Morgunblaðið - 14.02.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1946, Blaðsíða 8
8 I0R6 ÖNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. febr. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Aust.urstræti 8.— Sími 1600. Áskriftargjald: Kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Varist sundrungina EITT veigamesta atriðið í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar fjallaði um vinnufriðinn. Þar segir svo: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að tryggja vinnufrið- inn í landinu, og hefir í því skyni aflað sjer yfirlýsinga frá stjórn Alþýðusambands íslands og framkvæmda- nefnd Vinnuveitendafjelags íslands“. Yfirlýsingar þær, sem hjer er vitnað til, gengu út á það, að báðir þessir aðilar, Alþýðusamband íslands og framkvæmdanefnd Vinnuveitendafjelags íslands, tjáðu sig því fylgjandi, að kaupgjaldi yrði haldið óbreyttu í meginatriðum til ársloka 1945. Lofuðu báðir þessir aðilar að gera sitt til, að þetta mætti takast. Og ekki verður með rjettu annað sagt en að staðið hafi verið við þessi loforð. Að vísu urðu talsverðar breytingar á kaupgjaldi víðsvegar um land á þessu tímabili, en það voru sam- ræmingar og út frá þeim gengið. ★ Svo sem kunnugt er, var nýsköpunin grundvallaratriðið í stjórnarsamningunum. En ríkisstjórninni var fjóst, að nýsköpunin yrði aldrei annað en áferðarfallegt pappírs- gagn, ef ekki tækist að tryggja vinnufriðinn í landinu, meðan verið væri að koma nýsköpuninni í framkvæmd. Þessvegna aflaði ríkisstjórnin sjer fyrrgreindra yfirlýs- inga frá þeim aðilum, sem mestu voru ráðandi á þessu sviði. t > Yfirlýsingar tjeðra aðila um óbrevtt kaupgjald voru bindandi til ársloka 1945. Hinsvegar voru fulltrúar verka- lýðsflokkanna reiðubúnir að semja um þetta atriði til tveggja ára. En ekki þótti fært að binda þetta til svo langs tíma, vegna þeirrar óvissu sem ríkti um afkomu atvinnuveganna. Ríkisstjórninni var ljóst, að tilkostnaðurinn við fram- leiðsluna var orðinn svo mikill, að stórfeldur taprekstur gat dunið yfir, ef nokkuð bæri út af. Hinsvegar lýsti ríkisstjórnin yfir þeirri grundvallarstefnu sinni, „að tryggja það, að allir landsmenn geti haft atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur“. Þessu takmarki hugði stjórnin að ná með nýjum og fullkomnum tækjum við atvinnureksturinn. Að þessu er stefnt með nýsköpuninni. ★ Hafi verið þörf á því, að tryggja vinnufriðinn í land- inu í október 1944, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, er þörfin áreið.anlega ekki minni í dag. Ný- sköpunin er enn á byrjunarstigi. Fest hafa verið kaup á mörgum nýjum og fullkomnum tækjum til atvinnu- rekstursins. En þessi nýju tæki eru ekki enn komin í atvinnulífið. Hitt liggur hinsvegar ljóst fyrir öllum, að miklir erfið- leikar steðja nú að aðal atvinnuvegi okkar, bátaútvegin- um, vegna markaðstapa. Þar ríkir nú meiri óvissa en nokkru sinni fyrr, meðan ekki hefir tekist að afla nýrra markaða fyrir framleiðsluvöru/ia. Með þessa staðreynd fyrir augum vekur það að von- um furðu, að nú skuli stefnt út í kaupdeilur, sem reistar eru á auknum kaupkröfum til handa verkafólki á landi. En nú er stefnt inn á þessa óheillabraut, þar sem tvö stærstu verkalýðsfjelögin, Dagsbrún í Reykjavík og Hlíf í Hafnarfirði, hafa sagt upp kaupsamningum og gert auknar kaupkröfur. Hvar þetta endar, verður ekki sjeð á þessari stundu. ★ Núverandi ríkisstjórn náði strax í öndverðu mikilli hylli hjá íslensku þjóðinni. Og fullvíst er að traust þjóðarinnar til ríkisstjórnarinnar hefir ekki minkað, heldur vaxið, eftir að kunnugt varð um framkvæmdir hennar á sviði nýsköpunarinnar. Segja má, að hið mikla nýsköpunarstarf ríkisstjórnar- 'innar sje rjett aðeins hafið. Öfl eru að verki, sem vilja gera að engu þetta þýðingarmikla starf og koma ríkis- stjórninni frá. Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar verða því að gá að sjer í tæka tíð, ef ekki á illa að fara.1 ÚR DAGLEGA LÍFINU Yeitinga- og gisti- staðir. ÞAÐ ER ALTAF verið að tala um erlenda ferðamenn og að aðbúnaður á gisti- og veit- ingahúsum, sem þeir sækja, sje með öllu ófær og okkur til skammar. En á hitt er sjaldan minst og það eru innlendu ferða mennirnir. Alt árið um kring eru þó hundruð manna á ferð | um landið og þurfa á beina^að halda ekki síður en útlending- ar. Það vill svo vel til, að jeg hefi nýlega fengið brjef frá manni, sem hefir ferðast mik- ið um landið, og sem einnig hef ir ferðast mikið erlendis. Það er margt gott í brjefi hans. En nú skulum við lofa ferðamannin- um að háfa orðið. Hann segir: „Hr. Víkverji. Viljið þjer ekki hefja fjörug- ar umræður um gistihús, veit- ingastaði og fei;ðamenn á Is- landi? Oft hafa blöðin minst á þetta; fleiri orð mun þó þurfa til, en umfram alt róttækar að- gerðir. Ljelegar vcitingar. „SENNILEGA þarf að setja upp skóla til þess að kenna mönnum að starfrækja gistihús og veitingastaði. Veitingar eru oft illaNútilátnar, matur mis- jafnlega góður, stundum vond- ur og illa matreiddur, stundum líka ágætur. Sumir veitinga- staðir hafa altaf gott að bjóða, aðrir jafnan Ijelegt. Oftast er kaffi á veitingahús um bæði vont og hálfkalt, stund um svo vont, að sá, sem drekk- ur kaffið, ætti skilið borgun fyrir að koma því niður. Það er ósvífni að láta úti slíka vöru fyrir hátt verð. Ljeleg gistihús taka 30-—40 kr. yfir sólarhring inn. Stutt er síðan jeg kom inn í veitingahús og sá kött stökkva þar af einu borðinu á annað og snuðra ofan í alt, sem fund- ið varð. Á öðrum stað lá hund- urinn uppi í legubekknum, þeg ar hann rápaði ekki snuðrandi um í veitingastofunni og inn í eldhúsi. Hvað eiga hundar og kettir að gera á slíkum stöð- um? Þegar svo húsin eru eld- gamlir hjallar og fullir af ó- þef er mönnum nóg boðið. • Gistihúsin. „FYRIR NOKKRU var mjer vísað á svefnherbergi í gisti- húsi. Jeg varð að afklæðast fyr ir hálfopnum gluggum, engar nægilegar dulur voru fyrir gluggunum til þess að varna hverjum sem vildi að glápa inn í herbergið. Ekki var snagi í herberginu til að hengja á föt, ofurlítill klæðaskápur, en full- ur af rusli, spegillinn á öfugum vegg og ljósið svo dauft, að ekki varð lesið við það, og slökkvarinn auðvitað fram við dyr. Þá var jeg bæði sjónar- og heyrnarvottur að því, hvernig sama kerlingin tók til í her- bergjum gestanna, bjó um rúm in um leið og hún þvoði gólf- in og handljek skólpfötur, án þess að þvo sjer um hendur og gera nokkurn mun á rúmfötum og gólftuskunni. Því ekki búa urrr rúmin fyrst í öllum her- bergjunum og þvo gólfin á eft- ir og hella úr skólpfötum? • Engin þrifnaðar- tilfinning. „ÞETTA FÓLK hefir engan skilning á sjálfsögðum þrifn- aði, og þetta er ósómi, sem verð ur að leggjast niður, ef ekki á verða þjóðinni til stórskamm- ar, eftir því sem ferðamanna- straumurinn eykst. Það er ferðamönnum mikið angurs- efni, ef þeir þurfa stöðugt að búast við því, að fá óyndi þar sem þeir leita sjer náttstaðar og hressingar. Seljandinn má ekki hugsa eingöngu um sig, heldur og þann, sem kaupir. Hjá því verður sjálfsagt ekki komist, að stjórn landsins láti þetta mál til sín taka, hefji rannsókn og aðgerðir til úr- bóta“. • Bílarnir á „Rúnt- inum“. EINKENNILEG skemtun er iðkuð af furðanlega mörgum ungum mönnum hjer í bænum, en það er að aka hinn svokall- aða „Rúnt“ í miðbænum fram og aftur, stundum heil kvöld. Bifreiðar þessar þekkjast úr frá hinum, sem hafa eitthvað er- indi á götum miðbæjarins, því þær aka lú^hægt, en farþeg- arnir hanga uti í gluggum bif- reiðanna og virða fyrir sjer líf ið á aðalgötu