Morgunblaðið - 06.02.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. febr. 1946 | Asi 1 <?A í f M ir JJaijíor EIIMUIVI CJdu,Jl 1 5; 10. dagur ,.Nei. Jeg verð að hafa eitt- hvað fyrir stafni“. Lindsey lygndi aftur augun- um. .,Þó að það sje ekki í sam ræmi við skynsemi mína nje ást mína á þjer, drengur minn, þá er samt sem áður eitthvert afl, sem hvetur mig til þess, að biðja þig að fara hjeðan“. ,.Ef þú vilt að jeg fari — þá skal jeg fari“, sagði .Jeorme hásum rómi. „En jeg kem aldrei aftur. Aldlrei að eilífu. — Það sver jeg’“. „Áf hverju ekki? Hefi jeg móðgað þig svo mjög, Jerome?'1 „Jeg liefði ekke'rt hingað að gera“. Það varð löng þcgn. Svo hvíslaði Jerome. ,,Þú mátt ekki senda mig burt, .herra“. Gamli maðurinn opnaði aug- un. „Rjettu mjer stafinn minn, Jerome. — Þökk fyrir. Viltu gjöra svo vel að rjetta mjer höndina. Jeg er ekki jafn hraustur og áður fyrr“. Jerome hjálpaði föður sínum til þess að rísa á fætur. — Þeir horfðu hvor á annan. „Vertu kyrr, Jerome“, sagði g'amli maðurinn. „Vertu kyrr. Þú getur fengið eitthvað að starfa við bankann“. Jerome reyndi að brosa. „Þökk fyriv, herra. Þú munt hkki iðrast þess“. Lindsey strauk með annarri höndinni yfir ennið. „Jeg er ef til vill farinn að ganga í barndóm. En jeg hefi eitthvert hugboð um, að jeg muni iðrast þess meira en orð fá lýst. Nei — Nei, þú þarft ekki að fylgja mjer upp. Góða nótt, Jerome“. ★ — Það var orðið áliðið —- en Jerome gat ekki farið að hátta. Hin djúpa þögn, sem' fylgdi í kjölfar óveðursins, jók á ó- þreyju hans og vanstillingu. — Hann stóð við gluggann og horfði út — á hið leiftrandi spil tunglsgeislanna á hvítum snjónum. Tilveran öll var svört og hvít. Allt í einu sá Jerome skugga líða yfir snjóinn, rjett neðan við glugga sinn. Hann þrýsti andlitinu fastar að rúðunni. — Skugginn lengdist, tók á sig skýrari mynd. Einhver var á gangi þarna fyrir neðan. Það ‘ var ungfrú Amalía Maxvell! -— Hún var í stuttum loðjakka með handskjói, fóðrað loðskinni. — Hún var hattlaus. Jerome sá greinilega svart hárið, sem hrundi niður um axlir hennar og bak. Hún síóð fyrir neðan glugga hans og sneri vanganum að honum. Svo sneri hún sjer við og gekk niður brekkuna. Án þess að hugsa sig um, þaut Jerome að skápnum, náði í frakka sinn og snaraði honum yfir axlir sjer. Hann hljóp nið- ur stigann og opnaði útidyrnar gætilega. Hann andaði djúpt að sjer svölu og tæru kvöldloftinu. — Hann fann, hvernig hjarta hans lamdist um. Það rparraði í snjónum undir fótum hans. Hann sá spor Amalíu í snjón- um, lítil, festuleg — langt á milli þeirra. Hann gekk með- fram húsinu, en hann vissi, að Amalía hlaut að sjá hann. Hún stóð hræringarlaus einhvers! staðar í skjóli við trjen og horfði á hann með samskonar augnarráði og villt dýr merkur innar horfir á þann, sem kem- ur að því að óvörum. — Hún myndi ekki hreyfa sig, fyrr en hamT’væri farinn. Ekkert rauf djúpa nætur- kyrrðina. Hann fylgdi slóð hennar niður hæðina. Svo nam hann snögglega staðar. Ef til, vill var hún að bíða eftir ein- | hverjum þarna niðurfrá. Ef til vill var þetta stefnumót. —• I fyrsta sifrn tók hann eftir því, ; hve kuldinn var nístandi. j Hann greikkaði sporið. Greni trjen virtust koma á móti hon- um — eins og svartur, ógnandi veggur. Hann nam aftur stað- ar. Hann kom auga á Amalíu. Hún var alein. Hann gekk nokkur skref á- fram. „Eruð það þjer?“ spurði hann lágum rómi. Það leið löng stund áður en hún ansaði. Svo sagði" hún: „Já — jeg er hjer“. Hún stóð þarna, hávaxin og þóttaleg, og horfði kuldalega á hann. „Hvað í ósköpunum eruð þjer að gera hjer?“ spurði hann í hálfum hljqðurp. „Af hverju eltuð þjer mig?“ „Elti jeg yður?“ endurtók hann, og reyndi að gera rödd sína glaðlega. „Þjer eltið mig — var ekki svo? Þjer gátuð ekki vitað að jeg var hjer —- nema því að- eins, að þjer hafið sjeð til ferða minna úr glugga yðar!