Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 12
VEÐURUTUTIP. Faxaflói:
Allhvass austan. Víðast úr-
komuIausL
RÆÐA CHURCHILLS birt-
ist í heild á bls. 7.
Sunnudagur 17. mars 1946
Handknattleiksmótið:
ðvaða íjelög keppa
um meistara-
Handknattleiksmótið held-
ur áfram í íþróttahúsi ÍBR
við Hálogaland annað kvöld.
kl. 8 e. h. Þá keppa FH og KR
í meistaraflokki kvenna,
Fram og Haukar og Valur og
FH í meistaraflokki karla og
FH og Ármann og KR og ÍR
í II. flokki karla.
I meistaraflokki karla er
leikurinn á morgun á milli
Fram og Hauka. úrslitaleik-
ferinn í A-riðli. Haukum næg
fr-jafntefli til þess að vinna
riðilinn, en Fram verður að
vinna Hauka til þess að vinna
hann. Úrslitaleikurinn í B
riðli verður aftur á móti á
milli ÍR og Ármanns á þriðju
dagskvöldið. Þau fjelög sem
vinna keppa svo síðar um
meistar atit ilinn.
í II. flokki karla hefir Vík-
ingur þegar unnið A-riðilinn
og ef Ármann vinnur FH
annað kvöld. þá vinnur það
fjelag B-riðilinn og keppir til
úrslita við Víking. Vinni FH
aftur á móti getur svo farið
að þrjú fjelög verði jöfn í
þeim riðli.
Ferðir inn að Hálogalandi
verða frá BSÍ, frá ki. 7 annað
kvöld.
K: gnús V. Magnús-
son fulilrúi íslands
á þingi UNRRá
FJÓRÐI RÁÐSFUNDUR
Hjálpar- og endurreisnarstofn-
unar hinna sameinuðu þjóða
— UNRRA — hófst 15. þ. m. í
Atlantic City í Bandaríkjunum.
I kjörbrjefanefnd hefir verið
kosinn fulltrúi íslands, Magnús
V. Magnússon, sendiráðsritari
. í Washington. (Frá utanríkis-
ráðuneytinu).
Æíla ekki að slíía
stjérnmála-
London í gærkvöldi.
FRÁ KANADA berast þær
fregnir, að Kanadastjórn muni
ekki ætla að slíta stjórnmála-
sambandi-við Sovjetríkin, þrátt
fyrir það þótt upp hafi komist
um það, að njósnaflokur, sem
stjórnað var frá Sovjetríkjun-
um, hafi starfað í Kanada. Nú
hefir eini þingmaðurinn, sem
kommúnistar eiga á þingi í
Kanada, verið tekinn fastur og
hefir játað á sig að-hafa tekið
þátt í njósnum fyrir Rússa. —
Ennfremur hefir prófessor
einn, sem vann að rannsókn á
sprengiefnum fyrir Kanada-
stjórn á styðsárunum, og er
kommúnisti, játað að hafa lát-
ið Rússa vita um árangur rann-
sókna sinna jafnóðum.
. — Reuter.
Mikill oíli og góðar gæítir
í flestum verstöðvum
Söltun fiskjar víða hafin
Keflavík.
HÆSTI bátur í Keflavík, er
með nærri 800 skippund, það
sem af er vertíðar. Fyrri vik-
una fór nær allur fiskur í frysti
hús, en vegna skorts á fisk-
kaupaskipum, varð að salta
nokkuð. Hina síðari viku hefir
ekki þurft að salta neitt, aflinn
hefir allur farið í skip eða frysti
hús. Norskt skip lá þar í gær og
var að lesta ísvarinn fisk, um
450 smál. mun það taka.
Daglega hefir gefið á sjó og
afli verið sæmilegur, en þó
nokkuð misjafn, frá 10 til 30
skippund í róðri. Að meðaltali
frá 15 til 20 skippund.
Vestmannaeyjar.
Afli Vestmannaeyja-báta var
sæmilegur fyrri viku s. 1. hálf-
an mánuð. — Var afli þeirra
þá þetta frá 6 til 7 smáJestir á
bát í róðri. — Hina síðari viku
hafa bátar ekki róið nema s. 1.
mánudag og laugardag. Afli
bátanna var 3 til 4 smál. Þegar
þetta er ritað voru 3 skip að
taka þar fisk til útflutnings. —
Ekki var meiri fiskur en það,
að nægilegt var í tvö þeirra, en
aðeins slatti í hið þriðja. Ekkert
hefir verið saltað í Vestmanna-
eyjum. Allur íiskur hefir farið
í fiskkaupaskip eða frvstihús.
15 bátar stunda togveiðar. —
Afli þeirra hefir yfirleitt verið
ljelegur, en s. 1. sunnudag fjekk
„Vonin“ mikinn afla. — Um
4500 lítra lifur, eða um 50 smál.
fiskjar.
