Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. mars 1946 &£) a a b ó h Vfiklar sprengingar í rússneskri lögreglustöð í Beríin London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TVÆR miklar sprengingar urðu í dag í rússneskri lögreglu- stöð í miðhluta Berlínar, og fórust tveir menn en mjög margir meiddust. í lögreglustöð þessarri er rússnesk leynilögregla og þýsk útrásarlögregla, en í henni eru eintómir kommúnistar. Rússar hafa slegið hring um svæðið, sem næst er byggingunni. Þingeyskir bændur vilja nýjan fjárstofn. ÍFjárskipti eina vörnin : gegn mæöiveikinni. 1 ÞRIÐJUDAGINN 12. mahs k 1. var haldinn á Akureyri þameiginlegur fundur fulltrúa úr öllum hreppum í Suður- ^ingeyjarsýslu vestan Skjálf- andafljóts og beim hluta Eyja- fjarðarsýslu, sem liggur austan sauðfjárvarnargirðingar þar. Á íundinum var lagt fram frum- ivarp til samþyktar fyrir fjár- tskifti, þegar á næsta hausti á jsvæðinu milli Skjálfandafljóts þg varnargirðínganna í Eyja- jfirði. Frumvarpið var samþykt jmeð samhljóða atkvæðum fund ármanna og vísað heim í hrepp- ana þar sem fjáreigendur greiða atkvæði um frumvarp- ið. Fer sú atkvæðagreiðsla fram um næstu mánaðamót. Mæðiveiki sú, er gengið hef- ir í Þingeyjarsýslu, hefir leikið hændur þar grátt. Á síðasta hausti höfðu bændur þar aust- an Skjálfandafljóts lokið við að reka þennan mikla vágest af höndum sjer með algerum fjárskiftum. — Nú hefir veikin aftur á móti komið fram í öll- ym sveitum Þingeyjarsýslu vestan Skjálfandafljóts og um allstórt svæði í Eyjafjarðar- sýslu. Sú reynsla, sem fengin er austan Skjálfandafljóts gefur engar vonir um að plágu þess- ari Ijetti og ekki eru heldur fundin nein læknislyf, sem hægt er að bvggja á. Bændur vestan fljótsins höfðu því um 2 kosti að velja. Annar var að hefjast handa um útrýmingu pestarinnar með fjárskiptum. Hinn að horfa upp á fjárstofn sinn hrynja níður og búskap- inn rekirn sem vonlaust fyrir- tæki. Tóku þeir fyrri kostinn. Framkvæmdaráð fjárskipta- svæðisins hefir sent Alþingi á- skorun um að veita riflegan styrk íil þessara fjárskipta. ýlgáfa á verkum Guðmundar Friðjónsionar Óskað eftir sendibrjefum að láni. FRÁ Þóroddi Guðmunds- syni frá Sandi hefir blaðið fengið eftirfarandi tilmæli til birtingar: „Með því að ákveðin hefir verið útgáfa á heildarverkum Guðmundar Friðjónssonar skálds og að sýnishorn af brjef- um hatjs verði tekin með í pessari útgáfu. vil jeg mælast til þess, að þeir, sem kynnu að eiga í fórum sínum eitthvað af brjefum skáldsins, góðfús- lega láni mjer þau, með prent- un fyrir augum. Þeir, sem vilja verða við þeim tiimælum, geri svo vel að senda mjer undir- rituðum brjefin til atbugunar vlð fyrstu hentugleika. Sje þess óskað, verður brjefunum að sjálfsögðu skilað aftur að lokinni notkun. Reykjanesi við ísafjarðafdjúp jan 1946 Þóroddur Guðmundsson.“ 76. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 6,15. Síðdegisflæði kl. 18,18. Ljósatími ökutækja frá kl. 19,50 til kl. 7,25. Helgidagslæknir er Ólafur Helgason, Garðastræti 33, sími 2128. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast Hreyf- ill, sími 1633. □ Edda 59463197 þriðja 2. I.O.O.F. 3 = 1273188 = 8y2 I. Hjónaefni. Nýlega hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Samúelsdóttir, Hring braut 201, og Lárus Th. Hall- dórsson, starfsmaður hjá Lands símanum, til heimilis í Garða- stræti 19. Héraðslæknirinn í Reykjavík hefir verið veikur undanfarið, en býst við að geta tekið til starfa aftur næstu viku. Skipafrjettir. Brúarfoss fór frá Reykjavík 13/3 til New York. Fjallfoss er í Reykjavík. Lagarfoss er í Borgarnesi. Sel- foss er í Leith lestar í Hull í byrjun apríl. Reykjafoss kom til Leith 12/3, er að lesta" Buntline Hitch er í New York (kom 4/3). Acron Knot hleður í Halifax síðast í mars. Salmon Knot hleður í New York í byrj- un apríl. Sinnet hleður í New York um miðjan mars. Empire Gallop fór frá New York 6/3 til Reykjavíkur með viðkomu í St. Johns. Anne fór frá Kaup- mannahöfn í gær til Gauta- borgar. Lech er í Reykjavík (kom 9/3). Lublin hleður í Leith um miðjan apríl. Maunita er í förum frá Menstad í Nor- egi með tilbúinn áburð til Reykjavíkur. Sollund byrjaði að lesta tilbúinn áburð á Men- stad í Noregi í gær. Hagstofa Islands hefir gefið út nákvæma skýrslu um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar, er fram fór hér á landi árið 1944 um sambandsslit við Dani og stofnun lýðveldis á Islandi. Fundur