Morgunblaðið - 12.03.1946, Síða 2

Morgunblaðið - 12.03.1946, Síða 2
s MORGDNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. mars 1946 Stræti s va gnadeilan og Þjóðviljinn STRÆTISVAGNA-VERKFALLIÐ er enn óleyst. Frá því að það hófst hefir naumast liðið nokkur dagur svo, að Þjóð- viljinn hafi ekki reynt að spilla samkomulagi með rang- færslum, blekkingum og ósannindum um afstöðu bæjar- .stjórnar. Sjálfsagt gerir Þjóðviljinn einhvern skaða með þessum skrifum sínum, en þau hagga ekki því áliti borgar- anna, að bæjarstjórn hafi sýnt fylstu sanngirni í málinu Af hálfu bæjarstjórnar hafa verið boðin mörg og mismun andi boð. En strætisvagnstjór arnir hafa ekki viljað sinna neinu þeirra. Það hefir aldrei verið gert að skilyrði af hálfu bæjarstjórnar að vagnstjór- arnir yrðu fastir starfsmenn bæjarins. Væri það þó eðli- legast, að sá háttur væri hafð ur á starfi þeirra og eru bæj- arbúar því fyllilega sammála að sjálfsagt hafi verið að bjóða þeim þetta. En þrátt fyrir .það hefir bærinn aldrei gert það að skilyrði fyrir samningum og eru fullyrð- ingar Þjóðviljans, sem á slíku eru bygðar, uppspuni frá rót ura, Samningarnir hafa þess vegna ekki strandað á þessu, heldur á hinu að bæjarstjórn hefir ekki viljað hækka kaup við þessa starfsmenn langt um fram það, sem kaup hef- ir hækkað hjá öðrum starfs- greinum. Þrátt fyrir óþæg- indi þau, sem stafa af stöðv- un vagnanna, er áreiðanlegt að meginþorri bæjarbúa er á- sáttur um, að viðleitni bæjar- stjórnar til að halda samræmi í kaupgjaldi sje eðlileg og nauðsynleg vegna hagsmuna heildarinnar. Þar sem áhugi bæjarstjórn ^ arinnar beinist að því einu ^að gæta þessara hagsmuna i heildarinnar, sem þegar til |Iengdar lætur eru ekki síður , mikilsverðir fyrir vagnstjór- ana en aðra, er þess að vænta, að deilunni geti senn lokið á þann veg, að allir geti vel við unað. Hitt er víst, að hjer sem ella vinna þeir ilt verk. sem það hlutskifti hafa valið sjer að bera róg á milli. Verslunarskólinn. lá- nem- endamót skólans verður hald'- ið í Iðnó í kvöld. Mótið er fyr- ir eldri og yngri nemendur. Fram fær skotskan knattspyrnuþjálíara KNATTSPYRNUFJELAGIÐ FRAM hefir fengið skotskan- kaattspyrnuþjálfara, J. Mac Crae, og er hann nýkominn hingað til landsins. Hann mun að líkindum verða um ár hjá fjelaginu. Þetta er fyrsti erlendi þjálfarinn, sem Fram hefir haft síðan 1939, er Þjóðverjinn Lindemann þjálfaði knattspyrnumenn fjélagsins. Mac Crae er maður víðförull. Hann ljek áður með kunnum skotskum og breskum fjelögum. Mac Crae hefir lengi verið þjálfari, en áður hafði hann leikið með ýmsum kunnum knattspvrnufjelögum atvinnu- manna í Skotlandi og Eng- landi.' — I Skotlandi ljek hann þannig með Clyde og GlasgtTw Rangers, en í Englandi með Mahchester United, Bury og West* Ham. i»jálfari Egypta. Þá hefir Mac Crae verið í Egyptalandi um alllangt skeið, og þjálfaði hann landslið Egypta, bæði fyíir Olvmpíu- leiki og aðrar millilandakeppn- ir. Ennfremur kendi hann fleiri íjKÓttir í Cairo. Þá var hann urn tíma í Tyrklandi sem þjálf- ari. — Það var Mac Alpine, sem hingað kom með skotska knatt- .spyrnuliðinu árið 1921, sem út- vegaði Frám Mac Crae. Líst vel á sig. Mac Crae ræddi við blaða- ménn í gær, og ljet svo um mælt, að honum lifist vel á sig hjer, en hans mesta áhuga- niál væri að byrja að þjálfa sem fyrst. Hann sagði að mikill skaði væri fyrir knattspyrnu- íþróttina hjer, að ekki skyldi J. Mac Crae vera til grasvóllur, einkanlega vegna þess, að menn, sem leiki að staðaldri á malarvöllum, þurfi langa þjálfun á grasvelli, til þess að geta leikið með ár- angri á slíkum vettvangi. — Mac Crae ljek framvörð, með- an hann stundaði knattspyrnu. Hann iðkar einnig margar aðr- ar íþróttir, svo sem golf. tennis o. fl. Vonandi verður koma hans mikill fengur fyrir Fram og knattspyrnuna hjer yfirleitt. Skíðamótinu ireslað vegna hríðarveðurs A.