Morgunblaðið - 12.03.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.03.1946, Blaðsíða 9
, Þriðjudagur 12. mars 1946 KOBÖDHBLÍÐIB 8 ÍRLAND OG EAMON DE VALERA HATROMUSTU andstæð- ingar Breta, írlendingar, eru ekkert hreyknir af því, að þeir högnuðust á þeirri styrjöld, sem flestar þjóðir heimsins biðu stórtjón af. — Þeim er hálfilla við þá stað- reynd, að þeir auðguðust um sama leyti og þeir aðrir, sem tókst að sleppa lifandi gegnum þennan hildarleik, mistu aleigu sína. Þetta hef- ir orðið þeim svo viðkvæmt mál, að þeir hafa lagt fram mikið fje, til styrktar þeim, sem illa hafa orðið úti í styrj öldinni. En þeir gera sjer einnig ljósa erfiðleika þá, er skapast hafa af núverandi afstöðu þeirra. Enginn skil- ur þetta betur en Eamon De Valera. Því hvort sem þeir eru með eða móti Bretum, gera írlendingar sjer það Ijóst, að frá hagfræðilegu sjónarmiði sjeð, er þeim nauðsynlegt að flytja vörur til Bretlands, eða Íifa að öðr- um kosti við aumari kjör en nokkur þeirra gæti látið sjer lynda. Jafnvel nú, eftir að styrj- öldinni er lokið, er erfitt að komast til Dublin. Afleið- ingin er sú, að írlendingum finst þeir vera vanræktir. Þeir hafa verið að tala svo lengi við sjálfa sig, að þeim er fróun að því, að geta átt samræður við útlendinga. — Ferðamaður í írlandi fær því mjög vingjarnlegar mót- tökur. írlendingar vilja ekki láta þig — og þá alveg sjerstak- lega ekki Bandaríkjamenn ■— gleyma þeirri staðreynd, að þeir tóku ekki þátt í stríð inu, því þeir vilja ekki að þú gleymir því, að það var De Valera, sem tók þá á- kvörðun. — Hann tilkynti þetta í útvarpsræðu, sem hann hjelt þriðja september 1939. Eamon De Valera er for- sætisráðherra írlands, alls- ráðandi á stjórnmálasviðinu og ber herðar og höfuð yfir samlanda sína. Valdastaða hans er svo öflug, að hann er að kenna írlendingum að kalla sig Taoiseach, en það þýðir leiðtogi á keltnesku. Ef þú ætlar að reyna að komast að raun um, hvað hefir skeð, eða er um það bil að eiga sjer stað, áttu hægast með það, með því að eiga tal við De Valera sjálf- an. Erfitt að ná tali af honum. ÞÚ leggur leið þína í skrif síofu hans í Leinster House, í Dublin. Þetta er stórt, myndarlegt hús, úr granit, sem líkist að ytra útliti flest um stjórnarráðsbyggingum annara landa. Fyrst ertu tek inn til yfirheyrslu af her- mönnum og varðmönnum. Ef þú kemst í gegnum þenn- an hreinsunareld, er þjer fylgt á srifstofu einhvers ráð herrans, til frekari rann- sóknar. Sjertu heppinn, get- ur svo farið, að hann taki þig inn til leiðtogans. Fyrst þeg- ar þú kemur inn til hans, ertu í vafa um það, hvort þú .eigir að heilsa honum á Landið er fátækt, en íbúar þess eru staðráðnir í að halda sjálfstæði srnu keltnesku eða ensku. En á skrifstofu sinni er forsætis- ráðherrann kallaður ,,Dev“, af vinum sínum. De Valera er laðandi í við- móti og, ef hann vill það við hafa, getur framkoma hans verið ákaflega vingjarnleg. Vinnutími hans er langur, en hann kemur manni ó- þreyttur fyrir sjónir. Hann er stefnufastur og vill gjarna ræða um aðstöðu sína til landsmála annars vegar og stefnu írlands í heimsmálum hinsvegar. Sá, sem stendur De Val- era næstur að völdum, heit- ir Sean Lemass og er fram- leiðslumálaráðherra. Lem- ass er sonur fatasala, en bróðir ráðherrans var drep- inn í skærubardaga fyrir um tuttugu árum síðan. — Hann var bvltingasinni. — Sagt er að Lemass hafi meiri áhuga á hagfræðilegum stað revndum en stjórnmálaleg- um hugsjónum Staða hans í' stjórnmálalífinu er þó