að Iransmenn og Rússar skyldu sjálfir jafna deilumál sín í Azerbaijdan, þó þannig, að öryggisráðið fylgdist með þeim samningaumleitunum. Hinsvegar hafa orðið miklar umræður um kröfur Rússa um að Bretar færp úr Grikklandi með herlið sitt. Gríska stjórnin lýsti því yfir, að Bretar væru í Grikk- landi að ósk grískra yíirvalda og nærvera breska hersins væri nauðsynleg. Lík yfirlýsing kom frá forsætisráðherra Indónesíumanna, sem hann þó breytti nokkuð síðar. Síðustu dagana hafa verið miklar umræður um Grikk- landsmálið. Hafa þeir báðir Vyshinski, aðalfulltrúi Rússa og Bevin utanríkisráðh. leitt saman hesta sína og stund- um skorist í odda milli þeirra. Vyshinski, sem ekki kom til þings sameinuðu þjóðanna fyrr en seint og síðar meir, vegna anna í Balkanlöndum, Ijet svo ummælt í ræðU, að „heimsfriðinum stafaði hætta af dvöl breska hersins í Grikklandi“. Bevin, utanríkisráðherra, hefir óskað þess að öryggis- ráðið Ijeti skoðun sína ótvírætt í ljósi um það, hvort það liti svo á, að friðnum stafaði hætta af dvöl Breta í Grikk- landi. \ Búist'er við, að öryggisráðið taki afstöðu til þess máls 1 þá og þegar, en það getur oltið á talsverðu hverníg það mál verður leyst. I \Jilverji slripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Lýsisgjafirnar. RAUÐI KROSS ÍSLANDS hefir ákveðið að efna til sam- skota til þess að kaupa fyrir lýsi til gjafa handa börnum, er búa við fæðuskort í fjórum lönd um í Evrópu. íslendingar hafa nú þegar safnað allmiklu fje til bágstaddra úti um heim og er það vel gert og sjálfsagt, að við látum eitthvað af hendi rakna, eftir bestu getu. Islenska þjóðin hefir verið svo lánsöm að losna við þær miklu hörm- ungar, sem gengið hafa yfir flestar þjóðir á undanförnum styrjaldarárum og það er blátt áfram skylda okkar að gera það sem við getum til að ljetta þjáningar annara. Ekkert er betur til þessa fall ið en einmitt lýsið okkar. Það er vitað að hjer er framleitt fyrsta flokks lýsi, sem notað hefir verið í meðöl um allan heim. Við eigum öll að taka vel und ir áskorun Rauða krossins og leggja fram okkar til þess að* lýsissendingar þessar geti kom ið að .sem allra bestu gagni. Hafi ílauða Krossinn heiður og þökk fyrir að hafa ráðist í þessa söfnun og svo er það und ir okkur, borgurunum hjer á landi komið, hvort söfnunin verður okkur til sóma og bág- stöddum börnum á'meginlandi Evrópu til bjöfgunar. • Sjúklingar og kosningarnar. BÆJARSTJÓRNARKOSN- INGARNAR nýafstöðnu eru enn umræðuefni manna. — Það sje jeg af brjefum, sem mjer berast stöðugt um kosningarn- ar. Það er ekki ástæða til að birta þessi brjef. Þau eru flest bollaleggingar um, hvernig þetta hafi verið eða hitt. — En eitt atriði tel jeg ástæðu til að minnast á, sem kemur fram 1 eftirfarandi brjefi og það er tækifæri sjúklinga til að leggja sitt atkvæði á metskál- ar kosninganna. Um það atriði segir svo í brjefi frá S. M. Ó.: „Þátttakan í síðustu bæjar- stjórnarkosningum var nokkuð góð, en hefði orðið að mun betra ef kosning í heima- og sjúkra- húsum hefði verið leyfð, eins og við lýðveldiskosningarnar. — Það er hart fyrir áhugasamt fólk í þjóðmálum, að mega eigi kjósa fyrir það eitt að geta ekki mætt á kjörstað, vegna líkam- ranglæti að meina konunni sem er að því komin, eða búin að fæða nýjan þjóðfjelagsborgara, að kjósa, fyrir það eitt, að hún er að gegna skyldu sinni við þjóðfjelagið, og kemst því ekki á kjörstað. Kjördeildin í Elliheimilinu. „í ELLIHEIMILINU er sjer- stök kjördeild, og er það vel, því sá eða sú, sfem á að baki sjer langan vinnudag, er eins vel fær, ef á annað borð er and lega hress, til að kjósa, eins og sá eða sú er rjett eru byrjuð að fara út í lífið. -— Með líku sniði og í Elliheimilinu mætti koma fyrir í sjúkrahúsum efe senda þangað sjerstaka trúnað armenn og aðra fyrir heimakosn injfu. Mætti setja strangar regl ur þar að lútandi, svo ekki yrði misnotað. Jeg veit ekki betur en alt hafi farið sómasamlega fram í lýðveldiskosningunum og við höfum reynsluna þar eigi langt að baki, og þó segja megi að þær hafi verið dálítið annars eðlis, því þar hafi ekki flokks- sjónarmið komið til greina, þá er það móðgun við dómgreind fólks í lýðfrjálsu landi, að það viti ekki svona hjer um bil hverjum það vill fylgja að mál um. Lýðveldiskosningarnar urðu til að efla sjálfstæðistil- finningar okkar og þjóðfjelags- kennd. Eins er nú miklu hæg- ara að fylgjast með málunum en áður var, og því ljettara að mynda sjer skoðanir. — En dómgreind almennings sterk- asta valdið í landinu og við vilj um hafa það