verður í Kvenna- deild Slysavarnafjelagsins á mánudagskvöld í Tjarnarcafé. Séra Jakob Jónsson talar, nokkrar ungar stúlkur syngja og að lokum verður stiginn dans. Ársskemmtun Nemendasam- bands Kvennaskólansú Reykja vík verður haldin í kvöld kl. 9 í Tjarnarcafé. Tímarit Verkfræðingafjelags íslands, 4. héfti, 30. árg., hefir borist blaðinu. Efni er sem hér segir: Um Skeiðfossvirkjunina, eftir Jakob Guðjohnsen, raf- magnsverkfræðing, Enn um snjóát, eftir dr. Ólaf Daníels- son, Mæling á vatnsrennsli við Gvendarbrunna, éftir Steinþór Sigurðsson og Jón E. Vestdal og ýmsar athuganir og frjettir. Iðnneminn, 2. tbl. 13. árg. hefir borist blaðinu. Efni er m. a.: Með hameiginlegu átaki, eftir Ó. Hg., Ferð til Svíþjóðiar með m.s. Esju, eftir Kolbein K. G. Jónsson, Dagskólakenslan gefst vel, Iðnnemafjelögin og Iðnnemasamband Islands eftir Jón Friðrik, Nýjungar í’tækni og nýtt frumvarp til laga um iðnfræðslu. ÚTVARP í DAG: 8.30—8.45 Morgunútvarp. 10.30 Útvarpsþáttur (Helgi Hjörvar). 11.00 Morguntónleikar (plöt- ur): „Óður jarðar“ eftir Mahler. 12.15— 13.15 Hádegisútvarp. 13.15 Hannesar Árnasonar fyr- irlestrar dr. Matthíasar Jón- assonar um uppeldisstarf foreldra, VII.: Æskan og trú- arbrögðin. 14.00 Messa í Hallgrímssókn (sjera Sigurjón Árnason). 15.15— 16.30 Miðdegistónleikar 18.30 Barnatími (Pjetur Pjet- ursson o. fl.) 19.25 Danssýningarlög eftir Off enbach (plötur). 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó (Þórarinn Guðmunds- son og Fritz Weisshappel): Vorsónatan eftir Beethoven. 20.35 Erindi: Minningar frá Kínasljettum. — Síðara er- indi (Ól. Ólafsson kristni- boði). 21.00 Einsöngur (ungfrú Elsa Sigfúss). , 21.20 Upplestur. 21.40 Tónleikar: Endurtekin lög. ÚTVARP Á MORGUN: 8.30— 8.45 Morgunútvarp. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi Búnaðarfjelags ís- lands: (Bjarni Ásgeirsson, Steingrímur Steinþórsson, Unnsteinn Ólafsson). 15.30— 16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenskukensla, 2. fl. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Alfræðistefnan (Þórhallur Þorgilsson mag.). 20.55 Ljett lög (plötur). 21.00 Um daginn og veginn (Vilhjálmur S. Vilhjálms- son). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir Árna Thorsteinsson. — Einsöngur (Haraldur Kristjánsson). a) Fjallið eina (Kaldalóns). b) Bikarinn (Markús Kristjánsson.). c) Tonarne (Sjöberg). e) Trees (Oscar Rasbach). f) London-derry Air (írskt þjóðlag). 21.50 Tónleikar: Danssýningar lög eftir Gertry (plötur). 22.00 Frjettir. Ljett lög (plötur). Fyrsta aftakan í heila öld London í gærkvöldi. í DAG var tekinn af lífi í Hollandi, maður nokkur hol- lenskur að nafni Max Block- zeil, sem talaði í útvárp fyrir Þjóðverja, meðan á hernáminu stóð. Var hann skotinn í dögun, eftir að Vilhjálmína drotning hafði neitað að náða hann. Þetta er fyrsti dauðadómurinn, sem Hollendingar hafa kveðið upp í tæpa öld. — Reuter. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Sprengingarnar munu hafa orðið með stuttu millibili. Við þær fórust 2 lögregluþjónar þýskir, en fimmtíu lögreglur þjónar munu hafa særst, ásamt mörgum óbreyttum borgurum. — Ráku í burt blaðamenn. Eftir að Rússar slógu hring um svæðið, sem byggingin stendur á, vildu þeir ekki hleypa blaðamönnum Breta inn á svæðið, nema þeir fengju leyfi hjá yfirherstjórn Rússa í borginni. Þegar blaðamennirn- ir reyndu það. var þeim neit- að um leyfið. Rússar sögðu. fyrst að spreng ingarnar hefðu orsakast af handsprengjum, en síðar sögð- ust þeir ekkert vita um orsak- ir til þeirra. Frystivjelar Fyrsta flokks Atlas- frystivjelar, með miklu af kælirörum, hraðfrystikeri, Elwemótor til reksturs vjelanna ódýr, til sölu. Frystitækjun um og mótorvjelinni fylgir alt smátt og stórt og þarf ekkert að kaupa til þeirra aukreitis, þar sem allar vjelar eru nú í rekstri. Verðið aðeins 35 þúsund krónur. cu ar ^Jda íídáróóon * f m Y eitingastaður % i V & Veitingastaður til sölu á góðum stað. Skipti á góðri 'ij bifreið getur einnig komið til greina. Upplýsingar $ í síma 1452 í dag, kl. 1—3 og 5—7 eftir hádegi. X •;( •!• « < > Trjemerkispjöld nýkomin. ddcfffert-Jdriótjánóóon Js? Cdo., L.f. •> I : ■• .•. ... s Góð svefnlierbergishúsgögn til sölu. Upplýsingar í síma 2770 frá kl. 1—2. •> * I f 9 t ^5M»lM**4***«*****‘»**4**»**»***H«***********»**»M»* c-x-x-x-x-x-x**x**Xh:-:-:-:”X-> Rana- slípivjel l-X-XK-«-X-X-X*X^X-X-X-:-X-^X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.