sterk, og alment er álitið, að ef De Valera drægi sig í hlje, mundi Lemass verða eftirmaður hans. Eins og nú standa sakir er De Valefa allsráðandi. — Það var hann, sem tók á- kvörðun um það, hvernig hlutleysisstefnu írlands skyldi framfylgt, en meðal Irlendinga var . bæði að finna ákafa stuðningsmenn Breta og jafn heiftúðlega fylgjendur Þjóðverja. Bretar og írar eru nábúar, en þeir eru að ýmsu leyti ólíkir og mikill munur er á auðlegð landa þeirra. í ír- landi finnast engin kol. í ír- landi finst engin olía. Öll þau kol, sem þeir þarfnast til upphitunar og atvinnu- reksturs, verða þeir að flytja inn, og kolainnflutningur frá Englandi mundi verða þeim hagstæðastur. í írlandi er ekkert stál hægt að vinna og sáralítið er um málma í jörðu. Það eina, sem írland hefir mik- ið af, er ósöpin öll af góðu grasi til kvikfjárræktar. — En De Valera vill ekki fara að selja Bretum mjólkuraf- urðir. Hann vill ekki að Ir- lendingar fari að dæmi Dana og gerist útflytiendur landbúnaðaraf urða til helstu iðnaðarlanda Evrópu, — Svo forsjónin hefir lagt De Val- era erfiða þraut á herðar og lausn hennar liggur ekki í því, að halda áfram óvináttu við Breta. Óttuðust fæðuskort. STRÍÐIÐ gerði írum nauð synlegt að hefja hveitirækt, og De Valera kom þessu í framkvæmd næstum hjálp- arlaust. Hann óttaðist það, að ef írar treystu á innflutn- ing hveitis frá öðrum lönd- um, gæti svo farið, að fæðu- munurinn á De Valera og þeim síðarnefndu er sá, að vitað er, að hann er ráð- vandur í peningamálum. En hann ber jafn litla virðingu fyrir skoðunum annara og stjórnmálaleiðtogarnir fyrir 30 árum síðan. Stjórn De Valera hjelt föstum tökum á stjórnar- taumunum meðan á styrj- öldinni stóð. Ekkert var birt í blöðum landsins án sam- þykkis hans. Ritskoðunin gat stundum farið út í öfgar. Kingstown er t. d. ævagöm- ul útborg Dublin. Kings- town er enskt nafn. Svo að nú er borgin þekkt undir heitinu Dun Laoghaire. Skoríur á nýtísku þægiml- um. ÞRÁTT fyrir ýmsar tak- engmn í landinu og írar j markanir á athafnafrelsi tpku ekki þátt í styrjöldinni. • manna, gerir De Valera sjer Ástandið er meira að segja það ljóst, að stjórn hans verð þannig um þessar mundir, ur að finna einhver ráð til að Englendingar segja að þess að útvega írsku þjóð- Dublin sje eina borgin inn- _ inni þau ýmiss konar þæg De Valera skortur yrði í landinu. Svo hefði líka að öllpm Hkind- um farið. En útkuman varð sú, að matarskortur varð an 1000 mílna frá London, þar sem hægt sje að kaupa sjer góða máltíð. En í Dublin geturðu fengið nautasteik, ef þú kærir þig um það, og með morgunverðinum ágæt- is smjör. Landfræðileg lega írlands og það, hversu snautt landið er af kolum og málmum, gerir írum það nausvnlegt, að eiga efnahagslega sam- vinnu við Breta. Stjórnmál geta hjer engu breytt um. — Þetta vandamál bíður úr- lausnar stjórnarinnar. Hvert á írland að snúa sjer næst? Stjórnarvöldin líta svo á, að þeir 194.000 írskir verka- menn, sem á stríðsárunum stunduðu vinnu í Bretlandi, mun snúa aftur til heima- lands síns. Sama máli gegn- ir um þá 100.000 sjálfboða- liða, sem börðust í her Breta. Meðan á stríðinu stóð, komu laun þau, sem bæði verka- mennirnir og hermennirnir sendu heim til sín, sjer vel fyrir írsku þjóðina. Fjarvist þessara sömu verkamanna og hermanna, hafði það og í för með sjer, að auðveldara reyndist að veita þeim, sem heima sátu, atvinnu. Nú, eft ir að friður er kominn á, hafa komið í ljós erfiðleikar þeir, sem eru því samfara, að útvega öllum starfhæfum