Morgunblaðið - 12.03.1946, Blaðsíða 12
12
áíORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. mars 1946
Áfrnæli:
Frú Þóranna
í DAG á frú Þóranna Símon-
ardóttir, Guðrúnargötu &, fim-
tugsafmæli. Hún er ekki gefin
fyrir það, að berast mikið á,
og þess vegna hefi jeg orðið
að taka mjer bessalevfi til
þess að vekja athygli hinna fjöl
mörgu vina hennar á þessum
merkisdegi í ævi hennar. Sum-
ar konur telja það einka leynd-
armál sitt hvað þær eru gaml-
ar, en frú Þóranna er laus við
allan slíkan tepruskap, og þess
vegna er mjer óhætt að segja
frá þessu. Jeg get bætt því við,
að þeim, sem altaf hafa á sjer
yfirbragð æskunnar, eins og
hún, má vera alveg sama um
það þótt tímans hjól veltist og
mali árin hvert af öðru út 1
fortíðarhaf.
Frú Þóranna hefir tekið mik-
inn þátt í fjel.lífi bæjarins um
margra ára skeið, en hjer skal
ekki minst á annað en það, sem
jeg þekki, starfsemi hennar
fyr'ir Góðtempiararegluna. Má
óhætt fullyrða að þar hefir hún
verið með lífi og sál, um tugi
ára, ásamt manni sínum, Þor-
steini J. Sigurðssyni kaup-
manni, því að ung helguðu þau
Reglunni starfskrafta sína, og
hafa jafnan staðið þar mjög
framarlega. — Þeir, sem til
þekkja, vita það, að tímafrek-
ustu og vandasömustu störfin
fyrir Regluna hlaðast mjög á
einstaka menn, þá sem hæfi-
leika og áhuga hafa, og eru sí-
felt boðnir og búnir að gegna
hverju kalli. Frú Þóranna hefir
ekki farið varhluta af þessu.
Hún hefir altaf verið hlaðin
tímafrekustu störfum, og hún
hefir altaf getað snúist við
þeim, þrátt fyrir húsmóður-
störfin, stundum á mjög mann-
mörgu heimili. Og hún hefir
eigi aðeins orðið að finna tíma
fyrir sína eigin stúku, heldur
fyrir allar deildir Reglunnar.
Og það er sönnun fyrir því,
hvert álit hún hefir unnið sjer
í þeim fjelagsskap. að hún hef-
ir verið Stórvaratemplar nú
hin síðustu 5 árin. Jeg veit, að
Templarar hugsa hlýtt til henn-
ar í dag og árna henni allrar
blessunar.
Merkilega grein mætti skrifa
um frú Þórunni sem húsmóður.
Það vitum vjer vinir hennar.
Vjer minnumst hver þrifnaður
Símonardóttir
Frú Þóranna Símonardóttir.
og myndarbragur er á heimili
hennar, gestrisni og vingjarn-
legt viðn\þt. Hvað þar er rík
samúð með þeim, sem bágt eiga
á einhvern hátt, og ákveðinn
vilji að hjálpa án þess að eftir
því sje tekið. En að fara langt
út í þá sálma að lýsa þannig
einkalífi4 væri skortur á hátt-
vísi, og í besta lagi gæti það
skoðast sem gullhamrar, en
þeim kann jeg ekki að beita.
Því skal enda þessar línur með
bestu heillaóskum til afmælis-
barnsins og heimilis hennar.
Á.
— Inkarnir í Peru
Framhald af bls. 11.
legustu og bæta miklu við gildi
bókarinnar. Þarna eru myndir,
sem sjáanlega hafa verið gerð-
ar í sögulandinu sjálfu (í
Líma), og mun það ekki hafa
kostað höfundinn litla fyrir-
höfn að verða sjer úti um þær.