“ — Það var fyrirlitningarhreimur í rödd hennar. „Ef til vill ætlaði jeg aðeins að anda að mjer fersku lofti, áður en jeg fór að sofa. Ef til vill sá jeg spor yðar í snjón- um — og kom þessvegna á eftir niður hæðina“. „Já —• ef til vill“, svaraði hún, og rak um leið upp hæðn- ishlátur. „Hvaða ástæðu hafið þjer til þess að halda, að jeg hafi ein- hverja löngun til þess að veita yðtir eftirför?“ Hún yppti öxlum. „Enga. — Þessvegna var jeg einmitt að furða mig á þessu. Jeg er mjög forvitin. Þjer getið ef til vill satt forvitni mína“. Hann vissi, að augu hennar myndu vera hæðnisleg. Hann var alt í einu í vandræðum með, hverju svara skyldi. Loks sagði hann: „Já — jeg viðurkenni það, að jeg sá yður og veitti yður eftirför“. „Hversvegna?“ „Það getur verið, að jeg hafi þurft að tala við yður“. ,.Hversvegna?“ Hann fann, að blóðið þaut fram í kinnar hans. „Er það nókkuð undarlegt, þó að jeg þurfi að tala við yður?“ Hún gekk af stað gegnum þykknið. Hann fór á eftir. Þau komu út úr því hinum megin. Fyrir neðan þau var ekkert nema brött brekkan. „Jæja — hvað er það þá, sgm þjer þurfið að segja mjer?“ spurði hún rólega. Hvít snjókorn glitruðu á svörtu hári hennar. Engin svip brigði sáust á andliti hennar. „Þjer eruð ókurteis“, sagði hann — og vissi um leið, hve orð hans voru kjánaleg. „Þegar öllu er á botninn hvolft, eruð þjer í þann veginn að verða ná- tengd mer, svo að verið getur, að mig langi til þess að kynn- ast yður betur“. „Þjer hafið aldrei) viljað kynn ast betri hliðinni á mönnunum — er það ekki satt? Altaf þeirri verri“. Iíann 'kreppti hnefana —- en hjelt sjer í skefjum. „Jeg verð að halda faSt við þá staðhæf- ingu mína, að þjer sjeuð ó- kurteis. Hvar lærðuð þjer mannasiði, ungfrú góð?“ „Jeg lærði þá í strangari skóla en þjer“, hreytti hún út úr' sjer. „Jeg efa það ekki“, sagði hann og glotti ósvífnislega. Hún dró djúpt að sjer and- ann. „Jeg hefi ekkert við yður að tala, herra Lindsey. -— Jeg fór út vegna þess að jeg hefi yndi af því, að vera úti í svona veðri. Þjer mynduð gera mer mikinn greiða — og um leið fá tækifæri til þess að sýna hina miklu hæversku yðar og kurteisi, ef þjer ljetuð mig í friði“. „Mjer þykir leitt, að jeg skuli trufla yður“, sagði hann. „Það er vissulega yndislegt veður í kvöld. Við erum alein. Það er ekki hægt að fá ákjósanlegra tækifæri til þess að ræðast við“. „Jeg hlusta af öllum mætti. Jeg geri ekki ráð fyrir, að það hafi nein áhrif á yður, þó að fætur mínir og hnje sjeu nær hplfrosin. „Hafa hefðarkonur hnje, ung fru Amalía? Jeg hjelt ekki, að vel siðað fólk minntist á kven- mannahnje í viðræðum sínum“. Hún brosti svo að glampaði á hvítar tennurnar. „Hvorugt okkar er vel siðað. Jeg hefi á- þreifanleg og raunveruleg hnje, herra minn. Og á þessu andar- taki eru þau orðin ísköld. Jeg verð þessvegna að biðja yður að vera stuttorður og gagnorð- ur“. „Jeg skal reyna“, svaraði hann, alvarlegur í bragði. „Má jeg þá leggja fyrir yður ber- orða spurningu, fyrst við höf- um komist að þeirri niðurstöðu, að við sjeum ekki bundin nein- um kurteisisvenjum?“ „Já — vissulega“. „Hversvegna ætlið þjer að giftast Alfreð frænda mínum?“ Hún virti hann rólega fyrir sjer. Svo sagði hún: „Jeg gæti reynt að fara í kringum þessa spurningu. Jeg gæti svarað út i hött. Jeg gæti sagt yður, að þetta væri ósvíf- in spurning, sem mjer kæmi ekki til hugar að svara, og jeg myndi sennilega hækka í áliti hjá yður fyrir bragðið. En mjer stendur alveg á sama um álit yðar á 'mjer og þessvegna ætla jeg að svara spurningu yðar hreinskilnislega. Jeg giftist Al- freð vegna þeirra lífsþæginda, sem hann getur veitt mjer“. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Stríðsherrann á Márs ,2) ren cf ! a ð a ý a Efti»' Edgar Rice Burroughau 130. í miðju herbérginu var langt borð, og við það sat stóreygur lítill karl og var að telja peningana sína, en greinilegast af öllu sá jeg hinn mikla straumbreyti á veggnum, þar sem fílabeinsmynd af segulstáli var lögð í svart handfangið. Svo leit jeg aftur á flugflotann, sem nálgaðist með miklum hraða. Eftir litla stund myndi hann vera orðinn ónýtt járnarusl^sem lægi í haug við turninn mikla, og gulum hersveitum myndi verða hleypt út um eitt borg- arhliðið, til þess að gera út af við þá, sem eftir lifðu, og svo kæmu aptarnir. Það fór hrollur um mig við þessa tilhugsun, jeg sá það allt svo greinilega fyrir mjer. Jeg hefi altaf verið snar að hugsa og framkvæma. Hugmyndin og framkvæmdin hjá mjer eru eitt og hið sama. Þetta telja sálfræðingar ekki sem rjettast, en hvernig sem því kann að vera háttað, hefi jeg oft komið mínum málum fram á svo skömmum tíma, að sá, sem hefði verið að hugsa ráð sitt, hefði ekki einu sinni lokið því, er jeg hafði framkvmt verkið. Og nú var það um að gera að flýta sjer, ef það sem jeg hafði hugsað mjer, átti að hepnast. Jeg greip sverð mitt-íastari tökum og kallaði til þess manns, sem varði dyrnar, að víkja til hliðar. „Víkið fyrir prinsinum af Helium,“ hrópaði jeg, og áður en hinn undrandi guli maður, sem var svo ólán- samur að vera að berjast fremstur sinna manna á þessu augnabliki, gæti áttað sig, hafði jeg höggvið af honum höfuðið og rjeðist eins og óður maður að þeim sem stóðu fyrir aftan hann. Jeg hjó til beggja handa og ruddi mjer þannig braut niður stigann, sem var þjettskipaður hermönnum, uns þeir sem neðstir stóðu, voru farnir að halda að heill her hefði ráðist að þeim og sneru undan á flótta. Vopnabúrið fyrir neðan var mannlaust, er jeg kom GZ*. Nokkrir bændur sátu saman, j reyktu og töluðu um frægasta 1 lygara sveitarinnar. Þeim kom yfirleitt saman um, að honum stæði enginn á sporði. „Iivað heldur þú, Jón“, sögðu þeir. „Mundir'þú kalla Manga gamla lygara?“ | „Ja, jeg veit ekki“, svaraði Jón, velti tóbakinu í munni sjer og vaggaði höfðinu. „Jeg veit ekki, hvort jeg mundi ganga svo langt að kalla hann lygaraú En það veit jeg, að-þegar að því kemur, að gefa þurfi beljunum, koma þær ekki heim, nema ein hver annar en hann kalli á þær“. ★ „Ástin min“, sagði hann, „jeg verð að segja þjer það, og þú mátt til með að trúa mjer, að jeg hefi aldrei elskað aðra konu en þig, að þú ert eina konan í heiminum fyrir mig, og að þú ert’ fyrsti kvenmaðurinn, sem jeg hefi kysst. Þú trúir mjer, er það ekki, ástin mín?“ Hann horfði lengi í augu henni og greip hendi hennar. „Þú yerð- ur að trúa mjer!“ hrópaði hann. Hún titraði, kyssti hann blíð- lega og hvíslaði: „Já, eg trúi öllu sem þú segir. Jeg hefi sjálf aldrei elskað fyrr en nú. Jeg hefi aldrei hugsað um menn, j fyr en jeg mætti þjer. Þú ert 1 sterkasti, hugrakkasti, besti og dásamlegasti maður veraldar- innar. Þú trúir mjer, er það ekki, hjartað mitt?“ Og hvers vegna skyldu þau ekki hafa trúað hvoru öðru? Því hún yar Eva, og hann var Adam. ★ Nonni litli hafði slæman á- vana. Ilann nagaði á sjer negl- urnar. Læknirinn sagði okkur að bera eitthvað á þær, sem væri bragðvont. Við bárum á þær rottueitur. Þetta hafði ágætan árangur. Nonni litli er hættur að naga neglurnar. k Eva var óhamingjusamasta kona heimsins. Hún gat ekki sagt Adam frá öllum mönnun- um, sem hún hefði getað gifst. k Sveitamaðurinn, sem í ung- dæmi sínu bölvaði beljunum, þegar hann rak þær heim, stendur nú starandi á götu- hornum og fer faguryrðum um kálfana. ★ Það má líkja fötum ungu stúlknanna við gaddavír. Þau verja landeignina, án þess að hylja útsýnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.