höfuðstaðarins. Venjulega gengur útvarps- tæki bifreiðarinnar af fullum krafti og vegfarendur fá að heyra dillandi dansmúsik, eða fúgu eftir Bach, alt eftir því, hvernig á stendur. Sumir hafa með sjer harmonikuspilara.Við og við kemur það fyrir, að þess ir ,,rúntbílar“ nema staðar og ungu mennirnir teygja álkuna út úr gluggum bifreiðarinnar og ávarpa blómarósirnar á göt- unni. Flestar ansa ekki þessum dónum, en aðrar skríkja dálít- ið, ganga nokkur skref og láta bilinn elta sig, en láta svo til leiðast að koma upp í bíiinn og þá er ekið af stað. Jeg spurði ungan mann, sem stóð á göt- unni hjer um kvöldið, hvað þessir bílar væru að gera, því jeg sá, að þeir trufluðu um- ferðina. „Þeir eru á veiðurn11, svaraði pilturinn. — Þá veit maður það. ; Á ALÞJÓÐA VETTVANGI | . ... J r f ■ ALDREI fyrr hefir Sankti Pjeturs torgið, nje heldur St. Pjeturskirkjan fræga í Róm verið eins troðfull af börnum, eins og hún var þann 27. jan. s.l. Þar voru þá stödd 35.000 skólabörn úr Rómaborg, miklu fleiri drengir en stúlkur komu þangað í sjerhverju því farar- tæki, sem fyrir hendi var, .og hlaupandi í flokkum. ★ Það var niður af barnarödd- um í hinni gömlu. veglegu dóm kirkju, og unga fólkið laust upp fagnaðarópum, þegar Páfinn kom fram. Þau komu þarna í helgidómínn, til þess að vera við sjerstaka þakkarguðsþjón- ustu, í. þakklætisskyni til UNRRA 'fyrir hjálp þá, sem sú stofnun hefir veitt börnum í hinum stríðshriáðu löndum. Páfinn flutti ræðu og sagði að lokum: „Velgjörðamenn ykkar, sem hafa hjálpað ykkur svo ríku- lega í neyð ykkar, eru boðber- ar manngæskunnar, með slík- um verkum er gæskan sjálf breidd út.um heiminn, og þeir, sem að því vinna, eru þess- vegna frumherjar þess heims góðvildar og friíar, sem koma skal og koma verður. nn ræðir um hjáip fil Kveinstafir þjáðra barna rísa nú frá þeim löndum, sem stríð- ið hefir eytt og þjakað. Hungr- uð, köld, lemstruð og klæðlaus kalla þau á hjálp allra, sem hana geta í tje látið. Á gðtum borganna gefur að líta hópa af börnum með holar kinnar, varnarlaus eru þau og forsjár- laus, og mörg af þeim lenda í vegleysum glæpa og lasta. En rödd þeirra er rödd komandi kynslóðar, og hún krefst að- gerða okkar, sem eldri erum. Af munnum barnanna heyrum við rödd skapara þeirra, þar sem hann skorar á okkur með röddu kærleikans. Og bæn mín er sú, að blessun hans megi um vefja ykkur öll“. ★ UNRRA hjálpar nú yfir miljón börnum í Ítalíu með sjerstökum matarskamti, auk þess, sem stofnunin veitir mæðrum ungbarna mat. í hverjum barnaskóla á Ítalíu gefur UNRRA sjerhverju barni mjólkurglas á hverjum morgni, og ekki er hægt að finna betri stað fyrir það, sem þjóðirnar leggja fram til þessarar hjálp- ar. Fjármunum er ekki betúr’ varið, heldur en að sjá ljós heilbrigðrar æsku kvikna aft- barna ur í hálfeyddum borgum og þorpum, eins og t. d. þorpun- um nærri Róm, þar sem sá, er þetta ritar (frjettaritari The Manchester Guardian), fann nýlega heilar fjölskyldur, sem lifðu í hellum' nærri hrundum heimilum sínum. it Því miður getur UNRRA ekki hjálpað börnunum nerpa í verst leiknu hjeruðunum. % Rómaborg er nú full af flótta- fólki, svo að í borginni eru tvær miljónir manna, en UNRRA getur aðeins hjálpað 35.000 börnum. — Stofnunin reynir að gera alt sem unt er fyrir sængurkonur, gefur ung- börnum mjólk og hinum ný- fæddu reifa. En slíkt er ekki hægt að fá á Ítalíu nú fyrir minna en tvenn mánaðarlaun þeirna, sem algenga vinnu iðka. ★ Kaþólska kirkjan leggur stór fje að mörkum til barna bæði á Italíu og í öðrum kaþólskum löndum, og margir prestar hennar hafa unnið hreinustu afrek á sviði mannúðarstarf- anna. En hinni komandi kyn- ’slóð verður líka að bjarga hvað sem það kos’tar. (Manchester Guardian.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.