Morgunblaðið - 14.02.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.02.1946, Blaðsíða 5
Fimtudagur 14. febr. 1946 MORGUNBLAE'IÐ 5 Grunnmynd af nýja bæjarhúsinu I £ ÞETTA er grunnmynd af tveim íbúðum í nýja húsinu, tveggja og þriggja herbergja. Nýtt bæjarhús með 32 íbúðum Rauða Kross söfnunin FYRIR nokkru síðan var byrjað að grafa fyrir nýju, glæsilegu íbúðarhúsi sem Reykjavíkurbær lætur byggja. Húsið stendur á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. í húsinu verða 32 íbúðir. Þar af verða 8 þriggja herbergja. Þær verða 1 sitt hvorum enda hússins. Hinar 24 íbúðirnar eru 2ja herbergja. Auk þess fylgir hverri íbúð eitt herbergi í þakhæð. Framhlið hússins snýr til suðvesturs. Húsinu verður skipt niður í fjóra parta. — í hverjum þeirra verða átta íbúðir. Fyrir þessar átta íbúðir verða sameiginlegt þvotta- og þurkhús og stór geymsla fyrir barnavagna og reiðhjól í kjallara. Komið verð ur fyrir niðurfallsrörum, fyrir sorp, líkt og í bæjarhúsunum á Melurium — þannig að sorp- ið er látið inn um lúu af stiga palli, en þaðan fer það niður í sorpgeymslu sem er í kjallara. Hús þetta verður töluvert stærra heldur en annað bæjar- húsanna á Melunum. En hvort þeirra er 476 fermetrar og um 7000 rúmmetrar með 24 íbúð- um. — Þetta hús verður 645 fermetrar og 9674 rúmmetrar. íbúðirnar eru rúmgóðar. — T. d. verður þriggja herbergja íbúðin 98.48 ferm. Tveggja her bergja íbúðirnar verða um 75 ferm. að stærð. Það eru húsameisararnir Einar Sveináson og Gunn- ar Ólafsson, sem gert hafa teikn ingu að húsinu. — Þeir Guðjón Vilhjálmsson, trjesmíðameist- ari og Davíð Jónsson, múrara- meistari, hafa tekið að sjer bygg ingu hússins. Eftirlit með fram kvæmd verksins, hefir Jens Ey- jólfsson eftirlitsmaður með byggingarframkvæmdum bæj- arins. Matarskamturinn minkaður í Ausiurríki London í gærkveldi. HERRÁÐ bandamanna í Austurríki kom saman til fund ar í Vínarborg í dag, og sam- þykkti að að öllum líkindum yrði nauðsynlegt, að minnka matarskammt þar í landi. — Skamturinn er jafnvel núna á- i kaflega lítill og hvergi - nærri nægilegur. Líklegt er talið, að skamturinn verði þó aðeins minkaður við þá, sem ekki eru taldir stunda neina atvinnu. FENGU GOTT KAUP London- Síðastliðið ár voru 7000 landbúnaðarverkamenn frá Jamaica í vinnu í Banda- ríkjunum og sendu heim til sín 3 milj. sterlingspunda. Á þessu ári munu 12000 í viðbót fara í vinnu til Bandaríkjanna. Til Rauða Krossins, afhent Mbl. Drifa kr. 50.0.0, Sigurður 100 V. B. 70,00, Emma og Elsa 20,00, frá Sápubúðinni 1000,00, Ásta litla 20,00, Guðrún 50,00, S. S. 25,00, .J G. 300,00, M. J. 100,00, G. K. H. 50,00, S. Br. 60,00, J. Á. 50,00, K. G. 100,00, Lilla 25,00, 3 systkyni 50,00, N. N. 50,00, Þ. Þ. 25,00, S. V. B. 10,00, Tómas 10,00, F. í. E. 100,00, N. N. 20,00, Lýdía 100,00 S. 250,00, Egill Jónsson 50,00, V. Þ. Kjartansson 100,00, N. N. 50,00, í. S. 100,00, Tobbi og Gunna 100,00, K. V. H. 50,00, Tryggvi Ólafsson 30,00, Hafdís og Aðalbjörn 100,00, Atli 50,00, ónefndur 50,00, G. G. 15,00, Jón E. Jónsson 50,00, N. N. 100,00, Dunni 25,00, ónefnd 10,00, 2 systur 20,00, Valdimar 50,00, S. S. og fjölskylda 100,00, Ragnheiður Kristín Karlsdóttir 50,00, Ó. J. 100,00, ónefnd 100,00, J. G. J. 25,00, Helgi, Nonni, mamma 30,00, Amma 20,00, H. S. 10,00, Þ. 100,00, L. L. 50,00, N. 10,00, R. L. 20,00, Oddur 20,00, ónefnd 50,00, G. og B. 100,oo; M. Sk. 100,00, Árni Th. 10,00, G. H. 120,00, N. N. 50,00, S. P. S. 10,00, Anna 20,00, Á. V. B. 100,00, Jón Eyvík 100,00, frá barni 25,00, ónefnd- ur 25,00, N. N. 20,00, Guðbjörg Ólafsdóttir 25,00, Trausti 25,00, Vilborg 50,00, G. 10,00, 3 syst- kyn 170,00, Margrjet Sigurjóns dóttir 20,00, U. B. 50,00, Gondi 25,00, Jens 50,00, Inga Lillý 100,00, ónefnd 120,00, Ó. J. 50,00, F. Ó. 30,00, O. S. 30,00, Hjörney 25,00, N. N.. 50,00,. Rannveig, Stebbi og Valdi, tek ið úr sparibyssu kr. 29,29, ó- nefdn 100,00, E. G. 100,00, S. og G. 200,00, Jón Halldórsson 50,00, Pjetur litli 150,00, Guð- raundur Ó. 100,00, K. G. 100,00, Mæsí og Óli 50,00, Sigurður 10,00, Erla 10,00, Gyða, Gunna og Dúddi 150,00, Har. S. Þor- steinsson 