Hornafjörður.
Ekki hefir í manna minnum
á Hornafirði verið annað eins
tíðarfar þar um slóðir. — Og
aldrei hefir vertíðin gengið eins
vel. — Bátar hafa fengið þetta
15 til 18 skippund í róðri, en
hæsti báturinn, Mars, frá Norð-
firði, losaði s. 1. föstudag 500.
SÍÐASTLIÐINN hálfan mánuð hefir afli báta úr öll-
um helstu verstöðvum verið mjög góður. Yfirleitt milli
10 og 20 skippund í róðri og nokkrir bátar hafa komist
allt upp í 30 til 40 skippund. — í Vestmannaeyjum
hefir þó veður hamlað róðrum.
Eftir því sem blaðið hefir fregnað mun hæsti bátur
á vertíð vera búinn að afla um 925 skippund, það er
Egill Skallagrímsson, Akranesi, eign Haraldar
Böðvarssonar & Co.
skippund sitt. Allur afli bát-
anna hefir farið í fiskkaupa-
skip, sem jafnan hafa vérið
þar. — Haldist veður óbreytt
þessa viku, telja Hornfirðingar
að róðrar kunni að stöðvast,
vegna fiskkaupaskipa skorts.
Ekki hefir Loðnu orðið vart
á bátum frá Hornafirði. — Það
er mjög óvenjulegt um þetta
leyti árs.
Akranes.
Frá því að vertíð hófst hafa
Akranes-bátar farið alls 25
róðra í röð. — Og hafa aldréi
verið farnir jafn margir róðrar
í röð þaðan. — Mest var áður
23 róðrar. Afli bátanna hefir
verið 7 til 16 smál. miöað við
hausaðan og slægðan fisk. Afla-
hæsti bátur á Akranesi er Egill
Skallagrímsson, með 925 skip-
pund. — Hanr: mun vera afla-
hæsti bátur á þessari vertíð, eft-
ir því sem blaðið hefir frjett.
Fiskurinn er allur látinn í
hraðfrystihús eða selur í fisk-
kaupaskip. — Ekkert hefir enn
verið saltað á Akranesi.
Vestfirðir.
Afli báta úr verstöðvum á
Vestfjörðum hefir verið sæmi-
lega góður og gæftir ágætar,
þetta frá 8 til 12 skippund í
róðri. Þar vestra hefir nær all-
Fastar flugferðir milli
íslands og Skotlands
SKOSKA FLUGFJELAGIÐ „Scottish Airlines" hefir
ákveðið að hefja fastar flugferðir milli Reykjavíkur og
Prestwick í Skotlandi eftir 3 vikur, eða svo. Fargjöld verða
mjög sanngjrn og verða fyrst um sinn að minstá kosti tvær
ílugferðir í viku hverri. Umboðsmenn skoska flugfjelagsins
á íslandi er Flugfjelag íslands.
Forstjóri Scottish Airlines,
Mr. Mclntyre, skýrði Morg-
unblaðinu frá þessu í gær, en
hann var hjer staddur ásamt
hertoganum af Hamilton og
Mr. Walter Eiliot, eins og
getið er um á öðrum stað hjer
í blaðinu.
ísland Skotland 3Vtl klst.,
Flugfjelagið mun fyrst um
sinn notaj Liberator flugvjel-
ar til. farþegaflugs milli fs.
lands og Skotlands og taka
flugvjelarnar 22 farþega í
einu. Frá Prestwick eru greið
ar flugsamgöngur innanlands
á Bretlandseyjum og til
flestra Evrópulanda.
Reynsluflug til Ameríku.
Þeir fjelagar, Hertoginn af
Hamilton, Walter Elliot og
Mclntyre eru stjórnarmeð-
limir í stjórn Scottish Airlin-
es og eru þeir á leið til Amer
iku í reynsluflugi og komu
hjer við í gærdag. Flugfjelag
þeirra er með traustustu
fiugfjelögum í Bretlandi.
Nýtf hraðfrystihús
í
ur fiskur farið í íshús eða verið
saltaður. — Á þessum stöðum
hefir fiskurinn verið frystur:
Önundarfirði, Dýrafirði, Pat-
reksfirði og B.'ldudal. — Lítils-
háttar hefir verið saltað í Súg-
andafirði. Aftur á móti mikið
saltað í Bolungavík og á ísa-
firði.
Grindavík.
S. 1. hálfan mánuð, voru
slæmar gæftir og lítill afli. —
Og það í síðustu viku, hefir að-
eins verið * róið mánudag og
fimmtudag. Þá urðu sjómenn
varir við Loðnu Lögðu þá
nokkrir bátar þo'rskanet. Afli
þeirra var sæmilegur, en einn
bátanna fjekk mjög góðann
afla, um 40 skippund úr þrem
netatrossum. — I gær var al-
mennt róið úr Grindavík, en
afli bátanna nokkuð misjafn..
