Morgunblaðið - 12.03.1946, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.03.1946, Qupperneq 1
16 síður 33. árgangur. 58. tbl. — Þriðjudagur 12. mars 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. Níu grískir rdðherrar segja af sjer Þérhildur prinsessa GUSTAV ADOLF SVÍAPRINS var nýlega á ferð í Dan- mörku. Friðrik Danaprins íók á móti honum og í för með honum var Þórhildur dóttir hans, sem sjest hjer á myndinni á milli prinsanna. Spaak myndar nýja stjórn í Belgíu Briissel í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. . PAUL HENRI SPAAK, utanríkisráðherra fráfarandi stjórnar í Belgíu, tilkynnti í kvöld, að ný stjórn væri því nær full- mynduð. Spaak verður fórsætisráðherra. Sósíalistar fá níu ráð- herra í stjórninni, og voru fimm þeirra í fráfarandi stjórn. Van Acker, sem var forsætisráðherra fráfarandi stjórnar, verður fjármálaráðherra í nýju stjórninni. Marshall (er heim Chungking í gærkvöldi. BÚIST er við því, að George Marshall, sendiherra Banda- ríkjanna í JCína, fari af stað áleiðis til Bandaríkjanna í kvöld. — Hann hefir dvalist um nokkurt skeið í Kína og gegnt sérstökum fulltrúastörf- um fyrir stjórn sína. Einkum vann hann að því að koma á sættum með Chungkingstjórn- inni og kommúnistum. — Reuter. Vinson forsijéri aiþjóðabankans Savannah í gærkvöldi. FREDERICK VINSON, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, var í dag kosinn forseti ráðs alþjóðabankans og alþjóða- lánsstofnunarinnar. Varafor- seti verður breskur, og er bú- ist við því, að Keynes lávarður verði fyrri valinu. — Vinson var í einu hljóði kjörinn til starfans. — Reuter. BORGAÐI SIG EKKI. NEW YORK: — Bófi nokk- ur rjeðist á mann, miðaði á hann bj'ssu, og rændi hann 475 dollurum. Maðurinn reiddist síðar og elti bófann, sem tók af honum 2200 dollara hring, þegar hinn náði honum aftur. lega! Skemmdarverk unnin á Spáni Madrid í gærkvöldi. ÞAÐ VAR opinberlega tilkynnt í kvöld, að 27 skemdarverkamenn hefðu verið handteknir í San- tander-héraði á Spáni. Eru þeir úr hópi 40 skemmdarverkamanna, er komu til landsins yfir Py- reneafjöll nálægt Iran. Þessir menn unnu marg- vísleg skemmdarverk. — Þrettán þeirra ganga enn lausir. — Þessir 27, sem liandteknir voru, eru spanskir útlagar, er höfðu verið búnir undir skemd- arverkastarfsemina í skóla einum í Suður-Frakk- landi, að því er þeir sjálf- ir segja. Þeir voru vopn- aðir vjelbyssum, skamm- byssum og handsprengj- um. Auk þess höfðu þeir meðferðis áttavita, ýms miðunartæki og loft- skeytatæki. — Reuter. Alfsherjarverkfall og óeirðir í Triesle í GÆRKVÖLDI sló í bar- daga með lögreglu og múgs í úthverfi einu í Trieste. Júgó- slavneskur fáni hafði verið dreginn að hún á kirkju einni í þessu hverfi. Þar sem bannað er að hafa fána uppi í borginni, kom lögregla á vettvang til þess að taka fánann niður. Mikill manngjöldi hafði safn- ast þarna saman, og einhver skaut á lögregluna, en hún svaraði í sömu mynt og drap 2, en særði 20. — í mótmælaskyni við aðfarir lögreglunnar stofn- aði hið svokallaða andfascista- bandalag Slóvena og ítala til allsherjarverkfalls í borginni og kom það til framkvæmda um miðnætti samdægurs. — Bresk hernaðaryfirvöld í borg- inn hafa tekið mál þetta til rannsóknar. — Reuter. Stjórnin sennilega skammlíf. Spaak vonast til, að stjórn- armyndun verði lokið á tnorgun og stjórnin sverji embættiseið á miðvikud. — Búist er við, að stjórn Spa- ak verði skam líf, því að h ægrisinnaðir kristilegir só- síalistar og k o mmúnistar verða í stjórn- arandstöðu, og frjálslyndir fylgja henni með margvísleg- um fyrirvara. MINKAÐUR KOLASKAMTUR LONDON: Vegna kolaskorts í Skotlandi hefir kolaskamtur sá, sem skotskum