Morgunblaðið - 14.02.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. febr. 1946 ASI I éJftir ‘ÍJaulot’ (Jaídweit 17. dagur ,,Þú ert óþægilega lítið róm- autísk, elskan“, sagði hann glaðlega. En hann var bersýni- íc-ga í þungum þönkum, „Jeg er ágætul- listamaður. Jeg gæti rnálað. Auk þess er jeg ótrú- tega vel heima í öllu, sem lýt- ur að bankastörfum, eftir fimm daga reynslu“. „Þú átt í stuttu máli sagt ekki túskilding með gati“, sagði hún. ,„Þú ert vitanlega t*æði fallegur og hrífandi. en jeg efast um, að það sje nægi- legt í staðinn fyrir það, sem wrjer stendur nú til boða“. Hún reyndi að gera rödd sína hæðn ■ i.ilega, en varir hennar titruðu | grunsamlega. „Þú hugsað ekki um annað en peninga“, sagði hann. Svo h-allaði har.n sjer áfram og hvíslaði: ..Amalía — jeg elska þig-“ • • Hún hnykti til höfðinu og liorfði á hann. Hann brosti. En augu hans voru alvarleg — nærri því biðjandi. — Lagið j var á enda. Nokkrir af karl- mönnunum voru þegar lagðir af stað í áttina til Amalíu, með vonarglampa í augunum. Jerome slepti ekki hönd hermar: „Þú getur ekki gifst lrornurn“, sagði hann. „Jeg elska þrg, Amalia. Við erum sköpuð bvort fyrir annað“. Hún leit á hanri, og hann sá tár blika í augum hennar í fyrsta sinn. „Það er ekki bægt“, hvíslaði hún og sneri sjer frá honum. Hann varð að sleppa hönd bennar, því að nú var Alfreð kominn til þeirra. Hann hnéigði sig fyrir Ama- líu og sagði: „Astin mín — þú varst búin að lofa mjer næsta dansi“. Jerome gekk í hægðum sín-, um í áttina til frú Kingsley. Mehetabel horfði lengi og rannsakandi á hann. ,,Jæja?“ | sagði hún svo, og var spurnar- j hreimur í röddinni. Hann brosti til hennar. „Alt gott að frjetta“, sagði hann1 glaðlega. „Ungfrú Sally — j viltu dansa við mig?“ Sally þaut á fætur. „Já, mín er ánægjan. Jeg neitaði öllum hirium, aðeins til þess að fá að j dansa við þig“. Hann sveiflaði Sally út á1 dansgólfið. Hún dansaði yr.d-1 islega. Hún kastaði til höfðinu,! hló framan í hann og stríddi | honum. Honum til mikillar, undrunar fanst honum hún vera skemtileg og hrífandi.' Hánn tók ósjálfrátt fastar utan um hana og hún streittist ekki j á móti. „Þú hefir stækkað heilmik- ið síðan jeg var hjer síðast“,[ sagði hann. „Hefi jeg þá ekki ljókkað að sama skapi?“ spurði hún dað- urslega. „Nei — þvert á móti. Þú ert orðin falleg stúlka. Jeg er. stór- hrifinn“. - . „Vjer þökkum gullhamr- ana!“ skríkti hún. Hann dansaði tvisvar sinnum við Sally seinna um kvöldið, og hafði mikla ánægju af því í bæði skiftin. Það var ógjörn- ingur að komast í námunda við Amalíu. Alfreð gætti hennar eins og tryggur hundur. Klukkan ellefu var Jerome búinn að fá verk í gamla sárið á fætinum, og gat því ekki dans að lengur. Hann var gripinn hræðilegri óþreyju og örvænt- ingu. Hann yfirgaf hljómlist- arherbergið. Enginn tók eftir því, nema Sally Tayntor. Hann gekk í gegnum anddyrið, inn í einkaherbergi föður síns. Þar var dimt og hljótt. Þar var gott að vera einn, þegar manni leið illa. ★ Það var sunnudagur, cg helgidagsró hvíldi yfir Uppsöl- um. Að hádegisverði loknum höfðu þau Lindsey gamli og Uorótea fengið sjer blund. Je- rome sat við eldinn í bókaher- berginu, með bók á hnjánum, sem hann var enn ekki farinn að líta í. Þannig höfðu allir sunnudagar bernsku hans lið- ið, og hann braut hellann um það í hundraðasta sinnið, hvern ig hann hefði farið að því að lifa þá af. Það voru þrjár stundir þang að til te yrði drukkið. Hann lok aði augunum og varð um leið heltekinn þessum þrúgandi leiða — þessari nagandi sálar- kvöl, sern aldrei ljet hann í friði upp á síðkastið. Það voru nokkrir dagar síð- an Alfreð og Amalía fóru í brúð kaupsferð sína. Alt, sem minti á giftinguna, hafði verið fjar- lægt úr húsinu. Ekkert var þar lengur, sem