ðeins keppt í bruni kvenn og í 2. flokkum karla. SKÍÐAMÓT Reykjavíkur hjelt áfram s. I. sunnudag, og þó varð að fresta miklu af því, sem fram átti að fara þann dag, vegna snjókomu. Keppni fór fram í bruni kvenna í öll- um flokkum og bruni karla í C- og D-flokkum. — Reykja- víkurmeistari í bruni kvenna varð Jónína Niljohníusardóttir, KR. Úrslit urðu þessi: Brun kvenna. A- og B-flokkur: — 1. Jón- ína Niljóhníusardóttir, KR, 1:13,0 mín., 2 Ingibjörg Árna- dóttir, Á, 1:16,0 mín. og 3. Sigrún Eyjólfsdóttir, Á, 1:26,0 mín. C-flokkur: — 1. Inga Ólafs- dóttir, ÍR, 1:21,0 mín., 2. Hrefna Guðmundsdóttir, KR, 1:23,0 mín., 3. Þórunn Theodórsdótt- ir, KR, 1:27,0 mín., 4. Inga Guð- mundsdóttir, Á, 1:31,0 mín. og 5. Sigríður Bjarnason, ÍR, 1:33,0 mín. Brun karla. C-flokkur: — 1. Valdimar Björnsson, KR, 3-07,0 mín., 2. Ásgéir Eyjólfsson, Á, 3:09,0 mín., 3. Skarphjeðinn Guðjóns- son, KR, 3:21,0 mín., 4. Guðni Sigfússon, ÍR, 3:26,0 mín., 5. Grímur Sveinsson, ÍR, 3:27,0 mín., 6. Helgi Árnason, Á, 3:28,0 mín., 7. Ólafur Jónsson, Skátafjel. Rv., 3:30,0 mín., 8. Árni Kjartanssor, Á, 3:40,0' mín., 9. Vilhjálmur Pálsson, KR, 3:40,0 mín. og 10. Svan Friðgeirsson, Val, 3:44,0 mín. — 46 luku keppninni, en þátt- takendur voru um 50. D-.flokkur: — 1. Ólafur Þor- steinsson, Á, 3:42,0 mín., 2. Zophonías Snorrason, ÍR, 4:12,0 mín., 3. Steinþór Sigurðsson, Skíðafjel. Rv., 4:38,0 mín., 4. Guðmundur Finnbogason, Á, 5:30,0 mín. og 5. Guðmundur Halldórsson, Á, 7:28,0 mín. Á meðan C-flokks keppni karla fór fram skall, á hríð, svo að fresta yarð keppni í A- og B-flokkum karla í bruni og svigkeppni í C- og D-flokkum karla. — Ætlar veðráttan ekki að gera það endasleppt við reykvíska skíðamenn. Fyrst er snjóleysið tilfinnanlegt og síð- an verður að fresta skiðamóti vegna hríðarveðurs. Báturinn frá Sólheimasandi kominn að OPNI báturinn með 8 mönn- um á frá Jökulsá á Sólheima- sandi, sem ókominn var að landi um miðnætti s. 1. laugar- dag, kom að landi í Austur- Landeyjum kl. 3 aðfaranótt sunnudags. — Ekkert hafði orðið að hjá bátshöfn. Alla aðfaranótt sunnudags og frá á sunnudagsmorgun leituðu sex vélbátar úr Vestmanna- eyjum bátsins. Sjálfstæðismenn sigruðn glæsilega á Akranesi SJÁLFSTÆÐISMENN unnu glæsilegan sigur í bæjar- stjórnarkosningunum á Akranesi s. 1. sunnudag. Þeir fengu 5 menn kjörna og þar með hreinan meirihluta í bæjarstjórn- inni. 5 nýjar bækur irá Helgafelli UPPSTIGNING dr. Sigurðar Nordal, prófessors. Leikrit Nor- dals var leikið hjer í vetur við geipilega aðsókn og fengu færri að sjá það en vildu, vegna þess að Lárus Pálsson, sem leikur aðalhlutverkið, hvarf til Nor- egs til þess að setja Gullna hliðið á svið. Nordal hefir nú gert nokkrar breytingar á leikn um og ritar hann skemtilegan eftirmála. Flestir, sem sáu leik- ritið munu hafa beðið þess með nokkurri eftirvæntingu að það kæmi út. Leikritið er mjög fal- lega útgefið eins og bækur Helgafells fyrirleitt eru. Þá hefir Helgafell sent út tvö hefti af Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar, er það 6. og 7. hefti. Eru þessi hefti mjög merkileg meðal annars fyrir það, að þar eru teiknaðir upp allir hinir merkilegu og fallegu galdrastafir, nærri