Osiður er að taka orðrjetta
kafla upp úr ritsmíðum annara
manna, án þess að geta um
heimildina. Á bls. 82 er þann-
ig kafli úr söguþætti eftir
Felipe Sassone, sem þegar hef-
ir verið þýddur á ísl. tekinn orð
rjett upp úr þeirri þýðingu og
feldur inn í frásögnina athuga-
semdalaust. Það mun ef til vill
ekki vera tekið hart á slíku
hnupli hjer, yfirleitt. En hnupl
er það.
Þórh. Þorgilsson.
Hollsnskl tieriið
kemur til Java
London í gærkvöldi.
FORSÆTISRÁÐHERRA þjóð
ernissinna á Java hefir berið
fram opinber mótmæli við yf-
irmann hersveita bandamanna
á eynni, sökum þess að um
3.000 hermenn hafa verið settir
á land í Batavia. Hermenn þess
ir eru fyrstir í flokki þeirra
hermanna, sem í ráði mun vera
að taka við af breskum og ind-
verskum hersveitum, sem verið
hafa á Java að undanförnu.
Óvíst er talið, að koma hol-
lensku hermannanna muni
spilla fyrir viðræðum þeim, er
fram eiga að fara á næstunni
milli þjóðernissinna og fulltrúa
hollensku stjórnarinnar, en yf-
irvöld bandamanna þarna aust
ur frá hafa tekið það»fram, að
að minsta kosti fyrst um sinn
munu hollensku hermennirnir
hafast við í Batavíu og ná-
grenni.
— Varðskipin
Framh. af bls. 5.
væri því nú, hvað ríkisstjórn-
in hygðist að gera. Reyndar
mætti ráða það af skýrslu ráð-
herrans, að ætlunin væri að fá
bátunum skift fyrir önnur skip,
sem okkur hentaði betur.
En gallinn væri sá, að ekki
væri enn búið að taka ákvörð-
un um hvaða tilhögun við ætl-
uðum að hafa á landhelgis-
gæslunni í framtíðinni, nje
heldur fengin niðurstaða um
það atriði, hvaða stærð skipa
okkur hentaði best. Vitnaði
ræðumaður í þessu sambandi
til þál.,'er síðasta Alþingi sam-
þykti, um heildarendurskoðun
landhelgisgæslunnar. Þessi at-
hugun hefði þurft að fara fram
áður en ráðist hefði verið í
fyrri bátakaup. Lagði S. Bj.
áherslu á, að niðurstaða yrði
fyrir hendi um þetta atriði,
þegar ný skip yrði fengin- í stað
þeirra, sem nú yrði skilað. En
þetta yrði að gerast sem allra
fyrst, því landhelgisgæslan
væri nú mjög báglega rækt.
Auk þess kostuðu hin lítt
starfræktu hraðskip mikið fje á
mánuði hverjum. Allra hluta
vegna væri því nauðsynlegt að
hraða þessu máli.
Dómsmálaráðherra talaði enn
nokkuð orð, og þar með var
þessari umræðu lokið.
Handknattleiks-
mólið héfsl í
gærkveldi
Handknattleiksmeistaramót
íslands innanhúss hófst í gær-
kveldi í íþróttahúsi I.B.R. við
Hálogaland. Forseti Í.S.Í. Ben.
G. Waage, setti mótið. — Leik-
ar þetta fyrsta kvöld mótsins
fóru sem hjer segir:
í meistaraflokki kvenna
unnu Haukar FH með 6:0. I
meistaraflokki karla fóru fram
2 leikir í A-riðli. Fram og Val-
ur gerðu jafntefli 11:11. (Fyrri
hálfleikur Valur:Fram 7:5, en
síðari Fram:Valur 6:4). Hauk-
ar unnu FH með 16:6 (10:5 í
fyrri hálfleik, en 6:1 í síðari).
í II. flokki karla vann Víking-
ur ÍR í A-riðlí með 19:9 (12:1
í fyrri hálfleik og 7:8 í síðari)
og Ármann Hauka í B-riðli með
11:9 (4:4 í fyrri hálfleik og
7:5 í síðari).