minti Jerome á at- höfnina. Það var aðeins minn- ingin um andlit Amalíu, undir brúðarslörinu. Hann sá það alt af fyrir sjer, þegar hann lok- aði augunum — fölt, stillilegt, algjörlega svipbrigðalaust. — Hann sá hvíta hönd hennar, sem hún teygði fram undan slörinu, og hann sá Alfreð setja hringinn á hönd hennar og beygja sig niður og kyssa var- ir hennar. — Þegar Jerome sá andlit hennar aftur, var svipur þess óbreyttur. Það var eins og kossinn hefði snert stein. Hann hreyfði sig órólega í sætinu, settist upp og greip höndunum fyrir andlitið. — Jeg hefði átt að koma í veg fyrir það — jeg hefði átt að finna einhverja leið, sagði hann við sjálfan sig í örvæntingu. Hann reis á fætur og tók að ganga um gólf. Ef hann hefði aðeins eitthvað íyrir stafni — eitthvað, til þess að drepa tím- ann með! Hann fór inn í borð- stofuna, náði þar í viskýflösku og glas. Svo gekk hann aftur inn í bókaherbergið. Hann helti hálffult glasið af viský og saup hraustlega á. Hann settist ýið eldinn. Hann sneri glasinu hægt milli fingra sjer. Honum var litið gefið um það að sökkva sjer niður í heila brot og hugsanir. Hann hafði ætíð forðast það eins og heit- ari eldinn. Maðurinn komst aldrei neitt áleiðis með heila- brotum einum. En nú fór hann að hugsa eins og kjáni. Hvernig hefi jeg var- ið lífi mínu? Jeg er ekki leng- ur ungur. Jeg hefi ekkert gert. Hann glotti við. Jeg hefi skemt mjer vel. Ef maðurinn etur góð an mat, Mustar á góða hljóm- list, horfir á fegurstu málverk- Mmiiiiiiiiniiiiiiminmniuiii itii • 3II1IM n iMiiuiMiiiiiit in, elskar fallegustu konurnar — hvers getur hann þá krafist frekar? Hver skollinn er það, innra með manninum, sem hvetur hann til.þess ,,að gera eitthvað“, „afreka einhverju“? Krefst hann athafna sjálfum sjer til ánægju? Eða er það sannfæring hans, að hann sje að breyta heiminum með brölti sínu — heimi, sem sannarlega kærir sig ekki um neinar breyt ingar? Honum var alt í einu hugs- að til stríðsáranna. Af hverju hafði hann gengið í herinn? Hann hefði hæglega getað keypt sjer staðgengil. A götum New York borgar hafði verið urmull manna, sem voru áfjáð- ir í að hætta lífum sinum fyrir nokkra dollara. En hann hafði ekki keypt sjer staðgengil. Hann hafði ekkr-beðið eftir því að verða kallaður í herinn. Af hverju hafði hann farið sem sjálfboðaliði, þegar hann gat með hægu móti verið kyrr í New York og látið fara vel um sig þar? Hann reis á fætur og gekk út að glugganum. Hann hamr- aði óþolinmóðlega með fingr- unum í gluggarúðuna. Jeg var enginn. föðurlandsvinur, hugs- aði hann með sjer. Jeg hefi alt af fyrirlitið þetta kjaftæði um föðurlandsást. Jeg hefi, að sumu leyti, aldrei verið Banda- ríkjamaður. Jeg elska ekki Bandaríkjamenn. I raun rjettri elska jeg engan. Hann bar glasið að vörum sjer. Það leit helst út fyrir, að maðurinn yrði að „gera eitt- hvað“, hversu fáránlegt sem það var. Hann varð að „gera eitthvað“, hvort sem það var að safna fánýtum peningum, sem hann myndi aldrei nota, skrifa bækur, sem myndu gleymdar eftir nokkur ár, mála myndir, sem myndu rykfalla í listasöfnum, sem enginn heim- sækti, eða finna upp nýja heimspekistefnu, sem enginn skildi. Jerome brosti háðslega, þeg- ar það rann upp fyrir honum, að hann óskaði þess, að kominn væri mánudagsmorgunn og hann væri á leið til bankans! Bankinn var voldugt tæki, sem nota mátti til stórfeldra fram- kvæmda, ef rjett var á haldið. Hann var ekki í nokkrum váfa um það. Alt í einu heyrði hann óm af sleðabjöllum og mannamál. Svo var barið hressilega á úti- dyrnar og hann heyrði þjón- ustustúlkuna vitja dyranna. Hann sneri sjer frá gluggan- um, og það kom ánægjusvipur á andlit hans. Ef honum skjátl aðist ekki því meir, var það hershöfðinginn og dætur hans, sem komin voru. Hann gekk fram í anddyrið til þess að heilsa þeim. fiífifa fylgir trúlofunar- hrlnguaum tri Sigurþór Hsfnaratr 4 Stríðsherrann á Mars Jj rena (ýfuíac^a Eftir Edgar Rice Burrougfas. 