50,00, J. E. 25,00, kjallarabúi 165,00, Kalla 10,00, Þóra 10,00, A. A. 20,00, K. T. 10,00, Anna 40,00, Á. B. 30,00, Ottar og Haukur 100,00, R. T. 50,00, G. H. 20,00, Ninna 20,00, fjölskylda Kratsch 100,00, G. B. 100,00, Hildur og Bói 200,00, F. J. kr. 100,00. Bindindisfundur í Borgarnesi SUNNUDAGINN 3. þ. m. var haldinn almennur fundur* í Borgarnesi til þess að ræða á- fengismálin. Hafði ýmsum fjel- ögum í nærliggjandi sveitum verið boðin þátttaka í fundin- um. Undirbúning og fram- kvæmdir annaðist stúkan Borg, en æðsti templar hennar er nú Halldór Hallgrímsson klæð- skeri. Frá umdæmisstúku Suður- lands mættu á fundinum, Viggó Natanaelsson kennari, sem sýndi kvikmyndina: „íslending- ar á sljettunum í Canada“, og Pjetur Sigurðsson, sem flutti framsöguerindið. Umræður urðu miklar á fundinum, tóku margir til máls. Fundurinn var fjölsóttur og stóð 3—4 klukku- stundir. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar einróma: Almennur fundur haldinn í Borgarnesi sunnudaginn 3. febr. 1946. til þess að ræða áfengismálin, lítur svo á, að áfengisneysla landsmanna sje orðin slíkt þjóðarböl, að ekki verði við unað. Fundurinn skor ar því á ríkisstjórnina að láta lögin um hjeraðabönn koma til framkvæmda nú þegar. Þá skorar fundurinn á öll þau fjelög í landinu, sem sjer- staklega vinna að . eflingu menningar og góðra siða, og aðra fræðslukrafta og úppalara þjóðarinnar, að fyllya sjer sem fastast um bindindismálið og stefna markvíst að lokasigri. Á fundinum mættu hátt á annað hundrað manns. Fund- arstjóri var Gísli Mágnússon, Borgarnesi, og fundarritari Sólmundur Sigurðsson, Borgar nesi. Hlv þingmál ÞESSI þingmál hafa kornið fram á Alþingi: Hvera orka á Reyk- hólum. Gísli. Jónsson flytur svohlj. þáltill. í Sþ.: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að láta þegar á þessu ári fara fram rannsókn því, hvort unt sje að fá nægi- lega hveraorku á Reykhólum til þess að framleiða rafmagn fyrir væntanlegar stofnanir þar og nærliggjandi sveitir1*. Samgöngubætur í Barða- strandarsýslu. Gísli Jónsson flytur svohlj. þál.till. í Sþ.: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að skipa 3 rnanna- nefnd til þess að athuga og gera tillögur um, á hvern hátt kauptúnum og hreppum * Barðastrandarsýslu verði fljót- ast og hagkvæmast komið í aik- vegasamband innbyrðis og sýsi unni í samband við akvegakerfi landsins, svo að unt sje a& tnyggjn kauptúnunum nægilegæ mjólk, bændunum örugga sölii afurða og atvinnuvegunum í sýslunni samgöngukerfi á borð við aðra landshluta. Skal nefndin skipuð þannig: Vegamálastjóra, og verði hann formaður nefndarinnar, einum manni tilnefndum af stjóm Búnaðarfjelags Islands og ein- um manni af sýslunefnd Vestur Barðastrandarsýslu. Skal nefnd in hafa lokið störfum og skilað áliti og tillögum fyrir 1. sept. n.k. Kostnaður við nefndina greiðist úr ríkissjóði“. Meisfaramót • Bridgefjelagsins LEIKAR í annari umferð fóru þannig: Sveit Einars B. Guðmundssonar vann sveit Lár usar Fjeldsted með 298 stig- um gegn 284, sveit Harðar Þórð arsonar vann sveit Lárusar Karlssonar með 309 stigum gegn 267, sveit Halldórs Dung- al vann sveif Guðmundar O. Guðmundssonar með 290 stig- um gegn 286 ,og sveit Gunnars Möllers vann sveit Gunngeirs Pjeturssonar með 323 stigum gegn 253. Staðan er nú þannig í stigum. Lárus Fjeldsted hefir 622 stig, Hörður Þórðarson 606, Lárus Karlsson 596, Gunngeir Pjetura son 595, Gunnar Möller 570, Halldór Dungal 569, Einar B. Guðmundsson 526 og Guðmund ur Ó. Guðmundsson 524 stig. Næst verður spilað á mánu- dag, 18. þ. m. kl. 8 e. h. — Þá keppir sveit Lárusar Fjeldsted við sveit Gunnars Möllers, sveit Lárusar Karlssonar við sveit Gunngeirs Pjeturssonar, sveit Harðar Þórðarsonar við sveit Guðm. Ó. Guðmundsson- ar og sveit Halldórs Dungal við sveit Einars B. Guðmunds- sonar. BÍLAR HANDA ÍRUM LONDON: Bresku Austin- bílaverksmiðjurnar munu inn- an skamms byrja að starfrækja Ibifreiðaverksmiðjur í Dublin, Ihöfðuborg írlands. ÞETTA er Ijósmynd af líkani af húsinu, sem Axel Helgason hefir gcrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.