í kvöld hefst keppnin kl. 8
e. h. Þá keppa Fram og Ár-
mann í meistaraflokki kvenna.
í meistaraflokki karla keppa í
B-riðli KR og ÍR og Ármann
og Víkingur. í II. flokki karla
keppa í B-riðli Fram og Ár-
mann og Haukar og FH. —
Bílferðir að Hálogalandi eru
frá B.S.Í. frá kl. 7.
Miljén hungurmorða
í Hunanfylki
Chungking í gærkvöldi.
í HUNANFYLKI í Kína, þar
sem matvælaskorturinn er að
líkindum mestur í landinu,
mun um ein miljón manna hafa
orðið hungurmorða, að því er
opinberar skýrslur herma. —
Marshall, sendiherra Banda-
ríkjanna í Kína, sem er nýkom-
inn til Chungking úr ferð sinni
til nokkurra borga til viðræðna
við leiðtoga kommúnista, hefir
látið svo um mælt við blaða-
menn, að matvælaskorturinn
sje ægilegur á þeim stöðum, er
hann kom til. Segir hann, að
brýna nauðsyn beri til þess, að
eitthvað sje gert til úrbóta.
—Reuter.
VINNA HEFST AFTUR
LONDON: Vinna er nú aftur
hafin í 167 skóverksmiðjum á
Bretlandi, sem lokaðar voru ó-
friðarárin, og ennfremur 190
sokkaverksmiðjum, sem einnig
hafa verið lokaðar.
/
Fæddur 25. desember 1889.
Dáinn 5. mars 1946.
Enn þá er orðið skarð,
œttböndum svipt,
vonheilug vinatengsl
válega klypt. '
Sviplegt er, sólarlag
sjá jyrir liðinn dag.
Enn þá er orðið skarð,
œttböndum svipt.
Genginn er góður heim
gunnreifur sveinn,
Ijónfrár á lífsins braut, ■
lundskír og hreinn.
Hugþekkur hvar sem var,
að heiðri af öðrum bar.
Genginn er góður heim
gunnreifur sveinn.
Sátum við hlið við hlið, -
hló þá við öld,
brosti við von og vor,
vissum ei kvöld.
Kveð jeg þig, kœri vin. ■
Kyssi þig sólarskin.
Ber þú á betri svið
blikhreinan skjöld.
SIG. ARNGRÍMSSON,
bekkiarbróðir.
iiimiiiiiuiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiimimmiiimiiiiii
IAIm. Fasteignasalan |
er miðstöð fasteignakaupa. f
Barjkastræti 7. Sími 6063.
immimmiuimimmnnmmaaniuimmnuaiuiDJUi
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefa-
viðskiftanna. Sími 1710.
BEST AÐ AUGLÝSA
í MORGUNBLAÐINU
i X-9 a
...............................................................Illllllllllllllll
£k
&
& Eflir Robert Sform
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmiimiiiiimmiuiuimuiiiiiiiiiiiiiimB
KEE? Y0U!? MAND& MI6H
ÍND NOUR BACK.S- TURNED
OR I'LL PERVQRATE . m
NOUR PANTALOON$! M
T HOPE YOU'LL FORölVE
hiöh-sear. bluff vjith rm
OLD TRAN5/HIÖÖ10N éHÁFT
v. "A1ACHINE ÖUN" I
- AND THANKf FOR THE
artillern... a REAL óllN
15 50 MUCU /HORE
CONVlNCINól
Munroe: Haldið uppi hrömmunum og snúið að
mjer bakinu, eða jeg skal skjóta göt á brækurnar
ykkar. Hann tekur upp byssurnar þeirra: Takk,
fyrir þessar fallbyssur, það er alltaf miklu betra
að hafa raunveruleg vopn í höndunum. Jeg vona
áð þið fyrirgefið mjer hvemig jeg ljek á ykkur.
Hann hendir frá sjer hjólinu, sem hann hafði haft
fyrir vjelbyssu.