Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók 33. árgangur. 63. tbl. — Sunnudagur 17. mars 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. RÚSSAR HALDA ÁFRAIVI AÐ ÁSAKA PERSA ískyggilegf ástand í Manchuriu London í gærkvöldi. MARSHALL hershöfðingi, sendiherra Bandaríkjamanna í Kína, er kominn heim til Was- hington. Hann hefir látið svo um mælt, að ástandið í Man- churiy sje hið ískyggilegasta. Segir hann að tvær þriggja manna nefndir sjeu nú að réyna að koma þar friði á. Eiga Bandaríkjamenn fulltrúa í báðum nefndunum, ásamt með Chungkingstjórninni og kommúnistum. Marshall telur það verst við ástandið, að enn viti ekki fjölmargir herflokk- ar kommúnista um að vopna- hlje sje komið á og geri því endurteknar árásir á stjórnar- herina. — Marshall hjelt því fram, að ástandið væri hættu- legt fyrir friðinn í heiminum. Hann sagði, að Chungking- stjórnin væri nú að senda heri, sem þjálfaðir hafa verið af Bandaríkjamönnum, til Man- churiu. Hershöfðinginn kvaðst vita með vissu, að barist hefði verið nærri Mukden undan- farna daga — Reuter. Hesi áhersía á herbúnaðiEin London í gærkvöldi. RÚSSAR hafa nú gert grein fyrir hinni nýju fimm ára á- ætlun sinni, og kemur fram af greinargerð þessari, að þeir ætla að leggja mesta áherslu á að efla herinn. Er tilkynnt, að hann verði búinn öllum ný- tísku vopnum og efldur mjög, þar sem „auðvaldsríki hafa á- gengni í huga gegn Sovjetríkj- unum,“ eins og það er orðað. Þá er tilkynnt, að markmiðið sje, að hægt verði að hætta matarskömtun í landinu í árs- lok 1947, og ennfremur, að ýtr- asta áhersla verði lögð á atóm- rannsóknir. — Reuter. Rússar segjasl fara frá Borgundarhóhni London í gærkvöldi. YFIRFORINGI rússneska liðsins á Borgundarhólmi hefir tilkynnt, að brottflutningur hers hans frá eynni muni hefj- ast næstu daga. Ennfremur til- kynnti hershöfðinginn, að brctt flutningi herliðsins eigi að verða lokið snemma í apríl- mánuði. — Heyrst hefir, að Danir muni sendi lið til eyjar- innar, þegar er Rússar sjeu farnir á brott. — Reuter. Hertoginn af Hamil- ton heimsótti Reykjavík í gær Persar ætla að skjóta máli sínu til samein- uðu þjóðanna London í gærkvöldi. Einkaskeytl til Mbl. frá Reuter. RÚSSNESKA stjórnarblaðið Izvestia birti aðra grein sína um Persíumálin í dag, og er þar verið að bera á Persa, að þeir hafi svikið loforð um ívilnanir, sem þeir hafi gefið Rússum fyrir löngu síðan. Svo er sem Rússar hafi síðar viljað fá olíurjettindi í Persíu, hafi þeirri beiðni. sem blaðinu virðist sanngjörn, verið neitað. Segir blaðið, að Persar sjeu með þessu að verja hagsmuni breskra olíufjelaga. — Sendi- íulltrúi Persa í Washington hefir tilkynnt, að sendiherra Persa muni leggja umkvartanir sínar vegna framferðis Rússa í landinu, fyrir hinar sameinuðu þjóðir. innan sólar- HERTOGINN af Hamilton, sem Rudolf Hess ætlaði að hitta, er hann flaug til okotlands í maí 1941, var staddur hjer í bænum í gærdag. Hann var á leið til Ameríku, ásamt Mr. Walter Elliot, fyrrverandi ráðherra í ráðuneyti Curc hills og Mr. Mclntyre, for stjóra skoska flugfjelags- ins Scottish Airlines, (sem er um það bil að hefja fast ar flugferðir til íslands, eins og getið er á öðrum stað hjer í blaðinu). Group-Captain Edwards, yfirm. breska flughersins á íslandi og frú hans, höfðu boð inni í tilefni af komu her togans og fylgdarliðs hans í Winston Hotel á Reykjavík- urflugvellinum. Var þar all- margt manna samankomið, þar á meðal fulltrúar erlendra ríkja og nokkrir embættis- menn og konur þeirra. Hertoginn og fjelagar hans ætluðu að fljúga hjeðan í nótt áleiðis til Ameríku. Hertoginn af Hamilton var flugforingi í breska flughern um styrjaldarárin. Eins og kunnugt er, hafði hann ekki hugmvnd um ferðalag Hess, nje heldur hitti Hess hann, þó að hann hefði lent nálæt ættaróðali hans í Skotlandi Hertoginn ljet í ljós ánægju sína við blaðamann frá Morg unblaðinu, yfir að hafa feng- Norrænl bókavarða- mól í sumar NORRÆNT BÓKAVARÐA- MÓT verður í Bohusgárden, félagsheimili Norræna fjelags- ins, dagana 19.