137. urnar á Mars hafa baráttuanda í brjósti, þótt ekki sjeu þær æfðar í vígfimi, og oft er þess getið í sögum, að þær hafi barist. En hún kom ekki og það gladdi mig, því það hefði auk- ið erfiði mitt um helming að þurfa að vernda hana líka. Hún hlýíur að hafa eitthvert herbragð í huga, hugsaði jeg, og hjelt áfram baráttunni í þeirri trú, að hún stæði enn að baki mjer. Jeg hlýt að hafa barist þarna í hálfa klukkustund gegn aðalsmönnum Okar, og hafði enginn komist upp á há- sætispallínn enn. Þá sá jeg, að þeir ætluðu að ráðast allir að mjer í einu, en um leið var hurðinni hrundið upp og sendiboði kom þjótandi í salinn. „Hvar er Jeddak Jeddakanna“, hrópaði hann skelfdri röddu. „Hvar er hann. Borgin er fallin í hendur óvin- unum, og þeir eru búnir að brjóta upp hallarhliðið, og hinir suðrænu hexmenn geisast inn á heilagt hallar- svæðið“. „Hvar er Salensus Oll? Hann einn getur uppörfað menn sína til nýrra átaka. Hann einn getur bjargað Okar í þess- ari baráttu. Hvar er Salensus 0117“ Aðalsmennirnir hörfuðu aftur á bak frá hinum fallna Jeddak, og einn af þeim benti á líkið. Sendimaðurinn hörfaði skelfdur aftur á bak, eins og hann hefði íengið högg í andlitið. „Flýið þá, aðalsmenn Okar“, hrópaði hann, „því ekkert annað getur bjargað yður. Þeir eru að koma!“ Um leið.og hann mælti þetta, heyrðum við hávaða utan af ganginum, ásamt vopnabraki og sverðaglammi. An þess að líta á mig, sem stóð þarna og horfði á, sneru allir aðalsmennirnir undan á flótta. Fóru þeir út um einar hinna mörgu dyra, sem á salnum voru. Ekki voru þeir fyrr komnir út, en hópur gulra her- manna kom í ljós í dyrum þeim, sem sendiboðinn hafði komið inn um. Þeir sneru bökum inn í salinn, áttu í or- ustu við óvini, sem á eftir sóttu og sem neyddu þá til að halda undan, hægt, en stöougt. Alt gekk eftir rö3 og reglu á skrifstofu læknisins. Aðstcð- armenn hans voru vel þjálfað- ir og fylgdu fyrirmælum hans út í æsar. Dag nokkurn kom ungur ná- ungi inn á læknastofu hans og spurði hjúkrunarkonuna, hvort læknirinn væri við. „Hafið þjer pantað viðtals- tíma?“ spurði hjúkrunarkon- an. „Nei“. „Þetta er þá í fyrsta skif'.i, sem þjer komið hingaö?“ „Já“. „Jæja, gjörið þjer þá svo vel og ganga hjerna inn í næsta herbergi og afklæða yður. Þjer eigið að fara úr öllum fötun- um, skiljið þjer. Svo bíðið þjer, þar til bjalla hringir tvisvar, og farið þá inn í herbergið, sem merkt er „Læknirinn“.“ „Já, en ....“, byrjaði piltur- inn og roðnaði. Hjúkrunarkonan veifaðí hend inni. „Ef þjer viljið ná tali af lækninum, verðið þjer að fylgja þeim reglum, sem hann hefir sett. Hjer gilda sömu regl ur um alla“. Pilturinn tautaði einhver mótmæli fyrir munni sjer, en fór þó inn í herbergið, sem hon um var bent á. Þar fór hann úr hverri spjör. Eftir skamma stund hringdi bjallan tvisvar, og strákur fálmaði kófsveittur við hurðina, sem á stóð „Lækri irinn“, opnaði hana og gekk inn. Læknirinn sat við skrifborð sitt. „Jæja“, hrópaði hann, „hvað gengur að þjer?“ „Það gengur ekkert að mjer, læknir", stamaði strákurinn. „Hvað í ósköpunum ertu þá að gera hjerna inni?“ „Jeg er hjerna“, svaraði strákurinn, „til þess að vita, hvort þjer viljið gerast áskrif- andi að Þjóðviljanum“. ★ Tveir bændur mætlust milli bæja og stöðvuðu hesta sína. „Heyrðu, Jón“, sagði Pjetur, „það er einhver skrattinn að hestinum mínum. „Hvað gafstu þínum, þegar hann var veik- ur?“ „Terpentínu. Hott, hott!“ Viku seinna hittust þéir aft- ur. \ „Heyrðu, Jón. Jeg gaf mínum terpentínu og það drap hann“. „Minn líka. Hott, hott!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.