Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBkABlo Sunnudagur 17. mars 1946 ÁST í MEINUM éJj'tlr JJaytor Cta Idujett Lóa langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 5. æfi, geti alltaf sagt satt? Og þar að auki, bætti hún við og fór að brosa, skal jeg segja ykkur að í belgísku Kongó- löndunum, er ekki til einn einasti maður, sem segir sann- leikann. Þar ljúga allir allan daginn. Byrja klukkan sjö á morgnana og halda áfram til sólarlags. Og ef það kæmi fyrir, að jeg skyldi einhvern tíma fara að skrökva, þá verðið þið að afsaka það við mig og minnast þess, að jeg hefi verið helst til lengi í belgísku Kongó. Við getum sjálf- sagt verið vinir fyrir því, eða hvað segið þið? — Jú, jú, sagði Tumi og nú fannst honum allt í einu að þetta myndi ekki verða einn af leiðinlegu dögunum. — Þá ættuð þið bara að koma og borða morgunmat hjá mjer, sagði Lóa. — Já, því ekki það, sagði Tumi. Við skulum koma. — Já, sagði Anna. Við komum. — En fyrst ætla jeg að kynna ykkur fyrir herra Nilson, sagði Lóa. Og þá tók litli apinn ofan hattinn og heilsaði kurteislega. Og svo fóru þau inn um garðshliðið við húsið hennar Lóu og upp eftir óhirtum gangstígnum, en meðfram hon- um stóðu gömul, mosavaxin trje, það var sjálfsagt gott að klifra 1 þeim. Svo fóru þau upp á svalirnar. Þar stóð hesturinn og maulaði hafra. -— Hversvegna í ósköpunum hefir þú hest uppi á svöl- um, spurði Tumi. Allir hestar, sem hann þekkti, voru í hesthúsum. — Ja, sagði Lóa hugsandi. Hann væri nú bara fyrir í eldhúsinu. — Og ekki líður honum verulega vel í stofunni. Tumi og Anna klöppuðu hestinum, og hjeldu svo áfram inn í húsið. Þar var eldhús, stofa og svefnherbei^i. En það leit út fyrir að Lóa hefði gleymt að gera hreint þessa vikuna. Tumi og Anna litu hálfhrædd í kringum sig, ,þau voru smeyk um að negrakóngurinn kynni að sitja í ein- hverju horninu. Þau höfðu nefnilega aldrei sjeð negra- kóng á æfi sinni. En það sást enginn pabbi og engin mamma heldur, og Anna spurði dálítið smeyk: 44. dagur „Nei. Jeg er aðeins að láta í ljós þakklæti mitt fyrir, að jeg skuli mega heimsækja ykk ur — og kalla ykkur vini mína“. ,,Það erum við, sem eigum að vera þakklát, Filip“, ans'aði Amalía. Hún hikaði, og leit á Jerome. „Er það ekki, ástin mín?“ „Jú — vissulega. Jeg veit ekki, hvernig við færum að komast af án Filips. Hann er eini maðurinn í Riversend, sem jeg get talað við. Hann er auð- vitað versti þorpari í aðra röndina — en hann hefir einp- ig sínar góðu hliðar“. Þau settust að snæðingi. — Filip tók eftir því, að á borðum voru allir uppáhaldsrjettir Jer- ome. Amalía var vön að fram- reiða þá, þegar hún vissi, að Jerome var í illu skapi. Filip hældi henni á hvert reipi fyrir matinn „Hvar fáið þið svona g.ott kjöt“, spurði hann. Jerome svaiaði: „Jeg keypti það af einum vjelamanninum í Munsey-verksmiðjunni. Hann keypti fjórar ekrur af mjer í viðbót, og hefir talsvert bú“. Þeir tóku nú að ræða um það, sem ætíð var efst á baugi hjá þeim, Riversend-fjelagið Fje- lagið hafði nú verið í fullum gangi í meira en ár. Iðjuhöldar, bankastjórar og mannvinir, er ljetu sjer ant um velferð mann- kvnsins, höfðu komið í stórhóp um til Riversend, hvaðanæfa af landinu. Fyrst í stað höfðu þeir verið tortrygnir — síðan undr- andi. Filip, sem nú var aðstoð- arbankastjóri við bank? föður síns, hafði í tómstundum sín- um unnið að því, að skipu- leggja allar framkvæmdirnar, ög hjálpaði síðan til við að stjórna þeim. Nú var búið að rækta upp stór landflæmi fyrir utan bæ- inn. Að vinnutíma loknum og á ■ helgidögum sáust hópar verkamanna á leið út á lönd sín. Þeir voru ánægjulógir á svip, eins og þeir menn verða, er eitthvað hafa til þess að lifa fyrir, utan hins daglega strits. Verksmiðjueigendurnir höfðu komist að því, að þeir mistu sjaldan góðan verkamann. Þeir höfðu einnig komist að því, að verkamennirnir höfðu nú meiri, áhuga á starfi sínu — og unnu betur en'áður Riversend-fjelagið var frægt um öll iðnaðarhjeröðin í austur hluta Bandaríkjanna. En sigur hafði ekki enn unnist í barátt- unni — og Jerome og Filip var það báðum ljóst. Þeir vissu, að baráttunni fyrir rjettindum þeirra, er lægst voru settir í þjðfjelaginu, myndi aldrei lok- ið. Þeir ræddu um þá baráttu í kvöld. , Stundum .