svo. Því meiri á- stæða er til að allir fái að njóta kosningarrjettar síns, er þess óska. Sjúklingar fluttir á kjörstað. „ÞAÐ heíir borið við, að svo hefir áhuginn verið mikill að kjósa, að sjúkrabíll hefir verið fenginn til að komast á kjör- stað, ■— en það er ekki sopið kálið þótt í ausuna sje komið, því ef upp á loft þarf að fara með sjúkrakörfu í barnaskólan um, þá er upp stiga að fara og hópur kemur á móti niður stig ann, sem búinn er að kjósa. Það er því ekki áhlaupaverk, fyrir þá er miður mega sín að troð- ast um þann gangveg. Marg- mennið er »ú orðið svo mikið í bænum, að ekki veitir af að taka Austurbæjarskólann líka til þeirra hluta við næstu kosn- ingar. Það er ekki nóg að allir hafi kosningarrjett frá 21 árs aldri, ef ekki er sjeo fyrir því jafn- framt, að allir fái að njóta hans sem jafnast. Það getur oft oltið á nökkrum atkvæðum, hvernig fer í kosningum, svo það er ekki svo lítið í húfi, að sem flestir taki þátt í þeim. Jeg hefi aldrei orðið eins vör við það og núna við síðustu kosningar, hve vonbrigði þeirra voru mikil, er ekki fengu notið kosningarjettar síns, sökum þess að heilsan leyfi þeim ekki að mæta á kjörstað. Jeg held því að* rjettir hlutaðeigendur ættu að taka þetta mál til al- varlegrar íhugunar og leiðrjett ingar fyrir Alþingiskosning- arnar“. Fleiri kjörsíaðir. ÞAÐ MUNU vafalaust margir taka undir með brjefritara um sjúklingana og í sambandi við þær hugleiðingar kemur manni til hugar, hvort ekki verði bráð um nauðsynlegt að fjölga kjör- stöðum hjer í bænum. Það er langt fyrir aldrað fólk og las- burða, aÖ fara alla leið innan frá Elliðaám vestur í Miðbæjar skóla, jafnvel þótt farið sje í bílum báðar leiðir og kjósend ur sáu hve þröngt var á kjör- stað þegar aðsóknin var mest. Á ALÞJÓÐA VÉITVANGI í Ný aðferð í milliríkjamálum! Eftir Sylvain Mangeot, stjórn- málafregnritara Reuters. ÞAÐ sem nú ber hæst á vett- vangi alþjóðastjórnmálanna, er viðureign sú, sem staðið hefir að undanförnu milli Bevins og Vishinsky fyrir Öryggisráðinu í Lond.on. Margir brjóta nú heil- ann um það, hvort þetta kann ekki að gjörbreyta meðferð ut- anríkismálanna og meðferð deilumála þjóða í milli. Ef að aðferð Bevins verður fylgt, verð ur hreinasta Bylting í meðferð alþjóðamála. Bevin valdi nefnilega það hlutskiptið ,að ræða ekki aðéins um stjórnmálaástandið í Grikk landi, heldur tók hann sjer fyr- ir hendur að skýra málin á víð ara vettvangi, og leiða í ljós á- stæðurnar fyrir þeirri ákvörðun Svojetríkjanna, að leggja málin fyrir Öryggisráðið. Bevin hefir altaf haldíð því fram, að ðrygg isráðið væri sá staður, þar sem skapa bæri gagnkvæmt traust. Hann trúir dúðsjáanlega að besta leiðin til þess að fram- kvæma þétta sje sú, að ræða þar öll mál af hreinskilni, ekki aðeins málin sjálf, heldur einn- ig ástæðurnar, sem að baki þeim úggja. Árangursins af þessum til- raunum verður allsstaðar beð- ið með mikilli eftirvæntingu. Víst er um það, að breytingin, sem orðin er á þessum sviðum, frá því að stórveldin ræddu sam an sín á milli ein og þar til nú, að málin eru rædd fyrir opnum tjöldum á þingi þjóðanna, kem ur ekki að fullu fram fyrr en eftir lengri tíma, en Bevin hef ir djarflega stigið fyrsta spor- ið. Nú er mikið undir því kom io, hvort Rússar velja að ganga í berhögg við þessa nýju stefnu, eða hvort .þeir fylgja henni. 1 Ákvarðanirnar um að ræða Grikklandsmálin fyrir opnum tjöldum, og hvað öryggisráðið gerir við þau, eru líklegar til þess að veita aðeins takmark- aða lausn á þejssari gátu. Rússar hafa krafist að Bretar fari þegar algjörlega og skil- yrðislaust með her sinn burt frá Grikklandi, með þeim for- sendum að vera hans þar sje hættuleg friði og öryggi. Bret ar hafa beðið Öryggisráðið að segja afdráttarlaust skoðun þess á því, hvort vera bresks hers í Grikklandi sje hætta fyr ir heimsfriðinn. En eins og tals maður Grikkja tók fram, kann það að vera þjóðhollum Grikkj um fyrirgefanlegt, þótt þeir ef- ist um það, að svör við kröfum Vishinsky og Bevins láti í tje fullnægjandi lausn á málunum fyrir Grikki sjálfa. Talsmaður Grikkja virtist leggja mesta áherslu á það, að fá fram frá Öryggisráðinu eitt- hvað það, sem eytt gæti þeirri skoðun, .sem nú er mjög ríkj- andi á Grikklandi, að stórveld in blási að stjórnmáladeilum þar innanlands. Verða menn nú að vona, að Öryggisráðið geti véitt lausn á málum þessum og hjálp Grikkjum sjálfum til handa, éftir að hafa vegið og metið sókn og vörn þeirra aðila, sem déila nú fyrir ráðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.