togurum er ætlaður, verið minkaður mikið, sumsstaðar allt að helming. Hef ir þetta vakið mikla óánægju meðal fiskimanna. Telja kosningar ekki tímabærar 31. mars London í gærkvöldi. Einkaskeytl til Mbl. frá Reuter. NÍU RÁÐHERRAR grísku stjórnarinnar hafa sagt af sjer, vegna þeirrar ákvörðunar Sophoulis, forsætisráðherra, að iáta almennar kosningar fara fram í landinu 31. mars n. k. Byggja ráðherrarnir þessa afstöðu sína á því, að á þeim tíma muni ástandið í landinu ekki verða komið í siíkt horf* að tíltækilegt sje að láta fara fram lýðræðislegar kosningar. — í dag fóru fram umræður í neðri málssfofu breska þingsins um þessi mál. Lie til Bandaríkjanna á fimiudag London í gærkvöldi. TRYGVE LIE, aðalritari bandalags sameinuðu þjóð- anna, hefir verið sjúkur und- anfarna daga og legið í sjúkra- húsi í London, en búist er við, að hann geti tekið til starfa á morgun. Ha'nn mun leggja af stað áleiðis til Bandaríkjanna á fimtudag, þar sem hann mun þegar hefja undirbúning að skipulagningu framtíðaraðset- urs bandalagsins. — Reuter. Ekki hætiuleg fyrir heimsfriðinn London í gærkvöldi. BANDARÍKJASTJÓRN hef- ir svarað frönsku stjórninni við víkjandi orðsendingu hennar um Spán og Francostjórnina. Segir í svarinu, að Bandaríkja- stjórn líti ekki svo á, að Franco stjcrnin sje hættuleg fyrir heimsfriðinn, og telji stjórn Bandaríkjanna að ekki beri að skjóta þessu máli til hinna sameinuðu þjóða. Líklegt er að Bretar líti eins á þetta mál, eins og Bandaríkjamenn, og er talið að aðgerðir í Spánarmálum muni ekki verða neinar eins og stendur. — Reuter. Úrslit nálgast í ensku bikarkeppninni London í gærkveldi: ÚRSLIT fara nú að nálgast í ensku bikarkepninni. Eru aðeins fjögur fjelög eftir, og fara næst síðustu leikirnir fram þann 23. þ. m. Fjelögin sem eftir eru keppa þannig saman þá: Bolton kepþir við Charlton og Derby County keppir við Birmingham. Þau tvö, sem vinna þessa leiki, mætast svo í úrslitaleiknum. — Reuter^ Ágreiningur er mikill, og er vitað, að fjöldi af þing- mönnum Verkamannaflokks- ins eru á því, að ekki sje tíma bært, að kosningar fari svo snemma fram í Grikklandi, sem ráð er fyrir gert, og hafa margir þeirra látið í ljós and- úð sína á orðsendingu Bevins. utanríkisráðherra, til forsætis ráðherra Grikklands, þar sem Bevin leggur áherslu á, að kosningar fari fram 31. mars. Mac Neill fyrir svörum. Mac Neill, aðstoðarutanrík isráðherra Bretlands, gerði grein fyrir sjónarmiðum bresku stjórnarinnar í þess- um málum. Svaraði hann ræð um tveggja þingmanna, sem látið höfðu þá skoðun í ljós, að kosningar væru ekki tíma bærar 31. mars, auk þess sem allir vinstri flokkar og mið- ílokkar í Grikklandi hefðu lýst því yfir, að þeir vildu, að kosningunum yrði frestað. EAM rær undir. Mac N'eill sagði það stað- leysu, að konungssinnar ein- ir myndu taka þátt í kosning- um 31. mars. Hann sagði, að nokkrir flokkar hefðu, að undirlagi EAM-sambandsins, lýst því yfir, að þeir myndu ekki taka þátt í kosningun- um. Bevin, utanríkisráðherra hefði samt lagt til, að kosn- ingarnar færu fram 31. mars, aðallega af þrem ástæðum: í fyrsta lagi vegna þess. að sjer stök eftirlitsnefnd stórveld anna myndi líta eftir því,-að kosningarnar fari fram á lýcf ræðislegan hátt. í öðru lagi vegna þess, að allir helstu flokkarnir hefðu komið sjer saman um að 31. mars sem kosningadag í nóvembermán- uði síðastliðnum. Og í þriðja lagi vegna þess, að brýna nauðsyn bæri til, að styrk stjórn komist sem fyrst á í landinu. — Mac Neill sagði, að breska stjórnin myndi veita grísku stjórninni að- stoð til þess að- halda uppi reglu í landinu, ef þörf krefði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.