>i» jeg Imæddur um, að þú leggir of hart að þjer, Filip“, sagði Jerome. „Þú ant þjer aldrei neinnar hvíld- ar“. , Það er líf mitt“, ansaði Fil- ip. Svo þagði hann. Það veitti honum enga ánægju ,að starfa í hinum íhaldssama banka föð- ur síns Hann vann störf sín að vísu vel, og Alfreð var bæði hreykinn og þakklátur. En hann reyndi ætíð að losna það- an eins fljótt og hann gat. Banki Alfreðs hafði einnig hagnast á fjelaginu. Eitt sinn, þegar Alfreð var viss um, að Jerome væri hvergi nálægur, hafði hann farið með Filip og skoðað byggingar fjelagsins. Hann hafði einnig sjeð verka- mennina vinna á jörðum sín- um. „Sjáðu til, pabbi“, hafði Fil- ip sagt. „Við ætlum að koma í veg fyrir það, að Riversend verði að stórri iðnaðarborg og verkamennirnir algjörir borg- arbúar“. „Jeg hefi altaf sagtt, að það væri hættulegt að svifta mann- inn landinu“, hafði Alferð svarað. „Það gleður mig, að jeg skuli ekki vera einn um þá skoðun“. Viku seinna hafði Alfreð ko. > ið að máli við Filip, og rjet„ honum ávísun, að upphæð 3000 dollara. Fjeð skyldi renna í sjúkrahússjóð fjelagsins. „En jeg vil vitanlega, að gjöfin sje nafnlaus“, sagði Alfreð kulda- lega. Filip hafði verið djúpt snort- inn. En hann hafði aðeins þakk að föður sínum fyrir með nokkr um, kærruleysislegum orðum. Alfreð var honum þakklátur fyrir það. ★ Að kvöldverði loknum bað Jerome Filip að leika fyrir þau nokkur lög.'Hann gerði það fús- lega. Litlu síðar kvaðst hann ætla að afhenda Mary bækurn- ar. Amalía bjóst til þess að kalla í stúlkuna, en Filip sagði: ,,Nei, Amalía — leg fer upp til hennar, eins og venju- lega. Við höfum altaf sitthvað að ræða um, sem aðrir mega ekki heyra — eins og þú veist“. Hann brosti. — Filip opnaði dyrnar á her- bergi Mai'y, og sagði: „Má jeg koma inp?“ Mary sat við skrifborð sitt. Hún reis á fætur, og brosti. — „Gjörðu svo vel, Filip“. Þegar Filip hafði fengið sjer sæti, settist hún aftur við skrif- borðið. „Jeg er hjerna með ljóða- bókina, sem jeg var búinn að lofa þjer“, sagði Filip. „Svo er jeg líka með nokkur lög eftir Brahms. Það er haldið, að heft- ið sje áritað af höfundinum sjálfum. Jeg keypti það í New York fyrir mánuði síðan, en fjekk það ekki fyr en í dag. — Gjörðu svo vel“. Hann rjetti henni böggulinn. Það var þá, sem hann tók eft- ir því, að annar vangi hennar var blár og þrútinn. — Hann kiptist við. Hann var gripinn einhverri tilfinningu, sem var ennþá máttugri en reiði. Telpan tók utan af bögglin- um, og athugaði það, sem í hon um var. Svo íeit hún upp, og augu hennar Ijómuðu: ,,Ó, — þakka þjer fyrir, Filip!“ Filip reyni að ná valdi yfir sjer, en rödd hans titraði ör- lítið, þegar hann svaraði: „Ekk- ert að þakka, Mary!'—- Það var mjög fallegt af þjer, að heim- sækja föður minn og frænku í gær. Þau báðu mig að segja þjer, hve það hefði glatt þau, að þú skyldir koma. Jeg held, að þeim þyki þegar mjög vænt um þig“. Mary roðnaði. En húr svar- aði rólega: „Mjer þykir líka vænt um þau Mig langaði til þess að kynnast þeim — þín vegna, Filip“. „Þau vonast eftir því, að sjá þig bráðlega aftur“. Mary varð niðurlút. „Jeg vildi óska, að jeg gæti heimsótt þau, Filip“, sagði hún lágt. Það var stutt. þögn. Svo sagði Filip: „Hefir faðir þinn bannað þjer það?