hundrað að tölu. Munu nú alls vera kom- in út 8 hefti af Þjóðsögunum, eða rjettur helmingur alls þess er Sigfús safnaði. Átta heftin sem eftir eru munu eiga að koma á þessu og næsta ári. — Matthías Þórðarson fornminja- vörður annast útgáfuna, en hin gagnmerku handrit Sigfús- ar eru nú öll komin á Þjóð- minjasafnið. Fjórða bókin er Jökullinn, en það er þriðja bókin í bóka- safninu Listamannaþing, sem mun vera sjerstæðasta og merk asta safn fagurfræðilegra bók- menta, sem gefnar hafa verið út hjer. Jökullinn er í hinu mikla verki J. V. Jensen, sem hann kallar „Langleiðir“ og mun vera merkasta skáldverk, sem skrifað hefir verið á Norð- urlöndum hin síðari ár. J. V. Jensen hlaut Nobelsverðlaun í fyrra. Fimta bókin er „Sjafnarmál“. Er það mikið og merkilegt safn spakmæla flestra þýddra, sem höfð eru eftir ýmsum frægum mönnum frá fyrri öldum um konuna og ástina. Sigurður Skúlason mag hfefir þýtt bók- ina og safnað efninu og skrifar hann stuttan formála. Aðalfóndur Fjelags veggióðrara AÐALFUNDUR Fjelags vegg fóðrara í Reykjavik var haldinn s.l. fimtudag. Formaður gaf skýrslu stjórnar fyrir s.l. starfs ár. Fjehirðir las upp reikninga fjelagsins og voru þeir samþvkt ir einróma. I stjórn fjelagsins voru kosn- ir: Ólafur Guðmundsson, for- maður, Jens Vigfússon, varafor maður, Sæmundur Jónsson, rit- ari, Friðrik Sigurðsson, fjehirð- ir og Þorbergur Guðlaugsson, meðstjórnandi. t Kosningunni var ekki lok- ið fyrr en kl. 1 um nóttina. Á kjörskrá voru 1187, en 1044 greiddu atkvæði. Úrslitin urðu þessi: C-listi, Sjálfstæðismanna, hlaut 532 atkvæði og 5 menn kjörna, A-lísti, Alþýðuflokks ins, hlaut 297 atkv. og 2 menn kjörna og B-listi, Sósialista og óháðra 199 atkv. og 2 menn kjörna. Auðir seðlar voru 12 og ógildir 4. Við bæjarstjórnarkosning- arnar 27. janúar var niður- staðan þessi: Listi Sjálfstæð- ismanna 437 atkv. og 4 menn kjörna, listi Alþýðuflokks- ins 317 atkv. og 3 menn kjörna, listi sósialista og ó- háðra 183 atkv. og 1 mann kjörinn og listi Framsóknar 97 atkv. og 1 mann kjörinn. Framsókn hafði ekki lista í framboði við kosningarnar nú. Akranes hefir nú fengið starfhæfan meirihluta í bæj- arstjórn og munu allir fagna því. Akumesingutitin sem lýst var iffir kominn fram RANNSÓKN ARLÖGREIGL AN Ijet í gær lýsa eftir 17 ára gömlum pilti, Eyþóri Björns- syni að nafni, til heimilis að Hringbraut 39 á Akranesi. —• Skömmu eftir hádegi í gær, gaf hann sig fram við Rannsóknar- lögregluna. — Hafði honum láðst að láta vita af sjer hjer í bænum. Eyþór fór frá Akranesi fimtu daginn 7. mars. — Hann bjóst við að koma þangað aftur sam- dægurs, eða daginn eftir. —• En hann kom ekki. Fór þá fað- ir hans hingað til bæjarins á föstudag. — Leitaði hann hans þann dag og laugardag, en ár- angurslaust. — Leitaði hann því aðstoðar rannsóknarlög- reglunnar, er lýsti eftir honum í útvarp um hádegi í gær. Strax eftir hádegi fór rann- sóknarlögreglunni að berast upplýsingar um Eyþór og skömmu síðar kom hann sjálf- ur. MINDSZINTY ERKIBISKUP NÝLEGA var skýrt frá því í frjettum, að Mindszinty erki- biskup af Eszterdom í Ungverja landi, hefði verið ákærður fyr- ir landráð og að sennilega yrði hann dæmdur til dauða. -— í þessa frjett mun hafa slæðst einhver misskilningur, því nú herma fregnir, að Mindszinty sje staddur í Róm og hafi páfi útnefnt hann til kardínála. Má ^plja fráleitt, að biskupinn hefði fengið að fara úr landi, ef jafn alvarleg ákæra hefði verið borin á hann og fyrrj fregn hermdi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.