Það litla sem borist hefir á
land af fiski á þessu tímabili,
hefir nær allt verið sett í
frystihús og selt í fiskkaupa-
skip. Mjög lítið hefir verið salt-
að í Grindavík til þessa.
Sandgerði.
Róið hefir verið alla daga s.
1. hálfan mánuð. — Afii bát-
anna verið þetta frá 6 til 17
skippund í róðri. Aflahæstu
bátar þar eru Muninn, Sand-
gerði, með milli 600 og 700
skippund og Freyja úr Garði,
sem mun vera eitthvað hærri.
Afli bátanna hefir mest allur
verið seldur í fiskkaupaskip
eða settur í hraðfrystihús. —
Lítilsháttar hefir verið saltað.
S. 1. hálfan mánuð mun hafa
verið saltað )>ar um 100 skip-
pund. Alls mun vera búið að
salta um 600 skippund í Sand-
gerði. S. 1. laugardag var nokk-
uð af fiski flutt til Keflavíkur
í fiskkaupaskip sem þar var að
lesta. Þá mun einnig nokkuð af
fiski hafa verið sett í frystihús
og einhver smáslatti saltaður.
Hafnarfjörður.
Afli bátanna hefir verið á-
gætur og róið hefir verið alla
daga s. 1. hálfan mánuð. Afli
hefir verið frá 12 til 30 skip-
pund í róðri, og verið mjög
jafn allán tímann. Megnið af
fiskinum hefh' farið í frysti-
hús þar á staðnum eða í
Reykjavík. Sá fiskur, sem
frystihúsin geta ekki tekið á
móti, hefir verið saltaður og.
mun nú vera búið að salta um
200 smál. Lítið sem ekkert hef-
Keflavík, laugardag.
Frá frjettaritara vorum.
í DAG tók til starfa nýtt
hraðfrystihús í Keflavík. Heiti
þess er Sameignarfjela(gið
Frosti, og eigendur Albert
Bjarnason og Sigurbjörn Eyj -
ólfsson, útgerðarmenn.
Bygging hússins var hafin
30. júlí s. 1. Um múrverk sá
Ingvi Loftsson, en um trje-«
smíði annaðist Þorsteinn Árna-
son & Co. Raflögn annaðist
Júlíus Steingrímsson og er
þetta fyrsta rafdrifna frysti-
húsið á Suðumesjum.
Frystivjelar eru sænskar, en
vjelsmiðjan Hjeðinn sá um
niðursetningu þeirra. Nýja
Blikksmiðjan í Reykjavík sá
um frystitæki.
Húsið er 16x30 metrar að
stærð og gotur rúmað 400
smálestir af flökum. Dagsaf-
köst eru 12—15 smálestir af
flökum.
Vatn til hússins er fengið úr
borholu, sem Rafmagnseftirlit
ríkisins ljet gera og flytur hún
yfir 40 smálestir vatns á
klukkustund.
Gert er ráo fyrir síðar að
setja flutningabönd og öðrum
útbúnaði komið fyrir í húsinu,
þár sem ekki vannst tími til
þess nú, vegna þess^hve að-
kallandi var að hagnýta afl-
ann. — Um 30 manns starfa
við frystihúsið og er það á all-
an hátt mjög fullkomið.
ÆskulýðsguSs-
þjónusla
I DAG, sunnudaginn 17.
mars, fer fram æskulýðsguðs-
þjónusta í Dómkirkjunni kl. 2
e. h. á vegum Kristilegs fjelags
ungra manna Fríkirkjusafnað-
arins, Pilta og Stúlkna fjelags
Dómkirkjunnar, og Kristilegs
ungmennafjelags ' Hallgrims-
sóknar.
Sr. Friðrik Hallgrímsson
fyrv. dómprófastúr flytur prje-
dikun.
Altarisþjónustu annast þeir
sr. Árni Sigurðsson, sr. Jakob
Jónsson og sr. Jón Auðuns.
Er þess vænst að meðlimir
fjelaganna og annað ungt fólk
komi til guðsþjónustunnar.
FrysSur fiskur iil
Frakklands
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti-
húsanna hefir samið um sölu á
fimm þúsund smálestum af
hraðfrystum fiski til Frakk-
lands. •—• Endanleg staðfesíing
á samningi þessum barst Sölu-
miðstöðinni í gærmorgun.
Söluverð er 11 pence f. o. b.
hvert enskt pund. Um það bil
1000 smálestir munu fara rneð
leiguskipi Éimskipafjelagsins
Lech, sem er hjer nú. Skipið
verður hlaðið á Vestfjörðum,
en að því búnu fer skipið til
Frakklands, með stuttri við-
ir verið selt í fiskkaupaskip.dvöl hjer í Reykjavík.