“. Mary kinkaði kolli, án þess að líta upp. Filip varp cindinni. „Það var leiðinlegt. En hann veit sjálf- sagt, hvað hann er að gera“. Mary leit upp Hún horfði beint í augu hans. „Jeg hefði . átt að biðja hann .leyfis, áður en jeg fór. Það var ýmislegt, sem mjer var ókunnugt um, Filip. Jeg vissi ekki, að mamma hefði verið gift föður þínum. Jeg vissi ekki, að hún hefði skilið við hann — til þess að giftast pabba Jeg hefði átt að vita, að það var ekki að ástæðu lausu, að pabbi vildi það. ekki, að jeg færi niður eftir. — Mjer finst jeg hafa elst um mörg ár síðan í gær“. Filip ránn til rifja. En hann sagði ekkert. „Mamma sagði mjer alla söguna‘f, hjelt Mary áfram. ■— ,,,Hún var í mikilli geðshrær- ingu. Það var hugsunarlaust af mjer, að gera þetta“. Filip hamraði með fingrun- um á stólbríkina. Hann heyrði Mary andvarpa: „Ykkur hlýtur aö hafa fallið mjög þungt, að þurfa að yfir- gefa Uppsali“,<, „Já“. svaraði hann. Hann reis á fætur. „Viltu reyna að gleyma þessu,^ Mary? Breytir þetta nokkru okkar á milli?“ Hún reis einnig á fætur. „Nei — auðvitað cjkki, Filip. Hún rjetti honum höndina. „Viltu bera Dóróteu frænku og föður þínum kæra kveðju mina, og segja þeim, að jeg muni heim- sækja þau aftur — þó áð ekki geti orðið af því fyrst um sinn?“ „Já, — jeg skal gera það“. Vesalingurinn litli! Hann gekk hægt niður stigann. Þegar hann kom niður í bókaherbergið og sá Jeröme, var hann aftur grip- inn þessari undarlegu, áköfu tilfinningu. Svo varð honum lit ið á Amalíu. Hún var föl og kvíðin á svip. Hann sagði: ,,Mary var hrifin af bókunum. Hún sagðist ætla að leika Brahms-lögin fyrir þig strax í fyrramálið, Jerome“. Amalía og dóttir hennar voru á leið heim til Ameríku, eftir nokkurra mánaða dvöld í Ev- rópu. Þær höfðu verið við há- tíðahöjd, sem haldin voru vegna stjórnarafmælis Viktoríu drottningar. „Jeg vil að Mary finni til ör- yggis“, sagði Jerome. „Teg vil, að hún fylgist vel með því, sem er að gerast í heiminum. Hún er orðin sautján ára — og hún er vel greind. Þegar hún kem- ur heim, vill hún fara í Cornell háskólann. Ekki óraði mig fyrir því, að jeg ætti eftir að lifa það, að piltar og stúlku hlytu sömu mentun!“ Vinnumaðurinn á Belju- bjárgi kom hingað fyrir skömmu, og fyrsta daginn elti hann bílinn, sem sprautar göt- urnar, upp allan Laugaveg, til til þess að segja bifreiðastjór- anum, að vatn læki úr vatns- kassanum á palli bifreiðarinn- ar. ★ Charles Lamb, skáldið heims þekta, var ekkert sjerlega hrif inn af skrifstofustarfi sínu. Yfirboðari hans kom einu sinni að máli við hann og sagð- ist ekki gota annað en minst á það, að hann kæmi jafnan of seint á morgnana“. „Alveg rjett“, svaraði Lamb, ,,en þjer verðið að játa það, að jeg fer altaf snemma“. 'k Ethel Kerman var að borða í veitingahúsi og hafoi tekið hund sinn með sjer. Hana sár- langaði að gefa honum eitt- hvað, en þar sem hún hafði fengið sje: eingöngu grænmeti, hafði hún ekkert handa hon- um. En þegar maðuririn, sem sat við næsta b'orð, stóð upp og gekk út úi' salnum, sá Ethel stórt kjötstykki á disk hans. — Hún stóðst ekki freisbnguna, teygði sig eftir bitanum og gaf hundinum. Henni brá ekki lít- aftur og settist að borði sínu. — Hann hafði farið út til að hringja. ið, þegar maðurinn kom inn „Þjer munið það, er ekki -svo, að það voruð þjer, Jæknir, sem læknuðuð mig af gigtinnj fyrir ári síðan? Þjer sögðuð mjer að gæta þess, að blotna ekki“. „Mikið rjett'1. „Jæja, jeg vildi aðeins fá að vita, hvort mjer væri óhætt að fara að baða mig úr þessu“. ★ Þegar eiginkona manpsins kemur ekki heim, fer hann að hugsa um, hvað komið hafi fyr- ir. Þegar eiginmaður konunnar .kemur ekki heim, fer huh að velta því fyrir sjer, hvaða kona það geti verið. ★ „Og á hverju bygðuð þjer þá skoðun yðar“, spurði dómarinn og sneri sjer að lögregluþjón- inum, „að ákærður hafi verið drukkinn?“ „Þegar konan kom að hon- um, var hann að stinga 25 eyr- ingum í brjefakassann við Aust urvöll, um leið og hann gaut augunum upp í Dómkirkju- klukkuna, til að sjá hvað hann væri þungur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.