—30. maí. Haldnir verða fyrirlestrar um norrænar bókmenntir og rædd ýms málefni er varða bókasöfn og fyrirkomulag þeirra. Bóka- vörðum frá öllum Norðurlönd- unum er boðin þátttaka í móti þessu og er gjaldið fyrir uppi- haldið 100 krónur sv. yfir all- an tímann. Umsókn um þátt- töku þarf að vera ltomin til Norræna fjelagsins fyrir 1. apríl. Yms . fleiri mót munu verða á vegum Norrænu fje- laganna víðsvegar á Norður- löndum í sumar þó tilkynning- ar um þau sjeu ekki komnar Hertoginn af Hamilton. ið -tækifæri til að koma til ís- lands. Hann fór í bifreið hjer nm nágrennið og skoðaði sig um. Hvað hann það lengi hafa verið ósk sína að fá tæki færi til að koma til íslands, sem hann þekti að nokkru gegnum lestur fornrita ís- lendinga og hlutverk það, sem ísland hefði haft í styrj- öldinni. Mr. Walter Elliot, sem nokkrum sinnum hefir verið ráðherra í breskum ráðuneyt nm, þar á meðal útvegsmála- ráðherra, kvaðst kannast ve, við ísland og íslendinga frá því að hann var útvegsmála- ráðherra. Hann hefir verið rektor við Háskólann í Aber- cieen og er kunnur breskur stjórnmálamaður. Bresku konungs- hjónin til Suður- Afríku London í gærkvöldi. BRESKU konungshjónin hafa samþykt uppástungu forsætis- ráðherra Sdður-Afríku um það, að fara til Suður - Afríku snemma á næsta ári. Þetta hef- ir verið tilkynnt opinberlega. Tekið er fram, að dætur þeirra, Elísabet og Margaret verði með þeim, og er búist við að þau komi til Höfðaborgar einhvern- tíma í febrúarmánuði næst- komandi. Þetta er í fyrsta skipti, sem ríkjandi þjóðhöfð- ingi ásamt drottningu sinni heimsækir Suður-Afríku, síð- an Suður-Afríkusambandið var stofnað árið 1909. — Reuter. lirings. Norskir ráðherrar í skíðskeppni MEÐLIMIR norsku ríkis- stjórnarinnar hafa háð skíða- kepni. Lange, utanríkisráð- herra vann, en svo er sagt, að keppinautar hans vilji láta Ör- yggisráðið athuga, hvernig kepnin fór fram. Ráðherrar, embættismenn og starfsmenn við stjórnar- ráðið norska hjeldu í gær skíða mót í Osló. Þátttakendur voru um 700, þar aú300 konur. Karl- ar kepptu í 10 km. göngu, en konur í 5 km. göngu. I ráðherraflokkinum urðu úrslit þau, að fyrstur varð Lange, utanríkisráðherra, ann- ar Hauge ráðherra, þriðji Ger- hardtsen forsætisráðh., fjórði Evensen ráðherra, 5. Ofterdahl ráðherra. Torp ráðherra varð áttundi, en alls kepptu 9 ráð- herrar. Sendiherrar og sendifulltrú- ar hinn ýmsu ríkja hafa þegar tilkynnt stjórnum sínum við- burð þenna. — G.A. Kongressmenn ræða mótlökur London í gærkveldi: LEIÐTOGAR Kongressflokks ins indverska hjeldu fund með sjer í dag, og var Gandhi á fundinum. Var þar rætt um það, hvort flokkurinn skyldi kjósa menn til viðræðna við hina þrjá ensku ráðherra, sem væntanlegir eru bráðlega. — Mun niðurstaðan hafa orðið sú, að nefnd skal kosin að ræða við Bretana, og mun formaður flokksins verða fyrir henni. ■—Reuter. Öfundast yfir olíunni. Stjórnmálafrjettaritari vor, segir það álit manna yfirleitt í London, að reiði Rússa yfir því, að hafa ekki fengið olíu- rjettindi í Persíu, sje að baki þeirrar árásargreinar, sem nú birtist í Izvestia, og gremja yfir hinu, að geta ekki heldur fengið þær með þeim kjör- um, sem Rússar sjálfir vildu fá. Ennfremur er á það bent í London, að árásirnar á Persa breyti engu um það, að Molotov og Vichinsky hafi ckki staðið við þau loforð, sem þeir gáfu um það, að Rússar færu með her sinn úr Persíu. Sendiherrann mótmælir. Það verður persneski sendi herrann í Washington, Huss- ein Ala, sem bera mun fram mótmæli og kvartanir Persa vegna framferðis Rússa. við skrifstofu hinna sameinuðu þjóða. Bent er á það. að það sje fullkomlega eðlilegt fyrir sjerhvern meðlim hinna sam einuðu þjóða. að leggja klögu mál sín fyrir bandalagið, og mun málið verða tekið fyrir af Öryggisráðinu. Munu Persar ákæra Rússa fyrir að blanda sjer í innanríkismál þeirra, og bregðast þeim samningum, sem þeir hafa gert við Persa. — Lí^legt er að Trygve Lie athugi mót- mælin, er hann kemur vest- ur. „DroHningin" fór frá Höfn í gær MS. DRONNING ALEX- ANDRINE fór frá Kaupmanna- höfn í gærmorgun. áleiðis til Reykjavíkur, með viðkomu í Færeyjum. Með skipinu verða 80 farþegar til Færeyja og aðr- ir 80 hingað til Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.