mönnum atvinnu. Töluverðar hömlur hafa verið settar á s.jálfstæðan at vinnurekstur í Irlandi. Óvin ir De Valera halda því fram að í landinu ríki fasista- stjórn. En orðið fasismi á hjer ekki við. De Valera er duglegur stjórnmálamaður, og andstæður hugmyndinni um alveldi eins flokks. •— Hann er ekki frekar fasisti en stjórnmálaleiðtogar, er tíðkuðust í borgum Banda- ríkjanna fyrir 30 árum. Mis- indi, sem þessi nýtísku ver- öld hefir haft í för með sjer. Hann veit að írland skortir margar þær nauðsynjar, er finnast meðal iðnaðar og menningarþjóða. Hann veit að sú staðreynd, að írar og Bretar eru nábúar, hlýtur að vekja þá hugmynd hjá mönnum, að þessi tvö lönfl: gætu haft með sjer sam- vilmu um verslun. Enhann veit það einnig, að óvinátta þessara tveggja þjóða hefur verið meginstoðin í stjórn- málaborg hans. De Valera hefir ekki auðn ast að koma öllum áformum sínum í framkvæmd. Hann vill gjarna að hin sex hjer- uð Norður-írlands same:in- ist írlandi. En hann getur ekki komið þessu í frarn- kvæmd, án þess að ný borg- arastyrjöld verði háð. Og ‘ hann mundi verða að sigra í þeirri styrjöld. í Ulster búa rúmlega ein miljón manna. í írlandi eru um 3.000.000. Svo kynni að fara, að írlandi tækist áð undiroka Ulster — þessi norður hluti landsins mundi ekki sameinast írlandi sjálf- viljugur — en De Valera segist ekki vilja beita va'Jdi. Ástandið, hvað írland og umheiminn snertir, er í iá- um orðum þannig: Frá stjórnmálalegu sjónar sviði er írland sjálfstætt. — Eamon De Valera heldur á stjórnartaumunum. Ulster mun ekki sjálfvilj- ugt sameinast írlandi. írland tók ekki þátt í styrjöldinni, en írar etu ekki hreyknir af því. Afkoma íra getur ekki ver ið góð. nema því aðeins áð þeir ákveði að hafa meiri efnahagslega samvinnu við aðrar þjóðir. írar geta náð hagstæðum. verslunarsamningúm við Breta. Pravda segir Churchill stofn heimsfriðnum í hættu með Sovjethatri sínu Moskva í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSNESKA blaðið Pravda birti í dag ræðu þá, sem Churc- hill hjelt í Fulton, Missouri síðastliðinn þriðjudag, og er í sama blaði löng ritstjórnargrein um ræðuna. Segir þar, að ChurcMiJ hafi nú kastað grímunni og sýnt Sovjethatur sitt, sem hann hafi alið í brjósti um þrjá áratugi. í riístjórnargreininni segir, að þegar að lokinni fyrri heims- styrjöldinni hafi Churchill bar- ist með oddi og egg fyrir fjand- samlegri íhlutunarpólitík gegn Sovjetríkjunum. Þeirri baráttu hafi hann haldið áfram, þang- að til Þjóðverjar voru farnir að þjarma á Bretum í síðari styrjöld. Þá hafi hann ekkert tækifæri látið ónotað til þess að hossa Rússum. Nú, þegar Bretland væri úr hættu, þá gæti hann á ný opnað flóðgáttir Sovjethatursins og talað digur- barklega. Úti um Sameinuðu þjóðirnar, ef — Pravda segir, að Rússar sjeu farnir að kunna grammófón- plötu Churchilis varðandi Sov- jetríkin, en þessi áróður, sem sömu leið og fyrri árásar'her- ferðir hans í Rússa garð. •— Ef uppástunga Churchills um bandalag Breta og Bandaríkja- manna komist í framkvæmd, þá sje úti um samvinnu þrí- veldanna og þá um leið dagar Sameinuðu þjóðanna taldir. innbrot í Körfugerðina í FYRRINÓTT var fraroið innbrot í körfugerðina í Bauka stræti. — Innbrotsþjófuri nn stal þar um 190 krónum í pe.n- ingum. Þjófurinn kom inn í húsið ;V þann hátt, að brjóta rúðu \ hurð á bakhlið þess, og gat síðan teygt sig í lykil er stóð hann hafi nú byrjað, muni fara að innanverðu í hurðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.